Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 11
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003
27
DV
Sport
Ísland-Slóvenía 37-29 (16-16)
Skot leikmanna: Skot/Mörk 9 m Lina Hom Gbr. Hrað.
Guðjón V. Sigurðsson 16/11 69% 6/4 1/1 8/5
Róbert Sighvatsson 9/7 78% 6/5 1/1 2/1
Ólafur Stefánsson 8/6 75% 3/2 1/1
Dagur Sigurðsson 7/4 57% 5/3 1/0 1/1
Aron Kristjánsson 4/3 75% 2/1 1/1 1/1
Rúnar Sigtryggsson 3/2 67% 1/1 1/0 1/1
Einar Örn Jónsson 1/1 100% 1/1
Logi Geirsson 2/1 50% 1/0 1/1
Heiðmar Felixson 2/1 50% 2/1
Snorri S. Guðjónsson 2/1 50% 1/1 1/0
Sigurður Bjarnason 1/0 0% 1/0
Gunnar B. Viktorsson Lék ekki
Róbert Gunnarsson Lék ekki
4/3
Samtals 55/37 67% 14/8 8/6 11/7 4/3 13/9 5/4
Markverðir Skot/Varin 9 m Lina Hom Gbr. Hrað. Vítí
Guðmundur Hrafhkelss. 21/5 24% 5/2 2/0 3/1 3/1 6/1 2/0
Roland Eradze 19/6 32% 4/2 2/0 1/1 2/2 5/1 4/0
Samtals 40/11 28% 9/4 4/0 4/2 5/3 11/2 6/0
Leikstaður og dagur: Kaplakriki. 4. janúar.
Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðsson og
Ólafur Haraldsson (4). Gœði leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 1500.
Sóknarnýting:
Fyrri hálfleikur:
ísland (29/16, 6 tapaðir) . . . . . . 55%
Slóvenia (29/16, 6 tapaðir) . . . . 55%
Seinni hálfleikur:
ísland (32/21, 2 tapaðir) . . . . . . 66%
Slóvenía (32/13, 11 tapaðir) . . . . 41%
Samtals:
Island (61/37, 8 tapaðir) .. . . . . 61%
Slóvenía (61/29,17 tapaðir) . . . . 48%
Slóvenía:
Mörk/viti (skot/viti): Ivan Siminovic 7/2 (13/2), Roman
Pungartnik 5 (9), Andrej Kastelic 4/4 (5/4), Uros Zorman
4 (5), Zoran Lubej 3 (3), Zoran Jovicic 3 (3), Ognjen
Backovic 1 (1), Jure Matek 1 (2), Renato Vugrinec 1 (5).
Varin skot/viti (skot á sig): Dusan Podpecan 10 (26/4,
hélt 3, 39%), Beno Lapajne 7 (28, hélt 2, 25%).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 9 (Pungartnik 3, Zorman
2, Backovic, Vugrinec, Simonovic, Lubej).
Vitanýting: Skorað úr 6 af 6.
Maður leiksins:
Guðjón Valur
Onnur tölfræði Islands
Stoðsendingar (inn á Unu): . 22 (6)
Ólafur 7 (3), Dagur 7 (3), Sigurður 3 (0),
Aron 2 (0), Roland 2 (0), Heiðmar 1 (0).
Sendingar sem gefa vlti:.........5
Dagur 3, Ólafúr, Sigurður.
Fiskuð viti:.....................5
Róbert 4, Snorri Steinn.
Gefln víti:..................... 6
Rúnar 3, Einar Öm 2, Sigurður.
Tapaðir boltar:...............8
Róbert, Aron, Logi, Dagur, Guðjón
Valur, Heiðmar, Ólafur, Snorri Steinn.
Stolnir boltar: .............. 7
Einar Öm, Logi, Guðjón Valur, Óiafur,
Sigurður, Roland, Guðmundur.
Varin skot í vörn:............3
Rúnar 2, Sigurður.
Fráköst (í sókn):...........7 (4)
Róbert 3 (3), Einar Öm 2 (1), Dagur 1
(0), Guðjón Valur 1 (0).
