Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002
Islendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára_____________________________
Óla S. Þorleifsdóttir,
Dalalandi 4, Reykjavík.
Sigurbjörg Þorleifsdóttir,
Bleikargróf 7, Reykjavík.
Unnur Stefánsdóttir,
Lagarási 31, Egilsstööum.
85 ára_____________________________
Ármann Helgason,
Kjarnalundi, dvalarh., Akureyri.
75 ára_____________________________
~^ Ásgeir
Sigurösson,
V Laugavegi 146,
Hann er aö Oeiman á
Erla Einarsdóttir,
Miðleiti 1, Reykjavík.
Guöfinna Jónsdóttir,
Helgavatni 1, Borgarnesi.
Harry Sönderskov,
Þúfubaröi 15, Hafnarfirði.
Jón Loftsson,
Hafnarbraut 35, Hólmavík.
Kristjana Benediktsdóttir,
Ásgarðsvegi 20, Húsavík.
Þórdís Eggertsdóttir,
Hraunbæ 92, Reykjavík.
70 ára_____________________________
Bjarkey Sigurðardóttir,
Þverholti 4, Keflavík.
Margrét Þorgrímsdóttir,
Blesugróf 40, Reykjavtk.
60 ára_____________________________
HJaltl Jónsson,
Vogalandi 9, Djúpavogi.
Hreiöar Steingrímsson,
Norðurbyggð 13, Akureyri.
Jóhannes Ágústsson,
Breiðvangi 35, Hafnarfirði.
Sigrún Erlendsdóttir,
Lækjasmára 1, Kópavogi.
Þórhildur Karlsdóttlr,
Álfabrekku 7, Kópavogi.
50 ára_____________________________
Erlingur Brynjólfsson,
Austurvegi 33, Selfossi.
Friðgeir Sigurður Haraldsson,
Melgerði 10, Kópavogi.
Inglgeröur Jakobsdóttir,
Lyngbergi 45, Hafnarfirði.
Sigmar Halldór Óskarsson,
Blöndubakka 8, Reykjavík.
Þórunn Helga Traustadóttir,
Ljósalandi 25, Reykjavtk.
40 ára_____________________________
Barbara Glod,
Grófarsmára 2, Kópavogi.
Bryndís Garöarsdóttir,
Túnhvammi 10, Hafnarfirði.
Denise Lucile Rix,
Blikastíg 2, Bessastaðahreppi.
Guöríöur S. Sigurðardóttir,
Brekkulæk 6, Reykjavík.
Guörún Margrét Valdimarsdóttir,
FTfulind 15, Kópavogi.
Guðsteinn Stefán Þorláksson,
Kristnibraut 35, Reykjavík.
Jóhannes G. Benjamínsson,
Bakkavör 1, Seltjarnarnesi.
Kristinn Símon Skúlason,
Þverholti 5, Keflavík.
Ragnar Ólafsson,
Bröttuhlíð 7, Mosfellsbæ.
Sigrún Graham,
Efstahrauni 22, Grindavík.
Sólveig Hólmfríöur Sverrisdóttir,
Heiðargerði 43, Reykjavtk.
Sverrir Hafnfjörö Þórisson,
Skúlaskeiði 18, Hafnarfiröi.
Þorsteinn J. Haraldsson,
Einholti lOb, Akureyri.
Þórir Guömundsson,
Grænukinn 28, Hafnarfirði.
Andlát
Erlendur Elnarsson, Bústaöavegi 77,
Reykjavík, lést á hjartadeild
Landspítalans við Hringbraut fimmtud.
12.12.
Gísli Siguröur Sigurösson, Bárugötu 19,
Reykjavík, lést föstud. 29.11. Útförin
hefur farið fram.
Jenný Lúövíksdóttir lést á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Hafnarfirði að morgni föstud. 13.12.
fit
Aðventu-leiðískrossar
12V - 34V
Sent í póstkröfu
Si'mi 431 1464 og 898 3206
DV
wmmim u i
Guömundur Gunnarsson
formaður Rafiðnaðarsambands íslands
Guömundur Gunnarsson, formað-
ur Rafiönaðarsambands íslands, ótt-
ast að boðaðar verðlags- og skatta-
hækkanir sveitarstjóma og ríkis
hleypi verðbólgunni á skrið. Þetta
kom fram í DV-frétt í gær.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykjavík
29.10. 1945. Hann lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar 1962, stundaði nám við Iðn-
skólann í Reykjavík, lærði rafvirkj-
un hjá fóður sínum og lauk sveins-
prófi 1966, stundaði nám við Tækni-
skóla íslands 1967-69 og lauk þaðan
raftækniprófi og stundaði nám í
kennslu og uppeldisfræði við KHÍ
1976-78, auk þess sem hann hefur
sótt margs konar námskeið í stýri-
og tölvukerfum og félagsmálum á
Norðurlöndunum.
