Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 21
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003
37
DV
Sport
Þaö voru leiknir 636 leikir á Jólamóti Kópavogs í ár og í þeim leikjum voru skoruð 1183 mörk. Sóknarleikurinn var^p
því greinilega hafður í fyrirrúmi á mótinu. Það var hvergi gefið eftir í leikjunum eins og við sjáum á þessum myndum
hér að ofan og einbeitingin svo sannarlega í lagi hjá strákunum. DV-myndir E.ÓL.
Mótsnefnd Jólamóts Kópavogs ánægð með árangurinn:
Mjög skemmtilegt
- segir Grétar Skúlason sem situr í mótsnefnd Jólamótsins
Það var mikið álag á mótsneftid-
inni sem stóð að Jólamóti Kópavogs
og næsta víst að seinni hluti desem-
bermánaðar hefur tekið sinn toll
hjá þeim. Það er ekkert grín að
skipuleggja og stýra móti með rúm-
lega 2000 keppendum, ásamt þvi að
halda jól.
Okkur lék forvitni á að vita meira
um þetta skemmtilega mót og tók-
um því einn í mótsnefndinni, Grét-
ar Skúlason, tali og spurðum hann
spjörunum úr um mótið og framtíð
þess.
200 manns koma aö mótinu
Hvaö eru eiginlega margir sem
koma aö þessu móti og hvenœr hefst
undirbúningur þess?
„í mótsnefnd, sem byrjaði að
starfa í nóvember að þessu sinni,
voru átta manns og komu fjórir frá
HK og fjórir frá Breiðabliki. Aðrir
sjálfboðaliðar, sem sjá til að mynda
um veitingasölu, framkvæmd á
mótsstað, dómgæslu og fleira, voru
svo margir að ég hef ekki tölu á
þeim en ég myndi giska á að þeir
hafi verið á annað hundrað."
En er þaö ekki óös manns œði að
standa aö slíku móti yfir hátíöarn-
ar?
„Það má kannski segja það en að
öllu gríni slepptu þá er mjög
skemmtilegt að geta boðið upp á
knattspymumót milli jóla og nýárs
þegar iðkendumir í yngri flokkun-
um eru í fríi frá skóla. Allir þeir
sem vinna við mótið eru hálfóðir
knattspymuáhugamenn sem eru til
í að leggja mikið á sig fyrir félagið
sitt, íþróttina og unga fólkið.“
Nú var sú nýbreytni í ár aö Kópa-
vogsfélögin sáu saman um fram-
kvœmd mótsins. Veröur þaö ekki
þannig í framtíöinni þar sem mótið
er oröiö eins stórt og raun ber vitni?
„Það er einróma álit þeirra sem
voru í mótsnefndinni f ár að þannig
eigi þetta að vera. Samstarfið gekk
í alla staði mjög vel og er stefnt að
því að félögin haldi mótið saman í
framtíðinni. Það er jafnframt mik-
ill metnaður fyrir því að hafa næsta
mót enn betra og flottara."
Stuöningur foreldra skiptir
miklu máli
Bœói Kópavogsliöin, HK og
Breiöablik, náöu mjög góöum ár-
angri á mótinu í ár. Kanntu einhver
svör við þessum uppgangi í ung-
lingaboltanum í Kópavogi?
„Kópavogur hefur auðvitað verið
að stækka mikið og mikill uppgang-
ur í bænum og þess vegna er að
sjálfsögðu mikill fjöldi iðkenda.
Stuðningur bæjaryfirvalda skiptir
að sjálfsögðu einnig máli og aðstað-
an sem við höfum er ein sú besta
sem þekkist á landinu. Þá er degin-
um ljósara að sá stuðningur sem
foreldrar veita yngri flokkunum
með ómældri sjálfboðavinnu hefur
gríðarlega mikið að segja. Það er
mikill metnaður hjá öllum sem
koma að yngri flokkunum í Breiða-
bliki og HK og ekki má gleyma að
telja þar með mjög hæfa þjálfara og
vel skipuð unglingaráð. Að okkar
mati kemur ekkert annað til greina
en að Kópavogur sé ávallt með
knattspymulið í fremstu röð og að
þvi er alltaf stefnt."
