Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002
Fréttir TX\T
Dalsmynni:
Frestur
til úrbóta
Ekki kemur til aðgerða Umhverf-
is- og heilbrigðisstofu Reykjavikur
gagnvart hundaræktarbúinu í Dals-
mynni að sinni. Forráðamenn bús-
ins hafa lagað tvö atriði af fjórum
sem heilbrigðisyfirvöld höfðu gert
athugasemdir við. Þeir hafa fengið
frest til 15. október til að koma þvi
sem á skortir í lag.
Umhverfis- og heilbrigðisstofa
hafði áminnt forráðamenn hunda-
ræktarbúsins og gefið þeim frest til
24. september til að koma tilteknum
atriðum í lag. Ella yrði hugsanlega
gripið til þess að stöðva eða tak-
marka viðkomandi starfsemi eða
notkun, leggja þar með hald á vörur
og fyrirskipa förgun þeirra.
Öm Sigurðsson, skrifstofstjóri
Umhverfis- og heilbrigöisstofu,
sagöi að forráðamenn búsins væm
nú búnir að sækja um starfsleyfi
eins og þeim bæri að gera. Þá væri
búið að sækja um breytta notkun
húsnæðis. Hins vegar ætti eftir að
senda inn teikningar á fyrirkomu-
lagi á loftræstikerfi, svo og teikning-
ar á fyrirkomulagi frárennslislagna
og rotþróa. -JSS
Asetylengas ekki framleitt lengur hjá ÍSAGA:
- engin hætta því samfara, segir framleiðslustjóri
DV-MYND HARI
Fjarstýrð verksmiðja
Þorlákur Kjartansson framleiöslutjóri segir engar eldfimar lofttegundir lengur
framleiddar hjá ÍSAGA. Því sé engin hætta því samfara aö fjarstýra verksmiöj-
unni erlendis frá líkt oggert er víöa um heim.
Fyrirhugað er á næstu vikum að
taka upp fjarstýringu á framleiðslu
verksmiðju ÍSAGA á Breiðhöfða í
Reykjavík. Verður verksmiðjunni þá
fjarstýrt um nætur í gegnum Netið um
símalínur frá Kaupmannahöfh, en fyr-
irtækið framleiðir m.a. lofttegundir á
hylki til margvíslegra nota hérlendis.
Hefur nokkuð borið á áhyggjum fólks
vegna þessa sem óttast sprengihættu og
að fjarstýringin geti brugðist. Þorlákur
Kjartansson framleiðslustjóri segir
enga hættu vera samfara fiarstýringu á
verksmiðjunni.
„Þama er bara um hagræðingu að
ræða. Það á að keyra verksmiðjuna á
nóttunni frá Danmörku. Þetta er eins
og tíðkað er víða erlendis þar sem
mörgum verksmiðjum er stýrt frá ein-
um stað. Óslóarverksmiðjan er t.d.
keyrð frá Svíþóð og í Ameríku er víða
mörgum verksmiðjum stýrt frá sömu
stöð. Síðan við fengum þessa tækni
sem Netið gefur okkur þá er þetta ekk-
ert mál.“
Þorlákur segir að búið sé að fara
vandlega i gegnum allt þetta ferli, bæði
ef símalínur detta út og annað. Hann
segir að ef eitthvað komi upp á þá drep-
ist á verksmiðjunni eftir nokkrar sek-
úndur. Litið mál sé líka að kalla menn
út með stuttum fyrirvara. Hann segir
starfsmönnum ekki fækkað vegna
þessa, en tilfærslur verði á mönnum.
Asetylengasframleiðslu hætt
Þorlákur telur að ótti manna stafi
trúlega af þeim misskilningi að ÍSAGA
framleiði enn eldfimt asetylengas. Ef-
laust sé mönnum líka enn í fersku
minni eldsvoði og sprengingar í gömlu
asetylen-verksmiðju fyrirtækisins á
Rauðarárstíg fyrir mörgum árum en
ótti við slíkt sé með öllu óþarfúr í dag.