Guðmundur var rafvirki hjá fóð-
ur sínum 1962-70, hjá ÍSAL 1970-74,
hjá Byggingafélaginu Breiðholti
1974-75, var framkvæmdastjóri Eft-
irmenntunar rafiðna 1975-86, kenn-
ari við Iðnskólann í Reykjavík
1976-82, formaður Félags íslenskra
rafvirkja frá 1986-95 og formaður
Rafiðnaðarsambands íslands frá
1993.
Guðmundur sinnti skátastarfi
sem unglingur og sat í stjórnum og
sinnti rekstri unglingaklúbba á veg-
um borgarinnar, hefur setið í trún-
aðarráði og stjóm Félags íslenskra
rafvirkja frá 1971, í sambands- og
miðstjórn Rafiðnaðarsambands ís-
lands frá 1972, fræðslunefnd raf-
virkja 1976-83 og frá 1992, í stjórn
Nordisk E1 Utbildings Komité
1978-92, Iðnfræðsluráði frá 1985-95,
í Kaupskrámefnd Utanríkisráðu-
neytisins 1991-95, í Starfsmennta-
ráði félagsmálaráðuneytisins frá
1992 og formaður frá 2002, formaður
Menningar- og fræðslusambands al-
þýðu 1992-96, í skólanefnd Rafiðnað-
arskólans frá stofnun og formaður
frá 1993 og formaður 1994-96, i
stjórn Norræna rafiðnaðarsam-
bandsins frá 1993 og formaður
1994-96, í stjóm Norræna bygging-
arsambandsins 1994-97 og frá 2000, í
stjóm Evrópska byggingarsam-
bandsins frá 1995, varaborgarfull-
trúi í Reykjavík 1994-98, í miðstjóm
ASÍ frá 1996, í stjóm Útivistar frá
1997 og var formaður styrktarfélags
Virkisins 1997-2001.
Auk þess hefur hann sinnt fjöl-
mörgum nefndarstörfum á vegum
rafiðnaðarmanna, ASÍ og hins opin-
bera, hérlendis og á Norðurlöndum.
Guðmundur hefur þýtt og samið
nokkrar kennslubækur fyrir rafiðn-
aðarmenn og skrifað fjölda greina í
blöð og tímarit.
Fjölskylda
Dóttir Guðmundar og fyrstu konu
hans, Hildar Rúnu Hauksdóttur, f.
7.10.1946, er Björk Guðmundsdóttir,
f. 21.11.1965, söngkona, búsett i New
York, böm hennar eru Sindri og
ísadóra.
Böm Guðmundar og annarrar
konu hans, Elínar Bimu Hjörleifs-
dóttur, f. 19.4. 1948, eru Ingibjörg
Hrönn Guðmundsdóttir, f. 31.1.1971,
húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Ragnari
Val Ragnarssyni og em synir þeirra
Garðar, Daði og Hrannar; Hallfrið-
ur, f. 16.5. 1972, húsgagnasmiður og
nemi í tækniteiknun, búsett í
Reykjavík, maður hennar er Kor-
mákur Hlini Hermannsson og er
sonur þeirra Auðun; Gunnar Öm, f.
20.9. 1977, nemi í verkfræði í Kaup-
mannahöfn, kona hans er Þórhildur
Sigurðardóttir og eru börn þeirra
Guðbjörg og Guðmundur.
Eiginkona Guðmundar er Helena
Sólbrá Kristinsdóttir, f. 24.2. 1960,
sjúkraliði. Hún er dóttir Kristins El-
íasar Haraldssonar bílstjóra, sem
lést 1987, og Esterar Úraníu Frið-
þjófsdóttur gjaldkera.
Sonur Guðmundar og Helenu er
Kristinn Þór, f. 29.3. 1990, nemi.
Dóttir Helenu og uppeldisdóttir
Guðmundar er Elísa Ósk Viðars-
dóttir, f. 8.11.1985, nemi.
