Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Side 17
+
16
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jönsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoéarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyrl: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: t'Jtgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Helvíti á jörðu
Fátt er hverju þjóðfélagi miMlvægara en menn sem
ganga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir brýnum samfé-
lagsbótum. Þessum mönnum er gjarnan lagið að hreyfa
hressilega við þjóð sinni og vekja hana af djúpum dvala.
Þeir hrista upp í samfélaginu, skekja það, hræða það.
Fátt er hverju þjóðfélagi hættulegra en almennur doði og
yfirborðsmennska. Hverju samfélagi verður að lýsa eins
og það er og til þess þarf menn sem vilja og þora og geta.
Og gera.
Stefán Karl Stefánsson leikari er gott dæmi um menn
sem þora. Og gera. Hann hefur farið eins og stormsveip-
ur um landið á síðustu mánuðum og fyllt hvern salinn af
öðrum af agndofa foreldrum sem hlýtt hafa á reynslu
hans af einelti. Eins hefur Stefán rætt við hundruð ung-
menna um allt land um þennan einn mesta smánarblett
á íslensku samfélagi sem hefur fengið að þrífast í skjóli
óttans í alltof mörg ár. Stefán Karl er maður dagsins í ís-
lenskri samfélagsumræðu.
Stefán Karl talar um einelti af biturri reynslu. Hann
var sjálfur fórnarlamb eineltis á uppvaxtarárum sínum
og kynntist þá þvi „helvíti á jörðu“ sem einelti er í raun
og veru. Hann dregur ekkert undan í lýsingum sinum af
miskunnarleysi unglingsáranna og kemur við kviku
allra sem á hann hlusta. Hann hefur rofið langa þögn um
það ofríki óttans sem ríkt hefur á skólalóðum og íbúða-
hverfum landsins. Og það er ekki eins og fyrirlestrar
dugi Stefáni. Nú krefst hann aðgerða.
í íjölmiðlum á síðustu dögum hefur Stefán lýst þjóð
sinni á eftirminnilegan hátt. „Við lifum ekki í samfé-
lagi,“ segir þessi ákafi baráttumaður og leggur áherslu á
fyrri lið orðsins samfélags. Það er hans skoðun að al-
menningur vinni ekki saman að mikilvægustu umbótum
sem gera þarf á þjóðfélaginu. Miklu fremur standi fólk
sundrað frammi fyrir verkefnum dagsins, horfi löngum
út á við í stað þess að líta inn á við. Almenningur hafi
ekki áhuga og þor að segja hug sinn.
Þetta er rétt lýsing á landsmönnum. Og löngu tíma-
bært að menn hætti að einblína á íslendinga sem ein-
hverja allsherjar afreksþjóð. Nóg er komið af sjálfsdýrk-
un og sjálfumgleði í mannlýsingum þar sem vellíðan er
mæld í vinnusemi. Vissulega slá íslendingar hvert
neyslumetið af öðru og fara hraðar fram í einstaklings-
hyggju en nokkur önnur þjóð ef allt er talið. Á þessum
hraða samfélagsins hefur hins vegar æði margt gleymst,
meðal annars umhyggja fyrir náunganum.
Efalítið hefur miskunnsemi verið á undanhaldi í ís-
lensku samfélagi í nokkra áratugi. Á sama tíma hafa
gömul gildi gleymst og heilbrigð afstaða til lífsins veikst
og dofnað. Vaxandi einelti, jafnt á meðal ungmenna sem
fullorðinna, er ein alvarlegasta birtingarmynd þessa
þjóðfélagsmeins. Og alltof lengi hefur þetta ömurlega of-
beldi verið látið átölulaust, eins og það sé partur af eðli-
legum samskiptum fólks að níðast á náunganum, sví-
virða hann og gera lítið úr honum.
í málflutningi sínum hefur Stefán Karl lagt áherslu á
manngildi. í darraðardansi allra hagstærða og efna-
hagstalna hefur þetta gamalkunna hugtak gleymst í um-
ræðunni. Gróðinn er talinn í tíma og peningum. Og ár-
angur mældur í ofboðslegri einstaklingshyggju. Við þurf-
um að snúa okkur aftur til samfélagsins með áherslu í
fyrri lið þessa orðs sem á að skipta sköpum í lífi okkar.
