Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Qupperneq 2
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 Fréttir DV Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna: Miklar sveiflur - Sjálfstæðisflokkur og Samfylking á uppleið en fylgi Framsóknar hrynur Fylgi Framsóknarflokksins er komið langt niður fyrir kjörfylgi eft- ir stöðuga fylgisaukningu í könnun- um DV siðastliðna 12 mánuði. í könnun blaðsins í júní sl. var Fram- sókn á flugi og hafði fylgið ekki mælst meira í könnunum DV í 8 ár. Sú sæla var hins vegar skammvinn eins og niðurstöður könnunar DV sem gerð var i gærkvöld bera með sér. Sjálfstæðisflokkurinn réttir hins vegar verulega úr kútnum og nálgast helmingsfylgi eins og í könnunum DV í kjölfar síðustu al- þingiskosninga. Samfylkingin fagn- ar fylgisaukningu og nálgast nú kjörfylgi. Samanlagt bæta Sjálfstæð- isflokkur og Samfylking við sig svipuðu fylgi og Framsókn tapar. Vinstri grænir eru hættir að hrapa en Frjálslyndir skrapa botninn. Fylgi þeirra hefur ekki verið jafnlít- ið síðan í janúar 2001. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnun- ar DV sem gerð var í gærkvöld, þeg- ar rúmir 7 mánuöir eru til næstu al- þingiskosninga. Úrtakið í könnun DV var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar sem og kynja. Spurt var: Hvaða lista mund- ir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Af öllu úrtakinu sögðust 9,5 pró- sent mundu kjósa Framsóknarflokk- inn, 32,7 prósent Sjálfstæðisflokk- inn, 1,3 prósent Frjálslynda flokk- inn, 16,3 prósent Samfylkinguna, 9 prósent Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og 0,2 prósent Húmanista- flokkinn. Enginn sagðist mundu kjósa Kristilega lýðræðisflokkinn né Anarkista. 23 prósent sögðust óá- kveðin en 8 prósent neituðu að svara. 31 prósent tóku því ekki af- stöðu til spumingarinnar sem er svipað og í könnun DV í júní. Þegar einungis er litið til þeirra sem afstöðu tóku sögðust 13,8 pró- sent mundu styðja Framsókn eða 11,8 prósentustigum færri en í júní, 47,3 prósent Sjálfstæðisflokk, 1,9 prósent Frjálslynda, 23,7 prósent Samfylkingu, 6,2 prósentustigum fleiri en í júní, og 13 prósent Vinstri græna. Miðað við kjörfylgi þá er Fram- sókn að tapa 4,6 prósentustigum, Sjálfstæöisflokkur bætir við sig 6,6 prósentustigum, Frjálslyndir tapa 2,3, Samfylking tapar 3,1 prósentu- stigi og Vinstri grænir bæta við sig 3,9 prósentustiga fylgi. Vinstri Fylgi flokka - mlðað við þá sem tóku afstððu S0 40 30 DV 30/09 '02 DV 02/06 '02 MDV 04/03 '02 DV 24/10 '01 4 «? DV 07/08 '01 i j I :DV 07/06 '01 1 Uu j f! DV 28/01 '01 DV 12/01 '01 ,DV 29/09 '00 DV 21 -22/03 '00 i dv 28 -29/12 99 | Samfylkingin DV 20/10 99 ’ 3 ; ,DV 13/09'99 »8 27 I '-Kosningar SKOCMNAKONNIJN JSSSk lill r* dl ii ” Niðurstöður skoðanakannana DV : SXMXN4KCKNUN Kosningar 8/5 '99 grænir hafa hins vegar tapað gríð- arlegu fylgi frá því í könnun DV í janúar 2001 þegar fylgi þeirra mæld- ist 29,3 prósent. 18/03 '98 Sjálfstæðisflokkur sterkur meðal karla Þegar afstaða kynjanna er skoðuð kemur í Ijós að Sjálfstæðisflokkur er mun sterkari meðal karla en kvenna, nær tæplega 55 prósenta fylgi ef aðeins er litið til afstöðu karla. Frjálslyndir sækja einnig meirihluta síns fylgis til karla en fylgi flokksins er reyndar mjög lítið. Mun fleiri konur en karlar eru óá- kveðnar eða 28,3 prósent á móti 17,7 prósentum karla. Eins og í fyrri könnunum sækir Framsókn mest af sínu fylgi til landsbyggðarfólks. Samfylking er sömuleiðis mun sterkari á lands- byggðinni en 28,1 prósent lands- byggðarfólks sögðust mundu kjósa 18/03 '99 hana. