Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 21
21
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002
DV
Tilvera
Harold ÍPinter 72 ára
Eitt merkasta leikskáld
samtímans, Harold Pinter,
á afmæli í dag. Hann fædd-
ist í verkamannahverfi I
austurhluta Lundúna og
fékk leiklistaráhuga strax
í skóla, þar sem hann lék
m.a. Macbeth og Rómeó. Eftir leiklist-
arnám I Konunglega Leiklistarskólan-
um starfaði hann í nokkur ár sem leik-
ari. 1957 skrifaði hann fyrsta leikrit
sitt, Herbergið, eftir pöntun leiklistar-
nema. Eftir hann liggur Qöldi leik-
verka, en meðal þeirra þekktustu eru
Húsvörðurinn, Heimkoman, Afmælis-
veislan og Tunglskin. Eiginkona hans
er rithöfundurinn Antonia Fraser.
Glldir fyrir föstudaginn 11. nóvember
Vatnsberinn (20. ian.-is. febr.):
I Eitthvað liggur í loft-
inu sem þú áttar þig
ekki fyllilega á. Best
_ er að bíða og sjá til.
Kvöldið verður fremur rólegt.
Fiskamlr (19. febr-20. mars);
Þú verður fyrir óvæntu
I happi í fjármálum á
næstunni. Hafðu augun
opin fyrir nýjum tæki-
færum en þar er ekki átt við tæki-
færi varðandi peninga.
Hrúturlnn (21. mars-19. aoríl):
. Þú virðist vera í til-
’ finningalegu ójafnvægi
og sjálfstraust þitt er
með minnsta móti.
Þetta ástand varir þó ekki lengi.
Happatölur þínar eru 4, 8 og 26.
Nautið (20, apríl-20. mai):
Hætta er á mistökum
og ónákvæmni í vinnu-
brögðum ef þú gætir
__ ekki sérstaklega að
þér. Kunningjahópurinn fer
stækkandi.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
Það er mikið um að
vera í félagslífinu hjá
1 þér um þessar mundir
og þér finnst reyndar
nóg um. Einhver öfúndar þig.
Krabbinn (22. iúní-22, iúií):
Láttu sem ekkert sé þó
I að þú verðir var við
baktjaldarmakk. Lik-
____ legt er að það eigi allt
aðrar órsakir en þú heldur.
UÓnlð (23. iúlí- 22. áaústl:
Miklar breytingar
verða á lífi þínu á
næstunni og búferla-
flutningar eru líklegir.
Þú færð óvenjulegar fréttir í
kvöld.
Börnin eru allan daginn -
í tilbúnu umhverfi
- segir Kristbjörg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
Framkvæmdastjórinn
„Þaö er Ijóst að glansheimurinn sem unglingarnir sjá í Friends og á PopTV er ofarlega í huga þeirra, “
segir Kristbjörg Hjaltadóttir.
„Auðvitað eigum við foreldrar að
geta mótað umhverfi bama okkar,
hvar við viljum hafa þau og hvernig,"
segir Kristbjörg Hjaltadóttir, fram-
kvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún
viðurkennir þó að tími og vald for-
eldra til að uppfræða börn sína hafl
minnkað í seinni tíð því fræðslan
komi svo víða að. „Böm sem sitja inni
í sínu herbergi með tölvu tengda net-
inu geta verið að skoða hluti sem við
mundum ekki kæra okkur um. Auð-
vitað þyrftum við að tala meira við
þau og leiðrétta ýmislegt sem hefur
farið inn í kollinn á þeim en þau hafa
ekki þroska til að skilja," segirhún.
í tilbúnu umhverfi
Mikii aðsókn á málþing um lífsstil
bama, sem Náttúrlækningafélagið
hélt nýlega sýnir að fólk hefur áhuga
og jafnvel áhyggjur af þeim aðstæðum
sem íslenskum bömum eru búnar í
okkar samfelagi, enda hafa þær breyst
hratt á undanfómum árum. Krist-
björg segir að um 90% foreldra á ís-
landi óski eftir heilsdagsvistun fyrir
böm sín en sækja má um leikskóla-
vist fyrir börn frá 12 mánaða aldri og
að samfélagið þrýsti á foreldra að
koma bömum sínum inn á stofhun
fremur en annast þau sjálf. „En hvað
fær bam að reyna sem er 8-9 tíma á
dag á leikskóla frá eins árs aldri?“
spyr hún. „Það er í tilbúnu umhverfi
allan daginn, alla daga.“
Hún segir áberandi að börn leiki
sér minna úti við en áður hafi tíðkast.