Og það er ekki nóg að ala börnin okkar upp. Fullorðnir
verða sjálfir að taka sér ærlegt tak.
Sigmundur Ernir
>
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002
17
DV
Skoðun
Hátíð í helmingaskiptaflokkunum
Kjallari
Björgvin G.
Sígurösson
varaþingmaöur
Samfylkingarinnar
í Suöurkjördæmi.
Undanfarið hefur staðið
yfir mikil veisla í helm-
ingaskiptaflokkunum
tveimur sem með land-
stjórnina fara. Hátíð er í
bæ og bitlað til gæðing-
anna hægri og vinstri.
Leifunum af Sambandinu er sóp-
að upp og aðgengi að stjórnvöldum
tryggt með þvl að kaupa Finn Ing-
ólfsson til samsteypunnar. Þó aö
dýr Finnur væri þá er hann áreið-
anlega þyngdar sinnar virði í gulli
hvað þetta varðar. Allt fyrir áhrif
og aðgengi að stjórnvöldum.
Hinum megin fá þeir sem lúta
náðarvaldi Davíðs Oddssonar og
Sjálfstæðisforystunnar sinn skerf
af góssinu. Allt á kostnað almenn-
ings og almannahagsmuna. Helm-
ingaskiptin ganga fyrir öllu. Þess-
ari veislu lýkur ekki á næstunni og
mun ekki ljúka nema að kjósendur
grípi í taumana og kjósi þessa
stjórn í burtu.
Tvegggja flokka stjórnir
Eina leiðin til að binda endi á
hátíð helmingaskiptaflokkanna er
að Samfylkingin njóti styrks til
þess að leiða og mynda næstu rík-
isstjórn. Margir líta til tveggja
flokka stjórnar Samfylkingarinnar
og Framsóknarflokksins. Til að
það rætist þurfa þessir flokkar að
bæta við sig 3-4% samkvæmt nýj-
ustu Gallup-könnun. Þannig geta
margir kostir myndast til róttækra
„Helmingaskiptin
ganga fyrir öllu.
Þessari veislu lýkur ekki
á nœstunni og mun
ekki Ijúka nema að
kjósendur grípi í
taumana og kjósi þessa
stjóm í burtu. “
skipta á stjórnarheimilinu. Brýn-
ast er að breyta þeirri stöðu að
Sjálfstæðisflokkurinn einn geti
myndað tveggja flokka stjórnir.
Eina leiðin til þess er öflug Sam-
fylking sem félagshyggjufólk sam-
einast um. Flokkurinn hefur síð-
asta árið verið á mikilli siglingu og
bætt við sig miklu fylgi. Er nú með
um þriðjung þjóðarinnar á bak við
sig. Einungis með sterkri Samfylk-
ingu er hægt að brjóta ægivald
Sjálfstæðisflokksins í íslenskum
stjórnmálum á bak aftur og þá
makalausu stöðu að hann geti úl-
len, dúllen, doffað hvern hinna
flokkanna í tveggja flokka stjóm
með sér.
Varðstaða um velferð
Næg eru verkefnin fyrir umbóta-
stjórn af þessu tagi. Sjálfstæðis-
flokkurinn færist æ nær því að
boða einkarekstur í heilbrigðis-
kerfinu þar sem tvö kerfi væru til
staðar. Eitt forréttindakerfi fyrir
þá efnuðu og annað opinbert fyrir
þá sem ekki geta keypt sig fram
fyrir biðraðimar á einkaspítulun-
um.
Varðstaða um öflugt velferðar-
kerfi er eitt af stærstu verkefnum
slíkrar stjórnar og það brýnasta.
Það eru ótrúlega margir og stórir
brestir að myndast í velferðarkerf-
inu og það verður að koma í veg
fyrir að einkalausnir Sjálfstæöis-
flokksins nái þar fram að ganga.
