Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 16
32 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 Sport DV 1. DEILD KVENNA Staöan í deildinni: Keflavík 11 11 0 901-559 22 Grindavík 11 7 -4 770-801 14 Njarðvík 11 5 6 733-785 10 KR 11 4 7 653-721 8 Haukar 10 4 6 583-680 8 ÍS 10 1 9 552-646 2 Næstu leikir: ÍS-Haukar ........þri. 7. jan. 19.30 Grindavík-KR .... lau. ll.jan. 17.15 Haukar-Njarðvík . sun. 12. jan. 19.15 ÍS-Keflavík.....mán. 13. jan. 19.30 Alda Leif með á ný Besta körfuknattleikskona síðasta tímabils, Alda Leif Jónsdóttir, hefur liafið æfmgar á fullu á nýjan leik eftir að hún sleit krossband í hné á landsliðsæfingu í vor. Alda Leif leiddi deildina í stigum (19,0), stoðsendingum (5,2) og vörðum skotum (3,6) í fyrra og mun væntanlega . sþila fyrsta leik sinn eftir meiðslin gegn Haukum annað kvöld en ÍS, sem varð deildameistari í fyrra, er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar Þórunn Bjamadóttir, stigahæsti leikmaður tS og landsliðskona, mun ekki leika meira með ÍS á tímabil- inu þar sem hún er farin i nám til Kanada. Þórunn skor- aði 13,7 stig og tók 7,2 fráköst að meðaltali í leikjum liðs- ins fyrir jól. Þá er mikil óvissa með Hafdisi Helgadóttur sem hefur glímt við erfið bakmeiösl og þess vegna aðeins leikið 5 af tíu leikjum liðsins. -ÓÓJ Alda Leif Jóns- dóttir hjá ÍS. 1. deild kvenna í körfubolta í gær: Baráttusigur - þegar Njarðvík vann KR, 71-65, og komst upp í þriðja sæti Þetta var sannkallaður baráttu- sigur þegar Njarðvíkurstúlkurnar lögðu íslandsmeistara KR að velli, 71-65, í 1. deild kvenna i gær. Þetta var fyrsti deildarsigur Njarðvíkur á KR síðan 9. apríl 1990, eða í tæp þrettán ár, og kom Njarðvíkurliðinu upp í þriðja sæti deildarinnar. KR- liðið tapaði hins vegar fimmta deildarleik sínum í röð. Liðin skiptust á aö hafa forustu en Njarðvík hafði þó frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu þær með fjögurra stiga mun í hálfleik. KR-stúlkur komu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik, náðu að kom- ast yfir og og leiddu þær með fjór- um stigum eftir þrjá leikhluta. í fjórða leikhluta skiptust liðin á um aö hafa forustu en þegar tvær mínútur voru til leiksloka leiddu KR-stúlkur og höfðu þær þetta í hendi sér en Njarðvíkurstúlkur neituðu að gefast upp og tókst að saxa á forustu KR. KR-stúlkur héldu ekki haus og gerðu óþarfa mistök í lokin og það nýttu Suðumesjastúlkur sér og sigr- uðu að lokum með sex stiga mun, 71-65. Bestar í liði Njarðvíkur vora Krystal Scott og Auður Jónsdóttir. Aðrar léku líka mjög vel. Fyrsti leikur Stomski KR-stúlkur mættu til leiks með nýjan erlendan leikmann. Hún heit- ir Jessie Stomski, 22 ára gömul, 188 cm á hæð. Hún skoraði að meðaltali 18,3 stig og tók 8,9 fráköst í leik áð- ur en hún kom. Hún hefur þó ekki spilað síðastliðið ár og sást það á leik hennar í gærkvöld. Stomski skoraði þó 15 stig og tók 19 fráköst og á öruglega eftir að styrkja liö KR mikið. Bestar í KR ásamt Jessie voru Hildur Sigurðardóttir og Helga Þor- valdsdóttir. Halla Jóhannesdóttir átti líka ágætis spretti og Georgía Kristiansen kom sterk inn en í lok- in gerði hún afdrifarík mistök. Stig Njaróvikur: Krystal Scott 21 (10 fráköst, 6 stoðs.), Auður Jónsdóttir 15, Guðrún Karlsdóttir 10, Eva Stefánsdóttir 7, Helga Jónasdóttir 6 (7 fráköst), Ingi- björg Elva Vilbergsdóttir 5, Pálína Gunn- arsdóttir 3, Ásta Oskarsdóttir 2. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 28 (8 fráköst), Jessie Stomski 15 (19 fráköst, 18 í vöm, hitti úr 6 af 19 skotum), Helga Þor- valdsdóttir 9 (6 fráköst), Haila Jóhannes- dóttir 6, Georgía Kristansen 6 6fráköst), María Káradóttir 3. -EH Birna Valgarösdóttir úr Keflavík reynir hér aö verjast Grindvíkingnum Stefnanfu Ásmundsdóttur. Stefanfa var eina alvöru ógn Grindavfkurliösins f leiknum en gat þó iftiö gert viö 72 stiga tapi liösins. Blrna lék vel eins og hún hefur gert f allan vetur, skoraöi 18 stig og hitti úr átta af 13 skotum sfnum. DV-mynd Vfkurfréttir Valsmenn blasa til soknar - Körfuboltalið félagsins styrkist Botnlið Vals í Intersport-deildmni