Nú sjáist böm varla lengur á bygging-
arsvæðum eða niðri á bryggju. Kost-
imir séu þeir að líkamlegum slysum
hafi fækkað á bömum en sálarleg slys
hafi jafnvel komið í staðinn sem
minni gaumur sé gefínn. „Við full-
orðna fólkið erum sofandi gagnvart
tölvuleikjunum. Það er til dæmis í
gangi leikur í dag sem er kallaður
morðleikurinn (GTA). Hver og einn
fær hundrað líf þegar hann byrjar,
þannig að það er allt í lagi að drepast
alloft. Þessu em krakkar niður í sex
ára að leika sér að og þama era skila-
boðin þau að það sé í lagi að meiða,
beija og drepa, menn geti staðið upp
aftur.“
Frí á launum
Heimili og skóli hefur útbúið svo-
kallaðan Foreldrasamning sem hjálp-
ar foreldrum eins bekkjar eða árgangs
í skóla að starfa saman og hafa betri
stjóm á hópnum en annars væri. For-
eldrar sameinast þar um að virða úti-
vistartíma, hafa ekki foreldralaus
partý, leyfa bömum ekki að gista
nema vita hvemig aðstæður eru og
kaupa ekki áfengi fyrir böm. Þetta
samstarf hefur víða tekið gildi og skil-
ar góðum árangri. Kristbjörg telur
líka mikinn akk í því fyrir foreldra að
starfa í foreldrafélagi skóla, þar séu
þeir að gera bömunum sínum greiða
á marga vegu. „Ég vildi líka gjaman
sjá fyrirtæki gefa fólki frí á launum
meðan það sinnti slíku starfi einn
klukkutíma í mánuði og sýna með því
viðhorf sitt gagnvart fjölskyldum og
bömurn," segir hún.
Öll jól á Kanarí
- Þú minntist á gemsaæðið á mál-
þinginu. Þar varstu með sláandi skila-
boð. „Já, það var kannski táknrænt.
Bömin geta fengið mjög sláandi SMS-
skilaboð inn á gemsana og það er ekki
óalgengt að krakkar séu lagðir í ein-
elti meö ógeðslegum skilaboðum jafiit
og þétt yfir daginn. Þeir sýna öðram
þetta ekki svo glatt því þeir eru
hræddir við einstaklingana eða hóp-
inn sem sendir. Foreldrar halda
kannski að þeir séu að auka öryggi
barna með því að hengja á þau gemsa
en það getur skapað bömunum nýjan
vanda. Áður kynntumst við foreldrum
vinanna er við hringdum til að spyrja
um bamið en nú hringir hver og einn
í sitt bam.
Svo er það lífsstíllinn sem unga
fólkið sér fyrir sér i framtíðinni.
Kristbjörg lagði þá spumingu fyrir
hóp 16 ára unglinga. „Það er ljóst að
glansheimurinn sem þau sjá í Friends
og á PopTV er ofarlega íhuga þeirra.
Þau ætla mörg að verða rik, falleg,
fræg og hafa sem minnst fyrir lifinu,
sofa sem mest, halda öll jól á Kanarí
og „fá sér flotta stelpu sem hefur góð
laun“. Svo kemur inn á milli líka, lifa
reyklausu lífi, ekki nota eiturlyf og
ýmislegt sem við teljum eftirsóknar-
verðari markmið.
Kristbjörg, telurðu íslenska for-
eldra vera að bregðast sínu hlutverki?
„Nei, en þrátt fyrir góðar skóla-
stofnanir mega þeir ekki gleyma
þeirri ábyrgð sem þeir bera á fræðslu
og umönnun barnsins sins. Stundum
þyrftu þeir að setjast niður og hugsa.
Hvað er mér mest virði? Ef við ættum
mánuð ólifað hvort mundum við
velja, vinnuna eða bömin?" -Gun.
Bíógagnrýni
Laugarásbíó - Orange County: icir“i
Stjörnubörn
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Mevian (23. áeúst-22. sept.l:
Þú ert að skipuleggja
frí og ferðalag ásamt
fjölskyldu þinni. Það
þarf að mörgu að
hyggja áður en lagt er af stað.
Kvöldið verður rómantískt.
Vogin (23. sept.-23. oktö:
Líklegt er að samband
njilli ástvina styrkist
verulega á næstimni.
Þú færð óvænt tæki-
hendumar sem þú ætt-
ir að nýta þér.
Sporðdreklnn (24. okt.-2i. nóv.):
■ Gamalt mál, sem þú
varst nærri búin að
gleyma, kemur upp á
yfirborðið á ný og
krefst mikils tíma og veldur þér
áhyggjum.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.):
Farðu varlega í öUum
viðskiptum þar sem
einhver gæti verið að
reyna að hlunnfara
þig. Leitaðu ráðleggina ef þú
þarft.