Systkini Guðmundar: Kristín, f.
29.12.1946, skrifstofustjóri við Land-
græðslu ríkisins í Gunnarsholti;
Auðunn Öm, f. 27.3. 1949, rafvirki
og verksmiðjustjóri hjá Þykkvabæj-
arkartöflum.
Foreldrar Guðmundar eru Gunn-
ar Guðmundsson, f. 10.9.1923, fyrrv.
rafverktaki og kaupmaður í Reykja-
vík, og k.h., Hallfríður Guðmunds-
dóttir, f. 3.3. 1925, húsmóðir.
Ætt
Gunnar er bróðir Sophusar, foður
Friðriks, forstjóra Landsvirkjunar,
og Guðmundar sýslumanns. Gunn-
ar er sonur Guðmundar, b. á Auð-
unarstöðum, Jóhannessonar, b. á
Auðunarstöðum, Guðmundssonar.
Móðir Jóhannesar var Dýmnn Þór-
arinsdóttir, systir Þuríðar,
langömmu Halldórs E. Sigurðsson-
ar, fyrrv. ráðherra. Móðir Guð-
mundar á Auðunarstöðum var Ingi-
björg, systir Bjöms í Grímstungu,
afa Bjöms Pálssonar, fyrrv. alþm. á
Löngumýri, og langafa Páls Péturs-
sonar félagsmálaráðherra.
Móðir Gunnars var Kristín Gunn-
arsdóttir, b. í Valdarási í Víðidal,
Kristóferssonar.
Hallfríður er dóttir Guðmundar,
bifvélavirkja í Reykjavík, bróður
Vilborgar, ömmu Þorgerðar Ingólfs-
dóttur söngstjóra. Guðmundur var
sonur Jóns, b. á Hlemmiskeiði,
Ámasonar.
Móðir Halifríðar var Rósa Bach-
mann, systir Hallgríms ljósameist-
ara, foður Helgu Bachmann
leikkonu, Höllu Bachmann trúboða
og dr. Jóns G. Hallgrímssonar
lungnaskurðlæknis. Rósa var dóttir
Jóns Bachmann, b. í Steinsholti,
bróður Borgþórs, föður leikkvenn-
anna, Önnu, Þóru og Emelíu Borg.
Jón var sonur Jósefs, b. i Skipanesi,
Magnússonar, og Halldóru Guð-
laugsdóttur. Móðir Rósu var Hall-
fríður ljósmóðir Einarsdóttir, út-
vegsb. í Nýjabæ á Akranesi, Einars-
sonar.
Fimmtugur
Ágúst Ragnarsson
tónlistarmaöur og ráðgjafi hjá Símanum
Ágúst Ragnars-
son, hljómlistar-
maður og ráðgjafi
hjá Símanum,
Lindasmára 27,
Kópavogi, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Ágúst fæddist í
Reykjavík og ólst
þar upp í miðbæn-
um. Hann varð
gagnfræðingur frá
Flensborgarskóla í
Hafnarfirði 1969,
lauk rafiðnaðar-
prófi frá Iðnskóla
Hafnarfjarðar 1973 og símsmiða-
námi frá Póst- og símamálaskólan-
um 1983.
Ágúst lærði og starfaði hjá Rafha
í Hafnarfirði 1971-76 og var síðan
búsettur í Sviþjóð í eitt ár þar sem
hann starfaði í glerverksmiðju.
Ágúst var rafvirki hjá Samvirkja
í Sigvölduvirkjun í eitt ár og var
síðan rafvirki hjá Pósti og síma
1979-84. Hann helgaði sig síðan
spilamennsku í þrjú ár en hefur
leikið með hinum
ýmsu hljómsveit-
um í þrjátíu og
sex ár. Hann hóf
störf hjá Iselco
1987 og starfaði
þar til 2000, lengst
af sem verslunar-
stjóri. Ágúst hóf
síðan störf hjá
Símanum 2000 og
hefur verið ráð-
gjafi þar síðan.
Ágúst hóf
hljómsveitarferil
sinn með hljóm-
sveitinni Bendix í
Hafnarfirði 1966.
Hann lék síðan með hljómsveitinni
Start, Deildartungubræðrum,
Stormsveitinni og síðar Fánum og
Mávum.
