Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Vaktmaður Búnaðarbankans harðneitar skjalaþjófnaði: Segist hafa sett upp leik- rit fyrir leynimyndavélar - krefur Búnaðarbankann um sex mánaða laun Samkvæmt heimildum DV innan Búnaðarbankans harðneitar vakt- maðurinn sem handtekinn var í síð- ustu viku aðild að þjófnaði á skjölum sem Sig- urður G. Guð- jónsson, forstjóri Noröurljósa, komst yfir í sum- ar. í skjölunum var að fmna upp- lýsingar um skuldastöðu Norðurljósa og áform um að steypa fyrirtæk- inu í gjaldþrot í því skyni að sam- eina það félagi sem tengist Skjá einum. Vaktmaðurinn var umsvifalaust rekinn i siöustu viku eftir að á leynimyndavél- um sást til hans taka skjöl af borði Áma Tómassonar aðalbankastjóra. Hann var með hanska og fór með skjalið sem var merkt „trúnaðar- mál“ út úr herbergi bankastjórans. Vaktmaðurinn var í fjóra tíma í yf- irheyrslum en neitaði alfarið að hafa áður gerst sekur um að taka trúnaðargögn og koma í hendur for- ráðamanna Norðurljósa og var hon- um sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá mun hann einnig hafa neitað því að þekkja neitt til Sigurðar G. Guð- jónssonar eða annarra starfsmanna Norðurljósa að undanskildum syni sínum sem þar starfar. Heimildir DV herma að vaktmað- urinn beri því við að hafa vitað af fóldum myndavélum sem víða voru í bankanum. Vegna þess að hann hafi verið einn grunaðra um að hafa lekiö upplýsingum segist hann hafa verið áreittur af ööru starfsfólki um nokkurra vikna skeið. Vaktmaður- inn bar því við að þess vegna hafi hann ákveðið „aö setja upp leikrit" fyrir framan myndavélarnar í trausti þess að honum yrði sagt upp og að hann fengi uppsagnarfrest sinn greiddan. Hann hafi ekki reiknað með því að lögregla væri inni í málinu og viðbrögðin yrðu eins hastarleg og raun bar vitni. Maðurinn var samdægurs rekinn og hann tekinn af launaskrá. Sam- kvæmt kjarasamningum banka- manna er heimilt að reka starfs- Búnaðarbanklnn Málaferli á mörgum vígstöövum. menn án þess að greiða þeim upp- sagnarfrest ef um er að ræða stór- fellt brot í starfi. Á móti kemur að fyrirtækjum kann að vera óheimilt lögum samkvæmt að setja upp leynimyndavélar. Vaktmaðurinn hefur nú ráðið Einar Þór Sverrisson héraðsdóms- lögmann til þess að krefja bankann um sex mánaða laun á uppsagnar- fresti. Þá mun Einar Þór einnig kanna það hvort bankinn hafi farið að lögum þegar eftirlitsvélarnar voru settar upp án vitundar starfs- fólks. „Við erum með mál vaktmanns- ins í skoðun og munum líta til allra þátta málsins," sagði Einar Þór í samtali við DV í gær. Fjármálaeftirlitið er enn með til rannsóknar kæru Sigurðar G. Guð- jónssonar, forstjóra Norðurljósa, sem sakar bankann um að hafa bor- ið á torg trúnaðarupplýsingar um fyrirtækið með þvi að upplýsa þriöja aðila um lánastööu bankans og Norðurljósa. Þá er Búnaðarbank- inn í máli við Norðurljós vegna 350 milljóna króna skuldabréfs sem bankinn gjaldfelldi. Þá hefur bank- inn einnig kært Sigurð G. til lög- reglu fyrir aðild að skjalaþjófnaðin- um. Það sér því ekki fyrir endann á málaferlum í kringum bankann. -rt Slguröur G. Guðjónsson. Ámi Tómasson. Sóðaskapur á Geirsnefi - yfirvöld láta gera úttekt á svæðinu Formanni umhverfis- og heilbrigð- isnefndar Reykjavikur hafa borist kvartanir vegna umgengni og um- hirðu á Geirsnefi í Reykjavík. Þar hafa hundeigendur aðstöðu til að sleppa hundum sínum lausum. Mis- brestur hefur orðið á að þeir hirði upp það sem hundamir láta frá sér á lausagöngunni. Á nýafstöðnum fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar var samþykkt samhljóða að láta gera út- tekt