Oftast í kringum 1000
þátttakendur
En aftur aö mótinu sjálfu. Hvaö
voru margir þátttakendur á fyrsta
mótinu og hvernig hefur aukningin
veriö?
„Ég er ekki alveg viss um fjöld-
ann á fyrsta mótinu en frá því ég
man eftir mér hafa þátttakendur
ávallt verið í kringum eitt þúsund.
Stóra aukningin varð núna og er ör-
ugglega mikið því að þakka að við
bjóðum núna upp á keppni á grasi
innanhúss auk hins hefbundna inn-
anhússfótbolta."
Fá liö utan af landi
Nú vakti þaö athygli mína aó þaó
komu ekki mörg liö langt utan af
landi. Af hverju taka þau ekki þátt?
„Við sendum tilkynningar til liða
á svæðinu frá ísafirði til Hafnar í
Homafirði. Þetta fer yfirleitt eftir
því hvort lið treysta sér til þess að
koma til okkar á mótið. ísfirðingar
hafa verið með, þótt ekki hafi svo
verið að þessu sinni. Vestmanna-
eyingar tóku þátt í fyrsta skipti og
KFRá Hvolsvelli tók þátt í annað
skipti. Við reiknum alveg eins með
því og vonum að við eigum eftir að
fá gesti lengra að á næstumót. All-
ir gátu í raun skráð sig á það og
auglýsingar um mótið birtust í fjöl-
miðlum auk þess sem greint var frá
því á heimasíðu KSÍ.“
Geta tekiö viö 3000 krökkum
Nú voruö þiö meó 2400 krakka á
þessu móti. Eru engin takmörk fyrir
því hvað þiö getiö tekiö viö mörgum?
„Við miðum við að við getum
haldið mót fyrir 3000 iðkend-
urþannig að svigrúm til stækkunar
er enn til staðar."
Á nœsta ári veröur mótiö haldiö i
tuttugasta skipti. Veröur bryddaö
upp á einhverju sérstöku í tilefni
þess?
„Það er ekki búið að ákveða það
enn þá en eigum við ekki að segja
aö það sé mjög líklegt," sagði Grétar
að lokum og var hvíldinni feginn
eftir átök undanfarinna vikna.
Það má ljóst vera að það verður
mikið fjör á 20 ára afmælismótinu
um næstu jól og eflaust verður boð-
ið upp á eitthvað nýtt og skemmti-
legt.
Vonandi sjá fleiri lið utan af landi
sér fært að mæta næsta ár því þetta
mót er mikil skemmtun fyrir krakk-
ana sem þau búa lengi að.
-HBG
Úrslit í Jólamóti
Kópavogs
5. flokkur kvenna, A-lið
1 ...................Breiðablik 2
2 .........................Haukar
3 .....................Breiðablik
4 .............................FH
5. flokkur kvenna, B-lið
1 .......................Stjarnan
2 .......................Keflavik
3 .............................FH
3.............................UMF Bess.
6. flokkur karla, A-lið
1 .......................Stjarnan
2 ..............................HK
3 .........................Grótta
4 ........................Selfoss
6. flokkur karla, B-Uð
1 ......................Breiðablik
2 ........................Stjaman
3 .............................HK
4 .........................Haukar
6. flokkur karla, C-Uð
1 ............................HK
2 ..........................Grótta
3 ........................Stjarnan
4 ......................UMF Bess.
6. flokkur karla, D-Uö
1 ..............................HK
2 .........................Grótta
3 .........................Haukar
4 .....................Breiðablik
6. flokkur kvenna, A-lið
1 .....................Breiðablik
2 .........................Haukar
3 ........................Selfoss
4. ......................Keflavík
6. flokkur kvenna, B-Uð
1 .......................UMF Bess.
2 ...................Breiðablik 2
3 .....................Breiðablik
4 .............................FH
7. flokkur karla, A-Uð
1 .........................Selfoss
2 .............................HK
3 .........................Grótta
4 .............................FH
7. flokkur karla, B-lið
1 .......................Stjarnan
2 .............................FH
3 ...................Breiðablik 2
4 .....................Breiðablik
7. flokkur karla, C-Uð
1 .......................Stjarnan
2 .....................
. . HK
. FH 2
. . FH
7. flokkur karla, D-Uð
1 .......................Haukar
2 ..................Breiðablik 3
3 ......................Stjaman
4 .....................UMFBess.