Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 26
MTÐVTKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 keppni í hverju orði Island mætir Finnum islenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnum í vináttulandsleik í Helsinki 29. apríl á næsta ári. Síðast léku liðin á Norðurlandamóti landsliða á La Manga á Spáni en þá fóru íslendingar með sigur af hólmi, 1-0, og skoraði Ríkharður Daðason sigurmarkið. Liðin hafa mæst níu sinnum, ísland hefur unnið tvívegis, tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli en Finnar hafa unnið fimm sinnum. -ósk Guðmundur sá eini sem ekki kom til móts við KR KR-ingar hafa sagt upp samn- ingi viö Guðmund Benediktsson eftir að hann, einn leikmanna fé- lagsins, var ekki tilbúinn að ganga til móts við félagið í niður- skurði á launaliðum knattspyrnu- deildarinnar. Guðmundur lék að- eins í 299 mínútur á síðasta tíma- bili sem var það fyrsta á hans sjö ára ferli í KR þar sem hann nær ekki að skora. En alls hefur Guðmundur gert 74 mörk fyrir KR, þar af 36 þeirra í efstu deild. Að sögn Jónasar Kristinssonar, stjórnarmanns í KR-Sporti, hefur KR-Sport verið í niöurskuröi sið- asta árið og einn hluti af því var að endurskoða samninga við leik- menn. Viðræður við Guðmund hafi staðið yfir á haustdögum en þegar Ijóst var að ekki gengi sam- an í þeim líkt og hjá öðrum leikmönnum liðsins hafi KR- Sport ákveðið að segja upp samn- ingnum við Guðmund. Hann er þó enn samningsbundinn félaginu og því telur Jónas það eiga eftir að koma í ljós hvernig þetta mál þróast á næstu vikum. Ólafur Páll farinn í Fylki Ólafur Páll Snorrason, 20 ára sóknarmaður úr Stjörnunni, sem áður hefur leikið með Fjölni, Bolton og Val, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Fylkis en Ólafur Páll er komast á fullt eftir erfið meiðsli sem höfðu af honum atvinnumennsku hjá Bolton í Englandi. Ólafur Páll lék vel með Stjörnunni í sumar og skoraði sex mörk í 18 leikjum en liðið rétt missti af sæti í Síma- deildinni á markatölu. Fylkismenn hafa þurft að sjá eftir Ómari Valdimarssyni til Sel- foss en hafa fengið Kjartan Ant- onsson frá ÍBV og eru ennfremur að skoða unga og efnilega leik- menn, þar á meðal Andra Stein Birgisson sem er kominn frá Fjölni. ÍBV semur við Tryggva og fleiri eru á leiðinni Eyjamenn gerðu í gær tveggja ára samning við Tryggva Bjarna- son, 19 ára stóran og stæðilegan varnarmann sem sagði skilið við lið sitt, KR, á dögunum þar sem hann vildi fullvissa sig um að fá að spila á næsta sumri. Tryggvi kemur til með að hjálpa Eyjamönnum að fylla skarð þeirra Hlyns Stefánssonar (hættur) og Kjartans Antonssonar (i Fylki) í miðju Eyjavarnarinnar. Að sögn Viðars Elíassonar, for- manns knattspyrnudeildar ÍBV, eru Eyjamenn enn að leita aö leikmönnum til aö styrkja liðiö en samið hefur verið við alla leik- menn félagsins fyrir utan þá Tómas Inga Tómasson, Inga Sig- urðsson og Hjalta Jónsson. Sá síð- astnefndi er enn að hugsa sín mál. ÓÓJ Forlan skorar - og Manchester United komst áfram í átta liða úrslit enska deildabikarsins Manchester United komst í átta liða úrslit enska deildabikarsins í fyrsta sinn í fjögur ár eftir 2-0 úti- sigur á 1. deildar liði Burnley. Það voru þeir Diego Forlan og Ole Gunnar Solskjaer sem skoruðu mörk United hvor í sínum hálfleikn- um. Mark Solskjaer, sem kom inn á sem varamaður, var einkar laglegt og Forlan hefur líkt og United-liðið sjálft fundið sig betur og betur með hverjum leik. „Það var gaman að skora en við lögðum upp að spila vel og vinna og það tókst. Við horfum á myndband fyrir leik og vissum að þeir gátu spilað góðan bolta," sagði Diego Forlan sem hefur skorað tvö mörk í 2-1 sigri á Liverpool um helgina. Ólíkt undanfórnum árum hefur Ferguson stillt upp sterku liði í deildabikarnum og það var aðeins á miðjunni sem lítt þekktari leik- menn fengu að spreyta sig. „Ég var ánægður með baráttuna og hvernig mínir menn tóku á liði sem gaf allt sitt í leikinn. Þeir létu mína menn hafa mikið fyrir þessu en þeir stóðust það vel," sagði Alex Ferguson eftir fjórða sigur hans manna í röð sem ætti að skila liðinu bullandi sjálfstrausti í komandi stórslag gegn Arsenal um helgina. Markaleysi hjá Sunderland Það gengur lítið hjá Sunderland og í gær datt liðið út úr enska deildabikarnum eftir 0-2 tap gegn 1. deildar liði Sheffield United. Sund- erland hefur nú ekki skorað í sex og hálfan klukkutíma og Sheffield-liðið komst í átta liða úrslitin í fyrsta sinn síðan 1972. Howard Wilkinson gerði