Debet- og kreditheimur
Nýlega var í Stúdenta-
blaðinu viðtal við for-
mann ráðsins sem nefndi
m.a. „hallarekstur" Stúd-
entaráðs. Ekki var auð-
velt að skilja við hvað
var átt. Það getur varla
verið markmiðið að reka
Stúdentaráð með
hagnaði.
En þetta er eitt lítið dæmi af fjöl-
mörgum um það hvemig pólitísk
umræða á íslandi snýst orðið um
fátt annað en bókhald. Á íslandi rík-
ir alræði bókh'aldsins.
Spítalar á íslandi eru aldrei til
umræðu nema orðið „hallarekstur"
komi fyrir. Sama gildir um strætis-
vagnana. Nú er vitaskuld mikilvægt
að sjúkrahús, strætisvagnar og stúd-
entaráð séu vel rekin. En þetta eru
ekki fyrirtæki og það er rangt og
hættulegt að tala um öll fyrirbæri
eins og þau séu fyrirtæki á markaði.
Seinustu áratugi hefur verið bar-
ið inn í íslendinga og heiminn allan
að ekkert sé til nema viðskipti. Hug-
tök viðskiptalífsins og hagfræðinnar
skýri allt. Þetta er sennilega
heimskulegasta og hættulegasta
hugmynd samtimans og afleiðingin
er yfirráð viðskiptahugmyndafræði
í samfélaginu.
Halli á rekstri
Það sem mestu máli skiptir fyrir
spítala er hvemig þeim gengur að
lækna sjúkdóma og halda þeim í
skefjum. Það er líka mikilvægt að
sjúklingum geti liðið þar sæmilega.
Á hverjum degi eru lítil kraftaverk
unnin í íslenskum sjúkrahúsum. í
fréttum er hins vegar aldrei rætt um
annað en halla á spítölunum.
Strætisvagnar eiga að auðvelda
fólki að komast hratt og örugglega
milli staða. Það er aðalatriðið, ná-
kvæmlega eins og með einkabíla.
Umræða um einkabíla snýst ekki
aðeins um kostnað og halla. Þó eru
þeir mun dýrari í rekstri fyrir
venjulegt fólk en strætisvagnar fyrir
sveitarfélög. Þann kostnað telja fáir
eftir sér en þegar kemur að almenn-
ingsvögnum er ekki um annað talað
en kostnað. Þó em þeir hagkvæmari
fyrir samfélagiö og í þeim meiri
framtíðarvon.
Er lífið bókhald?
Bókhald er sjálfsagður og eðlileg-
ur hluti af lifinu. Helst ætti það að
vera svo sjálfsagt að um það þyrfti
aldrei að ræða. Ríkisendurskoðandi
ætti ekki að þurfa aö vera tíður gest-
„íslenskir bókhaldarar eru
hins vegar teknir mjög al-
varlega. Og undanfarin ár
er búið að kenna íslend-
ingum rœkilega að allur
heimurinn sé eitt stórt
bókhald og verði aðeins
skilinn út frá lögmálum
viðskiptanna. “
ur í fréttum. Eru íslendingar
kannski svo óvanir bókhaldi, að
þeim þyki fátt áhugaverðara?
Margt fleira skiptir máli en bók-
hald. Þó að brýnt sé að bókhald
Kvikmyndasjóðs sé í lagi snýst hann
ekki um bókhald sitt. Hins vegar
eru kvikmyndir ekki teknar alvar-
lega en umræðuefni. Frétt um bók-
hald hlýtur alltaf að koma á undan
fréttum af kvikmyndum. Enda á
venjulegt fólk stundum erfitt með að
tengja sig við heim fréttanna.
Störf félagsráðgjafa og sálfræð-
inga geta ráðið úrslitum um líf og
hamingju fólks. Samt hafa þau
lengst af verið talin heldur léttvæg
hér á landi. íslenskir bókhaldarar
eru hins vegar teknir mjög alvar-
lega. Og undanfarin ár er búið að
kenna íslendingum rækilega að all-
ur heimurinn sé eitt stórt bókhald
og verði aðeins skilinn út frá lög-
málum viðskiptanna.
