Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Qupperneq 32
(-Jk
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö T DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Viðbótarlífeyrissparnaður
Allianz (OD
Loforð er loforð
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002
Sími: 533 5040 - www.allianz.is
Framkvæmdastjóri Ferðalausna á Akureyri:
Segir Ferðamala
ráð gagnslaust
Tryggvi Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Feröalausna ehf., er
afar ósáttur við Ferðamálaráð og tel-
ur að landsbyggðin gjaldi fyrir lítinn
áhuga ráðsins á fjárveitingum út á
land. Tryggvi sótti um styrk frá
Ferðamálaráði til markaðssetningar
innanlands en var neitað á þeim for-
sendum að fyrirtæki hans, bókunar-
og upplýsingavefurinn visit.is, væri
fyrst og fremst miðUl en ekki fyrir-
tæki sem væri starfandi í ferðaþjón-
ustugeiranum. Vefur Tryggva snýr
fyrst og fremst að málum tengdum
ferðaþjónustu og því telur hann rök-
semdir Ferðamálaráðs út í hött.
„Þessi stofnun sem nefnd er Ferða-
málaráð er gjörsamlega gagnslaust
fyrirbæri fyrir ferðaþjónustuna utan
höfuðborgarsvæðisins og innan höf-
uðborgarsvæðisins sé litið til lengri
tíma. Það er eins og þessir menn séu
í einhverjum filabeinsturni og ég
dreg verulega í efa að verið sé að
vinna samkvæmt verkefnaskipan
sem þeir eiga að vinna að samkvæmt
lögum,“ segir Tryggvi.
Hann vísar til laga um Ferðamála-
ráð þar sem m.a. segir að ráðið skuli
hafa á höndum stefnumörkun, skipu-
lagningu og áætlanagerð um íslensk
ferðamál. Einnig sé hlutverk ráðsins
að starfrækja sameiginlega bókunar-
miðstöðvar í samvinnu við aðila
ferðaþjónustunnar en á visit.is er
hægt að bóka ýmsa þjónustu.
„Umhverfið sem ferðaþjónustan
Bensínverð:
Rök fýrir breytingu
Oliufélögin höfðu ekki tekið
ákvörðun um hvort breytingar yrðu
á bensín- og olíuverði nú um mán-
aðamótin þegar blaðið fór í prentun í
morgun. Talsmenn þeirra bentu á að
heimsmarkaðsverð hefði hækkað á
milli mánaða þannig að það munaði
15 dollurum á meðalverði milli ágúst
og septembermánaðar. Því væru rök
fyrir verðbreytingu á grunni þeirra
upplýsinga, hver svo sem ákvörðun-
in kynni að verða. -JSS
EINN EINN TVEIR
NEYÐARLÍNAN
LÖGREGLA SLÓKKVIUÐ SJÚKRAUÐ
RIKINU VEITTI EKKI
AF CASINO!
þarf að búa við hér á landi er orðiö
óþolandi. Allt skipulag er í molum,
og það bendir ekkert til þess að
breytinga sé aö vænta í þessum næst-
stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnu-
vegi þjóðarinnar,“ segir Tryggvi.
Elías Bj. Gíslason, forstöðumaöur
skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri,
segist blása á gagnrýni Tryggva.
Hvað styrkina varði hafi ráðið verið
að höfða til aðila sem byðu grunn-
þjónustu s.s. samgöngur, gistingu og
veitingar. Miðlar eins og Morgun-
blaðiö eða DV myndu ekki falla und-
ir þá skilgreiningu þótt þeir fjalli
sannarlega um ferðaþjónustu á stn-
um síðum. „Við vorum í raun að
blása til samstarfs hjá þessum aðil-
um sem sinna grunnþjónustunni vítt
og breitt um landið,“ segir Elías Bj.
Gíslason.
Hvað varðar meinta landsbyggðar-
fordóma bendir Elías á að 14 af 19
styrkþegum séu starfandi utan höf-
uðborgarsvæðisins. Fjórum hafi ver-
ið synjað og þar á meðal Tryggva en
það hafi ekkert með landsbyggðarfor-
dóma að gera. -BÞ
Ein máltíö
Fjölskylda í Grafarvogi lifir þessa dagana á matarskammti samsvarandi sem Rauöi kross íslands myndi dreifa hér á
landi ef til hugursneyðar kæmi. Þetta er í tengslum viö landssöfnun sem RKÍ eftir til nk. laugardag til hjálparstarfs í
sunnanverði Afríku vegna hungursneyöar íbúanna þar. Á myndinni eru hjónin Auöur Haröardóttir og Bergur Hauksson
ásamt dætrunum Ástu og Birnu. Þau halda á skammti sem nemur einni máltíö.
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar:
Rekstur spilavíta er
spurning um löggjöf
- ekki stórfellt sálartjón hjá þjóðum sem leyfa svona starfsemi
Vilhjálmur Eg-
ilsson, alþingis-
maður og formað-
ur efnahags- og
viðskiptanefndar
Alþingis, segir
tímabært að skoða
ofan í kjölinn
hvort rétt sé aö
banna spilavíti
eða aðra fjárhættustarfsemi á ís-
Vilhjálmur
Egilsson.
landi. Lögreglan gerði rassíu um
síðustu helgi og lokaði spila-
klúbbi í Reykjavík þar sem f]ár-
hættuspilarar hafa komið saman
um nokkurra missera skeið. Vil-
hjálmur segir að starfsemi sem
þessi finni sér alltaf einhvern
farveg.
„Auðvitað verða allir að fara
að lögum og menn verða að fara
eftir því ef lögin í landinu segja
að ekki megi reka spilavíti.
Spurningin er hins vegar hvaða
lög við ætlum að hafa í landinu.
