Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Side 28
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 28 Sport DV Úrtökumót atvinnukylfinga: Björgvin á parinu - er í 25.-28. sæti í heildarkeppninni Þátttaka íslenskra félaga í Evrópu- keppnum 2003 Þegar lokaumferð Símadeildar karla er fram undan er áhuga- vert að velta því fyrir sér hvaða félög koma til með að leika í Evr- ópukeppnum á næsta ári. Um er að ræða eitt lið í undankeppni meistaradeildar Evrópu, tvö í Evrópukeppni félagsliða og eitt í Intertoto-keppnina. Fylkir fslands- og bikarmeistari Fyikir ...........Meistaradeild Fram....Evrópukeppni félagsliöa KR.................Evrópukeppni félagsliða Grindavík .....Intertoto-keppni Fylkir íslandsmeistari / Fram bikarmeistari Fylkir ...........Meistaradeiid Fram....Evrópukeppni félagsliða KR.................Evrópukeppni félagsliða Grindavík .....Intertoto-keppni KR fslandsmeistari / Fylkir bikarmeistari KR................Meistaradeild Fylkir .... Evrópukeppni félagsliða Grindavík . Evrópukeppni félagsliða KA.............Intertoto-keppni KR íslandsmeistari / Fram bikarmeistari KR................Meistaradeild Fram....Evrópukeppni félagsliöa Fylkir .... Evrópukeppni félagsliða Grindavík .....Intertoto-keppni -ÓÓJ KR-sigur á Hlíðarenda KR-ingar unnu Valsmenn, 72-84, á Reykjavíkurmóti karla í körfu- bolta í gær en þetta var annar sig- ur KR-inga á mótinu. KR hafði yfir 33-38 í hálfleik en liðið lék án þeirra Herberts Arnarsonar og Arnars Kárasonar sem eiga við meiðsli að stríða. Darrell Flake skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar, tók 7 fráköst og stal 6 boltum. Magnús Helgason skoraði 15 stig, Skarphéðinn Inga- son var með 13 stig og 5 stoðsend- ingar og Magni Hafsteinsson skor- aði 13, tók 9 fráköst og varði 4 skot. Hjá Val skoruðu þeir Ægir Hrafn Jónsson og Baldvin Johnsen 13 stig hvor. í seinni leik kvöldsins unnu ÍR- ingar sameinað lið Ármanns/Þrótt- ar, 107-68. Eugene Christopher skoraði 19 stig fyrir ÍR, Benedikt Pálsson skoraði 18 og Ómar Sæv- arsson var með 15 stig. Hjá gestun- um í Ármanni/Þrótti skoraði Jak- ob Ásgeirsson 21 stig og Einar Hugi Bjarnason gerði 17. -ÓÓJ Björgvin Sigurbergsson, kylfing- ur úr Golfklúbbnum Keili, er í 25.-28. sæti á úrtökumóti atvinnu- kylfinga sem fram fer á Five Lakes- vellinum í Englandi. Björgvin lék þriðja hringinn í gær á 72 höggum eða pari vallarins og hefur hann leikið holurnar 54 á 211 höggum eða fimm höggum und- ir pari. Mestu munar um frábæra spilamennsku hans á öðrum hring en þá lék hann holurnar 18 á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Björgvin á því enn góða mögu- leika á því að komast áfram en sam- kvæmt reglum komast 27 fyrstu kylfingar á úrtökumótinu áfram. Það er þó hörð barátta fram undan hjá Björgvini í dag að halda sætinu því fimm kylfingar hafa leikið á fjórum höggum undir pari og átta kylfingar hafa leikið á þremur höggum undir pari Five Lakes-vallarins. Glæsilegur hringur hjá Ólafi Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, fór á kost- um á úrtökumótinu á Five Lakes- vellinum í gær en hann lék þriðja hringinn á 66 höggum eða sex högg- um undir pari. Ólafur hefur því leikið samanlagt á 216 höggum sem er par vallarins en óhætt er að segja að slæmur fyrsti'hringur þar sem Ólafur lék á fimm höggum yfir pari hafi gert út um vonir Ólafs um að komast áfram. Hann er samt öruggur um að komast í gegnum niðurskurðinn því að allir þeir sem leika á þremur höggum yfir pari eða minna komast í gegnum hann eins og staðan er í dag en reglumar segja að allir þeir sem eru átta höggum eða minna frá 27. sætinu komist í gegnum niður- skurðinn. Marks efstur Englendingurinn Gary Marks er efstur eftir þrjá hringi. Marks hefur leikið á 201 höggi eða fimmtán högg- um undir pari vallarins. Marks náði sér ekki á strik í gær og lék aðeins á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins sem er mun lakara heldur