Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 Sport______________________________________________ i>v Danska landsliöiö í handknattleik fagnar hér sigri á fjögurra landa mótinu sem fram fór í Belgrad f Júgóslavíu um helgina. Reuters Danir öflugir - unnu sterkt Qögurra þjóða mót í Júgóslavíu Mánudctgurinn 6. janúar 2003 Efni DV- Sports í dag 0 Utan vallar, fréttir © Fimleikaviötal © Áriö fram undan 0 Árið fram undan © Intersportdeildin © Intersportdeildin © Essodeild kvenna © Essodeild kvenna íþróttaljós © Ísland-Slóvenía XQ/ Ísland-Slóvenía á sunnudaginn © Enska knattspyrnan 0 Enska knattspyrnan © Kvennakarfa © Evrópuknattspyrnan 0 NBA-deildin © Hestasíöa © Jólamót Kópavogs 0 Jólamót Kópavogs © Veiöisíöa © París/Dakar-ralliö © Fréttir Danir komu verulega óvart um helgina og báru sigur úr býtum á sterku fjögurra þjóða móti í hand- knattleik sem fram fór í Belgrad í Júgóslavíu. Auk Dana tóku Svíar, Frakkar og Júgóslavar þátt í mótinu. Á laugardaginn mættust Frakkar Beinn sími: ............... 550 5880 Ljósmyndir: ................550 5845 Fax:........................... 550 5020 Netfang:.............dvsport@dv.is Fastir starfsmenn: Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is) Jón Kristján Sigurðsson (jks.sport@dv.is) Óskar O. Jónsson (ooj.sport@dv.is) Óskar Hrafii Þorvaidsson (oskar@dv.is) Pjetur Sigurösson (pjetur@dv.is) og Danir annars vegar og Svíar og Júgóslavar hins vegar. Danir unnu Frakka, 27-26, í hörkuleik eftir að hafa haft yfir, 17-14, í hálfleik. Lars Christiansen var marka- hæstur hjá Dönum með sjö mörk og Morten Bjerre gerði sex mörk. Dani- el Narcisse skoraði átta mörk fyrir Frakka. Svíar án lykilmanna í hinum leiknum töpuðu Svíar fyrir Júgóslövum, 28-25. Svíar voru án margra lykilmanna, meðal ann- ars Stefans Lövgrens sem var með magakveisu, og allra leikmannanna sem spila heima í Svíþjóð en þar fór fram heil umferð um helgina. Jonas Emelind var markahæstur hjá Sví- um með frnim mörk og Andreas Larsson skoraði fjögur mörk. í gær sigruðu Frakkar Svía, 34-29, eftir að hafa haft yfir, 17-14, i hálfleik í leiknum um þriðja sætið. Patrick Cazal var markahæstur hjá Frökkum með sjö mörk, Andrej Golic og Francios-Xavier Houlet skoruðu báöir fimm mörk og Bertrand Gille skoraði fjögur mörk. Ljubomir Vranjes var aðalmaður- inn hjá Svíum og skoraði átta mörk. Pierre Hammarstrand skoraði sjö mörk og Mathias Franzén skoraði fimm mörk. Svíar þurfa þó ekki að örvænta því að marga lykilmenn vantaði og Bengt Johannsson, þjálf- ari liðsins, sagði í samtali við sænska netmiðla eftir leikinn að tíminn fram að HM yrði vel notað- ur. Auðvelt hjá Dönum í úrslitaleiknum unnu Danir auð- veldan sigur á gestgjöfum Júgóslavíu, 37-29, eftir að hafa leitt í hálfleik, 18-13. Danir sýndu, svo ekki verður um villst, að þeir eru með frábært lið sem er til alls lik- legt á komandi heimsmeistaramóti í Portúgal. -ósk Þrír sigrar Þjóðverja Þjóðverjar, sem leika í sama riðli og Islendingar á heims- meistaramótinu í Portúgal, léku þrjá landsleiki um helgina. Þeir unnu þá alla og virðast vera í fantagóðu formi fyrir heims- meistarakeppnina. Þjóðverjar spiluðu fyrst við Ungverja og fóru með sigur af hólmi í jöfnum leik, 26-25. Markus Baur var markahæst- ur með sjö mörk og þeir Pascal Hens, Jan-Olaf Immel, Christian Schwarzer, Mark Dragunski og Stefan Kretzschmar skoruðu þrjú mörk hver. í öðrum leiknum unnu þeir ör- uggan sigur á Tékkum, 34-27, eft- ir að staðan hafði verið 20-14 í hálfleik. Stefan Schröder, Christian Rose og Stefan Kretzschmar voru markahæstir hjá Þjóðverj- um með funm mörk hver og þeir Pascal Hens, Mark Dragunski, Christian Zeitz og Heiko Grimm skoruðu þrjú mörk hver. í þriðja leiknum unnu Þjóð- verjar sitt eigið B-lið, 