Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 Sport Þjóöverjinn Dírk föfítzki hef- ur fariö fyrir frábæru liöi Dallas Mavericks í vetur ásamt félögum sínum Michael Finley og Stéve Nash. Reuters » Dallas Mavericks hefur byrjað tímabilið í NBA-deildinni frábærlega: Heilög þrenning - hinir frábæru Finley, Nash og Nowitzki bera leik liðsins uppi Lið Dallas Mavericks hefur byrjað tímabilið í NBA-deildinni af ógnar- krafti og enn meiri krafti heldur en nokkur bjóst við af þeim. Liðið vann fyrstu fjórtán leiki sína í deildinni en strandaði á sterku liði Indiana Pacers á útivelli 28. nóvem- ber. Þá vantaði liðið aðeins einn leik til að jafna met Washington Capitols og Houston Rockets yfir flesta sigur- leiki í röð í byrjun tímabils í sögu deildarinnar. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki og er með langbesta árangurinn í deildinni, sextán sigra og eitt tap, eftir sautján leiki. Þrír ábyrgir Það er ekki á nokkurn liðsmann hallað þó að þrír menn séu sérstak- lega gerðir ábyrgir fyrir frábæru * gengi liðsins. Kanadíski leikstjórn- andinn Steve Nash, bandaríski skot- bakvörðurinn Michael Finley og þýski framherjinn Dirk Nowitzki hafa verið hjartað og sálin í leik liðs- ins, nokkuð sem kom berlega í ljós þegar leikmenn NBA-deildarinnar í nóvembermánuði voru valdir. Nash, Finley og Nowitzki voru allir valdir leikmenn nóvembermánaðar í vest- urdeildinni, enda taldi dómnefndin að ekki væri hægt að gera upp á milli þremenninganna. Nash, Finley og Nowitzki hafa leitt liðið i stigaskorun í öllum leikj- um liðsins á þessu tímabili. Nash hefur leitt liðið í stoðsendingum í öllum leikjunum á tímabilinu. Nowitzki er stigahæstur í liðinu og hefur tekið flest fráköst af öllum leikmönnum Dallas og Michael Finley skoraði 42 stig gegn Detroit Pistons 27. nóvember en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í einum leik á ferlinum. Saman hafa þeir félagar skoraði 61,3 stig, tekið 20,4 fráköst, gefíð 13,6 stoðsendingar og stolið 4,17 boltum að meðaltali í sautján leikj- um liðsins í vetur sem er ansi stór partur af framlagi Dallas. Einhverjum leikur eflaust hugur á að vita hverjir þessir leikmenn eru og hvaðan þeir koma. Mikill karakter Það voru ekki margir sem höfðu trú á Steve Nash þegar hann kom Stórleikir í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Það verða stórleikir í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ & DORITOS því að Keflavik mætir Haukum og Njarðvík fær Grindavík í heimsókn en dregið var í gær. í kvennaflokki hefja bikarmeistarar KR titilvörn- ina í Hveragerði auk þess sem grannarnir Keflavík og Njarðvík mætast. Hjá konunum mætast einnig Keflavík b og Hekla, Laugdælir taka á móti Breiðabliki, KFÍ fær Tindastól í heimsókn og ÍR mætir Haukum i Seljaskóla. ÍS og Grindavík sitja hjá í þessari umferð en leikirnir í 16-liða úrslitum hjá konunum fara fram 18. desember. Hjá körlunum mætast einnig Reynir Hnífsdal og ÍR, ÍS tekur á móti Ármanni/Þrótti, Tindastóll fær Hött í heimsókn, KR b sækir Val heim, Reynir Sandgerði fer til Hveragerðis og mætir Hamri og Snæfell fær Þór í Þorlakshöfn í heimsókn í Stykkishólm. Leikirnir hjá körlunum verða spilaðir 14.-16. desember. -ósk inn í NBA-deildina smnarið 1996. Hann var lítill og mjór leikstjórn- andi sem fékk það hlutverk að vera varamaður fyrir gömlu kempuna Kevin Johnson. Hann náði sér ekki á strik og var skipt til Dallas Maver- icks fyrir tímabilið 1998-1999 fyrir nokkra meðaljóna sem náðu sér aldrei á strik með Phoenix og eru flestir horfnir úr deildinni. Ekkert gekk hjá Nash í Dallas í byrjun og hann var mikið meiddur. Hann var einn óvinsælasti leikmaður liðsins og sagði sjálfur í viðtali fyrir skömmu að það hefði verið mjög sér- stök tilfinning að hlusta á átján þús- und áhorfendur baula á sig. Nash er þó þekktur fyrir allt annað en að gef- ast upp og tímabilið 2000-2001 fóru hlutirnir loksins að ganga hjá hon- um. Hann þykir vera gífurlega dug- legur og samviskusamur og Mark Cuban, litríkur eigandi Dallas, sagði í viðtali á dögunum að liðið væri löngu orðið meistari ef allir leik- menn liðsins væru eins miklir karakterar og Nash. Hann þykir vera ein besta þriggja stiga skytta deildarinnar og er af flestum talinn vera þriðji besti leiksrjórnandi NBA- deildarinnar á eftir Jason Kidd og Gary Payton. Ótrúlegir hæfileikar Það varð strax ljóst að þegar Phoenix Suns valdi Michael Finley númer 21 í nýliðavalinu árið 1995 væri liðið að fá ótrúlega