Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 Fréttir i>v Rekstur hirðir skatttekjur: Ekki menn- ingarhús á Akureyri Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003 var afgreidd í fyrri umræðu á þriðjudag. Heildartekjur Akureyr- arbæjar verða 7,9 milljarðar króna og heildargjöld 7,4 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfé- lagsins í samræmi við málefna- samning meirihlutans. M.a. fara 500 milhónir króna til fræðslu- og uppeldismála, 268 milljónir til æskulýðs- og íþróttamála, 685 milljónir vegna framkvæmda vegna Norðurorku og 100 milljónir til fráveitumála. Valgerður H. Bjarnadóttir, full- trúi vinstri-grænna í minnihluta, segist ekki hafa margar breyting- artillögur við frumvarpið, en þó sé verið að spara þar sem síst skyldi eins og í málefnum fatlaðra en reksturinn sé farinn að taka nær allar skatttekjurnar. Mikilvægt sé að nú sé gert ráð fyrir hjukrunar- rými fyrir aldraða við Hlíð. „Engar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar við menningarhúsið á ár- inu og það eru mikil vonbrigði að ekki sé búið að fá það mál á hreint eftir fjögur ár og hvort af því verði yfir höfuð," segir Valgerður H. Bjarnadóttir. -GG Fjárhagsáætlun í Firðinum: Afkoman verði jákvæð upp á 500 milljónir Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2003 var lögð fram til fyrri umræðu í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar í gær. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstr- arafkoma Hafnarfjarðarbæjar verði jákvæð upp á nærri 500 milh'ónir fyrir fjármagnsliði, sem er samkvæmt tilkynningu bæjar- ins tvöfalt betri afkoma en gert er ráð fyrir á þessu ári. „Veltufé frá rekstri Hafnarfjarðarbæjar verður um 860 milhónir í stað 400 millj- óna á árinu 2002 og handbært fé frá rekstri um 760 milljónir í stað 370 milljóna á þessu ári," segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirhugað er að halda áfram uppbyggingu í skólamálum með nýbygginu Víðistaðaskóla sem tekin verður í notkun við upphaf næsta skólaárs. Þá þykir brýnt að 'taka á þeim vanda er blasir við í leikskólamálum, en yfir 400 börn eru á biðlista og þær viðbætur á plássum sem komið hafa til að und- anfórnu hafa ekki dugað til. -aþ Grunnskólarnir: Lúsin af stað Sá hvimleiði gestur, lúsin, er far- in að stinga sér niður í grunnskól- um borgarinnar. Það er orðið ár- visst að hún gerir vart við sig á haustin í skólunum. Sigríður B. Sig- urðardóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslustöðvarinnar í Grafar- vogi, staðfesti þetta, ásamt fleirum, við DV í morgun. Hún sagði eina ráðið gegn lúsinni væri að kemba hár barnanna og þvo síðan með lúsasjampói. Þvottinn þyrfti að end- urtaka eftir ákveðinn tíma -JSS 76 starfsmönnum Tals og íslandssíma sagt upp störfum: Ástandið minnir á atvinnuleysið fyrir áratug - segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins „Það verður að segjast eins og er að ástandið á atvinnumarkaði er óhuggulega líkt því sem gerðist 1992 þegar mikið atvinnuleysi blossaði upp. Ég tel að ef ríkis- stjórnin er ekki með varaáætlun, bregðist stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi, þá geti ástandið orð- ið ískyggilegt og aftur stefni í víð- tækt atvinnuleysi," sagði Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, í morgun þegar hann var spurður um nýjustu uppsagnir á vinnu- marki. íslandssími segir upp 76 starfsmönnum sem unnu hjá fyr- irtækinu og Tali, en fyrirtækin hafa sameinast. Einkum eru þetta félagar í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur en allnokkrir úr Raf- iðnaðarsambandinu. Guðmundur segir að huglægt mat hafi ráðið því á sínum tima að fyrirtæki drógu saman og fóru Guðmundur Gunnarsson. Oskar Magnússon. í varnarstöðu og sögðu fólki upp og hættu framkvæmdum. „Upp úr 1995 gaf Davíð Oddsson út yflrlýs- ingu um að botninum væri náð og uppsveifla að hefjast. Þá fóru fyr- irtæki að ráða fólk og fjárfesta af kappi," sagði Guðmundur. Samruni Tals og íslandssíma þýðir að ráðist var í víðtæka end- urskipulagningu sem aftur leiðir til þess að fjórði hver starfsmaður situr eftir án atvinnu um næstu áramót. Uppsagnirnar taka gildi um næstu mánaðamót og er upp- sagnarfrestur í langflestum tilfell- um þrír mánuðir. Þeir sem hafa áunnið sér fullan uppsagnarfrest njóta þvi launa í samtals fjóra mánuði i stað þriggja eins og lög kveða á um," segir í tilkynningu Islandssíma til fjölmiðla. Óskar Magnússon, forstjóri hins sameinaða símafélags, segir um þessa hagræðingu: „Hjá þessu varð ekki komist og með þessu er óvissu eytt hjá starfsfólki. Frekari uppsagnir eru ekki fyrirhugaðar." Fyrirtækið hefur samið um ráð- gjöf og aðstoð við atvinnuleit