35-27. Pascal Hens var markahæstur með sjö mörk, Christian Rose og Stefan Kretzschmar skoruðu fimm mörk hvor og þeir Mark Dragunski og Christian Zeitz skoruðu fjögur mörk hvor. -ósk Nota ekki Perunicic Heine Brand, þjálfari þýska liðsins, segir að það sé nær úti- lokað að hann muni nota júgóslavnesku stórskyttuna Nenad Perunicic í landsliðinu en hann fékk ríkisborgararétt á dögunum. Brand segir að Perun- icic hafi sjálfur sagt að hann vilji ekki ýta ungum þýskum leik- mönnum út í kuldann með því að spila sjálfur. „Perunicic er stórkostlegur leikmaður sem myndi styrkja hvaða lið sem er í heiminum. Maður á auðvitað aldrei að segja aldrei og ég mun að sjálfsögðu ræða málið við hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki að fara að spila með þýska lands- liðinu i handknattleik," sagði Heine Brand, þjálfari þýska landsliðsins í samtali við þýska netmiðilinn sportl.de. -ósk Utan vallar Undirbúningur íslenska lands- liðsins í handknattleik fyrir heims- meistaramótið í Portúgal er hafinn. Hann hófst með tveimur vináttu- leikjum gegn Slóvenum um helg- ina. Niðurstaðan í þeim var einn sigur og eitt jafntefli gegn öflugu slóvensku liöi. Fólk skal varast aö meta styrk ís- lenska liðsins eftir þessa tvo leiki. Þeir skera ekki úr um það hvort heimsmeistarakeppnin í Portúgal veröur jafn gjöful og Evrópumótið í Svíþjóö fyrir ári. Þeir gefa vissa vísbendingu um ástandið á liðinu en fyrst og fremst eru þeir tæki fyr- ir Guðmund Guðmundsson lands- liðsþjálfara og strákana hans til að komast að því hvar styrkleiki og veikleiki liðsins liggur. Þaö er greinilegt að Guðmundur Hrafnkelsson ætlar ekki aö láta markvarðarstöðuna í landsliðinu auðveldlega af hendi þrátt fyrir að Roland Eradze, sem margir líta á sem bjargvætt landsliðsins, biði eins og gammur á bekknum með ferskt íslenskt vegabréf. Guömund- ur byrjaði ekki vel i leiknum í gær en honum óx heldur betur ásmeg- inn og undir lok fyrri hálfleiks tók hann sig til og hreinlega lokaði markinu. Það var eiginlega synd og skömm að Roland skyldi koma í markið í seinni hálfleik því Guö- mundur var í fantastuði. „Týndu“ drengirnir frá Wetzlar minntu heldur betur á sig um helg- ina, enginn þó meira en línumað- urinn Róbert Sighvatsson, sem átti tvo frábæra leiki. Hann hefur varla spilaö með landsliðinu undanfarið ár en er nú kominn í sitt besta form og á eftir að reynast mikil- vægur þegar hvíla þarf Sigfús Sig- urðsson í Portúgal. Sigurður Bjarnason sýndi einnig sjaldséða takta í íslensku landsliðs- treyjunni í gær; fjögur skot, íjögur mörk. Sigurður vaknaði til lífsins og sýndi islenskum handknatt- leiksáhugamönnum að hann er góður sóknarmaður þó aðalframlag hans til liðsins felist í vörninni. Ólafur Stefánsson virkar þreytt- ur. Það hefur verið mikið álag á honum, bæði líkamlegt og andlegt, og það veröur lífsnauðsynlegt fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson íþróttafréttamaður á DV-Sporti Guðmund að ná honum ferskum fyrir HM. Guðmundur verður einnig að vera klókur viö að hvíla Ólaf og fleiri lykilmenn gegn lakari andstæöjngum þannig að þeir haldi út mótið i stað þess að vera örmagna af þreytu eins og í síðustu tveimur leikjum liðsins á EM í Sví- þjóð. Ég mæli einnig með því að Guð- mundur sendi vél til Kúbu og nái þar í Julian Róbert Duranona. Á meðan hann er óhaltur og getur skotið á markið þá er helmingi meiri ógn í honum heldur en Gunnari Berg Viktorssyni sem hef- ur fengið fleiri tækifæri með lands- liöinu en tárum tekur að telja án þess að sýna nokkrun skapaðan hlut. Duranona getur á góðum degi unniö leiki upp á eigin spýtur og hann er of góður til að sitja í Havana með hausinn undir hend- inni á meðan HM stendur yfir. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.