Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Side 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 I>V Sýningar á byggingarlist sam- anstanda oftast af ljósmyndum og líkönum ásamt sögulegu yfirliti yfir þróun og staðsetningu við- komandi viðfangsefnis. Slíkar sýningar eru vissulega þarfar og tengja byggingarlistina daglegu lífi og upplifun okkar af umhverf- inu. En sýningar þar sem lögð er áhersla á hugmyndafræði ein- stakra arkitekta eru ekki margar og mættu vera fleiri því þær gefa raunverulega mynd af þeirri hug- myndavinnu sem liggur að baki hönnun og rammanum sem arki- tektum er skapaður. í Listasafhi Reykjavikur á Kjar- valsstöðum stendur nú yfir sýn- ing á verkum þriggja arkitekta: Arnos Lederers, Jórunnar Ragn- arsdóttur og Marc Oei. Þau námu öli arkitektúr í Stuttgart og hafa starfað saman síðan 1988. Sam- starf Jórunnar og Arnos Lederer hófst þó fyrr eða 1985 þegar þau stofnuðu í sameiningu teiknistof- una sem stendur að sýningunni. Titili sýningarinnar, Úti er ekki inni, inni er ekki úti, segir mikið um þá hugmyndafræði sem liggur að baki hönnun þeirra. Fólk og upplifún þess af rými er aðalút- gangspunkurinn. í þeim tilgangi að skapa hlýju og öryggi haíha þau léttum, opnum rýmum og óhóflegri notkun glers og léttra efna. Segja má að um ákveðið aft- urhvarf sé að ræða til upphafs- tíma módemismans, áður en arki- tektar urðu uppteknari af því að nýta sér nýjustu tækni og efni. Var stundum eins og þeir hefðu í nýjungagiminni ekki áttað sig á því að þeir vora að hanna bygg- ingar fyrir manneskjur með mis- munandi eiginleika og þarfir. Með hönnun sinni eru þau Jór- unn, Oei og Lederer sem sagt ekki að afmá skilin milli úti og inni heldur að loka hvort um sig af til að skapa skjól og öryggistilfinningu, eða eins og Jórunn Ragn- arsdóttir sagði í viðtali við Morgunblaðið 31. ágúst sl.: „...við höfnum gegnsæjum arkitektúr sem berskjaldar innra rými og gerir manneskj- una varnarlausa." Með aukinni samskiptatækni; tilkomu ver- aldarvefsins, farsíma, fjarfundabúnaðar o.s.frv. hefur maðurinn orðið berskjaldaðri fyrir áreiti jafnt heima og heiman. Arkitektamir frá Stutt- gart eru að vinna með þessa staðreynd. Með frekar sem tæki i form- sköpuninni. Þungir og þykkir útveggir gefa þeim kost á að nýta sér ljósið til þess að skapa þær andstæð- ur sem þau vilja draga fram. Á sýningunni eru kynnt nokkur af helstu verkum stofunnar. Skyggnimyndir af byggingum hanga úr lofti sýningarsalarins en sýningargestir geta skoðað hverja mynd fyrir sig í litl- um þar til gerðum boxum. Til að undirstrika skilin milli úti og inni hanga myndir sitt á hvað, úti- inni-úti, og er þetta vel út- færð lausn sem bæði nýtir plássið vel og gerir gestum kleift að njóta þeirra án ut- anaðkomandi sjónrænna áhrifa. Þó að þessar mynd- ir séu afar fallegar og vel teknar hefðu færri myndir dugað til að koma áhrifun- um jafnvel til skila. Hrifn- ust var ég af trélíkönum sem felld vora inn í vegg eftir miðjum salntnn. Þetta er falleg og sniðug lausn sem gefur góða tilfinningu fyrir rýmishönnun arki- tekta og hvernig leikur ljóss og skugga hefur áhrif á formsköpunina. Að öðru leyti samanstendur sýning- in af hefðbundnum ljós- myndum og texta límdum á vegg. Þessi sýning er hugvit- samlega og fallega upp sett og kemur vel út í sýningar- rýminu á Kjarvalsstöðum þó að hún hafi upphaflega verið sérhönnuð fyrir gall- erí i Hannover í Þýska- landi. Hún kemur mjög vel til skila hugmyndafræði arkitektanna en spurning er hvort eða hvaða áhrif hugmyndafræði þeirra kemur til með að hafa á íslenska byggingarlist. Hlutverk glerveggja kann að vera mikilvægara fyrir okkur sem búum svo norðarlega en fólk á meginlandi Evrópu. Hér er aukin birta beinlín- is nauðsynleg yfir vetrarmánuðina. Sigriður Björk Jónsdóttir Sýningunni „Úti er ekki inni, inni er ekki úti“ lýkur 27. október. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga kl. 10-17, miövikudaga kl. 10-19. Líkan af byggingu eftir Arno Lederer, Jórunni Ragnarsdóttur og Marc Oei Sýningin gefur raunverulega mynd af þeirri hugmyndavinnu sem liggur að baki hönnun og rammanum sem arkitektum er skapaður. þunglamalegum og mýstískum byggingum telja þau sig vera að svara þörf nútimamannsins fyr- ir hlýju og öryggi. Líkt og austurríski arkitekt- inn Adolf Loos (1870-1927) telja þau að ytra rými þurfi og eigi ekki að endurspegla hið innra og hafna því einni af kennisetningum módemismans um að hús skuli vera „gegnsæ" í tvennum skilningi, að ytra byrði eigi að end- urspegla innri gerð og að flæði skuli vera á milli „úti“ og „inni“. Þrímenningamir nota því birtuna ekki til að tengja úti við inni heldur Ljós og skuggar Barnalist til útflutnings - Barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík tekur þátt í norrænni grafíksýningu í Finnlandi í tilefni af 20 ára afmæli Sam- taka myndlistaskóla fyrir böm og unglinga í Finnlandi hefur Myndlistaskólanum í Reykja- vík verið boðin þátttaka i nor- rænni grafíksýningu bama í Finnlandi sem verður opnuð á fimmtudaginn, 3. október. Á sýningunni verða verk eftir unga nemendur myndlistaskóla frá Norðurlöndunum öllum. Myndlistaskólinn í Reykjavík er eini fulltrúi íslands á sýning- unni og voru íslensku verkin á sýningunni unnin síðastliðinn vetur af nemendum bama- og unglingadeildar skólans. Tveimur fulltrúum Myndlista- skólans í Reykjavík er boðið til Finnlands til að vera við opnun sýningarinnar og til að taka þátt í listasmiðjum fyrir kenn- ara í myndlistaskólum á vegum Samtaka myndlistaskóla sem skipulagðar em í tengslum við sýninguna. Samtök myndlistaskóla í Finnlandi (Förbundet for konstskolor fór bam och unga i Finland) eru mjög öflug og njóta styrkja sveitarfélaga og finnska menntamála- ráðuneytisins. Myndlistaskólar fyrir börn starfa í borgum og bæjum um allt Finnland og árum. Árangurinn er auösær, ekki síst i hönnun, en Finnar eru heimsþekktir fyrir hönnun sína. Þróun listkennslu 3-5 ára barna Myndlistaskólinn i Reykja- vík átti frumkvæði að því að setja af stað verkefhi um þróun kennslu fyrir 3-5 ára böm árið 1999. Verkefnið er unnið í sam- vinnu við einn leikskóla borg- arinnar, Dvergastein við Selja- veg, og hafa Þróunarsjóður Dagvistar barna og mennta- málaráðuneytið styrkt verkefn- ið. Verkefni á þessu sviði hefur ekki verið unnið áður hér á landi og hafði kennsla í barna- og unglingadeild skólans fram að því miðast við aldurinn &-16 ára. Verkefnið um listkennslu í myndlistaskóla fyrir 3-5 ára börn hefur víða vakið athygli og það verður eitt af þeim verkefnum sem kynnt verða sérstaklega á 6. málþingi Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands á laugardaginn kemur. Málþingið er öllum opið. Það er rosalega gaman að teikna og mála Brautryðjendastarf í listkennslu 3-5 ára barna hefur verið unnið í Myndlistaskólanum í Reykjavík síðan 1999. er mikil alúð lögð í starfsemina. Finnar eru sér meðvitandi um