Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 12
12 MIÐVKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 Skoðun I>V Spurning dagsins Ertu farin/n að baka fyrir jólin? Slgurlaug Albertsdóttir útstillingarstjóri: Nei, ekkert farin aö baka, þaö er háannatími í vinnu. Hjördís Bech, starfsmaöur Hagkaupa: Já, ég, maöurinn minn og börn erum búin aö baka þrjár tegundir. Slguriaug Ingibergsdóttir, starfsmaöur Hagkaupa: Nei, ég er ekki byrjuö að baka en ætla að baka fjórar tegundir. Gyöa LárusdótUr, starfsmaöur Hagkaupa: Nei, ég er ekkert farin að baka. Stella María Matthíasdóttlr, verslunarstjórl Hagkaupa: Nel, ég ætla ekkert að baka, ég kaupi smékökur af fagmönnum í Hagkaupúm. Hllmar Ásgelrsson sjómaour: Nei, ég er ekkert farinn ab baka. Ég var aö koma í land og nóg annaö aö gera. Tony Blair, leiðtogi nútímans Skarphéoinn Einarsson skrifar: Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum hve Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, hefur átt miklum vinsæld- um að fagna, bæði heimafyrir og er- lendis. Hans glæsilegi stjórnmálaferill og vinsældir eru einsdæmi og því oft likt við Winston Churchill, sem leiddi þjóð sína í gegnum erfið ár siðari heimsstyrjaldar. Hæfileikar Blairs komu best fram eftir 11. september á síðasta ári, þegar hann stóð við hlið Bush Bandaríkjaforseta og ferðaðist víða um heim til að afla fylgis við áform Bandaríkjamanna og Breta um að frelsa Afganistan úr höndum þeirr- ar ógnarstjórnar sem þar ríkti og að hafa hendur í hári þeirra sem stóðu aö illvirkinu í Bandaríkjunum 11. septem- ber. Þeir sem búa í Bretlandi um lengri eða skemmri tíma komast ekki hjá því að sjá framfarir sem breskt þjóðfélag nýtur. Ráðuneyti Blairs hafa komið í gegn ýmsum framfaramálum, t.d. í skólakerfmu, heilbrigðismálum og víð- ar, og nú standa yflr viðamiklar fram- kvæmdir á vegakerfinu. Að vísu eru allir sammála um að járnbrautarkerfið sé orðið úrelt og illa í stakk búið til að mæta þeim mikla fjölda farþega sem sækja í þessar samgöngur á síðustu árum. En þar eru því uppi áætlanir og m.a. um lagningu nýrrar járnbrautar- línu frá Ermarsundsgöngum og alla leið norður til Skotlands. - Meiningin er að vöruflutningar færist af vegum landsins til járnbrautanna. Ekki er hægt að ljúka þessari um- fjöllun um Tony Blair án þess að minn- Tony Blalr, forsætisráöherra Breta „Styöur dyggilega áform Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryöjuverkum." „Ráðuneyti Blairs hafa komið í gegn ýmsum fram- faramálum, t.d. í skólakerf- inu, heilbrigðismálum og víðar, og nú standa yfir viðamiklar framkvæmdir á vegakerfinu." ast á hve vel hann reyndist bændum er þeir gengu í gegnum erfiðleika á tím- um gin- og klaufaveikinnar í Bretlandi. Þá dvaldi Blair langtímum á meðal bændafólks vítt og breitt um Bretland á ögurstundu og hughreysti þá er illa fóru út úr þessu fári og lofaði bændum stuðningi, sem hann stóð við. BBC- sjónvarpsstöðin birti myndir úr sveit- unum kvöld eftir kvöld og sýndi Blair í stígvélum og samfestingi við hlið bændanna, Nú hefur Blair enn og aftur stutt áform Bandaríkjanna við að afvopna Ulmenni í írak sem hafa kvalið pjóð sína og kallað eymd og örbirgð yfir þegna sína. Heiminum öllum stafar mikil ógn af þessum manni og vonandi tekst George Bush og Tony Blair það verk að frelsa írak. Þegnar þess ríkis eiga heimtingu á að svo