Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 22
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 y 38 Sport_________________________________________________________________________________________dv Veiðivon Veiöimaðurinn Stefán Sigurðsson er nýjasti sölufulltrúinn i innan- landsdeild Veiðifélagsins Lax-ár, en hann er yfirleiðsögumaður í Ytri- Rangá. Stefán hefur mikla reynslu sem veiðimaður en Veiðifélagið Lax- á getur loksins boðið upp á eitt besta urriðasvæði á íslandi. Lax-á var að semja við landeigend- ur um að fá Staðartorfu og Múlatorfu í Laxá i Aðaldal sem eru tvö efstu veiðisvæðin í Aðaldal. Veiðisvæðið nær frá Laxárvirkjun og niður að veiðisvæði Hólmavaðs, samtals um 5 km svæði. Veitt er á samtals 4 stangir á báðum svæðum eða 2 stangir á hvoru svæði. í fyrra veiddust um 900 urriðar á þessar 4 stangir og einnig nokkrir laxar. Þegar liður á veiðitimann er ailtaf einn og einn lax á ferðinni þannig að ágæt laxavon er á svæðinu. Þess má geta að Staðartorfa óg Múla- torfa hafa alltaf verið leigðar til veiði- félaga og veiðileyfin því ekki verið seld á opnum markaði. — Roy Arris, Siguröur Staples og Jón R. Ársælsson meö fallega bleikjuveiöi þegar Ðreiödalsá var opnuö í sumar, en Jón segir frá skemmtilegum tökum hjá bleikjunum í viötalinu. DV-mynd ÞE Bleikjurnar slógust um Heimasætuna - segir Jón R. Ársælsson sem fór víða til veiða í sumar Aðeins er veitt á flugu enda frábært fluguveiðisvæði með fjölbreytta veiði- staöi sem bjóða upp á veiði á kúlu- hausa, þurrflugu og streamera. í sam- ráði við landeigendur hvetjum við til sleppinga, sérstaklega á stærri urrið- unum. Skylt er að sleppa laxinum. Verð á stöng á dag er 7800 kr. Dorgveióimenn hafa aðeins verið að kíkja á aðstæður fyrir komandi veiði- tíma en ís er alís ekki traustur á vötnum landsins þessa dagana og langt í að hann verði það miðað við veðurspá næstu daga. Veiðimenn geta frekar tekið fram veiðistangir og kastað flugunni fyrir fiska en að liggja á ísnum núna. Einn veiðimaður fór fyrir skömmu til veiða norðan heiða, með dorg- stöngina og flugustöngina líka, til að kanna aðstæður sem voru fínar fyrir venjulega fluguveiði. Hann kastaði líka lengi en fiskurinn tók ekki. Það merkilega var hitastigið þama fyrir norðan. Hitinn var 9 gráður í plús og þetta var í desember. -G. Bender Hér að neðan sjást veiöimenn renna fyrir lax í Múlakvörn í Þverá en 1491 lax kom á land úr Þverá og Kjarrá síð- asta sumar. Þverá gaf 695 laxa með Litlu-Þverá en 796 laxar komu á land úr Kjarrá, þrátt fyrir að aðeins sé veitt á flugu þar. DV-mynd G. Bender j Vertlðin hófst meö ferð í Minni- vallalæk snemma í maí en þar tókst mér að ná þremur urriðum frá 2 upp i 7 pund og tóku þeir kúluhausa með svokallaðri „uppstrím-tækni“, sagði Jón R. Ársælsson er viö báð- um hann að rifja upp sumarið fyrir veiðimenn, en á næstunni munum við fá fleiri veiðimenn til að segja okkur sína sögu frá sumrinu. „Síðan lá leiðin í Breiðdalsána snemma í júní og þar lenti ég í skemmtilegum tökum við brúna á „cone head-heimasætu“ sem bleikj- urnar hreinlega slógust um að taka. Það var skemmtileg sjón að sjá boðafollin á eftir flugunni, en þetta voru allt spegiifagrar nýrunnar bleikjur frá 1 í 3 pund. Síðan lá leið- in í Eyjafjarðará í ágúst, með al- gjöru harðlífi, en ég náði þar ein- ungis tveimur fiskum með herkjum. í október lá leiðin í Tungufljótið og fengum við 25 fiska þar, frá 1 upp í 12 pund.