en fyrstu tvo dagana. Portúgalinn Antonio Sobrinho er annar en hann er einu höggi á eftir Marks. Sobrinho lék frábærlega í gær en hann lék á 64 höggum eða átta höggum undir pari. -ósk Ætlar að hvíla Owen Gerard Houllier, knattspymustjóri Liverpool, hefur lýst því yfir að hann hyggist hvíla framherjann Michael Owen með vissu millibili í vet- ur til að koma í veg fyrir að hann meiðist alvarlega. Owen hefur gengið illa að skora í upphafi móts en Houllier hefur eng- ar áhyggjur af því og segist þess fullviss að hann muni byrja að skora á nýjan leik fyrr en varir. „Michael er ekki jafn frískur og hann gæti verið eftir að hafa spilað í heimsmeistarakeppninni í sumar. Hann er ekki í sínu besta formi núna en það kemur. Ég mun hvíla hann á næstunni til að minnka pressuna á honum en hann tekur það mjög nærri sér þegar honum tekst ekki að skora í leik. Hann hefur mikið sjálfstraust en það hefur áhrif ef mörg færi fara forgörðum. Ég veit það hins vegar að hann mun byrjað að skora eins og venjulega þegar hann er kominn í form,“ sagði Houllier. -ósk Björgvin Sigurbergsson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, eygir möguleika á því aö komast áfram á úrtökumóti atvinnukylfinga sem lýkur á Five Lakes- vellinum í Engiandi í dag. Björgvin er sem stendur í 25.-28. sæti en 27 fyrstu kylfingarnir komast áfram. Spenna í Reykjanesmóti Það er mikil spenna i Reykjanesmótinu í körfubolta en fiórða umferð fór fram á Ásvöllum í gær. Það er aðeins ein umferð eftir og gætu innbyrðisleikir ráðið því hvaða lið koma til með að spila til úrslita en Njarðvík, Keflavík og Grindavík hafa öll tapað einum leik. Keflavík vann Breiðablik, 61-81, í fyrri leiknum í gær þar sem Kevin Grandberg skoraði 25 stig fyrir Keflavík, Damon Johnson gerði 24 og Sverrir Þór Sverrisson var með 12. Hjá Blikum skoraði Pálmi Þór Sigurgeirsson 21 stig og Þórólfur Þorsteinsson var með 12 stig. Njarðvík vann Hauka 75-68. Haukar leiddu þar til þrjár mínútur voru eftir en þá tóku Njarðvikingar sig til og kláruðu leikinn. Stigahæstir hjá Njarðvík var Pete Philo með 17 stig og Guðmundur Jónsson kom næstur með 13. Hjá Haukum lék Stevie Johnson sinn fyrsta leik og var stigahæstur með 28. Næstur kom Ottó Þórsson með 13 stig. -ÓÓJ/Ben ~V Breiðdalsá: 315 laxar eru komnir a land „Það eru komnir tveir 20 punda og laxafiöldinn núna eru 315 laxar, í fyrradag veiddust 9 laxar,“ sagði Þröstur Elliðason, er við spurðum um stöðuna í Breiðdalsá. „Einn af þessum 9 löxum var 20 punda og síðan veiddist einn 16 punda, þetta var fin veiði,“ sagði Þröstur enn fremur. Nær Leirvogsá Laxá á Ásum? „Þetta var allt í lagi, við fengum tvo laxa og það voru laxar víða í ánni. Það eiga eftir að veiðast fleiri laxar,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Leirvogsá sem hefur gefið 515 laxa á þessari stundu. Leirvogsá vantar ekki nema um 40 laxa til að ná Laxá á Ásum, en báðar eru þessar veiðiár með tvær stangir. Laxá á Ásum endaði í 560 og Leirvogsá á eftir nokkra veiðidaga enn þá, svo allt getur gerst. Hofsá í Vopnafirði bætir sig Veiðinni lýkur í hverri laxveiði- ánni af annarri þessa dagana og margar veiðiár bæta sig á milli ára. Hofsá í Vopnafirði er ein þeirra veiðiáa sem bætir sig verulega eða um 1001 lax, hún endaði í 1912 en gaf 911 í fyrra. „Það var mikið af fiski þegar við vorum að veiða í Hofsá fýrir skömmu, hollið veiddi vel og það er nóg af fiski í henni til hrygna," sagði veiðimaður sem var í Hofsá fyrir skömmu, en veiði lauk í henni i fyrradag. Veiðinni er lokið í Selá í Vopnafirði en hún gaf 1651 lax en í fyrra gaf áin 1108 laxa. í Laxá í Aðaldal var lokatalan 1174 laxar, hún bætti sig aðeins á milli ára. G.Bender Sigurður Staples meö 20 punda lax úr Breiödaisá í fyrradag en þann daginn veiddust 9 laxar. Veiöimaöurinn sem veiddi fiskinn var Jóhann Steindórsson frá Breiödalsvík og fiskurinn tók toby-spón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.