Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 4
20 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 DV Stefán Arnarson, landsliös- þjálfari í handbolta kvenna: Vantar herslu- muninn „Það er ekki alveg komið á hreint hvaða verkefni verða hjá okk- ur framan af ári en næsta stóra verk- efnið er undankeppni EM í nóv- ember. Þegar ég tók við á síðasta ári gerðum við þriggja ára áætlun sem unnið er markvisst eftir. Hún gengur út á það að láta liðið fá leikreynslu með þvi að spila 12-15 landsleiki á ári. í fyrra spil- uðum við 14 leiki og gengu þeir bara nokkuð vel. Markmiðið á þessu ári er að spila samsvarandi fjölda landsleikja. Árið í fyrra var að mörgu leyti mjög gott en ég tel að liðiö eigi meira inni. Nálgumst bestu þjóðirnar Ef við fáum þennan fjölda landsleikja nálgumst viö 8-15 bestu þjóðir í heiminum mjög hratt. Við stríddum þessum þjóð- um þegar við lékum gegn þeim í fyrra en það vantar enn þá herslumuninn á að vinna þær. Ég er sannfærður um að það kemur með þessu áframhaldi. Það er einnig gott fyrir lands- liðið að það eru svona margir leikmenn orðnir atvinnumenn þar sem það er spilaður miklu hraðari bolti úti heldur en hér og þessir landsleikir eru mjög hrað- ir.“ -vig Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari í frjálsum: Mikill efniviður Fyrsta al- vörumótið á árinu er HM innanhúss í mars. Þar verður Jón Arnar Magn- ússon vænt- anlega okkar aðaikeppandi og gæti barist um bronsið og Þórey Edda Elísdóttir verður kannski með líka en hún hefur æft mjög vel. Vala Flosadóttir ætlar ekki að taka þátt í innanhússtímabilinu. Hún er búinn að vera að breyta þjálfunaráherslum og ætlar að koma sterk inn í sumar. Við stefnum að því að fara með 18 manna hóp á Smáþjóðaleikana og vonumst eftir góðum árangri þar en síðan er hápunktur tímabilsins í lok ágúst þegar HM utanhúss hefst. Magnús Aron að ná sér Magnús Aron Hallgrímsson er að ná sér mjög vel á strik eftir meiðslin. Hann er á besta aldri og ég er mjög bjartsýnn á árangur hans. Einar Karl Hjartarson er svo næstur þarna inn og við vonumst til að hann stökkvi yfir 2,30 metra á árinu. Silja Úlfarsdóttir er líka að æfa í Bandaríkjunum og það er aldrei að vita hvað hún gerir. Efniviðurinn er mikill og á aldrinum 14-17 ára er margt efnilegt fólk og þar fer fremst Sigurbjörg Ólafsdóttir. -vig Sport Handboltamaðurinn Ólafur Stefansson er íþróttama&ur ársins á íslandi fyrir áriö 2002. Hér sést hann meö styttuna góöu. DV-mynd Sigur&ur Jökull Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðs- þjálfari í körfubolta karla: Landsliðiö er afar ungt „Smáþjóðaleikarnir fara fram í byrjun sumars og þar er markmiðið kristaltært, við ætlum okkur gull- verðlaun. Við vitum hins vegar að það verður erfitt og sérstaklega verður mikil barátta gegn sterku liði Kýpur. Ég sé fyrir mér mjög skemmtilegar viður- eignir þar. Undanúrslitariöill í nóvember ________________ í nóvember hefst keppni í undanúrslitariðli fyrir Evrópukeppnina árið 2005. Áður hefur verið haldin forkeppni til að komast í þessa riðla en nú er búið að leggja hana niður og öll liðin fara beint í riðla. Hingað til höfum við ávallt verið í neðsta styrkleikaflokki en nú getum við átt von á að hafa a.m.k. eina þjóð sem er fyrir neðan okkur i styrkleika. Fyrir utan þetta er vonast til þess að farið verði í eitthvert æfmgaprógramm í sumar sem yrði þá undirbúningur fyrir þessa leiki í undanúrslitariðlinum í nóvember. Stærri og breiðari hópur Landsliðshópurinn er stöðugt að verða stærri og breiðari en svo er aftur slæmt að við getum ekki notað þessa leikmenn sem eru að spila