Fiskaöar 2 minútur:........6 min
Róbert 4 minútur, Rúnar 2.
Refsimínútur:............10 min
Ólafur 4 minútur, Sigurður 2, Aron 2,
Rúnar 2.
Varin skot markvaröa: .......11
Guömundur 5 (1 haldið, 2 til samherja,
2 til mótherja)
Roland 6 (1 haldið, 3 til samherja, 2 til
mótherja).
Sigurðsson 1
Gangur leiksins:
1-0, 17-16,
3-1, 17-19,
4-4, 19-19,
6-6,
8-7, -34-
8-10, 20-21,
-17- 23-22, 25-23,
11-10, 28-24,
11-14, 28-26,
12-14, -49-
-25- 29-28,
15-15, 35-28,
15-16 -58-
(16-16) 35-29, 37-29.
Fýrsti leikurinn
hjá Roland
Roland Eradze lék fyrsta
landsleik sinn fyrir íslands hönd
í Kaplakrika á laugardaginn þeg-
ar hann spUaöi seinni hálfleik-
inn í 37-29 sigri liðsins á Slóven-
um.
Roland varði 6 skot og átti
tvær glæsUegar stoðsendingar
fram í hraöaupphlaup á Guðjón
Val Sigurðsson eða jafnmargar
og íslensku markverðimir áttu
samtals í átta leikjum á Evrópu-
mótinu fyrir ári. Hann lofar því
nokkuð góðu fyrir framhaldið.
-ÓÓJ
^ 0 Undirbúningurinn fyrir HM í Portúgal hafinn fyrir alvöru:
Oflug sókn er
besta vörnin
- frábær sóknarleikur en lítill varnar-
leikur í öruggum sigri gegn Slóvenum
Vornin lengi i gang
- sagði Guðjón Valur Sigurðsson, besti maður íslands
Hornamaðurinn Guðjón Valur
Sigurðsson var besti leikmaður ís-
lenska liðsins í leiknum gegn Sló-
venum á laugardaginn. Hann skor-
aði ellefu mörk og blaðamaður DV-
Sports ræddi við hann að leik lokn-
um.
„Við áttum í vandræðum með þá
framan af leiknum. Slóvenar eru
með hörkulið og við vorum lengi i
gang. Það gekk hálfilla að stilla
saman vömina enda vantaði Fúsa
(Sigfús Sigurðsson) og Patrek (Jó-
hannesson) sem em báðir hörku-
vamarmenn. Það var þá sem við
lentum í vandræðum en þegar
vömin fór að smella og markvarsl-
an kom í framhaldinu var þetta
engin spuming," sagði Guöjón Val-
ur.
„Hraðaupphlaupin gengu mjög
vel eftir að vömin komst í gang.
Sóknarleikurinn gekk vel allan
leikinn og það er mjög jákvætt
fyrir framhaldið," sagði Guðjón
Valur Sigurðsson í samtali við DV-
Sport eftir leikinn. -ósk
íslenska landsliðið í handknattleik
hóf undirbúning fyrir heimsmeistara-
mótið í Portúgal, sem hefst 20. janúar
næstkomandi, af alvöru á laugardaginn
þegar liðið bar sigurorð af Slóvenum,
37-29, í Kaplakrika í fyrsta leiknum af
þremur æfingaleikjum liðanna.
Nokkur skörð voru höggvin i raðir ís-
lenska liðsins fyrir leikinn því að tveir
af burðarásum liðsins undanfarið ár,
Patrekur Jóhannesson og Sigfús Sig-
urðsson, voru báðir fjarverandi vegna
meiðsla, auk þess sem Gústaf Bjamason
var fjarri góðu gamni.
