Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 Miklir möguleikar gervihnattasjónvarpsins bjóða upp á fjölbreytta dagskrá Verðfrá 39.900,- OREINÐ ¦CTM CWÍ AuöbreKka 3 - Kópsvoauf siml; 564 1660 www.oreind.is NLP-kennsla NLP-ráðgjöf Viltu ná stjórn á: meðvirkni, kvíða, streitu, mataræði, sjálfsmati? Viltu finna og virkja þína eigin hæfileika? Höfum opnað skrifstofu að Suðurlandsbraut 6,2. hæð. Ingibjörg Gunnarsdóttir MPNLP GSM: 898-1010 nlp@simnet.is Rögnvaldur Guðbrandsson MPNLP GSM: 895-2321 rogginn@mmedia.is ÁUKIN ÖKURÉTTINDI Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga (Áfangakerfi) Ffábær kerihsíuáðstáðá Réyridir kéririaráf ög góðir kéririsiubílar Aukið við atvinnumöguleikana Hringið eða komið og ieitið upplýsinga Sími 567 0300 ÖkuskólinníMjódd Þarabakka 3 -109 Reykjavík S. 567 0300 - mjodd@bilprof.is 6 •• OKU ^KOMNN IMJODD Einnig Vidd: lijarooines 9 - Akureyri on Anenlio ehf. - Boldursqétu 14 - Keflovik Bæjnrlind 4 - Sími 554 6800 www.vidd.is — vidd@vidd.is Smáauglýsingar atvinna •^ 550 5000 Tilvera r>v JL o varar að halda fram Ben við hjá Latínubomban Jennifer Lopez er svo viss í sinni sök um að stórleik- arinn Ben AfHeck sé rétti maðurinn fyrir hana að hún ætlar að tryggja að karlinn haldi ekki fram hjá. Erlendir netmiðlar halda því fram að söngkonan og leikkonan fræga krefjist þess að Ben skrifi undir samning áður en þau ganga í það heilaga þar sem hann lofar að greiða henni sem svarar um hálfum milljarðí íslenskra króna verði hann eiginkonunni ótrúr. Ótti Jennifer er sosum kannski skiljanlegur. Þótt stúlklan sé ekki nema 32 ára hefur hún þegar ver- ið gift tvisvar sinnum og tvisvar sinnum hafa loforðin um eilífa tryggð og allt það reynst harla lít- ils virði. Sérstaklega var hjóna- band hennar númer tvö, við. gógógdansarann Chris Judd, skammlíft. Einn þeirra sem ekki hafa mikla trú á því að hið gamla góða máltæki um að allt sé þegar Bíógagnrýni ¦ S I «8 0'-. og; ÍM --«nt" 1 t\ Hi ¦P Jennifer Lopez Latínustjarnan vill aö tilvonandi eiginmaöur greiði henni stórfé ef hann skyldi halda fram hjá. Háskólabíó - Possession -^- -^ þrennt er eigi við um hjónalíf stjörnunnar fallegu er fyrsti eigin- maður hennar, veitingahúseig- andinn Ojani Noa. Hann hefur þó ekki trú á þvi að það verði Ben Af- fleck sem muni binda enda á sæl- una. „Ben verður að njóta tímans með henni eins lengi og hann get- ur. Jennifer mun láta hann róa um leið og hún kemur auga á eitt- hvað nýtt og freistandi. Það skipt- ir engu máli hvort hún er gift eð-' ur ei. Loforð hafa enga merkingu fyrir hana," segir Ojani í viðtali við æsitimaritið Star og ekki laust við að karlinn sé bitur. Það er þó kannski ekki rétt að vera með hrakspár svona fljótt þótt fortíðin bendi óneitanlega til þess að við öllu megi maður búast. En svo getur líka vel verið að Ben sé slíkur draumaprins að allt ann- að gleymist. Vonu að minnsta kosti að svo sé. Hilmar Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Rannsókn og rómantík Possession er gerð eftir skáldsögu sem margir hafa fallið fyrir og fékk víst hin eftirsóttu Booker-verðlaun á sínum tíma. Skaldsaga sem sam- efnar gamaldags rómantík og nú- tímarannsóknir. Þetta eru ekki svo slæm hugtök til að gera kvikmynd eftir. Það er nú samt svo að kvik- myndaútgáfan af