erlendis, og þá sérstaklega þá sem eru í Bandaríkjunum, nema í sumar- verkefnunum. Yflr veturinn eigum við ekki kost á að nota þá. En ég fylgist með þessum strákum úti í Evrópu og Bandaríkjunum og þeir eru klárlega stöðugt að bæta sig. Hins vegar er fjöldi fólks á íslandi sem býst viö að þessir strákar framkvæmi töfrabrögð í hvert sinn sem þeir stíga inn á völlinn. En auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess. Hvort sem fólki líkar bet- ur eða verr er landsliðið feikilega ungt og við erum farin að gera, án þess kannski að átta okkur á því, miklar kröfur til drengja sem eru jafn- vel aðeins rétt um tvítugt. En það er mikið ævintýri í gangi hjá þessum ungu strákum í atvinnumennskmini sem ég sé varla fyrir endann á og það eiga án efa fleiri leikmenn eftir að fylgja í kjölfarið." -vig m ?'&." . Jörundur Aki Sveinsson, landsliðsþj álfar i i knattspyrnu kvenna: Komnar á kortið „Næsta verk- efni hjá okkur er leikur við heimsmeistar- ana í Banda- ríkjunum í febrúar. Við fórum þangað með það að markmiði að standa okkur vel þar sem við vitum að þetta er alveg gríðarlega sterkt lið. Þetta er nú ekki heppilegasti tíminn fyrir okkur þar sem það er ekki verið að leika í deildinni hér heima og stelpurnar úti eru líka í fríi. Síðan munum við spila leiki í undankeppni EM á þessu ári þar sem við erum meðal annars með Rússlandi og Frakklandi í riðli. Bar- áttan um efstu tvö sætin mun að öll- um líkindum standa á milli þessara liða og okkar. Það virðast jafnvel ætla að verða einhver brotthvörf úr þessum hópi okkar og sumar eru að íhuga að hætta knattspyrnuiðkun svo að það má alveg búast við því að sjá ný andlit í landsliðshópnum á þessu ári. Bæði 19 ára landsliðið og 17 ára liðiö stóðu sig vel á síðasta ári svo að við eigum nóg af efnilegum stúlk- um. Við gerum okkur alveg grein fyr- ir því að meö góðum árangri í síð- ustu keppni setjum við á okkur meiri pressu. Við ætlum að gera okkar besta til að standast þær kröf- ur og reyna að komast í lokakeppni EM 2005. Það aö við skyldum eiga fulltrúa sem endaði í 6. sæti i kjör- inu um íþróttamann ársins er frá- bær árangur og það að við séum að fá boð frá heimsmeisturunum um að koma að spila undirstrikar enn frekar að við erum komnar á kortið á alþjóðlegum vettvangi." -vig Á topp tvö 5 ár í röð Sundma&urinn Örn Arnarson hefur verið í efstu tveimur sætunum í kosningu á íþróttamanni ársins sí&ustu fimm árin, þrisvar í 1. sæti (1998, 1999 og 2001) og tvisvar í ö&ru sæti (2000 og 2002). Hjörtur Harðarson, landsliðs- þjálfari í körfu kvenna: Margar ungarog efnilegar „Það eru Smáþjóða- leikarnir í júní sem eru hápunktur ársins hjá okkur. Það er ekki kom- ið í ljós hvort við fáum einhverja æflnga- leiki fyrir það mót og ég á ekki von á því að svo verði. En við stefnum á guUverðlaun á Smá- þjóðaleikunum. Ég reyni náttúrlega aUtaf að velja 10 bestu stelpurnar hverju sinni og þær eiga aUar jafna möguleika. En það eru ungar stúlkur að koma upp sem vissu- lega eru sterkir leikmenn. Kefla- vík er með yfirburðalið á íslandi í kvennakörfunni í dag og það gæti haft áhrif á landsliðið. Þær eru að vinna leikina sína með um 20 stiga mun hverju sinni og það er náttúrlega ekkert gott ef það er ekki samkeppni. Tvær 14 ára í landsliðið Við eigum rosalega mikið af efnilegum stelpum núna og fleiri en oft áður, held ég. í síðasta landsliðshóp voru valdar tvær 14 ára gamlar stelpur og það eru fleiri á þessum aldri sem hafa mikla hæfileika. Við eigum mjög líklega eftir að sjá fleiri ungar stelpur koma upp á þessu ári. -vig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.