Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 26
26
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002
V
+
i
Chilavert rekinn
Paragvæski markvörðurinn Jose Luis Chilavert
hefur verið rekinn frá franska 1. deildarliðinu Stras-
bourg vegna deilna við forráðamenn liðsins um
greiðslur sem hann telur sig hafa átt rétt á þegar hann
var keyptur frá argentínska félaginu Velez Sarsfield.
Chilvert telur að Strasbourg skuldi sér 4,4 milljónir
dollara og hefur neitað að spila fyrir liðið frá því að
keppnistímabilið hófst í Frakklandi vegna vanefnda á
greiðslu sem hann segist hafa uppáskrifaða. Forseti
Strasbourg segir hins vegar að þetta sé haugalygi hjá
Chilvert, rak hann í gær og kallaði hann auman
falsara. -ósk
m v
Staöan:
Fylkir 17 10 4 3 30-20 34
KR 17 9 6 2 27-18 33
Grindavík 17 8 5 4 31-22 29
KA 17 6 7 4 18-16 25
ÍBV 17 5 5 7 22-20 20
ÍA 17 5 5 7 27-26 20
FH 17 4 7 6 27-29 19
Fram 17 4 5 8 26-33 17
Keflavík 17 3 8 6 21-29 17
Þór A. 17 3 4 10 22-38 13
18. og síöasta umferö:
ÍA-Fylkir...............lau 14:00
KR-Þór, Ak..............lau 14:00
Grindavík-Keöavik.......lau 14:00
FH-ÍBV..................lau 14:00
KA-Fram.................lau 14:00
Skipting marka
- raðað eftir nettói hjá liðimunm
Föst leikatriöi
Grindavík.................+8 (13-5)
13 skoruö - 5fengin á sig = 8 í plús
KR..........................+4 (11-7)
Fylkir.......................+2 (8-0)
ÍBV..........................+2 (7-5)
ÍA .........................+1 (10-9)
Fram.........................0 (13-13)
KA ...........................0(9-9)
Þór Ak.......................-3 (7-10)
FH ..........................-5(6-11)
Keflavík.....................-9 (4-13)
Mörk eftir föst leikatriói eru mörk
úr vítum, úr eða eftir homspymur,
úr eða eftir aukaspymur eða mörk
eftir innköst.
Mörk eftir hornspyrnur
ÍA.......................... +6 (6-0)
6 skoruð - 0 fengin ásig = 6 í plús
Grindavík.......-...........+4 (5-1)
Fram.........................+1 (5-4)
Fylkir..............................0 (3-3)
KA ............................0(3-3)
Keflavik.....................-1 (3-4)
KR..........................-2(1-3)
FH............................-2(1-3)
Þór Ak.............................-3 (2-5)
ÍBV ........................ -3 (0-3)
Skallamörk
ÍA.................................+5 (7-2)
7 skoruð - 2 fengin á sig = 5 i plús
Grindavík..........................+3 (5-2)
KR ..........................+2 (4-2)
ÍBV........................ +1 (4-3)
KA ............................0(5-5)
Fram................................0 (4-4)
FH.................................-1 (4-5)
Fylkir .......................-1(3-4)
Þór Ak..............................4 (1-5)
Keflavík...........................-5 (4-9)
Mörk skoruð utan teigs
Grindavík................+8 (10-2)
10 skoruð - 2 fengin á sig = 8 í plús
KR ..........................+3 (5-2)
FH ..........................+2 (4-2)
ÍBV................................+2 (3-1)
Fylkir.............................+1 (5-4)
KA .............................0(44)
Þór Ak.............................-2 (4-6)
Keflavík............................4 (3-7)
ÍA ...........................4 (1-5)
Fram .........................4 (1-5)
Mörk skoruð í markteigi
ÍA......................+14 (16-2)
16 skoruó - 2 fengin á sig = 14 i plús
KR ..........................+4 (84)
Fylkir.............................+1 (6-5)
Fram................................0 (9-9)
ÍBV ..........................-1(6-7)
Grindavík ...................-2 (6-8)
KA.................................-2 (3-5)
Þór Ak......................-3 (8-11)
FH .........................-5(6-11)
Keflavík....................-6 (4-10)
-ÓÓJ
-X-ÉlWp ~1“‘
Meira a morgun
DV-Sport verður með tvær
síður í laugardagsblaði DV og
þar verður fjallað meira um
lokaumferð Símadeildar karla
sem fer fram á morgun. Auk
þess verður fjallað um íslenska
kvennalandsliðið sem spilar
seinni leikinn gegn Englandi á
sunnudaginn. -ÓÓJ
Verður aukaleikur?
