Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Síða 21
21
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002
r>V Tilvera
Richard Harris sjötugur
Irski leikarinn Ric-
hard Harris á stóraf-
mæli i dag. Þessi skap-
mikli leikari, sem
ósjaldan hefur lent í
vandræðum vegna
kjaftháttar og villts líf-
ernis, varð fyrst
þekktur þegar hann lék í The Sport-
ing Life, en þar lék hann rugbyspil-
ara, íþrótt sem hann hafði stundað og
náð árangri í. Eftir því sem hann varð
frægari leikari varð líf hans villtara.
Hlutverkin urðu minni með árunum
og það var ekki fyrr en á síðasta ára-
tug að hann fór að vinna sér sess aft-
ur sem karakterleikari.
Gildir fyrir miövikudaginn 2. október
Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.i:
I Gamall vinur kemur
í óvænta heimsókn
síðari hluta dags og
segir þér heldur en
ekki undarlegar fréttir.
Happatölur þínar eru 9, 17 og 26.
Fiskarnlr (19. febr.-20, mars);
| Láttu sem ekkert sé
Iþó að einhverjir séu
að finna að við þig.
Það er ekkert annað
en öfund yfir velgengni þinni
sem býr þar að baki.
Hrúturinn (21. mars-19. anrih:
. Vinir þínir eru ekkert
’ sérlega skemmtilegir
við þig. Það gæti verið
að þú þyrftir að vera
dálitið skemmtilegri sjálfur.
Happatölur þínar eru 3, 22 og 26.
Nautlð (20. april-20. maí):
Þú ferð út að skemmta
þér og kynnist ein-
hveijum sérstaklega
spennandi. Ekki er
ólíklegt að eitthvert framhald
verði á þeim kynnxun.
Tviburarnir m.. maí-21. iúnti:
Þú þarft að taka
' afstöðu í erfiðu máii.
Ekki hika við að leita
eftir aðstoð ef þér
f vera á henni. Vinur
þinn endurgeldur þér greiða.
Krabblnn (22. iúní-22. Mk
Þér finnst þú hafa allt of
i mikið að gera. Hvemig
væri að reyna að virkja
fleiri í starfið í stað þess
að gera allt sjálfur? Vertu aðgætinn
f öllu sem varðar peninga.
Liónið (23. iúlí- 22. áeústl:
Hjón og pör eiga sér-
lega góðar stundir
saman og huga að
sameiginlegri framtið.
Það er svo ótal margt hægt að
gera ef maður er hugmyndaríkur.
Mevlan (23. áeúst-22. seot.l:
Þér gengur allt í
haginn og ekki er laust
V\^lL,við að þú finnir fyrir
* T öfund í þinn garð.
Láttu sem þú vitir ekki af því.
Happatölur þínar eru 8,11 og 33.
Vogln (23. sept.-23. okt.t:
Eitthvað spennandi
og mjög undarlegt
gerist í dag. Þú skalt
ekki láta álit þitt
f ljós nema beðið verði
sérstaklega um það.
Sporðdreklnn (24. okt,-2l. nóv.);
Þér finnst þú dálitið
S einn í heiminum um
pþessar mundir. Þetta
ástand varir ekki lengi
þar sem þú kynnist mjög
áhugaverðri persónu næstu daga.
Bogmaðurlnn (22. nóv.-21. des );
.Nú er svo sannarlega
Fóþarfi að láta sér
leiðast, það er svo
mikið um að vera í
kringum þig. Ferðalag er í undir-
búningi og þú hlakkar mjög til.
Stelngelfln i22, des.-19, ien.);
Undarleg staða kemur
upp í vinahópnum og
sýnist sem mál geti
orðið ansi flókin þó að
tilefnið virðist ekki mikið.
Happatölur þínar eru 5,12 og 31.
Vogln (23. se
Dreymir ekki fyrir neinu
- segir Harpa Jónsdóttir, handhafi íslensku barnabókaverðlaunanna
Bíógagnrýni_________________________________________________
Góö börn í vondum skóla
Þó svo Harpa Jónsdóttir, kennari
á ísafirði, hafi á sínum tíma verið i
hjálparstarfi bæði í Palestínu og
Afríku þá hefur hún aldrei komið
til Samiraka. Samt hefur hún skrif-
að bók sem heitir Ferðin til
Samiraka og hlotið fyrir hana ís-
lensku barnabókaverðlaunin.
Hvemig fór hún að þessu?
