Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 Utlönd x>^r A vettvangi tilræbis Bílflök eftir sprengjutiiræbib viö hót- eliö í Mombasa í Kenía í fyrri viku. ísraelar fengu viðvörun um árás Bandarísk yfirvöld sögðu í gær að vísbendingar væru um að hryðju- verkasamtökin al-Qaeda hefðu stað- ið fyrir árásunum á ísraelsku ferða- mennina í Kenía í síðustu viku. Kenísk yfirvöld báru til baka fregn- ir um aö þau hefðu hunsað viövar- anir um yfirvofandi árásir. ísraelska leyniþjónustan fékk einnig viðvaranir um að al-Qaeda væri hugsanlega að skipuleggja árásir i Kenía. ísraelskur herforingi sagði hins vegar á lokuðum fundi með þingmönnum að ekki hefðu leg- ið fyrir upplýsingar um að árás yrði gerð í Mombasa eða að ráðist yrði gegn ísraelskum borgurum sem þar voru í fríi. Sjálfsmorðsliðar sprengdu bíl sinn i anddyri hótels þar sem ísra- elskir ferðamenn voru. Sextán manns týndu þar lífi. Þá var flug- skeytiun skotið á ísraelska farþega- þotu eftir flugtak frá Mombasa. Zakajev segist hafa verið gísl Akhmed Zakajev, aöstoðarforsæt- isráðherra tsjetsjensku útlaga- stjórnarinnar, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í Danmörku í gær þar sem Danir töldu sig ekki geta orðið við kröfum Rússa um framsal, miðað við gögnin sem lögð voru fram í málinu. Rússar segja að Zakajev hafi tek- ið þátt í hryðjuverkum, meðal ann- ars skipulagningunni á gíslatöku í leikhúsi í Moskvu sem endaði með skelfingu. Zakajev segir í viðtali við danska blaðið Politiken í dag að dönsk stjórnvöld hafi haldið honum sem pólitískum gísl í 34 daga. „Danska stjórnin tók pólitíska ákvörðun við að handtaka mig. Mér var haldið sem pólitískum gísl í deilum milli Danmerkur og Rúss- lands," segir Zakajev. Robert Redford. Redford gagnrýnir Bush forseta Hollywood-leikarinn Robert Red- ford gagnrýnir Bush Bandaríkjafor- seta fyrir slaka frammistöðu við að fá samlanda sina til að minnka notkún á jarðefnaeldsneyti. Þetta kemur fram í blaðagrein eft- ir Redford, sem bandaríska dagblað- ið Los Angelses Times birti í gær, en þar segir leikarinn að Bush- stjórnin hafi lítið gert til þess að sannfæra fólk um nauðsyn þess að draga úr notkun á mengunarvald- andi eldsneyti eins og bensíni og dísilolíu. „Áframhaldandi notkun á jarðefhaeldsneyti mun aðeins auka óöryggi þjóðarinnar," segir Redford. Muniim skila inn yfir- lýsingu á réttum tíma - segja írösk stjórnvöld sem hafa frest til sunnudags írösk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni gera grein fyrir sínum mál- um hvað varðar áætlanir um fram- leiðslu kjarna-, efna- og sýklavopna degi áður en frestur Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna rennur út á sunnu- daginn samkvæmt álykun ráðsins. „Við munum senda öryggisráðinu yfirlýsingu á réttum tíma," sagði Hussam Mohammed Amin, sem leiðir samstarfið við vopnaeftirlitsnefndina fyrir hönd íraskra stjórnvalda. Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði góðum samstarfsvilja íraka það sem af væri vopnaeftirlitstímanum en sagði of snemmt að draga nokkrar ályktanir um árangurinn. „Fyrst yerðum við að sjá hvað yfMýsing íraka hefur að geyma og hvort eitt- hvað er að marka loforð þeirra um áframhaldandi gott samstarf," sagði Annan. Á sama tíma halda bandarísk stjórnvöld áfram að beita írösk stjórnvöld þrýstingi og sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra á Donald Rumsfeld Donald Rumsfeld, vamarmálaráö- herra Bandaríkjanna, segir Banda- ríkjamenn hafa fullvissu fyrir því að írakar ráöi yfir gjöreyöingarvopnum. blaðamannafundi í Washington í gær að Bandaríkjamenn vissu fullvel að írakar réðu yfir gjöreyðingarvopnum og að það væri þeirra sjálfra en ekki vopnaeftirlitsmanna að sanna annað. Hann sendi Öryggisráðinu einnig tóninn og sagði það standa frammi fyrir því að taka rétta ákvörðun sendi írakar inn falska yflrlýsingu um vopnabirgðir sínar. „Verða þeir látn- ir standa við skuldbindingar sínar eða komast þeir áfram upp með blekkingarnar og þar með að hunsa ályktun öryggisráðsins?" sagði Rumsfeld án þess að gera nánar grein fyrir áætlunum Bandarikjamanna um hugsanlegar aðgerðir verði yfir- lýsing íraka um vopnabirgðir sínar ótrúverðug. Hagur Bandaríkjamanna vegna hugsanlegra aðgerða gegn írökum vænkaðist heldur betur í gær þegar tyrknesk stjórnvöld tilkynntu að þau myndu leyfa Bandarikjamönnum af- not af tyrkneskum flugvöllum til árása