- en það getur einnig farið svo að Fylkir og KR yrðu nákvæmlega jöfn
Lokaumferð Símadeildar karla fer
fram á morgun og þá ættu að ráðast
úrslitin um hvaða lið hampar íslands-
meistarabikamum og hvaða lið verð-
ur að sætta sig við að falla niður i 1.
deild með Þór. En úrslitin gætu þó
ekki ráðist eftir allt saman því sú
skemmtilega staða gæti komið að
spilaður yrði úrslitaleikur um titilinn
því Fylkir og KR eiga enn möguleika
á að verða hnífjöfn.
Möguleikamir eru kannski ekki
mjög miklir en þeir era samt raun-
hæfir og það heftir vakið upp spum-
ingar hvað þarf til að spilaður yrði
aukaleikur á mótinu í ár.
Þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli í
báðum leikjunum í sumar þá er það
aðeins markatalan sem getur ráðið
úrslitunum verði liðin jöfh að stigum
eftir leiki morgundagsins.
Til þess að svo verði þarf KR að
vinna eitt stig og eitt mark af Fylki og
skora að auki tveimur mörkum fleiri.
Skagamenn verða því að vinna Fylki
með einu marki á sama tíma og KR
gerir jafntefli við Þór.
Vinni ÍA leikinn 1-0 þurfa KR og
Þór að gera 3-3 jafntefli. Þá yrði loka-
staðan þannig:
Fylkir 18 10 4 4 30-21 34
KR 18 9 7 2 30-21 34
Vinni Skagamenn leikinn 2-1 þurfa
KR og Þór að gera 4-4 jafntefli. Þá
yrði lokastaðan þannig:
Fylkir 18 10 4 4 31-22 34
KR 18 9 7 2 31-22 34
Þannig væri síðan hægt að halda
áfram ef réttum hlutfóllum er haldið
áfram, það er KR-ingar þurfa að
vinna stig og mark af Fylki og skora
að auki tveimur mörkum fleira.
Spilaö til þrautar
Halldór B. Jónsson, formaður
mótanefndar KSÍ, tjáði DV-Sport í
gær að fari svo að liðin verði alveg
hnífjöfn þá fer fram úrslitaleikur á
Laugardalsvellinum og þar verður
leikið til þrautar. Það þýðir að gangi
þetta allt eftir þá gæti íslandsmeist-
aratitillinn ráðist á vítakeppni en
þangað til er langur vegur mikUla til-
viljana.
Úrslitaleikir tíðkuðust hér fyrr á
árum þegar markatalan var ekki lát-
in ráða úrslitum þegar liðin voru jöfn
að stigum. Alls hefur fimm sinnum
verið spilaðir aukaleikir um titilinn,
1962, 1965, 1966, 1967 og 1971.
Það er ljóst að þetta væri óska-
möguleiki fyrir gjaldkera félaganna
tveggja ef marka má aðsóknina að
síðasta úrslitaleiknum um íslands-
meistaratitilinn sem var fyrir 31 ári.
Mesta aösókn á aukaleik
Þá léku Keflavik og ÍBV úrslitaleik
á Laugardalsvellinum frammi fyrir
10.800 manns sem er mesta aðsókn á
innlendan knattspymuleik í sögunni.