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar mjög sterkur á höfuðborgar- svæðinu en þar nýtur hann 63,2 pró- senta fylgis. Fylgi Vinstri grænna er sterkara á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Skipting þingsæta Þegar þingsætum er skipt miðað við fjölda atkvæða í könnuninni fengi Framsókn 9 menn kjöma, tapaði 3 frá kosningunum vorið 1999, Sjálfstæðis- flokkur fengi 31 menn, bætti við sig fimm mönnum, Frjálslyndir fengju engan þingmann, töpuðu báðum sínum. Þá fengi Samfylking 15 menn kjörna, tapaði 2 frá því í kosningunum. Loks fengju Vg 8 menn, tveimur fleiri en í kosningunum vorið 1999. -hlh Alþingi sett í dag Enginn friður við Frantsokn - segir Ögmundur Jónasson Vinstrihreyfmgin - grænt framboð ætlar ekki að gefa eftir við að gagnrýna Framsóknarflokkinn á komandi þingi til að laða hann til samstarfs í vor, þótt markmið vinstri-grænna sé að mynduð verði „velferðarstjóm" eftir komandi kosningar. „Nei, enda látum við nafhgiftir flokk- anna okkur í léttu rúmi liggja; við horf- um á gjörðir manna og flokka og því miður getur Framsóknarflokkurinn ekki státað af sínum verkum á liðnum árum, þannig að honum verður ekkert geflð fri,“ segir ögmundur Jónasson, þingflokksformaður vinstri-grænna. Spurður hvort stjómarandstaðan verði sameinuð á komandi þingvetri segir Ögmundur eðlilegt að núningur sé á milli flokkanna en jafnframt sé brýnt að þeir sem viiji sameinast í baráttu fyr- ir velferðarkeriið geri það. „Við leggjum mjög ríka áherslu á að átak verði gert í velferðarmálum bæði til vamar og sóknar og við erum meira en tilbúin til samstarfs við aðra stjóm- arandstöðuflokka, enda höfum við lagt áherslu á að eftir komandi kosningar Ogmundur Jónasson. verði mynduð hér velferðarstjóm; það er kominn tími til,“ segir Ögmundur. Þingmál Sam- fylkingarinnar Stóra stjómar- andstöðuflokkamir tveir kynntu í gær þingmál sem lögð verða ffarn í upphafi þingsins sem sett verður í dag. Samfylkingin segist ætla að leggja megináherslu á þrjá málaflokka í vetur: neytendur, velferð fólksins og fyrirtæk- in. Þingmenn flokksins ætla að leggja til að ríkisstjóminni veröi falið að kanna ástæður þess að matvælaverð er miklu hærra hér á landi en að meðaltali í lönd- um Evrópusambandsins, enda sé staða neytenda hér á landi óviðunandi í þess- um efnum. Rannveig Guðmundsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, var spurð í gær hvers vegna flokkurinn Rannveig Guömundsdóttir. gerði ekki tillögu um frjálsan inn- flutning landbún- aðarafurða eða aðr- ar aðgerðir sem beindust gegn aug- ljósum ástæðum hás matvælaverðs. Rannveig svar- aði því til að mikil- vægt væri að stjómvöld áttuðu sig fyrst á því hvar ástæðumar lægju; gripa mætti til aðgerða þegar það lægi fyrir. Annaö svipað þingmál Samfylk- ingarinnar felur í sér að bomar verði saman tekjur banka af vaxtamun og þjónustugjöldum hér á landi og ann-. ars staðar á Norðurlöndunum og í ESB. Af öðrum nýjum þingmálum Sam- fylkingarinnar má nefha tillögu um skattfrelsi lágtekjufólks, um flutn- ingskostnað fyrirtækja á landsbyggö- inni og um hvemig skuli bregöast við til að draga úr ójafnvægi sem myndist í byggðamálum vegna ffarn- kvæmda á Austurlandi. Þingmál vinstri-grænna Fyrsta þingmál vinstri-grænna er