“ Hún var eftirminnileg, veiöiferðin í Hofsá í Vopnafiröi, var ekki svo? „Jú, rúsínan í pylsuendanum hjá mér var ferð í Vopnafjörðinn snemma í september og er skemmst frá þvi að segja að ég sló persónu- legt met sem var 14 pund, en ég var búinn að vera fastur í þessu mörg ár. Þar setti ég i 15 punda fisk í Sig- urðarstreng á fyrstu vaktinni, í þessu fallega veðri. Hún tók black and blue keilutúpu og var ég hátt í 40 mínútur að koma henni á þurrt. Þetta var á alian hátt tvísýn viður- eign, hún þumbaðist og lá þungt í og tók þessar heljarinnar rokur og dansaði á sporðinum svo að dró fyr- ir sólu. Henni var landað, eða öllu heldur strandað, með dyggilegri hjálp frá Friðjóni Sæm löndunar- stjóra.“ „Fleiri fiskar lutu í gras þessa dýrðardaga við Hofsá sem fátækleg orð megna ekki að lýsa sem skyldi,“ sagði Jón Ársælsson enn fremur um veiðina í sumar. -G. Bender i Veiöiám fækkar þar sem leyfö er bæöi fluga og maðkur: Maðkurinn leyfður áfram í Þveránni en eingöngu fluga í Kjarrá Þeim fækkar laxveiðiánum þar sem leyfður er bæði maðkur og fluga. í Þverá og Kjarrá i Borgar- firði, sem eiga upptök sín á sama vatnasvæðinu, verða maðkurinn og flugan í Þverá og flugan í £ Kjarrá, efri hluta vatnasvæðisins. Ánægöir með sumarið „Við erum ánægðir með sumar- ið í Þverá og Kjarrá enda gáfu árn- ar 1491 lax en Þverá gaf 695 laxa með Litlu-Þverá og Kjarrá gaf 796 laxa, þrátt fyrir að þar væri bara flugan," sagði Gunnar Sveinbjöms- son, leiðsögumaður í Þverá í Borg- arfirði, í samtali við DV-Sport í vikunni. En fyrir skömmu var ákveðið að hafa sama fyrirkomu- lag á veiðinni og í fyrra i ánni með fluguna og maðkinn í Þverá. Spúnn verður ekki lengur leyfður í Þverá og aðeins flugan verður leyfð í Kjarrá. Sá stærsti 17 pund „Stærsti laxinn var 17 pund og veiddist hann í Kjarránni, en það voru franses-flugumar sem gáfu bestu veiðina bæði í Kjarrá og Þverá, eða 421 lax, en síðan komu míkró-túbur með 168 laxa. Snæld- an og Þingeyingur voru í næstu sætum þar fyrir neðan en alls veiddust 1185 laxar á ýmsar flugur. Þegar við hættum veiðum í ánum í haust var víða mikið af fiski til að hrygna í ánum. Ég held að þetta sé ágætt fyrirkomulag með veiðiskap- inn í Þverá og Kjarrá, aö hafa þetta svona eins og verið hefur í ánni síðustu árin, nema spúnninn verð- ur ekki lengur leyfður í Þverá," sagði Gunnar Sveinbjörnsson í lok- in. 40 ár era síðan Gunnar hóf að veiða og leiðbeina veiðimönnum í Þverá/Kjarrá, sem hann þekkir svo vel, enda sagt veiöimönnum til, eins og Karli Bretaprins, Stein- grími Hermannssyni, Jóhannesi Norðdal, Lee Wulff og Lord Ashley Copper, svo fáir séu nefndir til sög- unnar. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.