Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2002, Blaðsíða 32
,> Demantarj °9 * skínandi fjjj gull ttll w IsNítl-J Laugavegi 55 • Reykjavík Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (fij) MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 Loforð er loforð Sírni: 533 5040 - www.allianz.is Spilaglaðir íslendingar: Eyða yfir 2,5 millj- örðum í spilakassa - fyrir utan veltu af öllum smávinningum Islendingar eru sannarlega spilaglöð þjóð ef marka má svar Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Rannveigar Guðmundsdóttur al- þingismanns um tekjur og rekstrar- kostnað af spilakóssum islenskra söfn- unarkassa sf. og Happdrættis Háskól- ans. Þar kemur fram að skráðar tekjur af þessari spilamennsku eru rúmir 2,5 miljjarðar króna árið 2001 og yfir 2,2 milijarðar árið 2000. Töluverð umræða hefur verið um það undanfarin ár hvort takmarka eigi rekstur spilakassa vegna þess að þeir ýti undir spilafíkn. Fjölmargir hafa farið illa út úr slíku og jafnvel eytt aleigu sinni í spilakössum. Þá hafi spilafíkn splundrað fjölskyldum með tilheyrandi angist og tjóni. Allt er þetta þó gert í nafni göfugra sam- taka. íslenskir söfnunarkassar sf. eru t.d. í eigu Rauða kross íslands, Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ. Þá rekur Happdrætti Háskólans spila- kassa undir nafninu Gullnáman og renna þeir fjármunir inn í starfsemi Háskóla íslands. í fyrirspurn Rannveigar var spurt um brúttótekjur þessara tveggja rekstraraðila spilakassa árin 2000 og 2001. Þá var spurt um rekstrargjöld og hverjar heildarvinningsfiárhæðir hvors fyrirtækis hefðu verið. Hjá Gullnámu Happdrættis Há- skóla íslands eru þeir peningar sem koma inn tekjufærðir. Aftur á móti eru þeir peningar sem greiddir eru úr spilakössunum á staðnum í formi smærri vinninga ekki tekjufærðir. Það sama á við um tekjuskráningu Islenskra söfnunarkassa sf. Er því Ijóst að heildarveltan i spilakössun- um getur verið mun meiri en fram kemur í bókhaldi fyrirtækjanna og umtalsverðar fjárhæðir skipt þar um hendur. -HKr. 20 dagar til Jóla Það styttist til hátíðar Ijóss og friöar og fólk á öllum aldri fariö að huga að undirbúningi hennar. Hjónin Asa Hrefna Jónsdóttir og Jón Magnússon voru að velja sér skrautfugla ájólatréð þegar Ijósmyndara bar að garði í Blómavalí í Reykjavik og mátti ekki á milli sjá hvor fuglinni var fegurri. Færeyskur sjómað- ur fannst látinn Færeyskur sjómaður fannst lát- inn í höfnhini í Grindavík síðdegis 1 gær. Að sögn lógreglu var maður- inn, sem var 35 ára, í áhöfn fær- eysks skips sem liggur við festar í Grindavíkurhöfh. Samkvæmt heim- ildum blaðsins mun síðast hafa sést til mannsins á veitingahúsi í bæn- um í fyrrakvöld. Hann skilaði sér ekki um borð og hófst leit að honum í kjölfarið. Lik mannsins fannst í sjónum skammt frá skipinu. Talið er að maðurinn hafi fallið milli skips og bryggju einhvern tíma í fyrrinótt en veður var afar slæmt á þeim tíma. Lögreglan í Keflavík verst fregna af málinu en Kaupmenn óhressir með hækkun mjólkurvara um áramót: Óttast skriðu verð- hækkana á nýju ári - telja óásættanlegt að einokunarfyrirtæki ríði á vaðið Sími 580 7000 | vwww.securitas.is 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LOGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ ÞARF EKKI AÐ KOMA UPPSKRIÐUVÖRNLIM? „Þessi fyrirtæki, sem ekki eru í neinni samkeppni, ryðja veginn og það er ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Þau eru í raun skjól fyrir marga aðra. Fyrst að þessi fyrirtæki sjá sig tilneydd til hækkana á þessum viðkvæma tímapunkti þá er alveg ljóst að það verða sambærilegar hækkan- ir frá mjög mörgum öðrum. Það er engan vegin ásættanlegt að fyr- irtæki sem eiga ekki í neinni sam- keppni og eru vernduð á alla vegu stýri vísitólum landsmanna," sagði Finnur Árnason, forstjóri Hagkaupa, við DV í morgun. Mjólkursamsalan og Osta- og smjörsalan hafa tilkynnt hækkun á sínum vörum frá og með ára- mótum og nemur hækkunin um 3 prósentum. Kaupmenn sem DV hefur rætt við óttast mjög að þess- ar hækkanir komi af stað skriðu hækkana á nýju ári, menn fái þarna þá afsökun sem þeir þurfi til að hækka. Þessar hækkanir Vegur þungt Matvara skiptir