Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002
DV
Útlönd
Deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs:
Blair boðar til við-
ræðna í Lundúnum
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, hefur þegið boð Tonys Blairs,
forsætisráðherra Bretlands, um að
senda fulltrúa sína tO viðræðna í
Lundúnum i næsta mánuði um um-
bætur á heimastjórn Palestínumanna
og hugsanlegar leiðir til að koma á
friði í Mið-Austurlöndum.
Ekki er vitað hverjir muni taka
þátt í ráðstefnunni fyrir hönd Palest-
ínumanna, en Blair mun hafa boðið
Arafat að senda fulltrúa sína en ekki
honum sjálfum.
Saeb Erekat, aðalsamnigafulltrúi
Palestínumanna, staðfesti í gær að
Arafat hefði þegið boðið og bætti við
að ekki hefði enn verið ákveðið hvaða
ráðherrar úr heimastjórninni yrðu
sendir til Lundúna.
Nabil Shaath, ráðherra í heima-
stjórninni, sagði að palestinsk stjórn-
völd fógnuðu fyrirhuguðum viðræð-
um en bætti við að þau kærðu sig
ekki um að ræða eingöngu um fyrir-
hugaðar umbætur á heimastjórninni.
„Við erum ánægðir með að Blair skuli
Tony Blair
Tony Blair hefur tekiö frumkvæðiö í
friðarumleitunum fyrir botni
Miöjaröarhafs.
taka frumkvæðið en viljum fá að vera
með í því að ákveða umræðuefnið.
Við viljum fyrst og fremst leggja
áherslu á friðarferlið svo binda megi
enda á þjáningar þjóðar okkar sem
fyrst,“ sagði Shaath og bætti við að
palestínsk stjórnvöld hefðu miklar
væntingar til viðræðnanna og vonuðu
svo sannarlega að þær ættu eftir að
verða árangursríkar.
Fulltrúum „kvartettsins" svokall-
aða, þ.e.a.s. Bandaríkjanna, Rússlands,
Sameinuðu þjóðanna og Evrópusam-
bandsins, hefur einnig verið boðið til
viðræðnanna auk fulltrúa nágranna-
ríkjanna, Sádi-Arabíu, Egyptalands og
Jórdaníu, og er vonast til að drög verði
lögð að frekara friðarferli sem lagt
gæti grunnin að sáttum og stofnun
sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.
Fulltrúum ísraelskra stjórnvalda
hefur einnig verið boðið til viðræðn-
anna en ekki er búist við að þau sendi
fulltrúa vegna anna við kosninga-
undirbúning og hafa þau óskað eftir
því við bandarísk stjórnvöld að þau
fresti öllum viðræðum um væntanlegt
friðarferli þar til eftir kosningarnar
sem fram fara 28. janúar.
REUTERSMYND
Prinsessan og kóalabjörninn
Japanski krónprinsinn Naruhito gat ekki stillt sig um aö smella mynd af eiginkonu sinni, Masako prinsessu, þar sem
hún heldur á lifandi kóalabirni í heimsókn þeirra í Taronga-dýragaröínn /' Sydney í Ástralíu í morgun.
A1 Gore ekki aftur í forsetaframboð:
Erfiðasta ákvörðunin
A1 Gore, fyrrum varaforseti
Bandaríkjanna, sagði í gær að
ákvörðun sín um að bjóða sig ekki
aftur fram til forseta árið 2004 hefði
verið erfiðasta ákvörðun sem hann
hefði nokkru sinni tekið. Hann væri
engu að síður sáttur við hana.
Gore kom á óvart þegar hann
greindi frá þessu í viðtali í sjón-
varpsþættinum 60 mínútum á
bandarisku sjónvarpsstöðinni CBS
á sunnudagskvöld. Ákvörðun hans
þýðir að framboðsmál demókrata
eru galopin.
Varaforsetinn fyrrverandi sagðist
telja að ef hann færi fram myndi
kosningabaráttan óhjákvæmÚega
snúast um endurtekningu baráttu
hans við George W. Bush forseta
frekar en um framtíð landsins.
„Þetta var líklega erfiðasta
ákvörðunin sem ég hef nokkru
sinni tekið,“ sagði Gore á fundi með
fréttamönnum í Raleigh í Norður-
REUTERSMYND
Ekki fram
At Gore, fyrrum varaforseti Banda-
ríkjanna, ætlar ekki aö keppa aftur
viö George W. Bush um húsbónda-
valdiö í Hvíta húsinu áriö 2004.
Karólínu í gær þar sem hann kynnti
nýútkomna bók sína.
„En ég er alveg sáttur við þessa
ákvörðun. Ég tel að hún sé rétt fyr-
ir landið og fyrir flokkinn sem ég er
i og ég held að hún sé rétt fyrir mig
og fjölskyldu mína.“
Með yfirlýsingu sinni batt Gore
enda á margra mánaða vangaveltur
manna um hvort hann myndi aftur
etja kappi við Bush. Úrslit kosning-
anna fyrir tveimur árum réðust
ekki fyrr en eftir endurtalningu í
Flórída og margra vikna baráttu
fyrir dómstólunum.
Fyrrum ráðgjafi í kosningabar-
átttu Gores fyrir tveim árum sagði
að þessi ákvörðun kæmi sér vel fyr-
ir alla þá sem hefðu áhuga á fram-
boði þar sem Gore hefði augljóslega
haft sterkasta stöðu hefði hann
ákyeðið að bjóða sig aftur fram.
Ýmsir mikilsmetnir demókratar
íhuga að bjóða sig fram.
http'J/simnct. is/homedecorl928/
Skoðið heitnasíðuna
okkar og ktkið á tilboðin
Allar
helgimyndir
«25%
afslætti.
Einnig styttur
í úrvali.
VIDEOHÖL LIN
LÁGMÚLA