Stelngeitin (22. des.-19. ian.):
Nú er mikilvægt að
halda vel á spöðunum
þvi að nóg verður við
að fást á næstunni.
Vinir standa vel saman um þessar
mundir.
ý
fæn upp í
Akkúrat þegar maður heldur að
mönnum sé það lífsins ómögulegt í
heimalandi kvikmyndanna að gera
unglingamynd sem gengur út eitt-
hvað annað en ber brjóst, kynlíf, lík-
amsvessa, kynlíf, fyllirí og kynlíf þá
kemur allt í einu kvikmynd sem af-
sannar þá trú. Orange County fjall-
ar að visu um jafn margnota efni og
aðrar unglingamyndir - nefnilega
nauðsyn þess að fara að heiman til
að verða að manni og að vísu eru at-
riði með fólki á nærfötum, pissi í
glasi og rosagellu sem sefur hjá ljót-
um strákum af því hún er full. En
hún er líka um umburðarlyndi, fjöl-
skyldubönd og það að vaxa og
þroskast (og reyndar eru atriðin
með pissinu og fólkinu á nærbuxun-
um alveg prýðilega fyndin).
Colin Hanks (já - sonur Tom ofur-
stjömu) leikur Shaun Brumder, al-
veg týpiskan kvikmynda-Kalifomíu-
strák, í bænum Orange County, sem
finnst skólinn skipta minna máli en
brimbrettið sitt, partí og kærastan.
Alveg þangað til dag einn þegar
hann situr á ströndini og finnur
bókina „Spennitreyjan" eftir
Marcus Skinner hálfgrafna í sand-
inn. Shaun les bókina 52 sinnum í
röð og ákveður upp úr því að selja
brimbrettið, taka góð próf og kom-
ast í hinn fina Stanford-háskóla þar
sem Skinner kennir og á endanum
að verða jafhgóður rithöfundur og
hetjan hans. Planið á að vera skot-
Shaun Brumder
Skiptir á brimbretti og bökmenntum. Colin Hanks í hlutverki Brumders.
helt en í sönnum unglingamyndastíl
gengur allt úrskeiðis og Shaun þarf
aö stóla bæði á sjálfan sig, ruglaðan
bróður, fulla móður, fráhverfan föð-
ur og veralega elskulega kærustu til
að ná takmarkinu.
Orange County hefur næg atriði
með dópi, misskilningi og manni í
hjólastól sem er ítrekað laminn í
hausinn tO að skemmta hláturþyrst-
um unglingum en sleppur við heOa-
dauðann með góðri aðalpersónu
sem er aö slást við örlitla tOvistar-
kreppu og alveg prýðOegum samtöl-
um inn á mOli skemmtiatriðanna.
Leikstjórinn Jake Kasdan (já, sonur
hins fræga Lawrence) stýrir þessu
léttOega og þótt myndin sem slík sé
ekki eftirminnOeg skapar hann per-
sónur sem einfalt er að samsama sig
við. Hanks er skemmtOegur í hlut-
verki Shaun og hefur þetta sama af-
flllIIKllliISIItllllIlllllli
slappaða fas og sjarma og pabbi
hans. Kærustuna Ashley, sem
einnig er ágætlega skrifuð persóna,
leikur Schuyler Fisk (dóttir Sissy
Spacek), glæsOeg stelpa sem á ör-
ugglega eftir að koma meira við
sögu kvikmyndanna, en senunni
stelur Jack Black í hlutverki upp-
dópaða bróðurins Lance - hvað eft-
ir annað er hægt að veltast um af
hlátri ef maður hefur á annað borð ^
smekk fyrir slapstick húmor.
Catherine O’Hara og John Lithgow
standa sig að sjálfsögðu með prýði í
hlutverkum hinna ómögulegu (en
hjartahlýju) foreldra.
Þetta er að mörgu leyti fyrirtaks-
mynd fyrir unglinga og foreldra að
fara á saman, það er of lítO nekt og
kynlif tO að það sé pínlegt fyrir kyn-
slóðirnar saman, foreldrarnir í
myndinni eru svo vonlausir að von
er tO að unglingamir sættist við
sína og boðskapurinn er meira að
segja elskulegur - það þýðir ekkert
að hlaupast frá fortíð sinni og ^
vandamálunum heldur veröur aö
vinna úr þeim og læra að lifa með
þeim - þannig verður maður að
manni (og jafnvel rithöfundi).
Leikstjóri: Jake Kasdan. Handrit:
Michael White. Kvlkmyndataka: Greg
Gardiner. Tónlist: Michael Andrews. Aóal-
lelkarar: Colin Hanks, Schuyler Fisk,
Catherine O’Hara, Jack Black og John
Lithgow.
illliltllf