Þorlákur segir að fyrir ári hafi þeirri
verksmiðju í Reykjavík verið lokað
vegna samdráttar, en árlega voru fram;
leidd þar um 40 tonn af asetylengasi. í
ffamhaldinu var ákveðið að flytja gas-
ið inn í hylkjum. Þá er fyrirtækið ný-
byrjað að selja propan-gas sem kemur
líka innflutt í kútum af nýrri gerð sem
kynnt var i sumar.
AGA á íslandi, eða ÍSAGA eins og
fýrirtækið hefur jafnan verið ne&t, var
stofhað árið 1919 til að framleiða
asetylengas fyrir vita landsins. Fyrsti
vitinn haföi reyndar verið reistur hér
árið 1878 og fyrstu AGA vitamir hér-
lendis voru reistir árið 1909. Lengst af
var hlutabréfaeign AGA í ÍSAGA
breytileg en 1991 eignaðist sænska fyr-
irtækið AGA meirihluta í félaginu eftir
að hlutabréf í ÍSAGA voru boðin til
sölu á alþjóðlegum markaði. Fyrir
tveim árum keypti þýska fýrirtækið
Linde AGA sem heitir nú AGA-Linde.
ÍSAGA ehf. hefur aðsetur á Breið-
höföa í Reykjavík. Þar eru nú unnin
um 900 rúmmetrar á klukkustund af
súreöii og köfnunarefhi, en asetylen-
ffamleiðslunni hefur verið hætt. Þriðja
verksmiðjan er á Hæðarenda í Gríms-
nesi. Þar er náttúruleg kolsýra unnin
úr jarðhitavatni. Enn aðrar lofttegund-
ir, sem ÍSAGA ehf. selur, eru innflutt-
ar, eins og t.d. argon og helíum. -HKr.
Verksmiðjunni verður
fjarstýrt frá Danmörku
<illt ('iliiiiWverDasta í heimi rihshipta í riag'
- það borgar sig að hlusta
Útvarpi Sögu fm 94.3
Þáttur um viðskipti og efna-
hagsmál þar sem blaðamenn
Viðskiptablaðsins rýna í það
helsta á markaðnum á hverjum
virkum degi milli klukkan 17 -18
Landsbankinn
Landsbréf
DVJYIYND KÖ
Hoppað í sjóinn
Kappsund í flotgöllum milli samgönguráöuneytisins og Siglingastofnunar var
meðal atriöa á dagskrá öryggisvikunnar viö Miöbakkann í Reykjavík á laugar-
dag. Um 500 manns komu á svæöiö, skoöuöu varöskip og fleiri fleytur og
fylgdust meö æfingu á björgun úr sjó meö þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Öryggisvika sjómanna:
Björgunaræfing í
öllum skipum
Öryggisvika sjómanna stendur
nú sem hæst og gær fór fram kynn-
ing á því hvemig beri að standa að
björgunaræfingum um borð í skip-
um. Kynningin fór fram í Reykja-
vík, Vestmannaeyjum, Eskifírði,
Akureyri og á Isafirði.
„Við viljum vekja alla sjómenn til
umhugsunar um öryggismál sín, á
sem áhrifaríkastan hátt,“ segir
Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna, sem
ásamt mörgum öðrum, kemur að
framkvæmd hennar. Hápunktur
vikunnar verður á morgun kl. 13
þegar stefnt er að björgunaræfing-
um í öllum skipum islenska flotans.
Vikunni lýkur á fimmtudag með
ráðstefnu í Borgartúni í Reykjavík
þar sem mörg fróðleg erindi verða
flutt og hvetur Hilmar sjómenn til
að mæta og vera virka i þessum
þýðingarmiklu málum.
Þetta er í fyrsta sinn sem öryggis-
vika sjómanna er haldin hér á landi.
Það er samgönguráðuneytið sem stend-
ur að henni, ásamt hagsmunasamtök-
um sjómanna og fleirum. Stefht er að
því að hún verði árviss héðan í frá, í
síðustu viku september. -Gun.