„Ég bara settist við gömlu Macin-
tosh-tölvuna mína og skrifaði," seg-
ir hún glaðlega. „Sagan alger spuni
þar sem eitt leiddi af öðru. Ég próf-
aði að gera ramma og ætlaði að fylla
upp í hann en þá bara datt mér ekk-
ert í hug. Það var ekki flóknara en
það.“
Sambíóin - Max Keeble’s Big Movie: ★ iz
Brautryðjendur víða
Sagan fjallar um Sigrúnu, isfirska
stúlku, sem er leidd inn í framandi
heim. Þar kynnist hún fólki sem á
fárra kosta völ, illa kúgað af ráð-
andi öflum. Kúgaramir era svokall-
aðir Brautryðjendur sem nota ýmis
óvönduð meðul til að viðhalda völd-
um. Sigrún ákveður að koma hinu
bágstadda fólki til hjálpar, berjast
fyrir frelsi þess og hætta lífl sínu
fyrir það. Ýmsar furðuverur koma
líka við sögu sem hafa áhrif á fram-
vinduna, til dæmis ein lítil og loðin
með löng eym og þijár litlar hend-
ur! Þetta er semsagt spennusaga um
baráttu góðs og ills og gerist í ævin-
týraheimi.
„Sumir hafa lesið ótrúlegustu
hluti út úr sögunni sem mér voru
algerlega huldir þegar ég var að
skrifa en eflaust notar maður ómeð-
vitað eitthvað úr eigin reynslu.
Þessi harðstjómarþáttur hefur
kannski sprottið af því að á ferðum
um heiminn sér maður víða kúgun
og Brautryðjendumir geta átt sér
margar fyrirmyndir. Þeir era svo
margir sem segja að ein leið sé rétt
og allar hinar rangar. Það geta ver-
ið harðstjórar ríkja, öfgatrúarflokk-
ar og fleiri. Ég skrifa þetta samt
ekki með sérstakt dæmi í huga.“
Gaman að öllu dulrænu
- Nú gerist sagan undir yfirborði
jarðar. Trúir þú á líf í stokkum og
steinum?
„Nei, en ég hef rosalega gaman af
dulrænum frásögnum, hvort sem er
um berdreymi, álfa eða annað. Sjálf
er ég samt mjög jarðbundin og
dreymir ekki fyrir neinu."
- Þig hefur þá ekki dreymt fyrir
verðlaununum?
DV-MYND ÞÖK.
Verðlaunahafinn
„Sumir hafa lesiö ótrúlegustu hluti út úr sögunni sem mér voru aigeriega huldir þegar ég var aö skrifa en eflaust not-
ar maöur ómeövitaö eitthvaö úr eigin reynslu, “ segir Harpa Jónsdóttir kennari.
„Nei, þau komu mér á óvart. Auð-
vitað tekur maður þátt í keppni með
því hugarfari að vinna en ég gat
eins búist við að það mistækist."
- Lestu mikið sjálf?
„Já, ég les mikið, meðal annars
bamabækur. Þegar maður á börn
og er að kenna verður maður að
fylgjast með. Ég hef lesið allar
Harry Potter-bækumar og líka bæk-
umar hans Philip Pullman. Þær era
frábærar."
- Ferðin til Samiraka er þín
fyrsta bók. En ertu skúffuskáld?
„Nei, þetta er það fyrsta sem ég
hef skrifað. Reyndar hef ég samið
söngtexta fyrir leikrit en það var
ekki merkilegur skáldskapur. Mað-
urinn minn samdi tónlist við bama-
leikritið Fuglinn í fjörunni. Æfingin
átti að byrja ellefu, ég fékk lagið
kortér í og var tilbúin með textann
fimm mínútur yfir!“
- Varla hefurðu hespað bókinni
af á þessum hraða?
„Nei, nei. Ég skrifaði söguna fyrst
fyrir þremur árum, breytti henni
svo aðeins áður en ég sendi hana i
keppnina og endurskoðaði hana síð-
an í sumar, fyrir útgáfuna. Samt er
ég frekar fljót að vinna. Maður
neyðist til þess þegar maður er I
rúmlega fullri kennslu og með ung
böm. Ég á tvö, átta og fjögurra ára,
og svo 18 ára stjúpdóttur."
- Svo það þýðir lítið að spyrja um
tómstundir.
„Já, en ég syng samt í hjóna-
kvartett sem heitir Vestan fjögur og
flytur aðallega tónlist frá endur-
reisnartimanum, matrigala og slíkt.