bókinni er hvorki fugl né fiskur. Eitthvað mikið hlýt- ur að hafa týnst við að koma skáld- sögunni í kvikmyndaformið. Svið- setning sögunnar er að vísu eifið viðfangs, það er oft verið að fara úr nútíð í fortíð, segja sögu sem gerist á tveimur tímaskeiðum. Þetta tekst yfirleitt vel í myndinni og verður sögunni ekki til.trafala. Það er nú samt svo að bandaríski leikstjórinn, Neil LaBute, hefði átt að geta gert betur. Hann hefur sýnt að hann er fær leikstjóri. Um það vitna kvik- myndir hans, Nurse Betty og In the Company of Men, en hér er hann greinilega að fara á slóðir sem hon- um er framandi. Sjálfsagt hefur LaBute gert sér grein fyrir þessu, allavega hefur hann til öryggis breytt einni af fjórum aðalpersón- um úr Breta í Bandaríkjamann. Ljóðskáld og bókmenntasinnaðir fræðimenn eru aðalpersónur Possession. Bandarískur bók- menntafræðingur, Roland Michell (Aaron Eckhart), mikill aðdáandi ljóðskáldsins Henrys Ash (Jeremy Norfham), sem uppi var fyrir rúm- um hundrað árum, rekst óvænt á ástarbréf, sem Ash hefur skrifað til ókunnrar konu. Þetta er merkilegur fundur þar sem Ash átti ekki að hafa litið á aðra konu, en eiginkon- una. Rannsókn Michells leiðir í ljós að konan er líklega annað Jjóðskáld, Christabel LaMotte (Jennifer Ehle), sem átti að hafa verið samkyn- hneigð. Sérfræðingur í h'ððum La- Motte er fjarskyldur ættingi henn- Bailey og Michell í leit aö sannleikanum Gwyneth Palthrow og Aaron Eckhard leika bókmenntafræðinga sem komast í feitt. ar, dr. Maud Bailey (Gwyneth Palt- hrow). Michell leitar til hennar og saman fara þau að rannsaka málið. Þetta er rannsóknarhluti sögunn- ar. Stór hluti hennar fer svo í tvö ástarsambönd sem þróast ólíkt. Það er greinilegt að þessi sambönd eru hjarta skáldsögunnar. í myndinni verður sá mikli tilfinningahiti sem á að vera til staðar yfirborðskennd- ur, sérstaklega hvað varðar Michell og Bailey. Þrátt fyrir kunnáttu sína þá vantar Neil LaBute undirstöðuna í klassíkinni. Hann eyðir of miklu púðri í að fella saman í sannfærandi heild nútímann og fortíðina á kostn- að persónanna. Þetta verður til þess að leikarar ná illa saman og tilfinn- ingahitinn á milli þeirra er í lág- marki. Gwynefh Palthrow hefur sýnt að hún á auðvelt með að bregða fyrir sig breskum framburði og gerir það vel hér. Hún á aftur á móti í miklum erfiðleikum með að tulka persónuna. Ekki sýndi Eck- hart betri leik og samleikur þeirra er því oft vandræðalegur. Jennifer Ehle og Jeremy Northam ferst betur í fortíðinni þó stundum virki sam- leikur þeirra eins og verið sé að horfa á kvikmynd í „slow-motion". Possession er samt alls ekki íeið- inleg kvikmynd þrátt fyrir augljósa galla. Sagan sjálf er frumleg og skemmtileg og rannsóknarhluti hennar spennandi. Það er samt of mikið um djúpar lægðir í henni til að geta notið hennar til fulls. Lcikstjóri: Neil LaBute. Handrlt: David Henry Thwang, Laura Jones og Neil LaBute eftir skáldsögu A.S. Byat. Kvlk- myndataka: Jean-Yves Escoffier. Tónlist: Gabriel Yared. Aöallelkarar: Gwyneth Palthrow, Aaron Eckhar, Jennifer Ehle og Jeremy Northam. Bræðumir Ormsson verða 80 ára íþessari viku. Komdu og fáðu þér sneið Fjöldi vörutegunda með 20% afmælisafslætti! BRÆÐURNIR ORMSSON LAGMULA 8 • SIMI 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.