sköpum í heimilisbókhaldi og verðhækkanir á henni vega því þungt. kæmu þá í kjölfar vörulækkana sem einkennt hefðu síðustu vikur en landsmenn hafa aldrei haft tækifæri til að halda eins ódýr jól. Offramleiðsla er á kjöti í landinu og hefur jólasteikin aldrei verið ódýrari. Þannig er hangikjöt 15-20 prósentum ódýrara en fyrir síðustu jól og lægra verð á ham- borgarhrygg hefur ekki sést. „Það er náttúrlega til skammar að þessi fyrirtæki skuli ríða á vaðið með hækkanir því við get- um ekki farið neitt annað með okkar viðskipti. Við þurfum að kyngja þessari hækkun hvað sem tautar og raular. Það er hlálegt til þess að hugsa að þingmenn hafa verið með árásir á matvóruversl- unina og þóst hafa verið að velta við steinum til að fá umræðu um verðmyndun en eru um leið að skapa aðstæður fyrir hækkanir eins og þessar," sagði Guðmund- ur Marteinsson í Bónusi við DV í morgun. -hlh Krabbameinssjuku bornin studd vegna innbrots Vegna fréttar DV í gær um að Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefði nánast lamast eftir að nýjum tölvum hafði verið stolið það- an, nú í upphafi fjáröflunarvertiðar - hafa þrjú fyrirtæki og fjöldi fólks haft samband í þeim tilgangi að reyna að bæta skaðann en jafhframt að lýsa vanþóknun sinni á því hve innbrotsþjófar leggjast lágt - að stela frá krabbameinssjúkum börn- um. BT-búðin og Smart-auglýsingar ákváðu að gefa félaginu ágóða af sameiginilegum sms-leik fyrirtækj- anna - 150 þúsund krónur. Hugbún- aðarfyrirtækið Hugur hyggst síðan gefa Styrktarfélaginu nýjar tölvur og aöstoða við að koma tölvukerfinu upp að nýju. Mikið þakklæti ríkir á meðal félagsmanna en enn er vonast eftir að þjófarnir sjái að sér og skili a.m.k. búnaði úr tölvunum sem stolið var þar sem í þeim voru ómet- anleg gögn sem nýtast engum öðr- um en starfsemi hinna krabba- meinssjúku barna sem síst allra mega við slíku. Lögreglan heldur áfram aö rann- saka innbrotið sem var framið í húsnæði félagsins i Hlíðasmára að- faranótt laugardags. Einni nótt síð- ar er talið að sömu menn hafi verið á ferð, einnig í Hlíðasmára, en þá á stað þar sem nýtt fyrirtæki var að koma sér fyrir, m.a. með tölvur í kössum. -Ótt Ríkisfjármál:: Stefnt er að milljarði í afgang Stefht er að því að afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári verði um einn milljarður króna að frá- dregnum tekjum af sölu eigna, seg- ir Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar Alþingis. „Ég tel það allt í lagi; þetta eru mjög passíf fjárlög, enda erum við i jafnvægisstöðu í næstum öllum þáttum þessa þjóðlífs," segir Einar Oddur. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir að tekjuafgangurinn yrði 2,2 millj- arðar fyrir utan 8,5 milljarða óreglulegar tekjur. Þriðja og síð- asta umræða um fjárlagafrumvarp- ið verður á'Alþingi á föstudaginn. Einar Oddur svarar gagnrýni á eyðslusemi þingmanna í ýmis „gæluverkefni" í yfirheyrslu DV í dag og segir að í stórum dráttum sé mjög rangt að halda því fram að þingið spreði peningum af ábyrgð- arleysi. -ÓTG Nánar á bls. 6. Kj örnefndarf ulltrúi: Taldi listann vera frágenginn „Já, það stemmir, ég var í kjör- nefndinni," segir Sigurrós Þorgríms- dóttir stjórnmálafræðingur, en þessi sama kjörnefnd lagði um nýliðna helgi til að Sigurrós skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi. „Ég var reyndar ekki í nefndinni þegar gengið var frá lokatillögu henn- ar því að ég fór til útlanda á mánudeg- inum. Ég hélt að þá hefði verið lokið við listann, en svo var hringt í mig daginn áður en nefndin átti að skila af sér og ég beðin að taka sæti á honum. Eftir miklar fortölur sagðist ég tilbúin til þess," segir Sigurrós. Hún segist almennt telja það óheppi- legt að kjörnemdarfólki sé sjálfu stillt upp á framboðslista. Hennar nafn hafi hins vegar ekki verið til umræðu í nefndinni nema fyrst þegar hún hóf störf, og þá hafi hún aftekið með öllu að taka sæti á listanum. -ÓTG Sjálfvirk slökkvitæki fyj'ir sjónvöjb Sími 517-2121 H.Blöndalehf. Audbrekku 2 • Kópovoql Innflutnlngur 09 sa\a • www.hblondal.com j dagar til jóla Y,ir 150 fyrirtæki ieii/r riKCl\€<K ER MEg/RUl FYRIR JÓLIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.