Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 Tryggvi til Molde Vamarmaðurinn Tryggvi Bjarnason úr KR mun halda til æfmga hjá norska úrvalsdeildarliðinu Molde 16. október næstkomandi og dvelja hjá liðinu í níu daga. Tryggvi, sem er 19 ára gamall, lék að- eins þrjá leiki með KR í Símadeildinni en hann átti við meiðsli að stríða stóran hluta sumarsins. -ósk vinter . Sverrir Þorsteinssoh, framkvæmdastjóri Intersports, ög Ólafur Rafnsson, formaöur KKÍ, • IUMWWUIM DV-mynd Hari Tvöfait hjá Keflavík? Keflavík var í gær spáð ís- landsmeistaratitlinum i karla- og kvennaflokki í körfuknattleik í árlegri spá forráðamanna, þjálf- ara og fyrirliða á fundi sem Körfuknattleikssamband Islands stóð fyrir. íslands- og bikar- meisturum í báðum flokkum, Njarðvík í karlaflokki og KR í kvennaflokki, var spáð öðru sæt- inu. Samkvæmt spánni munu Valur og Skallagrimur falla í 1. deild en Skallagrímsmenn tóku sæti Þórsara fyrir stuttu eftir að hafa fallið í fyrra á meðan Vals- menn eru nýliðar. Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, sagði á fundinum að hann tæki spánni með stök- ustu ró en vissulega væri metn- aður fyrir hendi hjá Keflavik að vinna þá titla sem í boöi væru í vetur. Friðrik Ragnarsson, þjálfari íslands- og bikarmeistara Njarð- víkur, sagðist vera hissa á að lið- inu væri spáð svona hátt þar sem margir lykilmenn væru horfnir á braut en neitaði því ekki að titlamir yrðu varðir með kjafti og klóm. Spá fyrir INTERSPORT- deildlna 1. Keflavík .............419 2. UMFN .................365 3. KR ...................363 4. UMFG .................337 5. ÍR ...................271 6. Haukar ...............222 7. Tindastól] ...........208 8. Hamar.................181 9. Snæfell ..............159 10. Breiðablik ..........133 11. Vaiur ................84 12. Skallagrímur .........66 Spá fyrir 1. deild kvenna 1. Keflavík ..............90 2. KR ....................89 3. UMFG ..................71 4. UMFN ..................63 5. ÍS ....................39 6. Haukar ................27 Við sama tækifæri undirrit- uðu KKÍ og sportvöruverslunin INTERSPORT þriggja ára sam- starfssamning sem felur í sér að úrvalsdeild karla mun heita INTERSPORT-deildin á því tíma- bili. Jafnframt var tilkynnt um það á fundinum að sjónvarpsstöðin Sýn myndi sýna frá leikjum í INTE RSPORT-deildinni en RÚV myndi sýna frá leikjum í Bikar- keppni KKÍ og Kjörís-bikarnum. -ósk/ÓÓJ Baldur aftur i KR Baldur Ólafsson. KR-ingurinn Baldur Ólafsson, sem nýlega gerði samning viö Leche Rio Breogan Lugo á Spáni, hef- ur ákveðið að snúa aftur heim og leika með KR í vetur. Baldur er væntanlegur heim á mánudag en hann verður ekki löglegur meö KR fyrir en eftir mánuð. Baldur er annar leikmaðurinn sem gengur í rað- ir KR síðustu daga en ekki alls fyrir löngu gekk Óð- inn Ásgeirsson til liðs við vesturbæjarliðið. Það er ljóst að KR-ingar verða til alls líklegir á komandi tímabili með þennan liðsstyrk í farteskinu. -Ben Berti Vogts, landsliösþjálfari Skota: Hættir ekki - þótt liðið tapi fyrir íslendingum Þjóðverjinn Berti Vogts, lands- liðsþjálfari Skotlands, segist ekki ætla aö hætta í sinni stöðu þótt liö- ið tapi fyrir íslendingum í leiknum mikilvæga í undankeppni EM á Laugardalsvelli á laugardaginn. Sjálfsögö spurning „Ég get vel skilið það að ég verði spurður hvort ég ætli að hætta ef við töpum á laugardaginnn. Það er sjálfsögð spuming frá fjölmiðlum. Ég held hins vegar að