Frelsisvísitalan
Reglulega fer hér fram umræða
um „frelsisvísitölu“. Hún mælir
fyrst og fremst það hversu auðvelt
er fyrir viðskiptajöfra að athafna sig
án afskipta hins opinbera en tengist
raunverulegu ffelsi venjulegs fólks
sáralítið. Sú gagnrýni kemur þó
aldrei fram þegar „frelsisvísitalan"
er kynnt. Við erum farin að trúa því
að lífið sé ekkert nema viðskipti og
bókhald. Enda segja fréttimar okk-
ur það á hverjum degi.
Sandkom
sandkorn@dv.is
Dýrasti þingmaður landsins
Margt nýtt og óvænt mun koma fram í nýrri ævisögu Jóns
Sigurðssonar forseta, eftir Guðjón Friðriksson, sem út kem-
ur síðar í mánuðinum hjá Máli og menningu. Eitt af því sem
mun koma á óvart er að mikiil mótblástur var gegn Jóni fyr-
ir kosningamar til þjóðfundarins 1851 og hann stóð mjög
tæpt i kjördæmi sinu. Hin harða gagnrýni á Jón fólst ekki
sist í því að hann þótti dýr á fóðrum og yar meðal annars
kailaður „dýrasti þingmaður landsins". I bókinni kemur
fram að stuðningur við Jón var langminnstur í hans eigin
heimahögum og jafnvel hans nánasta íjölskylda ómakaði sig
ekki á kjörstað til þess að styðja hann. Guðjón lýsir því líka
í hinni nýju ævisögu að Jón Sigurðsson íhugaði alvarlega að
hætta öllum afskiptum af stjómmálum í kjölfar gagnrýninn-
ar en helstu stuðningsmenn hans veltu því fyrir sér að hvetja
hann til framboðs í öðm kjördæmi.
Heldur hvað?
Kaupþing seldi á dögunum Fijálsa fjárfestingarbankann
yfir til SPRON. í tengslum við söluna lýstu forráðamenn
Kaupþings því yfir að með því að selja bankann hefði fyrir-
tækið skerpt á hlutverki sínu og starfsemi: „Sala Frjálsa fjár-
festingarbankans er rökrétt framhald á
þeirri steöiu okkar að vera fyrst og
fremst norrænn fjárfestingarbanki
sagði Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðar-
forstjóri Kaupþings. Kollegar Hreiðars á
fjármálamarkaðinum ráku margir hverj-
ir upp stór augu og spurðu.hvort Frjálsi
fjárfestingarbankinn væri þá hvorki
„norrænn" né „fjárfestingarbanki" ...
Fall er fararheiTl
Ráðning upplýsinga- og kynningarfúlltrúa Hafharfjarðar-
bæjar hefur verið umdeild. Það var svo sem við því að búast,
enda sótti herskari fólk um stöðuna. Kynningarfulltrúinn
nýráðni sendi í vikunni frá sér sína fyrstu fréttatilkynningu.
í kjölfarið er allt eins gert ráð fyrir að umsækjendur sem
sitja eftir með sárt ennið láti í sér heyra því að stafsetning-
arvillupúkinn gerði því miður vart við sig í fyrirsögninni.
Hún var þessi: „Að gera bömum kleyft að taka þátt í íþrótta-
og æskulýðsstarfi óháð efhahag." Nú er bara óskandi að ekki
sé stafsetningarvilla í Sandkominu að þessu sinni. Sé svo
skal því heitiö hér, að hún verður feitletmð í blaðinu á morg-
un...
Ummæli
Safngripir í notkun
„Fréttamenn Útvarps fara í dag varla út fyrir hússins
dyr til fréttaöflunar, miðað við hvað þeir (m)ættu sannar-
lega gera. Allir sem séð hafa til ferða fréttamanna Útvarps
undrast hin gömlu upptökutæki sem þeir nota, en það era
jafhvel gömul segulbönd af Nagra-tegund, sem t.d. era til
sýnis á menningarminjasafhinu í Tékklandi! Aðrir era með
nýtísku tæki, til dæmis MiniDisk - en ekki fréttamenn Út-
varpsins. Kannski sparast milijónir á þessu. Mér skilst að
Ríkisútvarpið sé allt komið í Efstaleitið, þar sem hvergi hef-
ur verið sparað til við aðbúnaðinn, fullkomnar upptöku- og
klippigræjur hvarvetna. Ætli fréttastofa
Útvarpsins hafi gleymst?"
