Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Side 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002
Tilvera DV
Jazzhátíð Reykjavíkur:
Hilmar Jensson
Heldur útgáfutónleika í Kaffi Reykjavík í kvöld.
Agnar Már Magnússon
Er með einleikstónleika í Norræna húsinu í kvöld.
Vinsælustu kvikmyndírnar
Witherspoon er vinsæl
Það er ljóst að Reese Witherspoon
er að stimpla sig inn í hóp allra vin-
sælustu leikaranna í Hollywood.
Nýjasta kvikmynd hennar, Sweet
Home Alabama, var langvin-
sælasta kvikmyndin um helgina í
Bandaríkjunum og fór fram úr öll-
um væntingum. Þessum miklu vin-
sældum er eingöngu hægt að þakka
þessari geðþekku leikkonu, því að
mati flestra gagnrýnenda þykir
myndin ekkert sérstök en það geisl-
ar af Witherspoon og sagði einn
gagnrýnandinn að það væri ekki
fyrr en löngu eftir sýningu á mynd-
inni að töfrar Witherspoon hyrfu og
þá uppgötvast að myndin er alls
ekki góð. I myndinni leikur Wither-
spoon tískuhönnuðinn Melanie
Charmichael, sem trúlofast eftir-
sóttasta piparsveininum í New
York. Hún á sín leyndarmál, meðal
annars það að hún er gift. Hafði eig-
inmaður hennar neitað henni um
skilnað. Nú þarf á góðum ráðum að
Sweet Home Alabama
Miklar vinsældir er Reese Wither-
spoon að þakka.
halda því ekki má tilvonandi eigin-
maður hennar komast að hinu
sanna. í öðru sæti listans er einnig
ný kvikmynd, The Tuxedo, bráð-
fjörug kvikmynd með Jackie Chan
sem þykir skemmtileg þó Chan þyki
fara troðnar slóðir.
-HK
*
át
Veislan hefst í dag
Jazzhátíð Reykjavikur hefst í dag
með opnunartónleikum í Ráðhúsi
Reykjavíkur þar sem Stórsveit
Reykjavikur verður aðalnúmerið.
Auk þess munu djassmenn koma
fram og leika sýnishom af því sem
þeir ætla að bjóða uppá á hátíðinni.
Jazzhátíð Reykjavíkur er búin að
skipa sér fastan sess í tónlistarlífi
höfuðborgarinnar og bíða margir
spenntir eftir henni, enda má segja
að þá myndist andrúmsloft sem
margir kannast við sem farið hafa á
erlendar djasshátíðir. Mikill fjöldi
innlendra og erlendra djasmanna
koma við sögu á hátíðinni og er
margt forvitnilegt og spennandi
sem boðið er uppá.
Auk opnunartónleikana í Ráð-
húsinu er boðið uppá tvenna tón-
leika í kvöld. I Norræna húsinu
verður píanóleikarinn Agnar Már
Magnússon, með einleikstónleika.
Eru tónleikar þessir hluti af undir-
búningi hans fyrir þátttöku í Marti-
al Solal keppnina sem fram fer í
París. Þessir tónleikar hefjast kl.
20.30. Seinna um kvöldið eða kl.
22.00 verða tónleikar i Kaffi Reykja-
vík, sem er aðal tónleikastaður há-
tíðarinnar, þar sem Hilmar Jensson
mun leika efni af nýrri plötu, sem
nefnist Tyft. Er um útgáfutónleika
að ræða. Með Hilmari, sem leikur á
gítar eru Andrew D*Angelo saxó-
fónn og Jim Black, trommur.
Tvennir tónleikar eru á morgun.
Fyrri tónleikamir eru i Kafíl
Reykjavík kl. 20.30. Það er tríó sem
kallar sig Punkt Project III, sem
heldur þá tónleika. Meðlimir tríós-
ins eru Úlfar Ingi Haraldsson bassa,
Ólafur Jónsson tenósaxófón og
Matthías M.D. Hemstock trommur.
Seinni tónleikarnir eru á sama stað
kl. 22.00. Þar kemur fram Thorodd-
sen/Fischer kvartettinn sem skip-
aður er gítarleikurunum Björn
Thoroddsen og Jacob Fischer, Dan
Cassidy, fiðlu og Jón Rafnsson,
bassa.
-HK
Sven-Göran í
erfiðum málum
ítalski lögfræðingurinn, Nancy
Dell'Olio, sambýliskona Svíans,
Svens-Görans Erikssons, lands-
liðsþjálfara Englendinga, hefur
lagt hart að honum að flýta útgáfu
æviminninga sinna til þess að
vera á undan fyrrum ástkonu
sinni, ljóskunni og sjónvarpskon-
unni Ulriku Johnsson, sem sögð
er með mergjaða bók um meint
ástarsamband þeirra í smíðum.
