Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Side 8
24
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002
Sport
DV
Grindavík, Hamar
og Njarðvík áfram
Þrír aðrir leikir fóru fram í 32-
liða úrslitum í bikarkeppninni í
körfuknattleik. 1. deildar lið Stjöm-
unnar steinlá fyrir Grindvíkingum í
Garðabæ, 62-103. Grundfirðingar
tóku á móti úrvalsdeildarliði Ham-
ars og fóru Hvergerðingar með sig-
ur af hólmi, 74-122. Smári úr
Varmahlíð tapaði fyrir Njarðvíking-
um á heimavelli með 59 stigum gegn
109.
-JKS
Blikunum
Snæfell sigraði örugglega gest-
gjafa sína úr Breiðabliki, 94-69, í
32 liða úrslitum í bikarkeppni
körfuknattleikssambandsins I
Smáranum í gærkvöldi. Breiða-
blik byrjaði vel í leiknum í gær.
Liðið hafði níu stiga forystu,
29-20, eftir fyrsta fjórðung.
Eftir það hallaði undan fæti hjá
því. Leikmenn Snæfells spiluðu
hins vegar af sama kraftinum all-
an leikinn. Varnarleikur þeirra i
öðrum og þriðja fjórðung skilaði
því að heimamenn skoruðu ein-
ungis 23 stig. Á meðan skoruðu
þeir rúmlega 20 stig í hvorum
leikhluta og voru því komnir með
72-52 forystu eftir þrjá leikhluta. í
síðasta leikhluta leystist leikur-
inn upp og gestirnir juku aðeins
við forystuna.
Snæfell vann sanngjarnan sig-
ur. Munurinn á liðunum var gríð-
arlegur í gær. Það var alveg sama
hver kom inn á hjá þeim, allir
lögðu sitt af mörkum.
Clifton Bush var sérlega at-
kvæðamikill. Ásamt honum voru
Helgi Guðmundsson, Lýður Vign-
isson og Hlynur Bæringsson áber-
andi. Ef lið Snæfells heldur áfram
að spila líkt og það gerði í kvöld á
það eftir að vinna nokkra leiki í
vetur.
Á meðan var eins og Blikarnir
væru gjörsamlega áhugalausir.
Sóknarleikurinn var einhæfur og
í vöm vantaði alla baráttu. Allir
leikmenn liðsins spiluðu undir
getu og þeir þurfa að spila mun
betur ef þeir ætla að komast í úr-
slitakeppnina i úrvalsdeildinni í
vor.
Stig Breiðabliks: Kenny Tate
18, Pálmi Sigurgeirsson 17, Mirko
Virijevic 13, Jón Arnar Ingvars-
son 9, Ágúst Angantýsson 6, Frið-
rik Hreinsson 4, Eggert Baldvins-
son 2,
Stig Snæfells: Clifton Bush 40,
Georgi Bujuklien 15, Lýður Vign-
isson 11, Jón Ólafur Jónsson 9,
Helgi Guðmundsson 8, Hlynur
Bæringsson 7, Andrés Heiðarsson
2, Daði Sigurþórsson 2.
-MOS
skellti
Keflvíkingum
veitt hörð
mótspyrna
Nýkrýndir Kjörís bikarmeistar-
ar Keflavikur lentu í miklum erf-
iðleikum með lið Skallagríms þeg-
ar liðin mættust í Borgarnesi í
gær. Keflavík sigraði, 99-116.
Leikurinn var bráðfjörugur allan
timann og bæði lið spiluðu mjög
hraðan leik. Heimamenn byrjuðu
leikinn betur og höfðu 9 stiga for-
ystu þegar 4 mínútur voru liðnar.
Keflvíkingar gyrtu sig hins vegar
í brók og skoruðu næstu 13 stig.
Borgnesingar leiddu hins vegar að
loknum fyrsta leikhluta, 24-20.
Eftir að Keflvíkingar höfðu byrjað
annan leikhluta betur hrukku
Skallagrimsmenn 1 gang og þeir
Hafþór Ingi, Valur og Isaac Hawk-
ins gerðu 15 stig gegn 2 stigum
gestanna undir lok leikhlutans.
Keflavík gerðu hins vegar 6 síö-
ustu stig hálfleiksins og minnkuðu
muninn í 59-52, en þannig var
staðan í hálfleik. í síðari hálfleik
tók Damon Johnson leikinn í sín-
ar hendur en hann gerði 31 af sín-
um 40 stigum í seinni hálfleik.
Miklu munaöi fyrh- Borgnesinga
að í liðið vantaði leiksfjórnand-
ann, Finn Jónsson, sem er meidd-
ur á öxl. Þá meiddist Pálmi Sæv-
arsson þegar skammt var liðið á
leikinn og lék ekkert eftir það.
Valur keyrði því liðið áfram á
6-71eikmönnum mest allan leik-
inn. Keflvíkingar náðu foryst-
unni snemma í síðari hálfleik og
héldu henni að mestu til loka. Ef
undan er skilinn þriggja minútna
kafli í þriðja leikhluta þegar Haf-
þór Ingi gerði 10 stig í röð fyrir
Skallagrím og kom þeim yflr,
72-71. Breidd gestanna var meiri
og þeir skiptu ört allan leikinn og
leiktíminn dreifðist jafnt á alla.
