Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 1
¦ SNIUDIN STIGUR UPP AF NÓTNAHEFTINU. BLS. 21 —1^- W"- VH ¦'<-'• —c—, ¦' ¦¦¦» i ¦ s-a-ov —-o DAGBLAÐIÐ VISIR 279. TBL. - 92. ARG. - MIDVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 VERD I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Þungt hljóð í grænmetisframleiðendum: Þrettán bændur ætla að hætta - hafa sótt um heildarúreldingu á stöðvum sínum Grænmetisbændur telja afkomu sína hafa versnað með tilkomu nið- urfellingar tolla af agúrkum, papriku og tómötum í vor sem leið. Segja þeir beingreiðslur þær sem teknar voru upp til þeirra í stað toll- anna á innflutta grænmetið ekki hafa þjónað þeim tilgangi sem búist hafði verið við, þ.e. jafha samkeppn- isskilyrði innlendrar framleiðslu og innfluttrar. Þrettán grænmetis- bændur hafa sótt um heildarúreld- ingu stöðva sinna og hyggjast hætta framleiðslu. Þrir þeirra hyggjast þó reyna að selja stöðvar sínar. Þeir segja úreldinguna enga heildar- lausn á vanda þeirra sem ætla að hætta. Úreldingarupphæðin sé skattlögð eins og hverjar aðrar tekj- ur ef aðstæður séu slíkar. Dæmi er nefnt um garðyrkjubónda sem ætl- aði að sækja um úreldingu á stöð sinni og hætta. Þegar hann hafði gert upp skuldir sínar af stöðinni skuldaði hann fjórar milljónir í tekjuskatt af úreldingarfénu. „Mér sýnist fljótt á litið að um sé að ræða tekjurýrnun á bilinu 8-12 prósent á milli áranna 2001 og 2002," sagði Jóhann Aðalbjörnsson, garð- yrkjubóndi á Kleppjárnsreykjum. Hann sagðist álíta að það væri hið versta mál að setja garðyrkjubænd- ur á rikisspenann eftir 60 ára sögu garðyrkjunnar án styrkja. „Allt bendir til þess að papriku- rækt á landinu leggist af," sagði hann, „því það er ekki hægt að framleiða hana á því verði sem þyrfti til að hún væri samkeppnis- hæf." „Útkoman eftir árið er þannig að ég er að reyna að selja," sagði ann- ar grænmetisbóndi, sem rekur stöð á Suðurlandi, við DV. „Ég sé ekki annað en að paprikuræktin sé búin að vera. Aðrar greinar standa þó betur. Menn hafa það skítt og vilja losna út úr þessu. En þeir velja frek- ar úreldingarkostinn af því að sölu- möguleikarnir eru ekki góðir þegar reksturinn gengur ekki betur en raun ber vitni." -JSS Ragnar Aöalstelnsson. Bréf TR til bótaþega: Af ar mót- sagnakennt - segir Ragnar Aðalsteinsson hrl. „Mér finnast þessi vinnu- brögð ekki nógu góð, ég sé ekki samheng- ið þarna á milli," sagði Ragnar Aðal- steinsson hrl. um bréf sem Tryggingastofnun ríkisins hef- ur sent ríflega 39 þúsund bóta- þegum. í bréfinu kemur fram að makar bótaþega séu skyldug- ir til að veita upplýsingar um tekjur sinar. Bréfið er tilkomið vegna breytinga á tekjuteng- ingu bóta. TR kveðst ekki hafa heimild til að greiða tekju- tengdar bætur liggi upplýsing- ar um tekjur maka ekki fyrir. Öryrkjabandalag íslands hef- ur mótmælt þessari málaleitan harðlega. Öryrkjum sé með þessu sýnd lítilsvirðing og eru þeir hvattir til að bíða álits Per- sónuverndar á lögmæti tilmæl- anna um að gefa upp tekjur maka. „Ég hef séð svona plagg eins og Tryggingastofnun hefur sent fólki," sagði Ragnar Aðalsteins- son hrl. „Mér sýnist það afar mótsagnakennt og lítt skiljan- legt. Mér fmnst að stofnunin eigi að gera þetta betur og út- skýra þetta betur. Greina þarf frá þvi á hvaða lagaheimildum stofnunin byggir þetta, svo dæmi sé tekið. Þetta bréf sem ég sá var afar illa unnið. Það hefði þurft að gera nánari grein fyrir þessum tilmælum á skýr- an hátt." -JSS HEIMSMEISTARAMOT FATLAÐRA í SUNDI: Finnum fyrir pressu, segja keppendur v 29 MANCHESTER AFRAM í DEILDABIKARNUM: Ogenn skorar Forlan 26 LŒESSmáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.