níu breytingar á liði sínu en það dugði skammt og þeir Shaun Murphy og Wayne Allison skoruðu mörkin í upphafi seinni hálfleiks. Að lokum vann Crystal Palace 2-0 sigur á Oldham þrátt fyrir að spila allan seinni hálfleik manni færri. Tommy Black skoraði bæði mörk Palace í leiknum. -ÓÓJ Diego Forlan (til vinstri) hélt uppteknum hætti og skoraöi í 2-0 sigri Manchester á Burnley í enska deildabikarnum í gær. Reuters Langavitleysa - þegar Valsmenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum með sigri á Fylki Hann var ekki glæsilegur hand- knattleikurinn sem leikinn var í Ár- bænum í gærkvöldi þegar Fylkis- menn og Valsmenn, efsta lið Esso- deildarinnar, mættust í 8-liða úrslit- um SS-bikarsins. Ekki var fyrir- fram búist við spennandi leik enda Fylkir að mestu skipað leikmönn- um sem komnir eru af léttasta skeiði en Valsmenn með besta lið landsins. Valsmenn náðu þó aldrei að sýna sitt rétta andlit. Þeir byrjuðu reynd- ar ágætlega og voru komnir í 8-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfhað- ur. Síðan datt allur botn úr leik liðs- ins, áhugaleysið var algjört og ungu mennirnir, sem þó fengu þarna tækifæri til að sýna sig fyrir þjálfar- anum, náðu ekki að berja sér á brjóst og spila af viti. Sigurinn var þó aldrei í hættu bjá Valsmönnum. Til þess var getumun- urinn of mikill. Bestur Valsmanna var markvórðurinn ungi, Pálmar Pétursson, en einnig átti Sigurður Eggertsson góða innkomu í seinni hálfleik þar sem hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir Valsmenn á tíma þar hvorki gekk né rak i sókninni. Aðrir voru heillum horfnir. Hjá Fylkismönnum var léttleik- inn allsráðandi. Þar voru menn ekki að stressa sig of mikið, spiluðu oft á tíðum skelfilega langar sóknir og tókst með klókindum að halda hraðanum í leiknum í algjöru lág- marki. Magnús Stefánsson, mark- vörður liðsins, varði vel en annars stóð enginn sérstakur upp úr liði Fylkis. Áhorfendur í Fylkisheimilinu voru vel með á nótunum, hvöttu sína menn til dáða en þó sérstaklega Sverri Sverrisson, betur þekktan sem Sveppa á Popp-TíVí. Hann skoraði tvö mörk í leiknum og ætl- aði þakið hreinlega að rifna af hús- inu eftir þau. Það má með ólíkindum heita að sæti í undanúrslitum SS-bikarsins hafi verið í húfi í þessum leik ef mið er tekið af andrumsloftinu inni á vellinum. Það bar frekar keim af fyrirtækjabolta í hádegi einhvers vinnudags heldur en alvöru hand- boltaleik. -ósk Mörk Vals. Hjalti Pálmason 4/1, Snorri Steinn Guöjónsson 4/1, Ragnar Ægisson 3, Sigurður Eggertsson 3, Þröstur Helga- son 3/2, Davíð Höskuldsson 2, Markús Máni Michaelson 2/1, Bjarki Sigurðsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 14/2, Rol- and Eradze 4. Mörk Fylkis: Hermann Erlingsson 4/3, Hreinn Hauksson 2, Július Sigurjónsson 2/1, Högni Jónsson 2, Sverrir Sverrisson 2, Styrmir Sigurðarson 1, Elís Sigurðsson 1, Sigmundur Lárusson 1. Varin skot: Magnús Stefánsson 14/1. SS-bikarinn: Framarar kláruðu Breiðablik Fram er komið í undanúrslit SS-bikarsins í handknattleik eft- ir sex marka sigur á Breiðabliki, 21-27. Blikar, sem leika í utandeild, stóðu í gestunum í fyrri hálfleik og voru klaufar að vera ekki yfir í leikhléi þar sem þrjú vítaköst fóru forgörðum. Staðan í hálfleik var 11-12. í byrjun seinni hálfleiks skildu Framarar heimamenn eft- ir og sigruðu síðan frekar örugg- lega. Heimir Rikharðsson gerði nokkrar breytingar á liðinu í seinni hálfleik og skilaði það sér með betri varnarleik. Blikar eiga hrós skilið fyrir hálfleikinn. Kristinn Logi Hall- grímsson lék vel í liði heima- manna og Björn Hólmþórsson hefði mátt reyna meira. Nafni hans Guðmundsson var seigur þrátt fyrir að vera ekki í sínu allra besta formi um þessar mundir. Hjá Fram var Magnús Gunnar Erlendsson góður í markinu. Þorri Gunnarsson var atkvæða- mikill og Hjálmar Vilhjálmsson sterkur í sókn i fyrri hálfleik. Þá fór Guölaugur Arnarsson fyrir vörn liðsins eins og svo oft áður. -Ben Mörk Breiöabliks: Kristinn Logi Hallgrímsson 6, Björn Guð- mundsson 5, Pétur Ólafsson 5/2, Björn Hólmþórsson 3/1, Garðar Guðmundsson 1, Stefán Guð- mundsson 1. Varin skot: Hákon Valgeirs- son 12. Mörk Fram: Þorri B. Gunn- arsson 5, Guðjón Finnur Drengs- son 5/3, Hjálmar Vilhjáhnsson 4, Valdimar F. Þórsson 4, Haf- steinn Anton Ingason 3, Martin Larsen 3, Haraldur Þorvarðar- son 1, Héðinn Gilsson 1, Maxim Fedioukine 1. Varin skot. Magnús Gunnar Erlendsson 17/3, Sigurjón Þórð- arson 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.