Stundum stillum við okkur líka upp
í kirkjunni í Holti og syngjum þar
íslensk lög fyrir ferðamenn af
skemmtiferðaskipum. Hjónin sem
við syngjum með eiga stóra stelpu
sem er vinkona stelpunnar okkar og
þær syngja saman i tríói ásamt
einni til. Reyndar er ég líka í hátíða-
kór Tónlistarskólans sem syngur
eitt verk á ári, æfir það frá áramót-
um fram áð páskum og flytur það
þá. Það er afar skemmtilegt."
Byrjuð á næstu bók
- Hvemig ætlar þú svo að veija
verðlaunafénu fyrir bókina?
„Við eram nýbúin að kaupa gam-
alt draumahús á ísafirði sem þarfn-
ast talsverðrar viðgerðar svo það er
lítið vandamál að koma peningun-
um í lóg.“
- Þú lætur varla staðar numið við
skriftimar eftir svona góðar viðtök-
ur við fyrstu tilraun.
„Nei, ég er aðeins byrjuð á þeirri
næstu.“ -Gun.
Hvar era bömin úr bíómyndun-
um? Hvar hittir maður krakka sem
eru svona sérdeilis úrræðagóð,
djúpvitur, réttlát, sanngjöm og
húmorísk? Ekki hef ég hitt eitt ein-
asta þeirra i þeim fjölmörgu bama-
afmælum sem ég hef haft ánægju af
aö sækja og þó hafa þar verið mörg
indælis börn í alla staði.
Max Keeble (Alex D. Linz), er
dæmigert kvikmyndabam. Hann er
sætur og sniðugur og fullur hug-
mynda en er samt ekki vinsælasti
strákurinn í skólanum, heldur
einmitt sá sem sum hrekkjusvínin
hafa yndi af að fara illa með. Max á
tvo afbragðsvini, Megan, huggulega
stelpu sem spilar á klarínett og
Robe, feitan strák sem er alltaf í
slopp (?). Þau eru krúttleg og
skemmtileg, réttsýn og gáfuð og til-
búin til að vemda minnimáttar og
hvaðeina. Enda er aðalhrekkjusvín-
ið á móti þeim og skólastjórinn, sem
er hrottalega heimskur asni, þolir
þau alls ekki. Max og vinir hans era
nýbyijuð í gaggó og þrátt fyrir leið-
indaskólastjóra og hrekkjusvín
gengur allt ágætlega þar til foreldr-
ar Max segja honum að þau séu að
fiytja til Chicago eftir nokkra daga
(fólk er alltaf svo fljótt að flytja í
Ameríku!) og þá sér Max sér leik á
borði, hann getur hagað sér ná-
kvæmlega eins og hann hefur alltaf
langað en aldrei þorað - staðið upp
í hárinu á hveijum sem er, algjör-
lega ábyrgðarlaust því þegar kemur
að skuldadögum er hann farinn! í
þennan atburðaríka söguþráð bæt-
ist svo við metnaður skólastjórans
að láta reisa fótboltavöll, hvað sem
það kostar, á landi þar sem nú er
dýraathvarf sem geymir bæði geitur
og apa.
Að mörgu leyti er Max Keeble’s
Big Movie skemmtileg bamamynd -
þessi algjörlega ábyrgðarlausa upp-
reisn er ágætishugmynd að vinna
með (þótt allir séu náttúrlega dregn-
ir til ábyrgðar í amerískri bama-
mynd fyrr eða síðar). En eins og oft
er í bamamyndum af þessu tagi
verður atburðarásin helst til yfir-
gengileg, hefndarverk Max eru
verulega andstyggileg og ég er hand-
viss um að færri geitur, jarðýtur og
skemmdarverk hefðu sist skemmt
fyrir söguþræðinum. Eiginlega
finnst manni eftir að hafa horft á
svona mynd að það sé varhugavert
að setja jafn klára krakka eins og
Max og vini hans í hendumar á jafn
óhæfu og heimsku fólki eins og
skólastjóranum og kennurunum og
foreldrar þeirra ættu að íhuga aðrar
menntunarleiðir.
Alex D. Linz er finn bamaleikari,
sætur og sjarmerandi og vel trúan-
legur í hvort sem heldur er prakk-
arastrikum eða einlægum eintölum
en Larry Miller er stjama myndar-
innar í hlutverki skelfilega skóla-
stjórans sem sjónvarpar ræðum sín-
um yfir nemendur með mynd af
Hvíta húsinu á bak við sig.
Leikstjóri: Tim Hiil. Handrit: Jonathan
Bernstein. Kvlkmyndataka: Arthur Al-
bert. Tónlist: Michael Wandmacher. Aó-
alleikarar: Alex D. Linz, Zena Grey, Larry
Miller, Noel Fisher, Orlando Brown ofl.