Þröstur Freyr Gylfason á Kreml.is
Án endurvinnslu
„Ég verð að viðurkenna að mér finnst
sjónarmið VG [um einkavæðingu] gamal-
dags enda dregin án endurvinnslu beint upp úr raslahaugi
hugmyndafræðinnar sem ríkti í Sovétríkjunum sálugu þar
sem enginn mátti eiga neitt né hafa frumkvæði að neinu
nema ríkið og flokkurinn leyfði."
Árni Ragnar Árnason á vef sfnum
Tæknivædd friðarstund
„Samkeppni japanskra salemisfram-
leiðenda harðnar stöðugt. Nýjustu salem-
in frá Matsushita mæla fitumagn líkam-
ans, þegar setzt er á þau. Inax hefur svar-
að með salemum, sem ljóma í myrkri og
lyfta upp lokinu, þegar maður nálgast.
Nærri helmingur salema á japönskum
heimilum er með hitastillanlegu úðunarkerfi. Sum era
komin með innbyggðum lyktareyði og önnur með þvagefha-
mæh. Framleiðendur salema era sannfærðir um, að eina
friðarstimd Japana sé á saleminu.“ Jónas Knstjánsson á Jonas.is
í frumskógi megrunar og fegrunar
Örvingluð hringsólaði ég fyrir framan blaðarekkann.
Ég var ekki enn búin að velja blessað tímaritið, enda
rammvillt í þykkum frumskógi megmnar, fegmnar og
baðfata. Mig hálfsvimaði.
■ *Á1 Sigríður Víöis
I Jónsdóttir
% J háskólanemi
Kjallari
„Tíu klukkustundir og
fimmtíu mínútur" las ég
af flugmiðanum mínum
þar sem ég var stödd á
Heathrowvelli á leið til
Los Angeles í júní.
í sólskinsskapi og sandölum ákvað
ég að láta eftir mér að kaupa tímarit
til að lesa í vélinni. Þar sem ég var í
sumarfríi fannst mér upplagt að vera
einnig í fríi frá fjölmiðlaáreitinu og
sniðgekk því gamla félaga á borð við
Newsweek og Economist.
„Maður verður oft svo niðurdreg-
inn af fréttum og fréttaskýringum.
Alltaf einhver stríð,“ tuldraði ég. Nei,
það hlaut að vera hollt að rækta önn-
ur áhugamál en heimsmálin og lesa
eitthvað létt og skemmtilegt. „Nú kýli
ég á slúður og stelpublöð, ha!“ sagði ég
kampakát og stillti mér upp fyrir
framan stóran rekka af glansblöðum.
50 leiðir til að auka
kynþokkann
„99 leiðir tO að auka fegurð þína í
sólinni!" las ég upphátt framan af
fyrsta tímaritinu. „Einmitt það,“ sagði
ég brosandi, opnaði blaðið og renndi
yfir slúður um hóp kvikmyndastjama.
Fljótlega sá ég mér til nokkurrar skelf-
ingar að ég þekkti ekki helminginn af
fólkinu. Ekki vissi ég meira um popp-
stjörnumar.
Ég leit á næsta tímarit. „Sexí i sum-
ar!“ skrifað með rauðum stöfum, fang-
aði athygli mina. Sæt, ljóshærð stelpa
í magabol og gallastuttbuxum greip
blaðið og gekk örugg að afgreiðslu-
borðinu. Hún var sexí um sumar og
greinilega heimavön í frumskógi
stelputimaritanna. Ég var aftur á móti
farin að tvístíga og gat ekki valið á
milli „25 ráða til að halda kjörþyngd í
sumarfríinu" eða „50 leiða til að auka
kynþokkann á ströndinni". Ég tók að
sötra flóttalega úr kókdósinni og fann
hvemig ég fylltist smám saman von-
leysi. Þama var ég á leið í sumar og
sól í Los Angeles og hafði ekki svo
mikið sem hugleitt hvemig ég gat há-
markað kynþokka minn á ströndinni.