á svæðinu á Geirsnefi með tilliti til umgengni, umhirðu og aðbúnaðar. Borgin gerði á sínum tíma sam- komulag við Hundaræktarfélagið um opið svæði á Geirsnefi. Síðan hefur einnig verið gert samkomulag sömu aðila um hundasvæði við Öskjuhlíð- ina. Samkvæmt samkomulaginu eiga hundeigendur að hirða upp það sem hundar þeirra láta frá sér. Á því hef- ur orðið misbrestur og í sumum til- vikum fara eigendurnir ekki út úr bíl- um sínum nema rétt til þess að hleypa hundunum út úr þeim og inn aftur, þegar þeir hafa verið búnir að gera stykki sin. Kolbeinn Ó. Proppé sagði við DV að auk þeirra athugasemda sem fram hefðu komið vegna Geirsnefs kvartaði útivistarfólk um lausagöngu hunda í Elliðaárdal. Slíkt væri alveg bannað en hægt væri að gera sér í hugarlund að hundeigendur leituðu þangað ef slæm umgengni og mikl bílaumferð væri á Geirsnefi. „Fólk kvartar yfir þessu,“ sagði Kolbeinn. „Við vildum bregðast fljótt við áður en málin væru farin að stefna í óefni. -JSS Ur Geirsnefi vló ósa Elllöaánna Hundar borgarinnar hafa gert þarflr sínar um allt Geirsnef um langt árabil. Fjölskylda í Grafarvogi lifir á neyðarmatarskammti frá RKÍ í fimm daga: Matreiðslan er höfuðverkur dagsins - dæturnar meö þurrt brauö og vatn í skólann DV-MYND GVA Neyöarskammtur Hjónin Bergur Hauksson og Auöur Haröardóttir, ásamt dætrunum Ástu og Birnu boröuöu pasta og baunir, ígildi þess matarskammts sem dreiftyröi hér á landi kæmi til hungursneyöar. Fjögurra manna fjölskylda í Grafar- vogi hefur tekið að sér einstakt verk- efhi í tengslum við landssöfnun Rauða kross íslands til hjálparstarfs í sunnan- verðri Afríku. Fjölskyldan hefur fengið afhentan neyðarmatarskammt frá RKÍ, ígildi þess matar sem dreift yrði hér á landi ef alvarlegur matarskortur myndi herja á landsmenn. Skammtur- inn inniheldur pasta, baunir, maís, mjólkurduft, olíu, hveiti og sykur. Á þessum skammti ætlar fjölskyldan að lifa í fimm daga. Þetta gerir hún til að vekja athygli á landssöfnun Rauða krossins, sem hefst n.k. laugardag, 5. október, undir kjörorðinu „Göngum til góðs“. Vegna söfnunarinnar hefur Rauöi kross íslands auglýst eftir tvö þúsund sjálfboðaliðum til að afla fjár til hjálp- arstarfs í sunnanverðri Afríku, þar sem hungursneyð ógnar lífi næstum fimmtán mihjóna manna. Talið er að sjálfboðaliði sem gengur í tvo tíma geti safiiað um 10.000 krónum, sem dugar til að gefa fimm manna fjölskyldu mat sem endist i tvo mánuði. Það getur nægt til að bægja hungrinu frá fram að næstu uppskeru. „Við byrjuðum að lifa á skammtin- um í morgun," sagði Bergur Hauksson, húsbóndinn á heimilinu í Grafarvogi, þegar DV ræddi við hann í gær. „Þá borðuðum við hafragraut. Síðan var pasta með olíu í hádeginu. Þetta eru ekki stórir skammtar og maður er fljót- ur að verða svangur aftur. Brauöið verðum við að baka sjálf. Dætumar fóru með þurrt brauð og vatn í skólann í morgun. í kvöld verðum við með baunir á borðum. Þær eru ígildi kjöts og fisks og það er höfúðverkur dagsins hvemig á að matreiða þær.“ Bergur sagði að efnið í matar- skammtinum væri sniðið að þvi sem íslendingar myndu þurfa í hung- ursneyð, þ.e. þvi sem þeir væm vanir að borða. Þess vegna væri meira um pasta en minna af maísmjöli heldur en í þeim matarskömmtum sem myndu veröa sendir til Afríku. Bergur kvaðst einskis sakna enn sem komið væri af hefðbundnum neysluvörum, nema ef vera skyldi kók- ið. Nú væri ekki um það að ræða að fá sér orkuskot með því að innbyrða syk- ur, hvort sem væri í gosdrykkjum eða öðm. „En það er mikill lærdómur fólginn í þessu,“ sagði Birgir. „Það er hægt að gera ýmislegt ef fólk hefúr þekkingu og hugmyndaflug. Við erum búin að verða okkur úti um nokkrar uppskriftir og tryggja okkur aðgang að fleirum ef þörf þykir.