Við erum með fullt af löndum í
kringum okkur sem eru mun
frjálslyndari í þessum efnum og
þar hefur lítið heyrst af stór-
felldu sálartjóni," segir Vilhjálm-
ur Egilsson.
Margar hliðar eru á málinu að
sögn Vilhjálms og koma upp
mörg dapurleg mál hjá þeim sem
ánetjast spilafikn. „Hins vegar
verður þessi starfsemi alltaf til
staðar, hvort sem hún er skipu-
lögð sem atvinnustarfsemi eða
ekki. Það getur enginn bannað
fólki að gera þessa hluti heima
hjá sér.“
Vísbendingar eru uppi um að
fleiri þingmenn telji tímabært að
láta endurskoða löggjöf um fjár-
hættuspil en engin formleg þing-
mál hafa verið lögð fram um
þessi mál samkvæmt úpplýsing-
um DV. Hins vegar hefur verið
deilt um einkaleyfi Háskóla ís-
lands á peningahappdrætti.
„Þetta er eitt af þessu málum
sem menn þurfa sifellt að skoða
og fara yfir meðrök og mótrök.
Það þarf að kanna hverju bannið
skilar. Er hægt að finna einhvern
löglegan farveg fyrir starfsemi á
þessu sviði?“ spyr formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Al-
þingis.
Maðurinn sem situr í gæslu-
varðhaldi á Litla-Hrauni, grunað-
ur um að hafa rekið spilaviti i
miðborg Reykjavíkur, hefur áður
verið dæmdur í sakamáli fyrir að
hafa stundað slíka starfsemi.
Með dómi Hæstaréttar árið 1993
var maðurinn dæmdur í 300 þús-
und króna sekt til ríkissjóös.
BÞ/ótt
Byko í Njarðvík:
34 sagjt upp
Öllum starfsmönnum glugga- og|
hurðaverksmiðju Byko í Njarðvík, alls
34, var sagt upp i gær. Ástæðan er sú
að rekstri verksmiðjunnar verður I
hætt og starfsemin flutt til Lettlands,f
til dótturfyrirtækisins BYKO-LAT sem
er eitt af stærstu fyrirtækjum Lett-Í
lands í útflutningi á timbri. Greint var *
frá því IDV fyrir skömmu að uppsagn-
ir væru yfirvofandi. Hanna Ingimund-
ardóttir, trúnaðarmaður starfsmcuma, |
segir þetta mikið áfall fyrir starfsfólk-
ið þar sem fáir möguleikar séu lengur (
á vinnu í Reykjanesbæ.
„Þeir segja að reksturinn gangi ekki'
vegna taps en þetta kemur eigi að síð-
ur flatt upp á starfsmenn. Það var til-
tölulega nýbúið að kaupa rándýrar ’
vélar inn í húsið og manni datt því
ekki i huga að meiningin væri að loka (
fyrirtækinu."
Þór Gunnarsson verksmiðjustjóri
segir að reynt verði að útvega sem i
flestum vinnu hjá öðrum fyrirtækjum |
Byko. Ráðgert sé að starfsemi verk-
smiðjunnar í Njarðvík verði endan-1
lega hætt um áramótin. „Það fær eitt-
hvað af þessu fólki vinnu áfram og'
reynt verður að fmna störf sem víðast
og þá vonandi einhver hjá Byko hér|
suður frá.“ -HKr.
/
/
/
y
/
/
/
Einkaþota á íslandi:
Getur verið skynsamlegur ferðamáti
- kostar milljarð. Gott útlit með verkefni
„Útlitiö varðandi verkefni fyrir
þotuna er ágætt og hin fyrstu bíða
okkar núna í vikunni," segir Bjöm
Rúrikisson. Hann fer fyrir eignar-
haldsfélaginu Maris - sem til helm-
inga á móti norska félaginu Sundt
Air á spánnýja einkaþotu sem kom-
in er í flugflotann. Þotan verður
jöfnum höndum staðsett á íslandi og
í Noregi, en er þó einkum ætlað
þjóna markaðnum hér. Stendur til
að í framtíðinni verði þotan þó al-
farið staðsett hérlendis og að þjálf-
aðar verði á hana íslenskar áhafnir
í stað norskra eins og er nú.
Þotan tekur átta farþega, kostar
um milljarð og er þægOegur farkost-
ur. Bjöm Rúriksson segist hafa trú
á þessu dæmi, svo sem í ljósi þess
DV-MYND GVA
Fyrir framan þotuna
Björn Rúriksson á Reykjavíkurflug-
veiii í gær. Hann segir fyrstu verkefni
þotunnar bíöa strax núna í vikunni.
hve fjölþjóðlegt íslenskt viðskiptalíf
sé orðið. Oft geti menn þurft aö fara
utan með skömmum fyrirvara og þá
sé timinn dýrmætur. „Ég hef fulla
trú á þessum rekstri og margir sjái
að skynsamlegt getur verið að nýta
sér þennan ferðamáta," segir Bjöm.
Leiguferð með þotunni til dæmis
frá íslandi til Lundúna og aftur
heim kostar 1,5 milljónir kr. sam-
kvæmt taxta, en mörg íslensk fyrir-
tæki eru nú að sögn Bjöms að gera
samninga um afnot sem tryggja
lægra verð. Hann segir væntanlegar
stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi
hafa haft sin áhrif á að hann ákvað
að fara út í flugrekstur af þessum
toga.
-sbs
Bifreiðaverkstœði Grafarvogs
Gylfaflöt 24-30, 112 Reykjavík
S. 577-4477, Fax: 577-4478
Allar almennar bílaviðgerðir
Þjónustuaðili fyrlr Bilabúð Benna
BYSSUR
SPORTVORUGERÐIN
SKIPHOLT 5 562 8383