Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Síða 7
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002
DV
Fréttir
7
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Borgarnes:
Slátrað þrátt
fyrir allt!
Sláturtíð er nú hafm hjá Borgar-
nes kjötvörum í Borgamesi. Slátur-
húsarekstri virtist lokið í byrjun
þessa árs en skipt var nokkrum
sinnum um eignarhald á því á árinu
með tilheyrandi uppstokkunum.
Norðlenska matborðið tók við
rekstri Kjötvinnslunnar og stór-
gripasláturhússins um mitt ár 2001
og leigði húsnæðið af Kjötumboðinu
hf. Öllu starfsfólki Norðlenska í
Borgamesi var sagt upp störfum í
lok árs. í febrúar var tilkynnt um
samkomulag Norðlenska og Borg-
firðinga um yfirtöku hinna síðar-
nefndu á rekstri sláturhúss og kjöt-
vinnslu í Brákarey. Vel gekk að
manna sláturhúsið í haust. -GG
Gúmmaði gróf-
lega í Ríkinu
Akureyringur á sextugsaldri hefur
verið dæmdur í 3ja mánaöa skilorðs-
bundið fangelsi fyrir fjársvik auk
greiðslu skaðabóta sem nema
hundruðum þúsunda. í september í
fyrra gerði maðurinn sér i tvígang
ferð niður á vínbúð ÁTVR á Akur-
eyri og keypti áfengi fyrir annars
vegar rúmlega 350.000 krónur en i
hitt skiptið rúmar 285.000 krónur.
Innstæða reyndist ekki fyrir tékkun-
um og telur Héraðsdómur Norður-
lands eystra að þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi til tveggja ára sé
hæfileg refsing. Maðurinn játaði brot
sitt en hefur ekki greitt skaðabætur.
Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkis-
ins hafði sakarferill ákærða ekki
áhrif í málinu. -BÞ
Forstöðumaður Barnaverndarstofu vill láta breyta reglum:
Fóstur og ættleiðing
verði hjá sama embætti
- óeðlilegt ef fyrrverandi veikindi hindra ættleiðingu
FRAMBOÐSFRESTUR
Ákveðiö hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu
í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur við kjör fulltrúa á ársfund
Alþýðusambands íslands 2002. Kjörnir verða 45 fulltrúar og 28
til vara. Framboðslistar ásamt meðmælum 100 fullgildra félags-
manna VR þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar fyrir kl. 12:00
á hádegi, fimmtudaginn 17. október nk.
Kjörstjórn
Bragl
Guðbrandsson.
Bragi Guð-
brandsson, for-
stöðumaður
Barnavemdar-
stofu, er ósáttur
við að hans emb-
ætti hafí ekki
með ættleiðing-
armál að gera.
Þær reglur gilda
um fósturráð-
stafanir að
bamaverndarnefndum er óheimilt
að ráðstafa fyrr en að fenginni um-
sögn Barnavemdarstofu. Það er til
að tryggja að samræmt mat sé á
þeim kröfum sem gerðar eru til
hæfis fósturforeldra í landinu öllu,
enda ekki eðlilegt, að mati Braga,
að svoleiðis vinna dreifist á 50
barnaverndarnefndir í landinu.
--------- „Ef við litum
hins vegar á
ættleiðingar
sem eru í eðli
sínu alveg sam-
bærilegar ráð-
stafanir þá ber
svo við að hæfis-
matið liggur
ekki hjá Barna-
verndarstofu
heldur í umsókn
viðkomandi barnavemdamefnda.
Síðan fer matið inn í dómsmála-
ráðuneytið en ég tel að þetta ætti
allt að vera á sömu hendi þannig
að sambærilegar reglur giltu um
þetta hæfismat," segir Bragi.
„Þetta á allt aö vera á einni hendi
þannig að sömu aðferðir og fag-
þekking sé viðhöfð. Ég sé engin
Sólveig
Pétursdóttir.
39. tbl. 64. árg.,
8. okt. 2002.
VER0 599 kr.
M/VSK.
Hvað
er eitt
brjóst
a milli
hjona?
rök fyrir því að hafa tvö aðskilin
kerfi í gangi. Það gæti bitnað á
fagþekkingu.
Ættleiðingarmál voru til um-
ræðu á Alþingi í fyrradag. ísólfur
Gylfi Pálmason, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, kallaði það hróp-
legt óréttlæti að manneskja sem
hefði veikst alvarlega fengi ekki
að ættleiða barn, jafnvel þótt hún
væri búin að ná sér af sjúkdómn-
um og ætti fullfrískan maka.
Bragi er sammála þingmanninum
um að þetta sé óeðlilegt ef rétt sé.
„Ég álít að ef allt annað er í góðu
lagi eigi fyrrverandi veikindi ekki
að vera frágangssök. Þetta kemur
á óvart ef rétt er en ég þekki þessi
mál ekki gjörla þar sem þetta er
aðskilið frá rekstri Bamaverndar-
stofu,“ segir Bragi.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra sagði m.a. í umræðun-
um á Alþingi að þessi mál væru
viðkvæm en skjóta mætti vafaat-
riðum til sérstakrar nefndar og
væri þar um mikla réttarbót að
ræða. -BÞ
Johanna Johannsdottir
UJLUUf.Fr-odi.is