Ég hafði greinilega ekki unnið heima-
vinnuna mína.
Ég tók sólgleraugun skjálfandi úr
hárinu, fannst þau allt í einu vera
hræðilega hallærisleg. Þegar mér varð
hugsað til baðfatanna í töskunni
minni fékk ég sting í magann. Bíkiní-
ið hafði ég keypt án þess að svo mikið
sem hugsa út í hvemig sniðið færi lík-
amsvexti mínum.
Núna æpti Cosmopolitan á mig í
sérlega ítarlegri umfjöllun, að nauð-
synlegt væri að huga að slíku. Fyrst
bæri að finna út hvers konar vöxt
konan hefði og komu fjórir flokkar til
greina. Síðan skyldu baðfótin valin af
kostgæfni, með umrædda flokka til
hliðsjónar. Hálíklökk starði ég á
myndimar í blaðinu. Ég var vitlaus
kona, í vitlausum flokki, í vitlausum
baðfötum. Lagið á buxunum hentaði
mér ekki - það stækkaði mjaðmir og
rass. Gripurinn jók ekki á kynþokka
minn heldur kom beinlínis í veg fyrir
alla burði til hans. Ég var í mínus.
Fyrirsögnin á blaðinu við hliðina
var af þessum sökum eins og frelsun:
„Hvemig öðlast má hinn fullkomna
rass!“ Ég greip blaðiö og opnaði af
handahófi. Við mér blöstu stórir og
breiðir stafir: „Appelsinuhúð - óvinur
okkar allra!“
„Appelsínuhúðin, maður," sagði ég
skelfd. Henni hafði ég gleymt. Þessi
sameiginlegi óvinur var örugglega illa
séður á ströndinni. Mér rann kalt
vatn milli skinns og hörunds og
renndi eldsnöggt yfir tíu ráð til að
minnka hann og fela. Töfralausnirnar
reyndi ég að prenta inn í minnið, ég
haföi ekki efhi á að kaupa öll blöðin.
Til öryggis renndi ég auk þess yfir
„öruggar leiðir til að virðast brúnni
en þú ert - hann mun aldrei gruna að
þetta sé ekki ekta!“ og „komið í veg
fyrir ótimabæra öldrun!" Ekki var ráð
nema í tíma væri tekið.
Fögur - fyrir hann!
Ég leit nú á klukkuna og sá að hún
var orðin alltof margt. Ætlaði ég að
hafa einhverja möguleika á að vera
kynþokkafull á kalifomiskri ströndu
varö ég fyrir það fyrsta að ná fluginu.
Örvingluð hringsólaði ég fyrir framan
blaðarekkann. Ég var ekki enn búin
að velja blessað tímaritið, enda ramm-
villt í þykkum ffumskógi megrunar,
fegrunar og baðfata. Mig hálfsvimaði.
Óljóst greindi ég þykka, bleika stafi
sem lágu þvert yfir eina forsíðuna:
„Stinnir magavöðvar og þrýstinn
barmur - fyrir hann!“ Eitt augnablik
bráði af mér. „Fyrir hann?“ Mér
féllust hendur og þrumaði hátt: „Hann
hvem?!“ Síðan fussaði ég og gekk
hröðum skrefum að afgreiðsluborð-
inu. Kærastalaus og með bíkini úr
röngum flokki hafði ég loksins tekið
ákvörðun: „Ég ætla að fá eina kók og
snakkpoka!" Ábúðarfull bætti ég við:
„Já, haföu hann stóran, væni. Nei,
ekkert annað, takk.“ - Og hugsaði með
sjálfri mér: „Stinnar kartöfluflögur og
þrýstin kókdós - fyrir mig... hah!“
+