þingsályktunartillaga um að einkavæð- ingamefhd verði leyst frá störfum. Ög- mundur Jónasson segir eðlilegt að stöðva einkavæðingaráform á meðan Ríkisendurskoðun vinnur að úttekt á einkavæðingarferlinu í heild og annarri á sölu Landsbankans sérstaklega. Megináherslur flokksins verða á at- vinnu- og velferðarmál, kvenfrelsismál, umhverfis- og náttúmvemd auk utan- ríkismála. Af einstökum málum má nefna þingsályktunartillögur um stuðn- ing við smá og meðalstór fyrirtæki, upp- byggingu sjúkrahótela, stækkun friðlands í Þjórsárverum, vemdun rjúpnastofnsins og bætt starfsumhverfi fyrir kvennahreyfmguna. Þá ætlar flokkurinn að leggja til laga- frumvarp til að girða fyrir að eigendur stofnfjár sparisjóðanna geti selt það á yf- irverði. -ÓTG Arnór sá besti Blaðamenn sænska knatt- spymutímaritsins Footballextra Match telja Amór Guðjohnsen besta erlenda knatt- spyrnumanninn sem leikið hefur í sænsku úrvalsdeildinni frá upphafi. Hér er um að ræða 1. sætið af um það bil þrjú hundruð úr röðum er- lendra knattspyrnumanna sem leik- ið hafa í Allsvenskan frá upphafi. Teitur Þórðarson er í sjöunda sæti listans. í umsögn um Arnór er greint frá því að hann hafl verið listamaður með bolta, snöggur og leikinn og þekktur fyrir hælsend- ingar. Mbl. greinir frá. Lottómiðinn seldur á Hellu Enn hefur handhafi hins fjórfalda Lottóvinnings ekki gefið sig fram en þegar dregið var á laugardagskvöld- ið var 1. vinningur orðinn 19,5 millj- ónir króna. Miðinn var seldur í verslun KÁ á Hellu, samkvæmt upp- lýsingum íslenskrar getspár. Eins og landsmönnum er kunnugt hefur gjaman liðið talsverður tími frá því að dregið er þangað til vinningshaf- ar „þeirra stóru“ gefa sig fram. Fólk bíður þess þó af spenningi eins og áður að fá að sjá hver það er sem fær stóru búbótina. Coldplay kemur fyrir jól Breska hljómsveitin Coldplay er á leiðinni aftur til íslands. Hún spilar í Laugardalshöllinni þann 19. sept- ember. Strákamir í Coldplay voru hér síðast á ferð í ágúst fyrir rúmu ári. Líkaði þeim svo vel við land og þjóð að ákveðið var að snúa hingað á ný til að leika fyrir íslendinga sem keypt hafa plötur þeirra í um 10 þúsund eintökum. Önnur plata sveitarinnar hefur farið í efstu sæti sölulistanna í Evrópu og selst í um 3 milljónum eintaka. Mbl. greinir frá þessu. Fimm skipverjum bjargað Fimm skipverjum var bjargað um borð í Sæþór EA frá Árskógsströnd eft- ir að rúmlega 100 tonna rækjuskip, Aron ÞH, 107 tonn, sökk um 27 sjómil- ur norður af Grímsey um sjöleytið í gærmorgun. Amþór Hermannsson, skipstjóri á Sæþóri, sagði að blíðskap- arveður hefði verið á miðunum þegar óhappið varð. „Þama var logn og speg- ilsléttur sjór,“ sagði Amþór. Aron var farinn að halla mjög þegar Sæþór kom að honum en menn biðu í um 20 mínútur áður en ljóst varð að rækjuskipinu yrði ekki bjargað. Aurarnir hverfa alveg Seðlabankinn mun innkalla 5, 10, og 50 aura myntim- ar en eftir 1. októ- ber á næsta ári verða þær ekki lengur lögmætar. Fram að þeim tíma mun bankakerfmu verða gert að taka við aurum frá al- menningi þó svo að ekki sé gert ráð fyrir að slíkt verði í stórum stíl enda heyrir til undantekninga að aurar leynist lengur i vösum lands- manna. -BÞ/-Ótt Haldiö til haga í frétt DV í gær um auðgunarbrot víxluðust tvær tölur varðandi irm- brot og þjófnaði. Rétt er að 7.022 þjófnaðir voru framdir á landinu árið 2001 en 2.857 innbrot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.