Eyjamenn hefðu unnið titilinn ef
markatalan hefði gilt en Keflvíkingar
unnu úrslitaleikinn 4-0. 8.534 mættu
á úrslitaleik KR og ÍA sex áram áður
og þegar Keflavík og Valur spiluðu
tvo úrslitaleiki sumarið 1966 mættu
yfir 6.000 manns á báða leikina. í
sumar komu samtals 6.543 manns á
tvo deildarleiki Fylkis og KR. -ÓÓJ
Spennan hefur verið mikil i efstu deild karla á síðustu sjö árum:
Síðustu ár hafa boðið upp á
spennu fram á síðustu stundu
íslenskir knattspyrnuáhuga-
menn hafa getið verið nokkuð viss-
ir um að spennan í efstu deild hald-
ist fram í síðustu umferð. Á morg-
un fer fram 18. og síðasta umferð
Símadeildar karla og er þetta í
fimmta sinn á síðustu sjö árum
sem úrslitin um íslandsbikarinn
ráðast ekki fyrr en í síðasta leik.
Þetta er 26. tímabilið sem er spil-
að eftir núverandi fyrirkomulagi,
það er tíu lið sem spila 18 leiki og í
15 skipti af þessum 26 hafa úrslitin
ráðist í siðustu umferð. Það era
helst Skagamenn sem hafa verið
iðnir við það að vinna titilinn fyrir
síðustu umferð en það hafa þeir_
gert alls fimm sinum en Valsmenn
hafa náð þeim árangri þrisvar.
Það er ekki nóg með það að á síð-
ustu sjö árum hafa úrslitin ekki
ráðist fyrr en i síðasta leik, þá hef-
ur þrisvar sinnum farið fram úr-
slitaleikur í síðustu umferð, það er
milli liða sem eiga bæði möguleika
á titlinum fyrir síðustu umferö.
1996 vann ÍA lið KR 4-1, 1998
vann ÍBV lið KR 0-2 og í fyrra
gerðu Skagamenn og Eyjamenn
Hvenær hafa
úrslitin ráðist?
18. umferð . . . 15 (58%)
17. umferð . .. 7 (27%)
16. umferð . . . 2 (8%)
15. umferð . . . 2 (8%)
Samtals 26
jafntefli sem nægðu gestunum ofan
af Akranesi til að tryggja sér ís-
landsmeistaratitilinn á markatölu.
Úrslitaleikur íslandsmótsins í ár
var fyrirfram áætlaður um síðustu
helgi þegar Fylkismenn fengu KR-
inga í heimsókn. En sömu úrslit og
í fyrri leik liðanna, 1-1 jafntefli,
þýða að leikimir á morgun koma
til með að ráða því hvert íslands-
bikarinn fer í ár.
Svo má ekki gleyma fallbarátt-
unni sem setur ávallt sinn svip á
lokadag mótsins en fimmta árið í
röð ræðst það í lokaumferðinni
hvaða lið fara niður þótt tvö síð-
ustu ár hafi annað liðið verið fallið
fyrir 18. umferð eða í sömu stöðu
og Þórsarar eru í ár.
-ÓÓJ
Hvenær tryggðu
liðin sér titilinn?
1977 .............ÍA (18. umferð)
1978 ...........Valur (17. umferð)
1979 ............ÍBV (18. umferð)
1980 ...........Valur (17. umferð)
1981 ........Víkingur (18. umferð)
1982 ........Víkingur (18. umferð)
1983 .............ÍA (17. umferð)
1984 .............ÍA (16. umferð)
1985 ...........Valur (18. umferð)
1986 ...........Fram (18. umferð)
1987 ...........Valur (17. umferð)
1988 ...........Fram (15. umferð)
1989 ..............KA (18. umferð)
1990 ...........Fram (18. umferð)
1991 ........Víkingur (18. umferð)
1992 .............ÍA (17. umferð)
1993 .............ÍA (16. umferð)
1994 .............ÍA (18. umferð)
1995 .............ÍA (15. umferð)
1996 .............ÍA (18. umferð)
1997 ............ÍBV (17. umferð)
1998 ............ÍBV (18. umferð)
1999 ..............KR (17. umferð)
2000 ..............KR (18. umferð)
2001 .............ÍA (18. umferð)
2002 . . . Fylkir eða KR (18. umferð)