Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Blaðsíða 12
28 + 29 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 Sport Sport 14 DAGAR TIL HM í HANDBOLTA Island og Slóvenía gerðu 26-26 jafntefli í öðrum vináttuleik liðanna af þremur: Guömundur Guðmundsson landsliðsþjálfari: Veit að leikmenn geta gert betur Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari kvaðst alls ekki vera sáttur við leik liðsins þegar DV- Sport náði tali af honum í leikslok. „Við spiluðum ekki nægilega vel. Það má segja að sóknarleikurinn hafi verið viðunandi í svona 45 mín- útur. Það sem okkur vantaði í sókn- ina voru skot fyrir utan. Það var mikið reynt að koma boltanum inn á linuna sem er allt í lagi en hitt verður einnig að fylgja. Hraðaupp- hlaupin gengu heldur ekki nægilega vel í þessum leik og við fórum af- skaplega illa með allt upp í tug dauðafæra í kvöld. En við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka og ná jafntefli." - Hvaó með varnarleikinn? „Hann var slakur og við þurfum greinilega að fara vel yfir hann til að eiga svör í næsta leik ef við ætl- um að vinna þá. Það er erfitt að eiga við Slóvenana sem eru með hörku- gott lið. Vörnin sýnir ekki þaö frumkvæði sem til þarf og ég sagði við strákana að það vantaði allt líf í vamarleikinn. En það er hlutur sem við munum laga.“ - Á köflum voru kœruleysisleg- ar sendingar áberandi og eitt- hvert hik á leikmönnum í sókn- inni. Er þreyta farin að segja til sín? „Það er spuming en að hluta til held ég að ástæðan sé að það er langt síðan við komum saman síð- ast og við erum að stilla okkur bet- ur saman. Við gerðum þetta mjög vel i leiknum í gær (laugardag) en í kvöld fengum við annars konar vörn sem við þurfum að fara yfir á æfingunni á morgun (í dag).“ - Ef báðir leikirnir um helgina eru teknir saman, hvað er það þá sem þú varst ánœgðastur með og hvað olli mestri óánœgju? „Það er erfitt að segja. Ég var mjög ánægður með sóknarleikinn í fyrri leiknum og það var mjög já- kvætt. í báðum þessum leikjum var varnarleikurinn ekki góður. Við höfum saknað tveggja manna, Patrekur var reyndar með í kvöld, og það gerir undirbúninginn ekki auðveldari. Svo misstum við einnig Dag í kvöld og það var lika slæmt.“ - Koma einhverjir leikmenn þér á óvart með góðri frammi- stöðu? „Róbert Sighvatsson hefur staðið sig mjög vel og Sigfús Sigurðsson þarf vissulega að hafa fyrir því að komast í liðið. Það eru sumir leik- menn sem ég veit að geta gert meira og við þurfum að reyna að kalla það fram.“ - Stöndum við framar eða aftar nú ef við berum saman þessa fyrstu leiki undirbúningsins núna við fyrstu leiki undirbúningsins fyrir EM á síðasta ári? „Munurinn er sá að nú erum við í vandamálum varðandi meiðsl. Það vorum við ekki með í fyrra á sama tíma. Að öðru leyti höfum við minni tíma núna en fyrir EM. En ég verð að segja að þessi meiðsl seinka því að við slípum þetta saman, t.a.m. höfum við enn ekki myndað okkar sterkustu vörn. í staðinn fáum við að sjá til leikmanna sem vilja ólmir sanna sig og það er bara jákvætt." - Eigum við möguleika á að ná langt á HMeins og staðan er i dag? „Það er engin ástæða tO að vera svartsýnn en ég vil sjá meira til liðs- ins áður en ég tjái mig um það. Leikimir