í körfuknattleik er samkvæmt heimildum DV í viðræðum við sterkan leikmann frá Litháen. Valsmenn ætla að blása til sóknar í seinni umferðinni og hafa fengið til sín, eins og áður hefur komið fram í DV, leikstjórnandann Barnaby Craddock sem er Kanadamaður með írskt ríkisfang. Litháinn sem Valsmenn eiga í viðræðum við heitir Evaldas Priudokas og er 31 framherji. Priudokas er um 195 cm á hæð og leikur með Atletas Kaunas i heimalandi sínu en deildin í Litháen er miklu sterkari en deildin hér heima. Hann er að skora um 12 stig í leik í vetur og hefur hitt afburðavel fyrir utan þriggja stiga línuna. Priudokas ætti því að styrkja Valsmenn töluvert í þeirri falibaráttu sem liðið er í ef samningar nást. Það er frekar líklegt þar sem áhugi er hjá báðum aðilum en félagið ytra gæti sett honum stólinn fyrir dyrnar. -Ben Nýr leikmaöur KR, Jessica Somski, sést hér f baráttu viö Njarðvíkingana Pálínu Gunnarsdóttur og Helgu Jónasdóttur. DV-mynd Eyjólfur Keflavík vann ótrúlegan sigur í toppslagnum: 72 stiga sigur og 105 stig - hjá Keflavík sem vann 16. leikinn í röö Toppslagur Keflavíkur og Grinda- víkur í 1. deild kvenna á laugardag- inn ber deildinni ekki góða söguna. Keflavík vann 72 stiga sigur á Grindavík, skoraði alls 105 stig og jók þar með forskot sitt á toppnum upp í átta stig. Keflavík hafði 57-17 yfir í hálfleik og Sonia Ortega tryggði 72 stiga sigur með þriggja stíga flautukörfu, úrslitin, 105-33 fyrir lið- ið í 1. sæti á móti liðinu i næsta sæti fyrir neðan. En hér er ekki öll sagan sögð. Grindavík mætti í leikinn án tveggja lykilmanna, annars vegar bandarísks leikmanns síns, Denise Shelton (34,3 stig og fráköst að meðaltali), og hins vegar aðalleikstjórnanda síns, Maríu Önnu Guðmundsdóttur (6,9 stig og 4,6 stoðsendingar í leik). Shelton hef- ur verið allt í öliu í liðinu í vetur en Grindavík hafði tapað hinum tveim- ur leikjum sínum gegn Keflavík með samtals 25 stigum þar sem Shelton skoraði 42 stig að meðaltali. Bæði lið voru köld í upphafi leiks og klikkaði Keflavíkurliðið á átta fyrstu skotum sínum áður en stúlkumar snögghitnuðu og skoruðu alls 27 stig 1 fyrsta leikhluta og 57 stig í fyrri háifleik. Eftir ískalda byrjun liðsins nýttu Keflavíkurstelpumar 59% skota sinn það sem efiir var leiks. Anna María Sveinsdóttir dreiföi vel spilatíma á alla tíu leikmenn sína sem spiluðu á bilinu 14 til 26 mínút- ur en sjálf var hún með 8 stig, 7 frá- köst og 6 stoðsendingar á 17 mínút- um. Bima Valgarðsdóttir, Erla Þor- steinsdóttir og Rannveig Randvers- dóttir áttu ailar góðan dag og eins stóðu þær Sonia Ortega og Kristin Blöndal sig mjög vel. Ortega stal alls 10 boltum á aðeins 23 mínútum og hefur stoiið 58 boltum í þeim átta leikjum sem hún hefur spilað, eða 7,3 að meðaltali. Heilt yfir er Keflavíkurliðið jafnt og það skiptir litlu hverjar af tíu leik- mönnum liðsins eru inná. Það er þó vonandi að þessi leikur boði ekki yfirburði þeirra fram á vor og að hin lið deiidarinnar fari nálgast þær keflvísku sem hafa unnið níu leiki í röð með meira en 20 stiga mun, þar af þrjá síðustu með 44,8 stigum að meðaltaii. Stefanía Ásmundsdóttir var yfir- burðamaður í liði Grindavíkur en lykiimaður eins og Sólveig Gunn- laugsdóttir fann sig engan veginn sem leikstjómandi liðsins og tapaði þremur fleiri boltum en þau stig sem hún skoraði. Stig Keflavíkur: Bima Valgarðsdóttir 18 (hitti úr 8 af 13 skotum), Sonia Ortega 14 (10 stolnir boltar, 8 fráköst, 7 stoðsend- ingar), Erla Þorsteinsdóttir 13 (12 fráköst, 4 varin skot), Kristín Blöndal 13 (6 stoðs.), Rannveig Randversdóttir 12, Marín Rós Karlsdóttir 9, Svava Ósk Stefánsdóttir 8, Anna María Sveinsdóttir 8 (7 fráköst, 6 stoðs. á 17 min.), Theódóra Káradóttir 6, Vala Rún Bjömsdóttir 4. Síig Grindavikur: Stefanía Ásmunds- dóttir 11 (8 fráköst, 3 varin), Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 6, Sólveig Gunnlaugsdótt- ir 5 (8 fráköst), Petrúnella Skúladóttir 3, Sandra Guölaugsdóttir 3, Sigríður Anna Ólafsdóttir 2, Ema Rún Magnúsdóttir 2, Jovana Lilja Stefánsdóttir 1. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.