verði og heims- byggðin öll. Skuldug ferðaþjón usta í dreifbýli Þorsteinn Björnsson skrifar: Það er nú komið á daginn að fjár- stuðningur úr sjóðum hins opinbera, hvort heldur er úr sérstökum sjóði sem ferðaþjónustan sjálf innan vébanda Ferðamálaráðs hefur yfir að ráða eða úr sjóðum Byggðastofhunar, er til einskis. Ferðaþjónustan á landsbyggðinni er nú svo skuldsett að senn verður að afskrifa skuldir eða þá að moka verður meira fé út úr ríkissjóði í vonlausan rekstur. Það var aldrei nein von til þess að ferðaþjónusta á landsbyggðinni gæti borið sig. Það er enginn ferðamanna- straumur til þessara staða sjö mánuði ársins en það þarf verulegan straum ferðamanna til þess aö gisting og önnur útgerð á smáum og fámennum stöðum „Það er enginn ferða- mannastraumur til þessara staða sjö mánuði ársins en það þarf verulegan straum ferðamanna til þess að gist- ing og önnur útgerð á smá- um og fámennum stöðum beri sig fjárhagslega." beri sig fjárhagslega. Verðlagning í þessari grein hefur þó ekki verið með þeim hætti að ekki mætti ætla að eitthvað væri afgangs til að greiða af skuldum. En ofurverðlagn- ingin dugar ekki til. Meinið er einfald- lega það að enginn grundvöllur hefur verið fyrir rekstrinum og engin skfla- grein meðfylgjandi lánafyrirgreiðslu hefur verið marktæk. Lán og styrkir hafa engu að síður verið samþykkt af opinberum aðilum, aðeins til að frið- þægja frekjunni í þingmönnum lands- byggðarinnar. - Þetta er nú hinn napri sannleikur, hvernig svo sem hann fer í viðkomandi. Fróðlegt verður að sjá hvort ríkið bregst ekki snöfurmannlega við fjár- hagsvanda Leikfélags Akureyrar (þótt það hann tilheyri ekki ferðaþjónustu- geiranum). Vitleysan i ríkisfjármálum tekur kannski aldrei enda? Guðni er þjóðin íslenskir stjórnmálamenn eru engan veginn nógu skemmtilegir. Þetta er niðurstaða ís- lensku þjóðarinnar sem hefur um árabil reynt að bera sig eftir skoöunum 63 starfsmanna Al- þingis við Austurvöll. Vanalega lætur fólk sig litlu varða hvað þetta fólk er að fara í ræðum sínum enda eru þær gjarnan svo leiðinlegar að ætla mætti að það væri tilgangurinn með öllu saman að fæla sem flesta úr þingsal. Og það gerist dag hvern. Ræðumaður stendur yfirleitt framan við tóman sal og les pólitíska sannfær- ingu sína upp af blaði í púlti Alþingis með gler- augun framan á nefi sínu og klórar sér í svita- storkinni síðunni. Fyrir aftan situr uppgjafafor- seti Alþingis og veit ekki hvort hann er að vakna eða sofha. Augnlokin þyngjast Stressaður almenningur heima í stofu getur reyndar haft nokkurt gagn af þessari sam- komu. Engin svefnlyf slá þunglamalegan talanda þingmanna út í áhrifum og eðli. Engin tækni nær að róa menn jafn rækilega og rausið í þessum mönnum. Nóg er að kveikja á viðtæk- inu og horfa um stund á gráan svip jakkalakk- anna í púlti og það er ekki að sökum að spyrja - augnlokin þyngjast á undraskömmum tíma og áður en menn vita af því eru þeir sokknir í svo djúpan svefn aö mælistikur geðlækna munu aldrei geta mælt það. ... þar er þjóðin En svo er það Guðni, vinsælli en nokkur maður og gott ef Jesús má ekki fara að vara sig eins og hann þurfti gagnvart Bítlunum á sínum tíma. Guðni mælist nú í hverri könnun- inni af annarri svo geðugur og góður maður að álitamál er hvort hann er stjórnmálamaður eða trúarleiðtogi. Hann er maður dagsins. Allt sem þessi snotri bóndasonur frá