Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 I>V Fréttir Harður slagur BYKO og Húsasmiðjunnar um lóðir á Selfossi: Húsasmiðjan vill fákeppni á markaðinum á Suðurlandi - segja BYKO-menn - forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar ummælunum „Við höfum undanfarin ár fylgst með markaðnum á Selfossi og tók- um þá ákvörðun nú fyrir skömmu að reisa byggirxgavöruverslun þar og fara i samkeppni við Húsasmiðj- una á svæðinu. Við erum nú þegar búnir að festa eina lóð, Eyraveg 36, og erum að okkar mati komnir með bindandi kaupsamning að lóðinni við Eyraveg 34. Við gengum að gagntilboði frá lóðareigendum síð- astliðinn laugardag. Síðastliðinn sunnudag fréttum við síðan að lóð- areigendur hefðu þá um helgina selt lóðina aftur, á hærra verði, og nú til fyrirtækis í eigu Húsasmiðjunnar. Það er okkar skilningur að með því að samþykkja gagntilboð lóðareig- enda sé kominn á bindandi samn- ingur á milli aðila," sagði Bjarni Jónsson, umsjónarmaður fasteigna hjá BYKO, við DV. Hann sagði að greinilegt væri að Húsasmiðjan neytti allra bragða við að hamla því að aðrir aðilar kæmu með sam- keppni á svæðið. Greinilegt væri að þeir vildu hafa fákeppni á markaðn- um á Suðurlandi. „Fyrirtæki í eigu Húsasmiðjunn- ar hefur nú þegar keypt þrjár lóðir við Eyraveginn, þ.e. aðra hverja lóð af þeim sem eftir eru, einungis til þess að útiloka það að við getum keypt tvær samliggjandi lóðir við Eyraveg og reist þar byggingarvöru- verslun á Selfossi. Mikið er á sig lagt," sagði Bjarni. Verslun BYKO og byggingavörudeild munu koma til með að veita um 15 manns vinnu. „Við munum leita réttar okkar varðandi þessa lóð fyrir dómstólum og ætlum með því að fá staðfest að með undirritun kauptilboðsins hafi verið kominn á bindandi samning- ur," sagði Bjarni Jónsson. Erum ekki að bregða fæti fyrir keppinautinn „Það er af og frá að við séum að kaupa lóðir á Selfossi í þeim til- gangi að koma í veg fyrir að keppi- nautur okkar geti byggt upp sinn rekstur á Selfossi. Enda var það ekki Húsasmiðjan sem keypti lóð- irnar heldur Miðdalur ehf. sem er eignaumsýslufyrirtæki í Reykjavík. Markmið Miðdals með lóðakaupun- um er að byggja og leigja út verslun- Höf uðborgars væðið: Atvinnuleysi eykst hraðar hjá konum Atvinnuleysi er að aukast jafnt og þétt á höfuðborgarsvæðinu og stefnir í að það verði helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Tveir hópar skera sig úr. Annars vegar eru konur á aldrinum 34 til 44 ára og hins vegar ungir karlmenn á aldrinum 25 til 34 ára. í fiestum tiifellum eru karlmenn- irnir ekki fagmenntaðir en hjá kon- unum er hluti ófagmenntaðra ekki eins áberandi. Ingunn Þorsteinsdóttir, hagfræð- ingur hjá Alþýðusambandi íslands, segir að ekki séu neinar vísbendingar um að þessari þróun verði snúið við á næstunni. Nýleg könnun, sem Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið létu gera meðal 400 stærstu fyrirtækj- anna, bendi til þess að mesta fækkun á vinnumarkaðnum sé um garð gengin en samt berist fréttir af mikl- um uppsögnum. Miðstjórn ASÍ kemur saman miðvikudaginn 11. desember og þá verður væntanlega samþykkt í^ktun um atvinnuástandið. -GG arhúsnæði við Eyaveginn sem er ein besta verslunargata bæjarins," sagði Árni Hauksson, forstjóri Húsasmiðjunnar, við DV. Hann seg- ir að lóðirnar sem um ræðir hafi verið lengi á söluskrá og að ekki hafi komið fram raunverulegur áhugi annarra á kaupum á þeim fyrr en undir það síðasta. Reyndar hefði BYKO verið að skoða kaup á lóðunum fyrir nokkru en hætt við. „Það er af og frá að við séum að reyna að bregða fæti fyrir keppi- naut okkar í sinni uppbyggingu. Enda veit ég ekki hvernig við ætt- um að geta staðið í vegi fyrir þvi að stórfyrirtæki byggi upp starfsemi sína á stað eins og Selfossi," sagði Árni Hauksson, forstjóri Húsasmiðj- unnar. -NH Múrbrjóturinn afhentur Páll Skúlason rektor HÍ afhenti ígær múrbjót fatlaðra til þeirra sem „þykja hafa skaraö fram úr í að ryðja fötluðum nýjar brautir íu jafnréttisátt." Á myndinni með Páli eru Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við HÍ, Dóra Bjarnason, dósent við KHÍ, Magnús Þorsteinsson frá Svæðisskrifsstofu fatlaðra á Vesturlandi og Rannveig Traustadóttir, dðsent við HÍ. AEG Lavamat þvottavél 1400 snúninga töívustýrð þvottavél AEG Lavatherm barkalaus þurrkari með rakaskynjara ítarlegar notenda- handbækur á íslensku fylgja þvottavélinni og þurrkaranum Verðáðurkr. 183.360.- Afmælisafsláttur 20% Nú kr. 147.000.- Afmælispakkatilboð á AEG elaunartækjum: AEG veggofn B 4100-l-w. • Fjölvirkur blástursofn með klukku ¦ AEG keramik helluborð 6000 K-WN • AEG vifta DS 220 D-w Verð áður kr. 739. T63,- Afmælisafsláttur 28% VISA-EURO Nú kr, 993 LÉTTGREIÐSLUR ÍÞRJÁ MÁNUÐI Afin^'5^'3 * !jM HJÁ BRÆÐRUNUM ORMSSON +.. gfmiÁlfÍliUuBQS 4- OGb BRÆÐURNIR SOKMSSON LAGMULA 8 • SIMI 530 2800 _____

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.