Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Síða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 DV________________________ ~ Útlönd Mikil óánægja heima fyrir með undanlátssemi Sharons - tveir ungir palestínskir drengir fórust í aðgerðum ísraels í morgun Bensínsprengjukast í Nablus Palestínskt ungmenni kastar bensínsprengju aö bryndrekum Israelsmanna. REUTERS-MYND Beðist fyrir við gröfina Nunnur úr góögeröartrúboöareglunni biöjast fyrir viö gröf móöur Teresu í Kalkútta á Indlandi. Móöir Teresa, sem stofn- aöi regluna, er komin skrefinu nær því aö veröa dýrlingur eftir aö sérstök nefnd í páfagaröi staöfesti í síöustu viku aö hún heföi búiö yfir „hetjudyggöum“ kristinnar trúar. Ástarævintýri Johns Majors gæti dregið dilk á eftir sér: Á lögsókn yfir höfði sér Þrír Palestínumenn, þar af tveir ungir drengir, tíu og ellefu ára, létu lífið í aðgerðum ísraela á Vestur- bakkanum og Gaza í morgun og munu drengimir hafa orðið fyrir skothríð skriðdrekasveita í aðskild- um tiifellum í bænum Nablus á Vesturbakkanum. Að sögn sjónarvotta létust drengimir þegar skriðdrekasveit- imar hófu skothrið á hópa ung- menna sem hentu að þeim grjóti og bensínsprengjum en að sögn tals- manna ísraelska hersins var aðeins um aðvörunarskot að ræða sem skotið var upp í loftið. Þá féll ísraelskur hermaður í skotbardaga við palestínska byssu- menn annars staðar í bænum. Þriðji Palestínumaðurinn féll þeg- ar hann varð fyrir sprengjubroti úr skriðdrekabyssu við bæinn Shijaia í nágrenni Gaza-borgar þegar ísra- elsk skriðdrekasveit studd árásar- þyrlum reyndi að elta uppi liðs- Göran Persson Sænskir íhaldsmenn hafa boöaö vantraust á stjórn Görans Perssons. Stjórnarmyndun- arviðræður í Sví- þjóð í uppnámi Mikil óvissa rikir nú í stjórnmál- um í Svíþjóð eftir að stjómarmynd- unarviðræður jafnaðarmanna, Vinstriflokksins og Umhverfis- flokksins í Edlan gærdag báru engan árangur. Göran Persson forsætisráðherra gerir sér vonir um að samkomulag takist milli flokkanna í dag þegar ríkisstjómin á, venju samkvæmt, að leggja fram fjárlagafrumvarp sitt. Bo Lundgren, leiðtogi íhalds- manna, sagðist í gær hins vegar ætla að le'ggja fram vantrauststil- lögu og þvinga stjóm jafnaðar- manna frá svo hægt verði að efna til nýrra stjómarmyndunarviðræðna. Ekki er ljóst hvem stór hluti þing- manna greiðir vantrauststillögunni atkvæði sitt. Synir þingforseta Jemens berjast við laganna verði Lögreglan í arabaríkinu Jemen sakaði í gær fimm syni þingforseta landsins um að eiga upptökin að skotbardaga við öryggissveitir nærri breska sendiráðinu í höfuð- borginni Sanaa á sunnudag. Á annan tug manna særðist í skothríðinni sem fylgdi í kjölfar deilna laganna varða og fimm sona þingforsetans, Abdullah al-Ahmars, sem er úr röðum stjómarandstæð- inga og er jafnframt höföingi ætt- bálks sins. Al-Ahmar sagði í yfirlýsingu að lögreglan hefði átt upptökin og skot- ið á syni hans og félaga þeirra i brúðkaupsveislusal. John Major, fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, sem hefur viður- kennt að hafa átt í fjögurra ára ást- arsambandi við flokkssystur sína Edwinu Currie, á yfir höfði sér lög- sókn af hálfu tímarits sem hélt því fram á sínum tíma að Major stæði i ástarsambandi við veitingastjóra. Major fór í mál við tímaritið og hafði betur. Lögmenn tímaritsins Scallywag, sem kemur ekki lengur út, svo og lögmenn blaðsins New Statesman, sögðu í gær að þeir kynnu að stefna Major í kjölfar uppljóstrana um ást- arævintýri Majors og Currie. Edwina Currie, sem um tíma gegndi embætti heilbrigðisráðherra, lýsir ástarævintýri sínu og Majors um miðjan níunda áratug síðustu aldar í dagbókum sem breska blaðið Times birtir í nokkrum hlutum. John Major var þingflokksfor- maður á þessum tima en Currie John og Norma John Major, fyrrum forsætisráöherra Bretiands, og Norma, eiginkona hans. Henni er ekki skemmt eftir aö ástarævintýri hans uröu opinber. menn Jihad-samtakanna sem ráðist höfðu á ísraelska eftirlitssveit með handsprengjum. Talsmaður ísra- elska hersins staðfesti að til bar- daga hefði komið við palestínska hryðjuverkamenn en án blóðsút- hellinga. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að ísraelar léttu tíu daga um- sátri sínu um höfuðstöðvar Yassers Arafats í Ramallah eftir harða gagn- rýni alþjóðasamfélagsins og mikinn þrýsting bandarískra stjómvalda. Umsátursliðið fór þó ekki langt og er nú í viðbragðsstöðu í nágrenn- inu en heima fyrir hefur undanláts- semi Ariels Sharons forsætisráð- herra við Bandaríkjamenn verið harðlega gagnrýnd. Yitzhak Levy ferðamálaráðherra sagði undanlátssemi Sharons mestu mistök og þar með hefðu stórhættu- legir hryðjuverkamenn sloppið úr höndum þeirra. óbreyttur þingmaður. Margaret Thatcher var þá forsætisráðherra. Sambandinu lauk þegar Major var gerður að ráðherra. Hann sagði eft- ir að upp komst um það að eigin- kona hans, Norma, hefði fyrir löngu fyrirgefið sér og jafnframt lýsti hann því yfir að hann skammaðist sín meira fyrir þetta en nokkuð annað sem hann hefði gert. Edwina Currie vandaði fyrrum ástmanni sínum ekki kveðjumar eftir yfirlýsingu Majors. „Hann skammaðist sín ekki fyrir þetta þá, svo mikið get ég sagt,“ sagði Currie í viötali við Times. Hún sagðist þó ánægð með að Major hefði ekki reynt að þræta fyr- ir sambandið. í dagbókum sínum kallar Edwina Currie John Major aðeins B. Hún talar mjög hlýlega um hann og seg- ir jafnframt að henni hafi veist ákaflega auðvelt að táldraga hann. Stipe Mesic. Mesic Króatíu- forseti vitnar gegn Milosevic Stipe Mesic, forseti Króatíu, mun á næstu dögum bera vitni fyrir aðþjóðlega stríðglæpadómsstólnum í Haag í máli Slobodans Milosevic sem ákærður er um þjóðarmorð, striðsglæpi og glæpi gegn mann- kyninu í stríðunum í Bosníu og Króatíu á árunum 1991 til 1995. I síðasta mánuði lauk vitnaleiðsl- um í Kosovo-hluta réttarhaldanna og mun Mesic verða fyrstur í röð háttsettra embættismanna til að bera vitni í næsta hluta þeirra sem fjalla um stríðin í Bosníu og Króa- tíu og er talið líklegt að hann muni styðja ásakanir saksóknara um áætlanir Milosevics um að koma á hreinu stórríki Serba á svæðinu á kostnað annarra þjóðaflokka. Ágreiningur um skemmtigarð um Drakúla greifa Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur gagnrýnt áform rúmenskra stjómvalda um að setja á laggimar skemmtigarö til- einkaðan blóðsugunni Drakúla greifa nærri miðaldabænum Sig- hisoara í Transilvaníu. Þar fæddist á 15. öld greiftnn Vlad Tepes sem talinn er vera fyrirmynd írska rit- höfundarins Brams Stokers að Dra- kúla greifa. Hjá UNESCO hafa menn áhyggjur af því að skemmtigarðurinn muni ganga af miðaldastemningunni í Sighisoara dauðri. Stjómvöld hafa lofað um þrjú þúsund nýjum störf- um í skemmtigarðinum. Frá slysstaðnum Ferjan marar enn í hálfu kafi úti fyrir ströndum Gambíu. Meira en þúsund manns fórust í ferjuslysinu Nú er ljóst að meira en þúsund manns fórust með ferjunni sem hvolfdi úti fyrir ströndum Gambíu á fimmtudagskvöldið og hafa stjóm- völd í Senegal þegar viðurkennt að að minnsta kosti 1034 manns hafi verið um borð þegar henni hvolfdi á venjubundinni áætlunarleið frá Casamance í suðurhluta Senegal til Dakar og er það um helmingi meira en ferjan er byggð fyrir. Aðeins 64 hafa fundist á lífi eftir slysið og er nú unnið að því að bera kennsl á um 350 lík sem þegar eru fundin. Talsmenn björgunarsveita, sem unnið hafa að björgunarað- gerðum, segja enga hafa fundist á lífi frá því að slysið varð á fimmtu- dagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.