Ágúst hefur tvisvar tekið þátt í
Landslaginu, var með lagið Ráðhús-
ið 1989 og Reykjavik 1991. Einnig
hefur hann gefið út plötur og verið
með lög á plötum. Má þar nefna
plötuna Ljóslifandi, sem hann gaf út
ásamt Jóni bróður sínum 1982, og
plötuna Kosmísk augu sem hann gaf
út fyrir jólin 1989 ásamt bræðrum
sínum, Jóni og Ólafi. Hann gaf út
plötu með Bendix 1974 og síðar jóla-
plötu með Rock-Ola 198. Einnig átti
Ágúst lag á SATT-plötu 1986 og átti
lagið Kveðja til vina á plötunni
Lagasafhið II sem gefin var út fyrir
jólin 1992.
Fjölskylda
Ágúst kvæntist 13.11. 1983 Berg-
ljótu Benónýsdóttur, f. 26.10. 1958,
fulltrúa. Hún er dóttir Benónýs
Guðjónssonar, bónda á Bæ II í
Hrútafirði, sem nú er látinn, og
Laufeyjar Dagbjartsdóttur húsmóð-
ur sem nú býr í Reykjavík.
Börn Ágústs frá því áður eru Eva
Lind, f. 28.10. 1971, rakari, búsett í
Hafnarfirði, gift Ásgeiri Helga Ás-
geirssyni og eiga þau tvö börn;
Heiða, f. 24.9. 1974, skrifstofumaður
hjá Marel, búsett í Hafnarfirði og á
hún eina dóttur; Vaka, f. 25.6. 1979,
nemi við Hí.
Böm Ágústs og Bergljótar eru
Hlín, f. 27.11.1983, nemi í MR; Ágúst
Elí, f. 22.4. 1987, nemi í Kópavogi.
Systkini Ágústs eru: Hilmar, f.
14.9.1948, verkfræðingur, búsettur í
Hafnarfirði, og á hann fjögur böm;
Jón G., f. 5.5. 1950, húsasmiður, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Guð-
rúnu H. Ágústsdóttur; Baldur, f.
3.12. 1957, framkvæmdastjóri, bú-
settur í Hafnarfirði, kvæntur
Hrefnu Sigurðardóttur; Ólafur, f.
17.9. 1959, sölumaður, búsettur í
Mosfellsbæ, kvæntur Guðbjörgu
Pétursdóttur; Árni, f. 9.8. 1960, flug-
umferðarstjóri, búsettur í Hafnar-
firði, kvæntur Lilju Finnbogadótt-
ur; Dagbjört, f. 11.9. 1965, sjúkra-
þjálfi í Hafnarfirði, gift Gísla Valdi-
marssyni; Ragnar H., f. 11.10. 1978,
búsettur í Kópavogi; Heiðrún, f.
5.12. 1979, nemi I Reykjavík.
Foreldrar Ágústs eru Ragnar J.
Jónsson, f. 22.5.1929, fyrrv. forstjóri,
búsettur í Reykjavík, og Lára Guð-
mundsdóttir, f. 13.9. 1929, búsett í
Hafnarfirði.
Núverandi eiginkona Ragnars er
Anna Einarsdóttir húsmóðir en eig-
inmaður Láru var Baldur Ámason
trésmiður sem er nýlátinn.
fga
Útför Margrétar Siguröardóttur, Álfheim-
um 42, Reykjavík, fer fram frá Áskirkju
þriðjud. 17.12. kl. 13.30.
Útför Brynjólfs Kristinssonar frá Hjarð-
angri fer fram frá Glerárkirkju þriöjud.
17.12. kl. 14.00.
Útför Lovísu Jóhannsdóttur, f. á Skálum
á Langanesi, til heimilis á Stýrimanna-
stíg 13, Reykjavík, verður gerð frá Foss-
vogskirkju 17.12. kl. 10.30.
Heiðrún Kristín Óskarsdóttir, Hólavegi
37, Siglufirði, veröur jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju miövikud. 18.12. kl.
14.00.
Afmælisgreinar yfir jól og áramót
Upplýsingar vegna afmælisgreina sem birtast eiga í
jólablaði DV og áramótablaði DV þurfa að berast ritstjórn
blaðsins eigi síðar en fimmtudaginn 19. desember nk.
Athylgi skal vakin á því að netfang ættfræðideildar DV
er aettir@dv.is, ekki aettir@ff.is.