skoskur al- menningur spyrji ekki hvort ég ætli að hætta því að hann veit sannleik- ann um skoska knattspymu. Það er aðeins eitt skoskt lið eftir í Evrópu- keppnum og ég þarf að byggja upp nýtt lið sem kemur í stað þess liðs sem tókst ekki að komast á EM 2000 og HMá þessu ári,“ sagði Vogts í viðtali við skoska blaðið Daily Record í gær. Liösandinn betri „Við vorum lélegir í leiknum gegn Færeyingum og íslendingar hljóta að vera sigurstranglegri í leiknum á laugardaginn heldur en við. Við höfum aðeins tekið framförum á einu sviði síðan ég tók við. Liðsandinn og þrautseigjan hefur batnað og það jákvæða við leikinn gegn Færeyingum var að við náðum að koma til baka og jafna eftir að hafa lent tveimur mörkum undir,“ sagði Berti Vogts sem er undir mikilli pressu fyrir leikinn gegn íslendingum á laugardaginn. -ósk KA-sigur - á Gróttu/KR í jöfnum leik á Seltjarnarnesi íslandsmeistarar KA í handknatt- leik gerðu góða ferð á Seltjarnarnes- ið í gærkvöld en þá bám þeir sigur- orð af Gróttu/KR, 23-24. Leikurinn var talsvert sveiflu- kenndur og nokkur spenna hljóp í hann í lokin þegar heimamenn gerðu haröa atlögu að gestunum sem virtust ætla að henda frá sér sigrin- um. Það gerðist þó ekki og góður sig- ur þeirra því staöreynd og liðið virðist ætla að blása á allar hrakspár því það er að eflast með hverjum leik. Leikmenn Gróttu/KR vom greini- lega þreyttir eftir tvo erfiða leiki í Evrópukeppninni um síðustu helgi. Liðinu tókst þó sæmilega upp í fyrri hálfleik og náði tvisvar sinnum tveggja marka forskoti en KA-menn náðu undirtökunum þegar líða tók á hálfleikinn og höfðu tveggja marka forystu þegar flautað var til leik- hlés. Þeir gáfu svo tóninn með því að skora þrjú fyrstu mörkin í síðari hálfleik og þeir juku forskotið í sjö mörk, 14-21, þegar hálfleikurinn var tæplega hálfnaður. Þá rönkuðu heimamenn loksins við sér og tóku að minnka muninn jafnt og þétt. Mest munaði um að Alexandr Pettersons tókst að losna úr strangri gæslu og hann var ekki lengi að nýta sér það. Þegar sjö mínútur vom eftir Berti Vogts er farinn að finna fyrir þrýstingi um árangur fyrir leikinn gegn íslendingum. Reuters Allt onnur lið - þegar KR-konur hefndu tapsins í meistarakeppninni með sigri í Njarðvík KR-konur hefhdu tapsins gegn Njarðvík í meistarakeppninni á sunnudaginn með öruggum sigri á sama stað í opnunarleik 1. deildar kvenna í körfubolta í gær. Það stefndi þó i jafhan leik enda héldu Njarðvíkurstúlkur í við KR-lið- ið framan af leik en 14 stig KR í röð í kringum hálfleikinn lögðu gmnn- inn að 18 stiga sigri Vesturbæjarliðs- ins, 59-77, eftir að þær höfðu leitt 29-37 í hálfleik. Hafi Gréta María Grétarsdóttir gert allt sitt til að rífa sitt lið upp úr ládeyðunni á sunnudaginn þá fór hún fyrir góðum leik liðsins i gær. Gréta hitti úr 8 af 14 skotum sínum og átti mjög góðan leik eins og þær Hildur Sigurðardóttir og Hanna B. Kjartansdóttir sem saman tóku 23 fráköst og gáfu 13 stoðsendingar en máttu þó báðar nýta skotin sín betur. Auk þess skilaði Helga Þorvaldsdótt- ir sínu en á þó enn nokkuð eftir áð komast í sitt besta form. í heildina spilaði liðið allt annan og betri leik en á sunnudaginn og Ós- valdur Knudsen notaði bekkinn vel og liðið leit vel út í gær. Hjá Njarðvík var fátt um flna drætti og liðið nánast óþekkjanlegt frá því á sunnudaginn. Stig Njarövíkur: Sacha Montgomery 28 (hitti 11 af 32 skotum, 19 stig í 3ja leik- hluta), Auður Jónsdóttir 8 (8 fráiköst, 