Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Side 10
10
ÞRIDJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002
Landið DV
Ofuruppbygging Eyjafjarðarsvæðis sögð draga stofnanir frá Skagafirði:
Tala um aðra Byggða-
stofnun á Akureyri
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra róaði Skagfirðinga á fundi í
Varmahlíð í síðustu viku. Vegna
gagnrýni sem fram kom á fundinum
sagði Sturla að það væru í fyllsta
máta eðlileg vamaðarorð að ofur-
uppbygging á Akureyrar- og Eyja-
fjarðarsvæðinu ætti sér ekki stað á
kostnað nágrannabyggðanna og
gætt yrði að því að ekki yrðu höggv-
in skörð í þær stofnanir sem fluttar
hefðu verið út á land með mikilli
fyrirhöfn.
Gísli Gunnarsson, forseti sveitar-
stjómar Skagafjarðar, hafði minnst
á nýjustu áform í byggðamálum
sem beindust að því að gera Akur-
eyrar- og Eyjafjarðarsvæðið að mót-
vægi við höfuðborgarsvæðið. Fyrir
Skagfirðinga væri þessi stefna ekki
sérstaklega góð ef hún ætti að flytja
verkefni frá stofnunum i Skagafirði
til Akureyrar. Þannig væri greini-
DVJWYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
Byggðastofnun á Sauöárkróki
Sturla Böövarsson samgönguráöherrra heimsótti Skagfiröinga í síöustu viku.
Ráöherra sagöi m.a. aö þess yröi gætt aö ekki yrðu höggvin skörö í þær
stofnanir sem fiuttar heföu veriö út á land.
lega unnið að þvi að flytja verkefni
frá Byggðastofnun með því að
byggja upp sams konar starfsemi á
Akureyri og eins væri hart sótt að
Veiðimálastofnun á Hólum. Skag-
fírðingar þyrftu því greinilega að
beita sér í því að verja stofnanir sín-
ar og ef þessi stefna hefði verið orð-
in opinber fyrir þremur til fjórum
árum væri öruggt mál að bæði
Byggðastofnun og íbúðalánasjóður
hefði flust til Akureyrar.
Fram kom í máli ráðherrans á
fundinum að samgönguráðuneytið
hefði lagt sitt af mörkum í þeirri
viðleitni að flytja störf út á land og
um 50 störf hefðu verið flutt út á
land fyrir tilstuðlan ráðuneytisins,
auk þess sem fjármunir hefðu verið
veittir í upplýsingamiðstöðvar og
gestastofur. í ljós kom þó að þessi
störf hefðu lent á öðrum stöðum en
Norðurlandi vestra. -ÞÁ
Hættulegur brunnur opinn á Stokkseyri:
Spyr ekki að
leikslokum
- segir Halldóra Brandsdóttir, íbúi á Stokkseyri
„Ég spyr ekki að
leikslokum ef barn
dytti ofan í þennan
brunn, það eru um
þrír metrar niður í
vatnsborðið og ég
veit ekki hvað vatn-
ið er djúpt í hon-
um,“ sagði Halldóra
Brandsdóttir, íbúi á
Stokkseyri, við DV.
Brunnurinn sem
Halldóra talar um er
á svæði nálægt húsi
hennar á Stokkseyri
þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir
í langan tíma.
„Þetta svæði er búið að vera svona
síðan um áramót. Ég kvartaöi fyrst í
janúar yfir þvf og ég veit að það voru
aðrir búnir að kvarta þá,“ sagði Hall-
dóra.
Á óbyggðu svæði skammt frá húsi
Halldóru er stórt svæði sem er eitt
moldarflag. Þar var fyrst grafinn djúp-
ur skurður fyrir frárennslislagnir,
hann varð fljótt hálffullur af vatni.
Hátt fall
Séö ofan í þrunninn. Eins og
sjá má er falliö hátt.
Halldóra segir að ekk-
ert hafi verið gert til
að loka skurðinum
fyrr en að íbúar höfðu
ítrekað kvartað. Þá
var strengdur gulur
plastborði meðfram
honum.