Það kom berlega í Ijós í leiknum á
laugardaginn hversu mikilvægir Patrek-
ur og Sigfús eru fyrir landsliðið, sérstak-
lega í vamarleiknum. Hann var mjög
slakur framan af leik, sem og mark-
varslan, og Slóvenar áttu greiða leið að
marki íslendinga svona nokkurn veginn
þegar þeim hentaði. Þegar leið á leikinn
lagaðist vamarleikur íslenska liðsins
nokkuð en ef mið er tekið af þessum ieik
þá er hann sá hluti sem þarfnast mestr-
ar lagfæringar áður en alvaran hefst eft-
ir tvær vikur. Það er þó kannski órétt-
látt að dæma vamarleikinn út frá þess-
um leik vegna fjarveru Patreks og Sig-
fúsar en engu að síður þarf liðið að geta
varist þótt þeirra njóti ekki við.
Eins og áður sagði lagaðist vamar-
leikurinn þegar líða tók á leikinn en
hvort það var vegna þess að leikmenn
íslands stóðu vömina betur eða vegna
þreytu Slóvenanna, sem hreinlega
sprungu í lokin, skal ósagt látið.
Það var hins vegar ekki hægt að
kvarta yfír sóknarleiknum. Hann var
hraður, hugmyndarikur og skemmtileg-
ur á að horfa og íslenska liðið leysti vel
bæði framliggjandi 3-2-1 vöm Slóvena
sem og 6-0 vöm þeirra í síðari hálfleik
og það er mjög góðs viti upp á framhald-
ið. Hraðaupphlaupin, sem vom helsta
vopn liðsins á EM í Sviþjóð, ganga vel
og hefur liðið, með tilkomu markvarðar-
ins Rolands Eradze, fengið nýja vídd í
hraðaupphlaupin. Ekki þarf lengur að
treysta eingöngu á uppspil Ólafs Stefáns-
sonar og Patreks Jóhannessonar, líkt og
gert var í Svíþjóð, því að Roland er með
frábærar sendingar fram völlinn eins og
Guðjón Valur Sigurðsson getur vitnað
um.
Guðjón Valur var besti maður ís-
lenska liðsins í leiknum. Hraðinn og
sprengikrafturinn í drengnum er með
ólíkindum og ef ekki hefði verið fyrir
einbeitingarleysi á tímabili í hraðaupp-
hlaupunum hefði hann átt fullkominn
leik.
Róbert Sighvatsson átti frábæran leik
á línunni. Hann var mjög hreyfanlegur,
nýtti færin vel og fiskaði fjögur víti.
Hann virðist vera í mjög góðu formi og
allt annað að sjá til hans heldur en í Sví-
þjóð þar sem hann var ekki í neinni
leikæfingu. Ólafur Stefánsson og Dagur
Sigurðsson voru einnig öflugir þótt Ólaf-
ur hafi oft látið meira aö sér kveða. Þeir
spiluðu samherja sína uppi á glæsilegan
hátt og tóku síðan af skarið þegar á
þurfti að halda.
Það vakti athygli blaðamanns að
homamaðurinn Einar Öm Jónsson var
nánast áhorfandi í sóknarleiknum.
Hann átti eitt skot á markið þegar rúm-
ar fimm mínútur voru liðnar af seinni
hálfleik og nýtti það, en annars fór lítið
fyrir honum. íslenska liðið þarf að fá
meira út úr honum heldur en þetta og
kannski áhyggjuefni að hann nýtist ekki
betur en raun ber vitni. Snorri Steinn
Guðjónsson stjómaði leik íslenska liðs-
ins I fyrri hálfleik og gerði það vel.
Hann lét boltann ganga, var hreyfanleg-
ur og sýndi að hann á fullt erindi í þetta
lið.
Markvarslan i leiknum í gær var slök
en Guðmundi og Roland var þó vorkunn
því að vamarleikur liðsins var slakur.
Þegar vamarleikurinn lagaðist undir
lokin kom markvarslan í kjölfarið og
vonandi verður framhald á því.
Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki
hægt að segja annað en að átta marka
sigur gegn öflugu liði Slóvena sé ágætis
byrjun á undirbúningi fyrir heims-
meistarakeppnina í Portúgal sem bíður
handan hornsins. -ósk
vM/ 14 DAGAR TIL HM í HANDBOLTA
y ( ANDEBOL, PORTÚGAL 2003 _□ '