4 stolnir), Guðrún Ósk Karlsdóttir 7 (10 frá- köst), Fjóla Eiríksdóttir 5, Sæunn Sæ- mundsdóttir 5, Pálína Gunnarsdóttir 3 (6 fráköst), Díana Jónsdóttir 2, Ásta Óskars- dóttir 1. Stig KR: Gréta María Grétarsdóttir 22 (6 fráköst, 3 stoðs.), Helga Þorvaldsdóttir 14 (10 fráköst, 5 stoðsendmgar), Hanna B. Kjartansdóttir 8 (11 fráköst, 7 stoðsending- ar, 4 stolnir), Hildur Sigurðardóttir 8 (12 fráköst, 6 stoðs.), María Káradóttir 8, Guð- rún Ama Sigurðardóttir 8 (4 fráköst á 18 mín.), Tinna Björk Sigmundsdóttir 3, Sara Smart 2, Georgia Kristiansen 2, Hafdís Gunnarsdóttir 2. -ÓÓJ höfðu heimamenn minnkað muninn í tvö mörk, 20-22. Eftir það var spennan mikil og Pettersons tókst að minnka muninn í eitt mark með síðasta marki leiksins, fjörutíu sek- úndum fyrir leikslok, en gestirnir héldu haus og hrósuðu sigri. Hjá Gróttu/KR var Pettersons góður í seinni hálfleik og kom í raun sinum mönnum inn í leikinn upp á sitt eindæmi. Lykilmenn eins og Dainis Rusko og Páll Þórólfsson náðu sér ekki á strik og þá var mark- varslan ekki upp á marga fiska. Andrius Stelmokas var geysi- sterkur hjá gestunum sem og Arnór Atlason, sem greinilega er að komast í toppform að nýju. Liðsheildin var góð og stemningin lika og þar fór Jónatan Magnússon fyrir sínum mönnum og var sívinnandi. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn: „Við hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn miklu fyrr og það var algjör óþarfi að hleypa þeim inní þetta í lokin. í heildina séð var þetta þó frábær sigur, á virkilega erfiðum útivelli og liðið er allt að koma til, erum komnfr með hörkuskyttur báð- um megin. Þeir voru eflaust þreyttir eftir leikina í Evrópukeppninni og við ákváðum að hafa hátt tempó í leiknum og reyna að keyra dálítið á þá og það tókst bara vel,“ sagði Jónatan. -SMS Grótta/KR-KA 23-24 1-0, 2-3, 6-4, 3-7, 10-10, (11-13), 11-16, 13-20, 17-21, 20-22, 21-24, 23-24. Grótta/KR: Mörk/viti (skot/víti): Alexandr Pettersons 10 (17.), Dainis Rusko 4/1 (9/1), Gísli Kristjánsson 2 (2), Davíö Ólafsson 2 (2), Kristján Þorsteinsson 2 (4), Páll Þórólfsson 2/1 (5/3), Alfreð Finnsson 1 (3), Sverrir Pálmason (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Pettersons 2, Gísli). Vitanýting: Skoraö úr 2 af 4. Fiskuó viti: Alfreð 2, Davíö 2. Varin skot/viti (skot á sig): Hlynur Morthens 6 (18/2, hélt 2, 33%), Kári Garðarsson 7/1 (19/2, hélt 1, 37%). Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Jónas Elíasson og Ingvar Guöjóns- son, (7). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorf'■ endur: 182. Maður leiksins: Andrius Stelmokas, KA KA: Mörk/víti (skot/viti): Arnór Atlason 9/3 (16/4), Andruis Stelmokas 5 (7), Einar Logi Friöjónsson 4 (8), Jónatan Magnússon 3 (5), Baldvin Þorsteinsson 2 (4), Hilmar Stefánsson 1(2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Baldvin 2). Vitanýting: Skorað úr3 af 4. Fiskuð viti: Stelmokas 4. Varin skot/viti (skot á sig): Egidijus Petkevicious 15/1 38/3, hélt 4, 39%, eitt víti yfir). Brottvisanir: 10 mínútur. Staðan í Esso- deild karla: Valur 5 4 1 0 141-103 Haukar 6 4 0 2 180-144 Þór Ak. 5 4 0 1 140-113 KA 5 3 1 1 139-133 Ir 5 3 0 2 151-139 HK 5 3 0 2 148-140 FH 5 3 0 2 144-138 Stjarnan 5 3 0 2 130-136 Grótta/KR 6 2 1 3 142-137 Afturelding 5 2 0 3 113-131 Fram 5 1 1 3 123-139 ÍBV 5 1 1 3 114-147 Víkingur 5 0 1 4 134-156 Selfoss 5 0 0 5 112-155

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.