fyrir þá sem hætta störfum. Óskar Magnússon sagði í morgun að all- ur gangur væri á því hvort menn ynnu út uppsagnarfrestinn eða ekki, það færi eftir eðli starfanna. -JBP DV-MYNDIR BRYNJÚIFUR BRYNJÓLFSSON Hvítstorkur á flugi Hér sést storkurinn, þessi fyrirferöarmikli fugl, á flugi f Breiödalnum. Storkar voru í útrýmingarhættu í Evrópu en stofninn hefur vax/ð hratt undanfarínn áratug. Vænghafiö er mikiö hjá storkum, allt upp í 1,70 metrar. Hvítstorkurinn með kindunum á túninu „Það eru einir þrlr dagar síðan fuglinn kom heim á tún og var að þvælast hér fyrir utan bæinn," sagði Rúnar Ásgeirsson, bóndi á Ásunnarstöðum í Breiðdal, þegar DV spurði hann frétta af hvítstorkn- um sem verið hefur á þessum slóð- um síðan í haust. Rúnar sá hvítstorkinn fyrst 25. október og hefur hann mikið haldið sig á túninu og á kíl fyrir utan bæ- inn. Fuglinn er mjög spakur en virðist ekki sækjast eftir félagsskap við aðra fagla né þeir við hann, helst var að hann vildi vera hjá kindunum en nú er búið að taka þær í hús og því fátt um félaga. Rúnar hefur ekki trú á að fuglinn lifi af veturinn þegar kominn er snjór og allt vatn frosið því aðal- fæðuöflunin er í vatni, hann veiðir smásilunga og síli í Breiðdalsánni og kílunum og þegar kuldakastiö kom á dögunum hélt hann sig þar sem vakir voru og pikkaði í kilana eftir æti. Þegar mest rignir kemur hvítstorkurinn í túnin og virðist þá halda sig í ánamaðkinum. „Þetta er fallegur fugl með mikið vænghaf og tignarlegur á flugi en mér finnst hann hafa lagt mikið af frá þvi hann kom í haust," segir Rúnar og hann er ekki trúaður á að hægt væri að taka fuglinn í hús í vetur og gefa honum að éta. -JI Stuttar fréttir Nýtt samkomuiag Samkomulag um breytingar á fjár- málalegum samskiptum ríkis og sveitar- félaga verður undirritað í dag. Sam- komulagið gerir ráð fyrir að ríkið leggi fram 410 mjjjjónir króna á þessu ári á grundvelli fjáraukalaga og 400 milljónir á næsta ári umfram það sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Borgarstjóri í sparnaðarnefnd Borgarráð sam- þykkti í gær með fjór- um samhljóða at- kvæðum að tiinefha Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra, Árna Þór Sig- urðsson og Stefán Jón Hafstein i neöid sem ætlað er að fjalla um hvernig draga megi úr útgjöldum borgarinnar og ná fram hagræðingu í rekstri. Karlarnir fleiri ytra Fleiri íslenskir karlar stunda nám i útlöndum en íslenskar konur. Þessu mun öfugt farið á hinum Norðurlöndun- um samkvæmt samanburði sem er að finna í Norrænu tölfræðiárbókinni fyrir þetta ár. mbl.is greindi frá. Fækkun feroa mótmælt Áhugahópur um bættar samgöngur milli lands og Eyja mótmælir því harð- lega að ferðum Herjólfs verði fækkað úr 11 í 8 næstu þrjá mánuðina. Vegrið veröur lengt Vegrið brúarinnar yfir Hólmsá á Suð- urlandsvegi verður lengt í kjölfar hins hörmulega slyss sem varð í síðustu viku þegar bíll valt út af brúnni. Ráðgert er að framkvæmdir hefjist innan skamms. Úthlutun veröi stöðvuö Félagsmálaráðu- neytið hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kópavogi að þau stöðvi úthlutun lóða í Vatnsendalandi á meðan fjallað er um stjórnsýslukæru vegna málsins. Kær- andi telur að efnahagur umsækjenda og fjölskyldutengsl við bæjarstjóra Kópa- vog, Sigurð Geirdal, hafi ráðið því hverj- ir fengu lóðir. Kærandinn er í hópi þeirra sem fengu ekki úthlutað í Vatns- endalandi. Sigurður Geirdal segir í sam- tali við mbl.is að tilviljun ein hafi ráðið því hverjir fengu lóðir. Pólverjarnir í gæslu varðhald Héraðsdómur Vesturlands úrskurðaði í gær að Pólverjarnir þrír sem handtekn- ir voru í Borgarfirði á sunnudagskvöld skuli sæta gæsluvarðhaldi til 12. desem- ber. Mennirnir eru grunaðir um innbrot á Snæfellsnesi. Félagi mannanna Uggur slasaður á sjúkrahúsi en ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir honum. LaxnessíBBC Leikgerð á Brekku- kotsannál eftir Hall- 1 dór Laxness verður fiutt á Rás 4 í breska ríkisútvarpinu BBC. Verkið verður flutt í þætti sem kallast Classic Serial og flyt- ur leikgerðir sígildra verka. mbl.is greindi frá. Úttekt á höfuðstöðvum Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að beina þeim tilmæl- um til Orkuveitu Reykjavíkur að gerð verði úttekt á byggingarkostnaði nýrra höfuðstöðva og skýrslu þar að lútandi verði skilað til ráðsins. -aþ Haldið tJI haga í frétt DV á mánudag um slysið í Hólmsá, þar sem kona slasaðist al- varlega en þrjú börn sluppu lítið sem ekkert slösuð, var vegna mis- skilnings greint frá því að önnur kona hefði verið í bílnum. Beðist er velvirðingar á þessu. Konunni sem slasaðist hefur verið haldið sofandi í öndunarvél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.