„Svæðið er síðan
búið að vera eitt mold-
arflag í marga mán-
uði, þvottavélar okkar
hér í nágrenninu hafa
ekki undan að þvo
moldug fót bamanna
okkar og við höfum þurft að henda
flíkum vegna skemmda af drullunni,“
sagði Halldóra Brandsdóttir.
„Þetta verk hefur dregist úr hófi á
hjá verktakanum. En nú mun bærinn
koma inn í það og því verður lokið á
næstunni," sagði Ásbjörn Ólason
Blöndal, framkvæmdastjóri fram-
kvæmda- og veitusviðs Árborgar.
Verkstjóri hjá Árborg sagði að brunn-
inum hefði verið lokað fyrir hádegi í
gærdag. -NH
Án hindrana
Brunnurinn er á oþnu svæöi og ekkert sem sýnir aö þarna sé
hyldjúþt gat í jöröina.
Hótel Höfða í Ólafsvík lokað um helgina:
Sölutilraunum haldið áfram
- eða reksturinn leigðin’, segir forstjóri Byggðastofnunar en hún keypti hótelið á uppboði í vor
Eina hótelinu í Ólafsvík, Hótel
Höfða, var lokað nú um helgina, eft-
ir erflðan rekstur i tvö og hálft ár.
Hótelið var selt á uppboði I vor og
keypti Byggðastofnun það. Kaup-
verðið var 47 milljónir króna. Fyrri
eigandi hótelsins og núverandi
rekstraraðili, Eygló Egilsdóttir, hef-
ur reynt að ná samkomulagi við
stofnunina um kaup á hótelinu en
það hefur ekki tekist.
Aðalsteinn Þorsteinsson, sem
gegnir starfi forstjóra Byggðastofn-
unar til næstu áramóta, segir að
stofnunin hafi auglýst Hótel Höfða
til sölu í vor en ekki hafi tekist að
selja. „Núverandi rekstraraðili fer
út nú um mánaðamótin. Sölutil-
raunum verður nú fram haldið af
fullum krafti. En ef ekki tekst að
selja kemur til greina að leigja
reksturinn út.“ Hann segir að átak
verði gert í málefnum hótelsins því
Frá Ólafsvík
Eftir lokun Hótels Höföa er eitt gistiheimili í bænum.
Bæjarstjórinn segir þó nóg af gistimöguleikum á Snæfellsnesinu.
að bagalegt sé að hafa slíkan rekst-
ur lokaðan, þó ekki sé nema tíma-
bundið.
„Auðvitað er alltaf slæmt á svona
stað þegar aðili þarf að hætta rekstri
hótels,“ segir Kristinn Jónasson, bæj-
arstjóri Ólafsvíkur. „Ég treysti á það
að Byggðastofnun leigi eða selji hót-
elið þannig að inn komi annar
rekstraraðili. Hins vegar eru margir
möguleikar á gistingu á svæðinu, t.d.
bændagisting á fjölda bæja, ferða-
þjónusta á Amarstapa, hótel að rísa
á Búðum, á Hellnum er rekin öflug
gistiþjónusta, hótel á Hellissandi og
svo er gistiheimili hér á Ólafsvík."
Kristinn telur því að lokun hótelsins,
sem hann vonar að verði aðeins í
stuttan tíma, verði ekki þröskuldur
fyrir aukinn ferðamannastraum á
svæðið. Eygló Egilsdóttir, sem rekið
hefur hótelið, vildi ekki tjá sig um
máhð að þessu sinni. -ÓSB
Gáfu sjúkrahúsinu
blöðruómsjá
Lionsmenn í Múla á Fljótsdalshér-
aði afhentu nýverið Sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum blöðruómsjá að gjöf. Pét-
ur Heimisson yfirlæknir veitti tækinu
viðtöku og þakkaði fyrir góða gjöf.