Samband þeirra Ulriku og
Erikssons komst í hámæli rétt fyr-
ir úrslitakeppni HM í sumar og
þrátt fyrir mikla fjölmiðlaum-
ræðu, heldur Nancy enn tryggð
við Eriksson. Hún mun þó hafa
sett honum stólinn fyrir dymar og
það skilyrði að hann svaraði
fyrirhuguðum hefndarskrifum
hennar með útgáfu eigin bókar
um einnar nætur ævintýri þeirra
og mun Ericsson hafa orðið við
þeirri kröfu.
Sjálf segir Nancy að Ulrika hafi
ekki þolað það að Sven-Göran hafi
ekki svarað kalli hennar eftir
nætmrævintýrið og því ákveðið að
hefna sín með skrifum um
upplogið ástasamband.
REUTERSMYND
Rachel Roberts í Versalahöll
Bandaríska leikkonan Rachel Roberts, mótleikari Al Pacinos í myndinni Simo-
ne, mætir hér til hátíðarsamkomu í Versalahöll í nágrenni Parísar með dýrind-
is demantsfesti um hálsinn, sem hönnuð er af svissneska skartgrípahönnuð-
inum Shopard.
______________________________
ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O Sweet Home Alabama 35.648 35.648 3293
o The Tuxedo 15.051 15.051 3022
e 1 Barbershop 10.007 51.312 2051
o 3 My Big Fat Greek Wedding 9.434 136.628 1841
e 2 The Banger Sisters 5.426 18.821 2738
e 5 The Four Feathers 3.556 12.377 2187
o 6 One Hour Photo 3.021 26.107 1303
o 4 Ballistic: Ecks vs. Sever 2.738 11.589 2705
o 7 Signs 2.363 221.155 1783
© 8 Swimfan 1.554 26.676 1840
0 10 Trapped 1.502 5.725 2227
0 9 Stealing Harvard 1.488 12.720 2323
© 13 Spy Kids 2: 1,130 81.468 1570
© 11 XXX 1.010 139.802 1261
© 12 City By the Sea 764 21.629 1034
© 15 Igby Goes Down 613 2.048 121
© 18 Spirited Away 527 1.110 53
© 14 Austin Powers in Goldmember 489 211.809 707
© _ Secretary 361 629 53
© - Moonlight Mile 329 329 22
Vinsælustu myndböndin
Hvaö er bak
við luktar dyr
Tvær ólikar spennumyndir ná
toppsætunum á myndbandalistan-
um þessa vikuna. Um er að ræða
háspennumynd David Finchers,
Panic Room, sem er i efsta sæti og
svo hina dularfullu K-Pax með
Kevin Spacey og Jeff Bridges i að-
alhlutverkum.
Panic Room er fjórða sakamála-
myndin í röð sem Fincher leik-
stýrir. Hann byrjaði með Seven,
sem hann á enn eftir að toppa. í
kjölfarið fylgdu The Game og
Fight Club. Panic Room er sú
fjórða og kannski sú fyrir utan
Seven sem er hvað
heilsteyptust. Hún ger-
ist á einum sólar-
hring og segir frá
mæðgum sem flytja í
stórt hús í flottasta
hverfinu á Manhatt-
an. Eigandinn hafði
verið forríkur sér-
vitringur sem lét
meðal annars byggja
öryggisherbergi þar
sem hægt var að
fylgjast með öllu sem
gerðist í íbúðinni án
þess að nokkur gæti
komist þangað inn.
Þetta herbergi kemur
að góðum notmn þeg-
ar þrír innbrotsþjóf-
ar brjótast inn í íbúð-
ina í leit að auðæfum
sem hinn látni hafði
falið. Þeir vita ná-
kvæmlega að auðæf-
anna er að leita í Ör-
yggisherberginu.
-HK
VIKAN 23.-29. SEPTEMBER
FYRRI VIKUR
SÆTI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐIU) ÁUSTA
O _ Panic Room (skIfan) 1
o _ K-Pax (SAM MYNDBÖND) 1
o 2 My Big Fat Greek Wedding (myndformj 3
o 1 Don’t Say a Word (skífanj 5
o 3 Collateral Damage isam myndböndi 3
o 6 Kate and Leopold iskífani 2
o 12 The Time Machine (sam myndbónd) 2
o 5 Shallow Hal (skífan) 6
o 4 We Were Soldiers (skífanj 3
© 7 A Beautiful Mind (sam myndbönd) 5
© 8 D-Tox (sam myndbönd) 2
© io Vanilla Sky (sam myndböndi 6
© 11 The 51st State (myndform) 6
© 9 Blade II (myndform) 4
© © 13 The Majestic sam myndbönd) 2
14 The Last Castle (sam myndbönd) 5
0 15 Ocean's Eleven (sam myndbönd) 9
© _ Life as a House (myndform) 1
© _ Amores Perros (sam myndbönd) 2
© 18 Long Tlme Dead (sam myndbönd) 5