mikilvægi menntunar í sjón- rænum greinum, ekki síst grannmenntunar fyr- ir börn og unglinga, og voru sérstök lög um myndlistaskóla sett í Finnlandi fyrir um 25 ____________________Menning Umsjón: Stlja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Drottnlngin í lelkritinu í leikritinu. Leikritið í leikritinu 1 myndatexta á menningarsíðu í gær með umsögn um sýningu Leikfélags Akureyrar á Hamlet var Hildigunnur Þráinsdóttir sögð leika „drottninguna í leikritinu". Þarna átti að standa að hún hefði leikið „drottninguna í leikritinu í leikritinu", því eins og þeir sáu sem lásu grein Halldóru Friðjónsdóttur leikur Sunna Borg drottn- inguna i leikritinu, Geirþrúði, móður Hamlets unga. Drottningin sem Hildigunn- ur leikur er persóna í lítilli leiksýningu sem Hamlet setur á svið fyrir móður sína og fóðurbróður til að athuga hvemig svið- setning á meintu morði fóður hans orkar á fóðurbróðurinn. Sú sýning dregur vænan dilk á eftir sér eins og margir minnast. Blandað aftur í svartan dauðann Á morgun, 2. október, eru liðin tíu ár frá andláti Steinars Sigurjónssonar rithöfund- ar. Af því tilefni munu vinir hans koma saman þann dag á Gauki á Stöng (efri hæð) og blanda aftur í svartan dauðann. Þeir sem rifja upp kynni sín af Steinari og verkum hans eru meðal annarra Ásdís Kvaran, Bernard Scudder, Bjami Þórarinsson, Gylfi Gíslason, Guðbergur Bergsson, Einar Kára- son, Eyvindur Erlendsson, Hafsteinn Aust- mann, Jón Proppé, Karl Guðmundsson, Kristbjörg Kjeld, Magnús Pálsson, María Kristjánsdóttir, Megas, Ólafur Gunnarsson, Ólafur Páll Sigurðarson, Sigurður A. Magn- ússon, Stefán Jónsson, Una Margrét Jóns- dóttir, Þorri Jóhannsson, Þorsteinn Antons- son, Þorsteinn frá Hamri og Þröstur Helga- son Eftir auglýsta dagskrá verður orðið gef- ið laust og velkomið að minnast skáldsins. Atburðurinn verður hljóðritaður og tekinn upp á myndband. Dagskráin hefst kl.20.30 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Spor mín og vængir Sjálfur Deus hefur gef- ið út ljóðabókina Spor mín og vængir eftir Bjarna Bemharð með úr- vali úr ljóðum Bjama og áður óbirtum ljóðum. Eldri ljóð bókarinnar hafa stundum verið flokk- uð sem „sýruhausabók- menntir" en þau komu fyrst út á 8. og 9. áratug síðustu aldar í bók- unum Mauraborðið, Rimma o.fl. En Bjarni velur vel úr þeim, sleppir flestum hinum villtustu en leyfir lifandi súrrealískum myndum að standa eftir, til dæmis „Stríðs- guði“ úr Ljóðför á hendur Grásteini (1979); Þar sóst til hans síöast í uröinni vestanveröri slaga áveöurs á tindinn. Nú sitja dömur við meö stramma handa á milli og krosssauma í dúkinn mynd af dýrlingi. Þar sést ham. Ungur maöur meö Ijóst liöað hár krýpur viö sýrualtarið og tendrar chillumi. Einnig birtast í þessu safni í fyrsta sinn fangelsisljóð Bjama, og gefur bókin því glögga mynd af ferli Bjama og þróun í ljóðagerð hans. Bókin er 63 bls. og kostar kr. 1.480 í öll- um helstu bókabúðum. Hægt er að panta hana á sérkjömm í tölvupósti á netfanginu deus@uymail.com. Kápumynd er eftir Bjarna Bernharð. Málþing um heimspeki í kvöld kl. 20.30 verður málþing í Reykja- víkurAkademíunni í tengslum við væntan- lega útkomu nýrrar bókar i ritröðinni Atvik sem ber heitið Heimspeki verðandinnar og Geir Svansson ritstýrir. Pallborð málþings- ins skipa Hjálmar Sveinsson, Margrét Elísa- bet Ólafsdóttir, Hjörleifur Finnsson, Halldór Gíslason og Halldór Bjöm Runólfsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.