í Danmörku verða ákveð- in prófraun og eftir þá munum við vita meira. Fyrsta markmiðið er að komast upp úr riðlinum en ég, leikmenn og aðrir sem koma að liðinu munum setjast niður á miðvikudaginn og taka ákvörðun um hvaða markmið við setjum okkur í framhaldi af því,“ segir Guðmundur Guðmundsson. -vig m .., A i skytturnar var þaö sem vantaði mest upp á hjá íslenska landsliðinu í gær Nokkur annar bragur var á íslenska karlalandsliðinu í handbolta í Höllinni í gær í öðrum æfingaleiknum gegn Slóvenum en i þeim fyrsta sem vannst með átta mörkum á laugardag. Jafn- tefli, 26-26, var niðurstaðan í hörku- leik sem íslenska liðið var nærri því búið að missa frá sér undir lokin sem og um miðjan fyrri hálfleik þegar Sló- venar náöu þriggja marka forskoti. í bæði skiptin tóku strákarnir sig á og komu sér inn í leikinn á nýjan leik og það var Ólafur Stefánsson sem tryggði jafnteílið með marki úr vítakasti tíu sekúndum fyrir leikslok. Vörnin er enn til vandræða en ólíkt fyrri leiknum þá gekk sóknin mun verr en á laugardaginn og einkum vantaði skyttur íslenska liðsins til- finnanlega meira sjálfstraust, bæði í að taka af skarið og skjóta sem og að klára þau skot sem farið var í. Ekki er hægt að kvarta yfir línusendingunum enda er línan vel mötuð og alls voru níu mörk gerð af línunni í gær. Slóvenar léku 6:0 vörn í gær sem reyndist okkar strákum erfiðari þrösk- uldur en sú 3:2:1 vörn sem liðið hefur undirbúið sig mikið undir að undan- fömu. Þá vöm leystu strákarnir vel í fyrsta leiknum en vom alltof ragir að sækja í skotin sín gegn afturliggjandi slóvenskum varnarmönnum í gær. Patrekur Jóhannesson lék í gær sinn fyrsta leik eftir meiðsli og skotin hans voru langt frá því að vera sannfærandi og auk þess átti Ólafur Stefánsson sjaldséðan slakan dag. Ólafur var aug- ljóslega þreyttur í leiknum. Patrekur spilaði hins vegar félaga sína uppi með glæsisendingum og átti alls átta stoðsendingar í gær. Það var gaman að sjá til Guðmund- ar Hrafnkelssonar sem varði 11 skot í fyrri hálfleik en líkt og í fyrsta leikn- um skiptu hann og Roland Eradze leiknum til helminga. Guðmundur varöi sjö af síðustu tíu skotum Sló- vena í hálfleiknum og sá til þess að ís- lenska liðið breytti stöðunni úr 6-9 í 14-12 á síðustu tíu mínútum hálfleiks- ins. Róbert maöur helgarinnar Róbert Sighvatsson var maður helg- arinnar og í gær héldu honum engin bönd er hann afgreiddi hverja línu- sendinguna á eftir annarri með öllum mögulegum hætti fram hjá besta manni Slóvena, Mustafa Torlo, sem DV-myndir Hilmar Pór Róbert Sighvatsson skorar hér eitt af sjö mörkum sínum í gær en Róbert geröi 14 mörk úr 17 skotum í leikjunum tveimur gegn Slóvenum um helgina. Þaö er þar meö Ijóst aö samkeppnin um línustööuna í liöinu er oröin mjög hörð. Dagur Sigurðsson fyrirliði: Verðum að laga vornina Dagur Sigurðsson, fyrirhði íslenska liðsins, fór út af rétt undir lok fyrri hálfleiks í gær og kom ekkert við sögu í seinni hálfleik. „Ég tognaði smávegis innan á lærinu en það er vonandi ekkert alvarlegt," sagði Dagur í samtali við DV-Sport eftir leikinn. „Þetta var nú ekkert sérstaklega fallegt í kvöld, ég verð að viöurkenna það. En það hefur sínar ástæður. Það er að koma smávegis þreyta í mann- skapinn. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Patreki Jóhannessyni í langan tíma og leikurinn í gær tók einnig á. 1 kjölfarið koma náttúrlega fleiri mistök. Það vantar auðvitað tröllið (Sigfús Sigurðsson) á linuna og það er mjög slæmt en samt fannst mér vörnin ekkert alslæm. Hún var á köflum í lagi en það þarf aö stilla strengina. Þeir voru líka mun grimmari heldur en á laugardag og við þurftum virkilega að hafa fyrir hlutunum í þessum leik. Þeir pökk- uðu niður í 6-0 vöm núna og sóknin flaut kannski ekki alveg eins og í fyrri leiknum en það má alltaf búast við því á móti góðu liði eins og Slóvenía er að það gangi ekki allt upp eins og ekkert sé,“ segir Dagur og bætir við að hann sjái bæði ýmislegt jákvætt og neikvætt eftir leiki helgarinnar. „Við erum búnir að taka ákveðið skref í sambandi við okkar leik á móti 3-2-1 vörn og við eigum svör við henni. Það sem við höfum verið að æfa gekk upp í leiknum á laugardag og það er mjög jákvætt. En við þurfum að laga vörnina. Hvemig sem við förum að því þá verður hún að komast í lag. Vonandi smellur hún þegar siðasta stóra flísin kemur inn að nýju,“ segir Dagur og á þá væntanlega við það þegar Sigfús Sigurðsson kemur inn í lið- ið. -vig Patrekur Jóhannesson sést hér sækja aö marki Slóvena í Höliinni í gær. Patrekur skoraöi eitt mark í leiknum en átti að auki átta stoösendingar á félaga sína og fiskaöi tvö víti aö auki. Patrekur hefur glímt viö meiösli í kálfa og missti af þeim sökum af fyrsta leiknum á laugardaginn. Ólafur Stefánsson: Engin ástæða til að örvænta Stórskyttan Ólafur Stefánsson náði sér ekki á strik í leiknum í gær frekar en margir aðrir leikmenn Islands. „Við eigum að geta gert mun betur. Vörnin er ekki nógu sterk og sóknin ekki heldur alveg nægilega góð. Við emm ekki nógu þéttir í vöminni. Við leyfum þeim að skjóta á góðum stöðum og við verðum að vaða meira út í þá. Bak- veröimir verða að hjálpa meira til og það em ýmis tækni- leg atriði sem þarf að laga. En það er engin ástæða til að örvænta, sagði Ólafur við DV-Sport. Veröum aö nýta færin Guðmundur Hrafnkelsson stóð vaktina í marki ís- lands í fyrri hálfleik og varði á köflum ágætlega. Hann segir að margt þurfi að laga í leik íslendinga. „Við nýttum ekki færin og þeir fá um leið að skora alltof mikið af einföldum mörkum. Við söknum auðvitað Sigfús- ar (Sigurðssonar) í vörninni en við eigum engu að síður að geta gert betur án hans. Vömin verður að batna. Sóknar- leikurinn datt líka niður á köflum en þetta er bara eitt- hvað sem viö þurfum að skoða og laga fyrir leikinn á þriöjudag. Hraðupphlaupin eru i lagi hjá okkur en við verðum að nýta færin betur,“ sagði Guðmundur. -vig Island-Slóvenía 26-26 (14-12) Skot leikmanna: Skot/Mörk 9 m Lina Hom Gbr. Hrað. vm Róbert Sighvatsson 8/7 88% 8/7 Guðjón V. Sigurðsson 10/6 60% 3/1 3/3 3/2 1/0 Ólafur Stefánsson 12/5 42% 7/2 1/1 4/2 Sigurður Bjarnason 4/4 100% 4/4 Rúnar Sigtryggsson 1/1 100% 1/1 Einar Örn Jónsson 3/1 33% 3/1 Dagur Sigurðsson 4/1 25% 2/1 1/0 1/0 Patrekur Jóhannesson 6/1 17% 4/0 1/0 1/1 Heiðmar Felixson 1/0 0% 1/0 Aron Kristjánsson 1/0 0% 1/0 Gunnar B. Viktorsson Skaut ekki Snorri S. Guðjónsson Lék ekki Róbert Gunnarsson Lék ekki Samtals 50/26 52% 18/7 12/9 6/4 2/0 7/4 5/2 Markverðir Skot/Varin 9 m T.ina Hom Gbr. Hrað. Viti Guðmundur Hrafiikelss. 