Hann skýrði í leiðinni notkun þessa
tækis og þýðingu þess fyrir læknis-
starfið og sjúklingana. Tæki þetta
greinir af mikilli nákvæmni hve mik-
ið þvag er í blöðrunni og er þannig
hægt að sjá hvort hún tæmist fullkom-
lega við þvaglát.
Tækið auðveldar lækninum skoðun
og greiningu en sjúklingurinn verður
tæplega var við þessa innvortis skoð-
un. Þvagfæratruflanir og kvillar eru
mjög algeng, að sögn Péturs Heimis-
sonar, sérstaklega meðal eldra fólks
sem hreyfir sig lítið, og svo eru trufl-
anir í blöðruhálskirtli meðal karl-
manna jafnvel enn algengari svo tæk-
ið kemur sér vel fyrir marga.
Lionsklúbburinn Múli hefur gefið
sjúkrahúsinu fjölmargar góðar gjafir
á borð við þessa á u.þ.b. þrjátíu ára
ferli sínum. Það sama hafa raunar
ýmis önnur félagasamtök gert, t.d.
kvenfélögin. Hefur nú verið tekin upp
sú regla að skrá allar gjafir í sérstaka
bók með nauðsynlegum upplýsingum,
s.s. um eðli þeirra, gefanda, dagsetn-
ingar og fleira. -PG
Frambjóðendum fjölgar
Þorgerður Þorgilsdóttir, sjúkraliði
á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri,
hefur ákveðið að gefa kost á sér í for-
vali Samfylkingar-
innar 1 Norðaust-
urkjördæmi. Þor-
gerður var í sjötta
sæti í nýliðnum
sveitarstjórnar-
kosningum á Ak-
ureyri. Nokkur
hreyfing virðist
vera að komast á
framboðsmál Sam-
fylkingar í Norð-
aústurkjördæmi,
og m.a. er verið að
skora á Sigríði
Stefánsdóttur,
fyrrverandi bæjar-
fulltrúa á Akur-
eyri og núverandi
starfsmann Akur-
eyrarbæjar, að
gefa kost á sér i
slaginn. Þegar hef-
ur Örlygur Hnefill
Jónsson, lögmaður á Húsavík og vara-
þingmaður, gefið kost á sér, sem og
þingmennimir Einar Már Sigurðar-
son í Neskaupstað og Kristján Möller
á Siglufirði.
Framboðsfrestur er til 4. október
nk. en síðan fer fram póstkosning sem
þátttökurétt eiga í allir flokksbundnir
Samfylkingarmenn í kjördæminu. Að-
eins er kosið um tvö efstu sætin, og er
niðurstaðan bindandi. Úrslit verða
kunngerð 9. nóvember nk. -GG
Útigengiö úr Héðinsfirði
Við smölun í Héðinsfirði á dögunum
fannst einn veturgamall hrútur sem
gengið hafði úti í allan fyrravetur. Hann
reyndist vera frá bænum Kvíabekk í
Ólafsfirði en fé þaðan gengur jafnan í
firðinum. Ekki er hægt að segja að fund-
ur hrússa hafi komið á óvart því hans
hafði orðið vart i Héðinsfirði í vor áður
en fé var sleppt af húsi. En það að kind
skyldi verða eftir þama sýnir enn og aft-
ur hvað erfitt getur verið að fullleita
kinda í fjöUum, ekki síst um hávetur
þegar birtutíminn er stuttur. Þannig var
farið í Héðinsfjörð í ársbyijun og þá
fundust þar 14 kindur, m.a. ærin sem
hrúturinn er undan. Þessar kindur vom
svo sóttar um mánuði siðar og þá var
enn leitað en án árangurs. Af þessum
ástæðum gerir bóndi i Fljótum sem
vantaði á með tveimur lömbum i fyrra-
haust sér enn nokkrar vonir um að hún
eða eitthvað af samstæðunni eigi eftir
að fmnast í fjöllunum nyrst á Trölla-
skaganum. -ÖÞ
Þorgerður
Þorgilsdóttir.
Örlygur Hnefill
Jónsson.