Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 23
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003
39
I
J3V
Sport
Kort af keppnisleiðinni í
París/Dakar-rallinu 2003
Stéphane Peterhansel:
Alvaran byrj-
ar núna
Franski ökuþórinn Stéphane Pet-
erhansel, sem hefur sex sinnum
unnið í mótorhjólaflokki í Par-
ís/Dakar-railinu, keppir nú í fyrsta
sinn i bílaflokki.
Hann er með forystu í bílaflokkn-
um eftir fjórar sérleiðir en hann
vann sprettsérleiðina í gær.
„Þetta var mjög stutt braut og ég
fór frekar hratt. Ég gerði því mikið
af mistökum en ég er sáttur. Þessi
braut var eins og í heimsbikamum
í ralli en alvaran byrjar núna þegar
við fórum út í eyðimörkina," sagði
Peterhansel. -ósk
Merk tímamót í París/Dakar-rallinu á þessu ári:
25 ára afmæli
rallsins fræga
- sem byrjaöi ekki í París og endar ekki í Dakar í Senegal
ítalski mótorhjólakappinn Fabrizio Meoni, sem unniö hefur mótorhjóla-
keppnina I París/Dakar-rallinu undanfarin tvö ár, veifar hér til áhorfenda áö-
ur en lagt var af staö frá Marseille á nýársdag. Reuters
Á þessu ári er París Dakar-raliið
haldið í 25. sinn og er leiðin í ár
frekar óvenjuleg. í raun og veru
hófst rallið ekki í París á nýársdag
eins og venjulega heldur í hafnar-
borginni Marseille við Miðjarðar-
haf. Rallið endar svo í Egyptalandi,
nánar tiltekið á Sinaískaganum, í
borginni Sharm el Sheikh við
Rauðahafið. Rallið tekur tæpar
þrjár vikur og er lokadagurinn áætl-
aður 19. janúar
Keppnisleiðimar eru alls 15 og
eru 13 þeirra í Afríku. Tvær þeirra
eru svokallaðar maraþonleiðir en
þá þurfa keppendur að ljúka langri
og erflðri sérleið án nokkurrar
hjálpar frá aðstoðarliði. Á annarri
þeirra verður meira að segja bann-
að að nota GPS-tækin.
Keppnin i Evrópu er nú að baki
en þar voru eknar fjórar sérleiðir,
tvær í Frakklandi og tvær á Spáni.
Alvaran hófst þó ekki fyrr en i gær
þegar keppendur komu til Túnis en
einnig er ekið gegnum Líbíu og
Egyptaland.
Alis eru 342 farartæki skráð til
keppni auk 147 aðstoðarökutækja. í
mótorhjólaflokki eru 165 hjól og eru
14 þeirra fjórhjól, í bílaflokki 128
bílar og jeppar og auk þess eru 49
trukkar skráðir til keppni.
Keppendur í ár eru margir vel
reyndir í þessu ralli og hafa margir
þeirra unnið rallið áður, þó enginn
oftar en Stéphane Peterhansel sem
alls hefur unnið keppnina sex sinn-
um í mótorhjólaflokki. Hann keppir
nú fyrir Mitsubishi á nýjustu afurð
japanska framleiðandans, tilrauna-
útgáfu af Pajero.
Ari Vatanen keppir fyrir Niss-
an,en hann vann keppnina fjórum
sinnum í bílaflokki á ámnum
1987-91. Hann keppir á nýjum Niss-
an Double Cab líkt og Kenjiro Shin-
ozuka sem vann keppnina árið 1997.
Til gamans má geta að aðstoð-
arökumaður Vatanen er Kristina
Thumer, en hún var aðstoðaröku-
maður Juttu Kleinschmidt til langs
tíma, sigurvegarans frá 2001. Jutta
hefur flutt sig yfir til Volkswagen
frá Mitsubishi.
Annar frægur keppandi í bíla-
flokki er Jean-Louis Schlesser sem
vann keppnina árið 1999 og 2000 en
hann keppir á sérsmíðuðum Buggy-
bíl sínum sem að þessu sinni er með
Ford V6 vél, en áður notaðist hann
við Renault-vélar.
Sá sem vann keppnina í fyrra
heitir Hiroshi Masuoka og keppir
hann fyrir Mitsubishi ems og þá.
