Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 DV 7 Fréttir Herjólfur siglir á ný Vestmannaeyjaferjan Heijólfur hóf áætlunarsiglingar á ný í gær. Ferjan hafði verið í slipp i Danmörku um tveggja vikna skeið en kom til Eyja að nýju í gærdag. Að sögn Lárusar Gunnólfssonar skipstjóra gekk slipp- ferðin eins og í sögu og allt stóðst áætlun. Fyrir utan hefðbundið eftir- lit og viðgerðir á vélum og tækjum var Herjólfur málaður. Á meðan skipið var í slipp í Frederikshavn í Danmörku notaði áhöfnin timann og tók skipið í gegn að innan. Herjólfur er 10 ára gamalt skip, 3354 brúttótonn að stærð. Skipið gengur 17 sjómílur og er því 2 klst. og 45 mín. á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Hámarksfjöldi far- þega er 500. Rekstur Herjólfs er í um- sjá Landflutninga-Samskipa. -aþ „Veöurspámaðurinn" Verkið sem er eftir Ásmund Sveinsson stendur fyrir framan Ásmundarsafn í Reykjavík. Verkið er máttugt tákn um manninn og náttúruna. Stytta reist á Blönduósi til heiðurs elsta veðurmælingamanni landsins: Meiri binding en mjaltir Við sofum ekki á verðinum Rafiðnaðarsamband íslands gætir hagsmuna rafiðnaðarmanna um land allt RAFIÐNAÐARSAMBAND fiSLANDS - segir Grímur Gíslason sem níræður mælir veðrið fimm sinnum á dag Blönduósbær hyggst heiðra Grím Gíslason veðurathugunarmann til 30 ára og fréttaritara Ríkisútvarps- ins um langt skeið með því að koma upp á Blönduósi afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar, Veðurspá- manninum. Grímur er níræður að aldri og fyrsti og eini heiðursborg- ari Blönduóssbæjar. „Ég er glaður og þakklátur vegna þess heiðurs sem mér er sýndur og það verður gaman að fá þetta fallega listaverk hingað í bæinn,“ sagði Grímur í samtali við DV í gær. Hann sagðist þó stíga í báða fætur vegna málsins og gat þess af lítillæti að í raun væri hann ekkert allt of hrifrnn af því að menn væru að hampa þessu. Grímur hefur stundað veðurmæl- ingar í hálfan þriðja áratug og fer aldrei í háttinn fyrr en eftir mið- nætti vegna starfa síns. „Já, þessu fylgir mikil binding. Þeir sem eru með kýr eru miklu óbundnari því það er hægt að hnika mjöltum til að skaðlausu um nokkra stund en veð- urfréttir verða alltaf að koma á rétt- um tíma.“ Hann segist ekki hafa haft neinn afleysingamann í seinni tíð en hægt sé að tilkynna forfoll og þá sé orðið við því. Hann fari þó alla jafna lítið frá heldur mæli veðrið fimm sinn- um á dag. „Þetta er ósköp hvers- dagslegt. Ég er ekkert öðruvísi en aðrir veðurathugunarmenn fyrir utan það að ég er hundgamall," seg- ir Grimur sem er aldnastur ís- lenskra veðurmælingamanna. Auk þessa starfa flytur hann reglulega fréttapistla í Rikisútvarpið, ríður daglega út og er í ýmsu félagsstarfi. Það var Þór Jakobsson veður- fræðingur sem fyrstur hreyfði við hugmyndinni og var málið tekið fyrir á fundi bæjarstjómar í gær- kvöld. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, segist von- ast til að hægt verði að reisa stytt- una næsta sumar og er líkleg stað- setning nálægt hringtorginu á Blönduósi. -BÞ Rafiðnaðarsambandið er starfsgreinasamband 10 félaga rafiðnað- armanna. Félagar eru þeir sem starfa í rafiðnaði hvort sem þeir hafa sveinspróf eða ekki; rafiðnfræðingar, rafvirkjar, rafveituvirkjar, raf- vélavirkjar, rafeindavirkjar, símsmiðir, símamenn, sýningarmenn, tölvu- og kerfisumsjónarmenn og tæknifólk í mynd- og hljóðverum. Rafiönaðarskóli íslands Samtök rafiðnaðarmanna eiga og reka Rafiðnaðarskólann. Hann býður upp á fjölbreytt starfsmenntunarnámskeið. Kynntu þér málið: www.raf.is Hlutverk Rafiðnarsambands íslands Gerð kjarasamninga og túlkun þeirra, varsla starfsréttinda og vinnu- vernd. Að tryggja félagsmenn og fjölskyldur þeirra þegar áföll dynja á. Að annast fræðslu- og útgáfustarfsemi. Að gefa félagsmönnum og fjölskyldum þeirra kost á góðri orlofs- aðstöðu. Orlofsaðstaða fyrir félagsmenn Rafiðnaðarsambandið á og rekur 39 orlofshús á 15 stöðum á land- inu (auk 2 húsa á Spáni), 11 tjaldvagna, 2 fellihýsi og leigir nokkur orlofshús. Fegurð Kirkjan við Úlfljótsvatn í afar fallegu haustveöri um síðustu helgi. Elíkjaii byggði, rafveitan endurbyggði Það haustar fallega, lygnir og ljúf- ir dagar víða um land og hreint ekki kalt. Við Úlíljótsvatn var fegurðin í fyrirrúmi um síðustu helgi þegar fréttamaður DV fór þar um. Þar má sjá að raforkuöflun þarf ekkert endi- lega að skemma stemninguna. Heimildir eru um kirkju við Úlf- ljótsvatn frá því um 1200, en þessi kirkja var byggð þar 1863 af ekkju sem þá bjó á Úlfljótsvatni. Árið 1963 endurbyggði Rafmagnsveita Reykjavíkur kirkjuna. Þáverandi vígslubiskup á Selfossi, Sigurður Páls- son, sagði við athöfn í kirkjunni að það væri létt verk fyrir Rafmagnsveit- una með öll sín auraráð að endur- byggja kirkjuna, þegar umkomulítil ekkja hefði byggt hana fyrir 100 árum. Kirkjan var lengd við endurbygging- una og tuminum bætt við. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.