hæfileika- ríkan leikmann. Hann hefur verið mjög stöðugur íleik sínum síðan hann byrjaði að spila í deildinni og það skipti hann litlu máli þegar hon- um var skipt til Dallas Mavericks í lok ársins 1996. Þá fékk hann reynd- ar stærra hlutverk og hann hefur verið með liðinu í risi þess frá botni deildarinnar til toppsins. Hann nýt- ur gífurlegrar virðingar meðal sam- herja sinna og Nowitzki og Nash, engir aukvisar sem þeir eru, halda því statt og stöðugt fram að Dallas sé „liðið hans Finleys". Hann þykir aldrei hafa spilað betur en einmirt nú og staðfesti það með stórkostleg- um leik gegn Detroit á dögunum þar sem hann skoraði 42 stig í glæsileg- um sigri. Finley er í frábæru formi og hefur nær undantekningalaust verið meðal þeirra leikmanna sem spila flestar mínútur á timabilinu. Þýska þruman Þjóðverjinn Dirk Nowitzki er sennilega sá leikmaður sem komið hefur hvað mest á óvart í NBA-deild- inni á undanfórnum árum. Sérfræð- ingar bjuggust ekki við miklu af honum þegar Dallas fékk hann í skiptum frá Milwaukee árið 1998. Hann byrjaði rólega fyrsta árið en síðan þá hefur leiðin legið hratt upp á við og hann hefur skipað sér á bekk með allra bestu leikmönnum deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í sumar, sem fram fór í Bandaríkjun- um, þar sem hann leiddi þýska landsliðið í þriðja sætið og var val- inn leikmaður vikunnar í vestur- deildinni vikuna 4.-10. nóvember síðastliðinn. Nowitzki er mjög hávaxinn, 2,13 metrar en hreyfir sig eins og mun minni maður og því getur verið martröð fyrir andstæðingana að dekka hann. „Hann hefur forskot á aðra leik- menn og það er örugglega skelfilegt að dekka hann. Hann er fljótari en stóru mennirnir og stærri en fljótu mennirnir og því er erfitt að eiga við hann. Ég er glaður yfir því að hann er samherji minn," sagði Steve Nash um Nowitzki en þessir þremenning- ar, „hin heilaga þrenning", ætla sér að skrá nafn sitt á spjöld NBA- sögunnar næsta vor með meistaratitli. -ósk Tölfræði Dallas- þrenningarinnar í vetur Michael Finley Stig .......20,9 Fráköst.....6,8 Stoðsendingar 3,0 Stolnir boltar 1,41 Tapaðir boltar 2,5 Varin skot ... 0,2 Skotnýting 42,7% Vítanýting 87,3% Þriggja stiga nýting........40,0% Mínútur ..................39,4 Finley er í nítjánda sæti yflr stiga- hæstu leikmenn deildárinnar og 1 sjö- unda sæti yfir þá sem eru meö bestu nýtinguna i þriggja stiga skotum í vetur. Dirk Nowitzki Stig........21,7 Fráköst.....11,0 Stoðsendingar . 2,8 Stolnir boltar 1,29 Tapaðir boltar 1,9 Varin skot ... 0,9 Skotnýting . 44,6% Vitanýting . 85,2% Þriggja stiga nýting........35,4% Mínútur ..................38,6 Nouiitzki er í þrettánda sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar og í sjöunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa tekið flest fráköst i NBA- deildinni í vetur. Steve Nash Stig .......18,7 Fráköst .....2,6 Stoðsendingar 7,8 Stolnir boltar 1,47 Tapaðir boltar 3,0 Varin skot ... 0,0 Skotnýting 49,1% Vítanýting . 89,9% Þriggja stiga nýting........41,5% Mínútur ..................33,2 Nash er niunda sæti yflr þá leik- menn sem hafa geflð fiestar stoðsend- ingar í deildinni í vetur og hann er einnig í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa hitt best úr vítaskotum sín- um í vetur. -ósk NBA-DEIIDIN Úrslit í nótt: Washington-Milwaukee .. 103-78 Jordan 25 (7 frák., 4 stoðs.), Russell 16 (6 frák.), Thomas 14 (7 frák.) - Thomas 17 (8 frák.), Redd 13, Haislip 12 New Jersey-Atlanta......87-72 Jefferson 22 (14 frák.), Martin 18, Rogers 12 (7 frák.) - Glover 16, Terry 12 (5 frák., 7 stoðs.), Abdur-Rahim 11 (9 ftak!) Chlcago-New Orleans .... 90-115 Rose 19, Williams 15 (5 stoðs.), Marshall 14 (8 frák.) - Wesley 25 (5 stoðs.), Mashburn 21 (6 frák., 7 stoðs.), Magloire 18 (10 frák.) Houston-San Antonio.....89-75 Ming 27 (18 frák.), Francis 18 (6 frák., 6 stoðs.), Norris 16 (5 stoðs.) - Duncan 25 (12 frák.), Willis 12 (6 frák.), Bowen 12 Sacramento-Minnesota .... 98-86 Jackson 24, Webber 22 (11 frák., 7 stoðs.), Jackson 13 (6 stoðs.) - Hudson 19 (8 stoðs.), Garnett 18 (16 frak., 9 stoðs.), GEl 11 LA Lakers-Memphis.....101-91 S. O'Neal 28 (9 frák.), Bryant 24 (10 frák., 11 stoðs.), Fox 14 - Wright 17 (8 frak.), Person 13, Battier 11, Gooden 11, Gasol 11 (9 frák.) Golden State-Denver ____110-89 Jamison 34 (7 frák.), Murphy 16 (9 frák.), Arenas 12 - Harvey 16 (5 frák.), Howard 14 (9 frák.), Hilario 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.