Brúnastöðum aust- an Kamba setur út úr sér verður þegar í stað að þjóðareign. öll orð sem honum verður á að setja saman í setningu verða um hæl að máls- háttum. Allir tilburðir þessa manns veröa snemmendis að háttalagi heillar þjóðar. Guðni er Islenska þjóðin. Og þjóðin er Guðni. Og þar sem einn Guðni kemur saman - þar er þjóðin. Rauðvín með sunnudagssteikinni Karðtína hringdi: Ég fékk upphringingu frá góðum hjónum af lands- byggðinni sem voru stödd í nágrenninu og ekki var um annað að ræða en að þau kæmu í kvöldmat. Ég átti ekki vínflösku sem ég hefði svo gjarnan vUjað bjóða þeim með matnum. Engin ÁTVR-búð opin og mér rann til rifja að geta ekki boðið upp á glas af víni með góðum mat. Engin ráð átti ég til að nálgast rauðvín. - Getur nú ekki ríkið afhumið svona einstrengingsheit að loka fyrir verslun með vín á sunnudögum? Selja má allt annað! Ég skora á ráðherra og Alþingi að laga þetta fyr- ir þinglok. Opnar ÁTVRá sunnu- dögum - bara til aö iétta lands- mönnum lífiö? Aðllar vlnnumarkaðarlns Og nú er biöstaöa meö Framsókn. Hættuleg hótun Gísli Ámason skrifar Ekki hefur verið nægilega krufin hót- un Ástþórs og aðgerðir lögreglunnar með því að handtaka manninn. Hand- takan á Ástþóri var réttmæt, hvað sem einhverjar þingkonur segja í viðtalsþátt- um. Að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur t.d. var handtakan „harkaleg"! En hversu alvarleg eru ekki skilaboð Ást- þórs sem varaði fólk við að fljúga með íslenskum flugfélögum? Þetta spurðist út um allan heim og gæti orðið meira áfall t.d. fyrir Flugleiðir en sjálfar hörm- ungarnar 11. september. Hvernig hefði átt að bregðast við sprengjuhótun í Kringlunni? Hefði ekki átt að taka hana alvarlega, og kannski ekki aö handtaka þann sem hefði hótað, hefði náðst til hans? Væru það harkaleg viðbrögð? ASÍ um að kenna Agnar skrifar: ASÍ gekkst í ábyrgð fyr- ir því aö lækka laun og halda þeim niðri með þjóðar- sáttinni, ásamt ríkis- stjórninni. Undir því yfirskini að hemja verðbólguna. Og til hvers hefur þetta leitt? Falskrar velmeg- unar og góðæris sem nú verður að taka á því fólk er að komast í þrot. Ekki verkalýðsleiðtogarnir og ekki þeir i rík- issrjórninni sem gerðu samkomulag við ASÍ-forustuna. Bara launþegar. Og nú má ekkert gera nema bíða, bíða og biða. Eftir hverju á að bíða? Eftir því að fram- sóknarmenn fái fullvissu fyrir því að áfram verði hjakkað í sama farinu í landbúnaði og styrkjakerfi í heilbrigðis- málum, þannig að ekki verði hægt að hreyfa sig til frjálsrasðis og einkavæð- ingar? Þetta samstjórnarsull er þveröf- ug framvinda og í átt að öngþveiti. Lunkinn lögfræðingur Hafsteinn skrifar: Menn eru gapandi af hlátri yfir frétt um viðskipti lögmannsstofu einnar í borginni við hið umtalaða fyrirtæki Baug. Hlæguegast er þó að lesa um að lögmaðurinn sem fékk fyrirfram- greiðslu frá Baugi fyrir lögfræðiþjónust- una hafi verið að hjálpa foreMrum sín- um að kaupa íbúð. Venjulega hafa það nú verið foreldrarnir sem hafa komið við sögu og aðstoðað börnin við húsa- kaup. En hér er komið gott fordæmi fyr- ir önnur börn á íslandi; að hjálpa for- eldrum sínum þegar illa stendur á fjár- hagslega. Megi guð láta gott á vita í sam- hjálpinni hér á landi. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.ls Eöa sent bréf til: Losendasiöa DV, Skaftahlíö 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.