Sem fyrr segir fór Damon hamfor-
um i liði Keflavíkur og gerði 40
stig. Kevin Grandberg var dugleg-
ur allan leikinn og skilaði 12 stig-
um auk þess að taka 11 fráköst. í
liði Skallagríms var Hafþór Ingi
hreint stórkostlegur, auk þess að
skora 28 stig tók drengurinn 12 frá-
köst, gaf 8 stoðsendingar og stal
knettinum 5 sinnum. Isaac Hawk-
ins sýndi sinn besta sóknarleik í
vetur og gengu sóknir Skallagríms
best þegar hann fékk boltann und-
ir körfunni og annaðhvort skilaði
honum ofan í eða dró að sér vam-
armenn og opnaði fyrir samherja.
Valur þjálfari átti góðan leik í
vörninni og fer ansi langt á
reynslunni og keppnisskapinu
Stig Skallagríms: Hafþór Ingi
Gunnarsson 28, Isaac Hawkins 27,
Egill Öm Egilsson 14, Pétur Sig-
urðsson 13, Valur Ingimundarson
12, Ari Gunnarsson 5
Stig Keflavíkur: Damon John-
son 40, Sverrir Þór Sverrisson 13,
Kevin Grandberg 12, Magnús
Gunnarsson 10, Gunnar Einarsson
10, Falur Harðarson 9, Davíð Þór
Jónsson 6, Hjörtur Harðarson 5,
Guðjón Skúlason 5. -RG
KR-ingurinn Baldur Ólafsson reynir hér aö verja skot Fannars Helgasonar, leikmanns ÍR, í leik liöanna í Seljaskóla í
gærkvöld. Fannar og félagar í ÍR höföu betur og eru komir í 16-liða úrslit bikarkeppni KKÍ. DV-mynd HH
KR-ingar úr
leik í bikarnum
KR-ingar eru úr leik í Doritos-bik-
arnum þetta keppnistímabilið eftir
eins stigs tap gegn ÍR í Seljaskóla í
gærkvöld. Heimamenn sigruðu,
86-85, í háspennuleik þar sem úrslit-
in réðust ekki fyrr en í blálokin. KR
fékk siðustu sóknina og þar með
tækifæri til að tryggja sér sigur en
skot Óðins Ásgeirssonar geigaði og
skot Amars Kárasonar var varið
eftir að hann náði sóknarfrákastinu
eftir skot Óðins. Þar með geta KR-
ingar einbeitt sér að íslandsmótinu
þar sem þaö er eini bikarinn sem
liðið á möguleika á að vinna en ÍR-
ingar eru áfram í baráttunni um
bikarinn sem liðið vann fyrir tæp-
um tveimur ámm.
KR byrjaði mun betur
KR byrjaði leikinn með látum og
var komið tíu stigum yfir í byrjun
leiks, 2-12. Heimamenn tóku sig
taki og jöfnuðu 19-19 og var mikið
jafnræði með liöunum í fyrri hálf-
leik. KR leiddi með tveimur stigum
í hálfleik, 47-49.
ÍR-ingar náðu síðan undirtökun-
um í seinni hálfleik og voru skrefi á
undan. Gestimir úr vesturbænum
voru alltaf að elta þó svo að munur-
inn væri aldrei meiri en sex stig.
Mikil barátta var í lokin og spennan
gríðarleg enda mikið í húfi hjá báð-
um liðum. KR fékk síðan síðustu
sóknina einu stigi undir og eins og
áður kemur fram tókst þeim ekki að
skora og heimamenn fögnuðu
sigrinum vel og innilega.
Bakveröir ÍR sterkir
Þetta er í annað sinn sem ÍR-ing-
ar leggja KR að velli í vetur í Selja-
skólanum. ÍR beitti pressuvöm og
riðlaði það sóknarleik KR. Þá spil-
uðu ÍR-ingar 2-3 svæðisvöm allan
leikinn sem KR-ingar virtust ekki
eiga i vandræðum í fyrri hálfleik en
annað var uppi á teningnum í þeim
seinni.
Bakverðirnir Eiríkur Önundar-
son og Eugene Christophers vom
bestu menn heimamanna og Hregg-
viður Magnússon var sterkur í
vöm. Einnig skoraði Hreggviður
grimmt í þriðja leikhluta þegar ÍR-
ingar voru að ná undirtökunum.
Mikil vonbrigði hjá KR
Ósigurinn hlýtur að vera KR-ing-
um gríðarleg vonbrigði. Tapaðir
boltar eru helsti óvinur liðsins
þessa dagana og eru lið farin að
pressa lið KR-inga leik eftir leik.
Darrell Flake var í strangri gæslu
allan tímann og Skarphéðinn Inga-
son var nánast ekkert með vegna
villuvandræða. Baldur Ólafsson
komst vel frá sínu og Steinar Kaldal
var duglegur að finna félaga sína í
opnum færum. Óðinn var duglegur
en skotin hans rötuðu ekki rétta
leið utan af velli en hann var
grimmur í fráköstunum.
Stlg ÍR: Eugene Christophers 29 (6 stoö.),
Eiríkur Önundarson 28 (6 frák., 3 stoös.),
Hreggviður Magnússon 12, Fannar Helga-
son 6, Ómar Sævarsson 6 (6 frák.), Pavel
Alexandersson 3, Ólafur Sigurðsson 2.
Stig KR: Darrell Flake 23 (11 frák.), Bald-
ur Ólafsson 14, Amar Kárason 12, Óðinn
Ágeirsson 10 (11 frák.), Magni Hafsteins-
son 9 (8 frák., 4 stoðs.), Steinar Kaldal 6 (8
stoðs.), Skarphéðinn Ingason 6, Magnús
Helgason 5.