“ Fólk sem vill leggja góðu máli lið með stuttri heilsubótargöngu á laug- ardag getur skráð sig á www.redcross.is eða í síma Rauða krossins 570 4000. -JSS Ivar Om Sverrisson. Ég er í sjöunda himni „Ég er rosalega ánægður með við- tökumar og þótt ég hafi alltaf haft trú á þessari sýningu koma þessi sterku viðbrögð dálítið á óvart. Persónu- lega má alltaf líta á það sem leiksig- m- þegar maður tekst á hendur við svona flókið og krefjandi hlutverk en það er ekki til að spilla fyrir því þeg- ar fólk er svona ánægt með útkom- una. Ég er einfaldlega í sjöunda himni og hlakka til að sýna aftur um næstu helgi," segir ívar Öm Sverris- son, sem leikur Hamlet hjá Leikfélagi Akureyrar í samnefhdu leikriti eftir William Shakespeare. Sýningin hefúr fengið stjömudóma jafnt hjá áhorfendum sem gagnrýnend- um en það er Sveinn R. Einarsson sem setur upp Hamlet á Akureyri. Frum- sýnt var um síðustu helgi á Akureyri og hefúr frammistaða ívars Amar vak- iö mikla athygli. Hann er nýútskrifaö- ur sem leikari en segist alltaf hafa ver- ið óhræddur að takast á við hlutverkið. „Það rikti alltaf mikil jákvæðni á æf- ingatímabilinu," segir ívar Öm. -BÞ Harma atburðinn DV hefur borist eftirfarandi yfirlýs- ing frá fjölskyldu Steins Ármanns Stefánssonar, mannsins sem grunað- ur er um að hafa banað 65 ára ibúa í húsi númer 11 við Klapparstíg: „Við hörmum þann skelfilega at- burð sem átti sér stað að kvöldi fimmtudagsins 26. september sl. og teljum að ekki verði hjá því komist að benda á aðgerðarleysi stjómvalda og heilbrigðisyfirvalda í málum hins grunaða. Við, fjölskylda Steins, höfum í nær 25 ár gengið frá Pontíusi til Pílatusar í þeirri von að einhveijar úrlausnir fyndc.st á málum hans en árangurinn er sá sem alþjóð veit. Krafa okkar er að öll ráðuneyti taki höndum saman og vinni að úr- ræðum sem duga fyrir það ógæfu- sama fólk sem greinist geðsjúkt. Enginn ræður sínum skapadómi. ís- land er að flestu gott samfélag en að- stæður geðsjúkra eru smánarblettur sem verður að eyða. Geðsjúkir eiga ekki að liggja ut- angerða í velferðarsamfélaginu, for- smáðir og fyrirlitnir. Og að lokum; er eðlflegt að maður með lögheimfli á réttargeðdeOdinni á Sogni skuli á sama tíma vera í haldi lögreglu grunaður um morð?“ Fundur hjá Globodent Hluthafafund- ur Globodent fór fram sl. föstudag. EgOl Jónsson, tannlæknir á Ak- ureyri, segist bundinn trúnaði um fundinn að svo stöddu og vill ekki tjá sig um gang mála fyrir utan það að verkefnið gengi vel. EgOl fékk sjálfur Globodent-hug- myndina en hún snýst um bylting- arkenndar breytingar á tannvið- gerðum. Hugmyndin er að bora töluvert stóra holu í hverja tönn og fyOa síðan upp með stööluðum fyO- ingum úr postulíni. Litur fyOingar- innar yrði sá sami og tannarinnar og því kaUast verkefnið „Black is out“. Globobent er ætlað að fram- leiða postulínsfyOingar tO að gera við skemmdimar. -BÞ Egill Jónsson. Áminning vegna hávaða Umhverfis- og heObrigðisstofa Reykjavíkur hefur sent veitinga- staðmnn Nasa í Thorvaldsenstræti áminningu vegna hávaða. Áminn- ingin er veitt í kjölfar hávaðamæl- inga á staðnum. ítreka heObrigðisyf- irvöld jafnframt þá kröfu að gerðar verði ráðstafanir tO að hávaði inn- anhúss verði framvegis ekki yfir leyfilegum mörkum. í áminningar- bréfi heObrigðisyfirvalda tO forráða- manna Nasa segir að fylgst verði með því að umrædd krafa verði upp- fyOt og farið út i frekari þvingunar- aðgerðir ef þörf þyki. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.