I mótorhjólaflokki verður slagur-
inn eflaust á milli Fabrizios Meoni,
sem unnið hefur keppnina síðastlið-
in tvö ár, og Richards Saincts sem
flokki enda margir sterkir keppend-
ur þar líka.
Má þar nefna Vladimir
Tchaguine á Kamaz, sem vann í
fyrra og árið 2000, Karel Loprais á
hinum tékkneska Tatra, sem alls
hefur unnið sex sinnum, og endur-
komu hins hollenska Johanesar de
Rooys og fjölskyldu sem vann
keppnina árið 1987 á DAF.
Alls taka níu konur þátt í rallinu
að þessu sinni, flestar í bilaflokki en
ein í trukkaflokki og ein í mótor-
hjólaflokki. Keppni hefur lika ávallt
veriö vinsæl meðal íþróttafólks
hvaðanæva að og er keppnin í ár
engin undantekning.
Tveir þekktir siglingamenn
keppa í ár, þeir Steve Ravussin og
Philippe Monnet. Einnig tekur
belgíski fótboltakappinn Jean Marie
Pfaff þátt og tveir fyrrverandi For-
múluökumenn, þeir Paul Belmondo
og Ukyo Katayama.
Meðal keppanda úr fleiri greinum
má nefna skíðamanninn Luc Alp-
hand og fjallageitina Isabelle Pat-
issi. -NG
Stéphane Peterhansel hefur unniö keppnina sex sinnum í mótorhjólaflokki. Hann keppir nú fyrir Mitsubishi á nýj-
ustu afurö japanska framleiöandans, tilraunaútgáfu af Pajero. Hann er meö forystu í bílaflokknum.
vann keppnina árið 1999 og 2000.
Báðir keppa þeir á KTM-hjólum
sem hafa verið nánast einráð í mót-
orhjólaflokki síðastliðin ár. Spán-
verjinn Juan Roma og Suður-Afr-
íkubúinn Alfie Cox gætu einnig
blandað sér í baráttuna en þeir hafa
oft verið í toppsætum og unnið sér-
leiðir.
Spáð er höröum slag í trukka-
París/Dakar 2003
Bjílar
Úrslit á íjóröu sérleið
í gær:
S. Peterhansel, Frakkl. . . 18:26 mín.
G. De Mevius, Belgíu .... 18:48 mín.
A. Vatanen, Finnlandi ... 18:54 mín.
J.L. Schlesser, Frakkl. . . . 18:54 mín.
G. De Villiers, S.-Afríku . 19:16 mín.
J.P. Fontenay, Frakkl. .. . 19:21 mín.
H. Masuoka, Japan ........19:22 mín.
N. Biasion, Ítalíu........19:34 mín.
T. De Lavergne, Frakkl. .. 19:40 mín.
C. Sousa, Portúgal ...... 20:06 mín
Samanlögð staða eftir
fjórar sérleiðir:
S. Peterhansel, Frakkl. . 1:04:01 klst.
G. De Villiers, S.-Afríku 1:05:24 klst.
H. Masuoka, Japan.....1:05:26 klst.
A. Vatanen, Finnlandi . . 1:05:35 klst.
G. De Mevius, Belgíu ... 1:05:41 klst.
Mótorhjól
Úrslit á íjóröu sérleið
í gær:
N. Roma, Spáni...........19:52 mín.
J. De Azevedo, Brasilíu .. 20:08 mín.
R. Sainct, Frakkl.............20:10 mín.
C. Despres, Frakkl.......20:14 mín.
F. Meoni, Ítalíu............. 20:30 mín.
A. Duclos, Frakkl............ 20:37 mín.
J. Luis Steuri, Spáni .... 20:50 mín.
P. Marques, Portúgal .... 20:50 min.
E. Verhoef, Hollandi .... 21:00 mín.
J. Manuel PeUicer, Spáni. 21:08 min.
Samanlögð staða eftir
fjórar sérleiðir:
R. Sainct, Frakkl.......... 1:08:29 klst.
C. Despres, Frakkl....1:08:51 klst.
N. Roma, Spáni............. 1:09:28 klst.
A. Cox, S. Afríku.... 1:09:39 klst.
M. Coma, Spáni..............1:10:24 klst.
:T
k~
fv
m