fái þeir til þess fullan stuðning Öryggisráðsins. REUTERS-MYND Jackson fótsár í réttarsal Erkipopparinn Michael Jackson brá á leik meö Ijósmyndurum í réttarsal í Kaliforníu ígær þar sem hann bar vitni í máli é hendur honum fyrir samningsrof. Jackson kom haltrandi á hækjum þar sem könguló haföi bitiö hann í fótinn. Sjálfstæðissinnarnir unnu kosningarnar á Grænlandi Úrslit kosninganna til græn- lenska landsþingsins í gær þykja ótvíræður sigur þeirra sem vilja aukið sjálfstæði Grænlands frá Dan- mörku. Sjálfstæðisflokkarnir tveir, hinn vinstrisinnaði Inuti Ataqatigiit (IA) og jafnaöarmannaflokkurinn Si- umut fengu samtals rúmlega 55 pró- sent atkvæða og því ríflegan meiri- hluta á þinginu. Líklegt er að flokk- arnir myndi næstu heimastjórn. Siumut verður áfram stærsti flokkurinn á landsþinginu, enda þótt hann hafi misst nokkurt fylgi frá síðustu kosningum. Hans Enok- sen flokksformaður sagði í nótt að flokkurinn vildi hefja stjórnar- myndunarviðræður strax í dag. „Við erum opnir fyrir öllum möguleikum," sagði Enoksen eftir að b'óst varð að flokkur hans fengi ekki nema 29,3 prósent atkvæða, eða 5,8 prósentustigum minna en í síðustu kosningum. Jonathan Motzfeldt Siumut-flokkur formanns græn- lensku heimastjórnarinnar tapabi nokkru fylgi í kosningunum ígær. Jafnaðarmennirnir gætu. einnig myndað stjórn aftur með hægri- flokknum Atassut sem fékk 20,9 pró- sent, eða rúmum fjórum prósentu- stigum minna en síðast. Hinum vinstrisinnaða IA var spáð mikilli fylgisaukningu vikurn- ar fyrir kosningarnar en reyndin varð sú að hann bætti við sig 3,8 prósentustigum, fékk 25,8 prósent atkvæða nú en 22 prósent síðast. Josef Motzfeldt, stórhuga leiðtogi IA, vill að haldin verði þjóðarat- kvæðagreiðsla um fullt sjálfstæði frá Danmörku árið 2005. Þá eru liðs- menn IA andvígir því að ratsjár- stöðin í Thule verði hluti af fyrir- huguðu eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna. Sigurvegari kosninganna verður að teh'ast hinn nýi Demókrataflokk- ur sem fékk 16,1 prósent atkvæða. Kvennaframboðið fékk hins vegar ekki náð fyrir augum kjósenda og kom ekki manni að. Stuttar fréttir Erdogan vill fundardag Tayyip Erdogan, leiðtogi stjórnar- flokksins í Tyrk- landi, hvatti leið- toga Evrópusam- bandsins í gær til að ákveða dag fyrir aðildarviðræður við Tyrki þegar þeir hittast í næstu viku. Þá sagði Erdogan að tyrkneska þingið myndi hraða setningu laga um mannrétt- indi til að sýna vilja sinn í verki. Ákærur í Jemen Yfirvöld í Jemen hafa ákært sautján menn sem eru í haldi grun- aðir um tengsl við hryðjuverkasam- tökin al-Qaeda. Hinir ákærðu eiga dauðadóm yfir höfði sér. Ófrægðir að ósekju Stjórnvöld í Sádi-Arabíu telja sig hafa verið ófrægð að ósekju í frétt- um um meinta aðstoð sádískra prinsa við hryðjuverkamenn. Viðbúnaður í Aceh-héraði Mikill öryggisviðbúnaður er í hinu róstusama Aceh-héraði í Indónesíu i dag þegar uppreisnar- menn halda upp á 26 ára afmæli samtaka sinna. Snurða á stækkunarþráð Vonir Evrópusambandsins um að ljúka við samningaviðræðurnar um stækkun þess til austurs fyrir leið- togafundinn í næstu viku fóru fyrir lítið í gær þegar Þjóðverjar gerðu athugasemdir við kostnaðinn og umsóknarþjóðirnar kröfðust meiri fjármuna í sinn hlut. Clinton hvetur til dáða Bill Clinton, fyrr- um Bandaríkjafor- seti, sagðj í gær að repúblikanar hefðu unnið kosningarn- ar í siðasta mánuði með stefnumálum sínum, fjáraustri og kjörsókn. Hann ráð- lagöi demókrötum að stilla saman strengi sina i öryggismálum ef þeir ætli sér að vinna í framtíðinni. Verkfall hugsanlegt Jákup Sólstein, formaður félags færeyskra útgerðarmanna, segir að félagið geti ekki gengið að kröfum skipstjóra- og stýrimannafélagsins. Því er hugsanlegt að til verkfalls komi á færeyska skipaflotanum. Gary Glitter í Kambódíu Breski glitrokk- arinn Gary Glitter, sem var fundinn sekur um barnaklám í heima- landinu 1999, er aft- ur kominn til Kam- bódíu og vita yfir- völd þar ekki hvað þau eiga að gera við hann. Kambó- dia er eftirlætisland þeirra sem stunda kynmök við börn. Námsmenn skotnir Að minnsta kosti fimm náms- menn féllu á Austur-Tímor þegar lögregla skaut á hóp mótmælenda þar í morgun. Israelsher í aðgerðum ísraelski herinn skaut tvo palest- ínska byssumenn í aðgerðum nærri Vesturbakkaborginni Hebron í nótt, að sögn talsmanna hersins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.