23/11 48% 9/5 2/1 1/0 5/2 4/3 2/0 Roland Eradze 20/6 30% 8/2 3/0 1/1 3/2 4/1 1/0 Samtals 43/17 40% 17/7 5/1 2/1 8/4 8/4 3/0 Leikstaður og dagur: Laugardalshöll 5. janúar. Dómarar (1-10): Anton Pálsson og Hlynur Leifsson (7). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 1800. Sóknarnýting: Fyrri hálfleikur: ísland (26/14, 5 tapaðir) .... . 54% Slóvenía (25/12, 5 tapaðir) . . . 48% Seinni hálfleikur: ísland (26/12, 5 tapaöir) .... . 46% Slóvenía (26/14, 4 tapaðir) . . . 54% Samtals: ísland (52/26,10 tapaðir).... . 50% Slóvenía (51/26, 9 tapaðir) . . . 51% Slóvenía: Mörk/viti (skot/viti): Ivan Siminovic 8/3 (13/3), Zoran Lubej 5 (5), Uros Zorman 5 (8), Renato Vugrinec 3 (6), Luka Zvizej 2 (4), Jure Matek 1 (3), Roman Pungartnik 1 (4), Ognjen Backovic 1 (4), Andrej Kastelic 0 (1). Varin skot/viti (skot á sig): Mustafa Torlo 18/2 (44/4, hélt 5, 41%). Mörk úr hradaupphlaupum: 4 (Lubej 2, Simonovic, Zvizej). Vitanýting: Skoraö úr 3 af 3. Maður leiksins: Róbert Sighvats- —- son Önnur tölfræði íslands Tapaðir boltar: . . . . 10 Aron 1 (0). Stoðsendingar (inn á linu): . 15 (8) Ólafur 2, Sigurður 2, Patrekur 2, Aron Fiskaðar 2 minútur: 2 min. Patrekur 8 (4), Ólafur 3 (2), Dagur 3 (1), 2, Dagur, Rúnar. Guðjón Valur 2 mínútur. Aron 1 (1). Stolnir boltar: ... 5 Refsiminútur: 6 min. Sendingar sem gefa viti: 4 Dagur, Patrekur, Ólafur, Rúnar, Rúnar 2 mínútur, Heiðmar 2, Aron 2. Patrekur, Ólafur, Sigurður, Gunnar. Sigurður. Viuin skot markvarða: . . . . . . 17 Fiskuð viti: 5 Varin skot i vöm: ... 2 Guömundur 11 (1 haldið, 3 til Patrekur 2, Róbert, Guðjón Valur, Gunnar Berg, Sigurður. samherja, 7 til mótherja). Rúnar. Fráköst (í sókn): . 11 (5) Roland 6 (3 haldið, 3 til samherja, 0 til Gefin viti: 3 Ólafur 3 (2), Guðjón Valur 2 (2), Róbert mótherja). Rúnar 2, Ólafur. 2 (1), Einar Öm 2 (0), Guðmundur 1 (0), Gangur leiksins: 0-1 14-13 1-1 15-13 2-3 15-15 3-5 17-15 19-16 -7- -39- 4-6 6-6 19-18 6-9 21- 19 22- 21 -19- 22- 23 23- 25 8-9 8-10 -53- 12-10 12-11 25-25 13-11 25-26 13-12 26-26 (14-12) varði 18 skot frá öðum leikmönnum ís- lenska liösins en ekkert þeirra sjö sem Róbert skaut á hann. Róbert skoraði þar með 14 mörk úr 17 skotum í leikj- unum tveimur um helgina. íslenska liðið sýndi vissulega góð tilþrif í leikjunum tveimur gegn Sló- venum um helgina en jafnframt hafa komið fram góðar vísbendingar um það sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að laga á næstu tveimur vikum. Fyllum liðiö af stemningu Það er mikils krafist af íslensku strákunum á næstunni, sem allir eru að koma til móts við liðið eftir erfitt tímabil í atvinnumennsku. Mætingin í Höllina var ekki nægilega góð í gær og stemningin var alltof dauf. Við sem eigum eftir að lifa og hrærast með ís- lenska landsliðinu næstu vikurnar ættum að nýta tækifærið, troðfylla Höllina í þriðja leiknum á þriðjudag- inn og fylla landsliðið af séríslenskri sigurstemningu. Það er það besta sem við getum gert til að styrkja strákana í baráttu næstu vikna. Munið að taka þriðjudagskvöldið frá, strákarnir eiga það skilið. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.