Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 35 I>V Sport — Litiö inn hjá hjónunum Elsu og Pjetri á Sólvangi 0 • .. Örstutt er frö SólvBngt og n!6r- "> 'iórúboröiö við Eyrarbakka. Par voru hrossin tnkm tíi kostanns. F.v. Sigríður á Orradottur. Elsa á Þorradóttur. vinnumaöurinn Snorri Valsson á Speli og Pjetur á Dofra frá Pverá. DV-mynd GVA Ræktun í fyrirrúmi - áhersla lögð á mikla breidd í söluhrossunum i stuttu máli Fjör færist í leikinn Hestamenn eru nú sem óðast að taka inn hross sín en margir voru seinni heldur en venjulega vegna frábærrar tíðar. Nú undir áramót mátti hins vegar sjá flutningabfla og hestakerrur á ferð og flugi um hverfm á höfuðborgarsvæöinu. Það fer því væntanlega að færast fjör í leikinn á næstu dögum og vikum. Ýmis hestamannafélög hafa haft það fyrir siö að boða til sameiginlegs útreiðartúrs á gamlársdag. Þetta gerði m.a. Sörli í Hafnarfirði. Var þátttaka mjög góð og riðiö um reiðvegi í hrauninu í glimrandi góðu veðri. Ákjósanleg aðferð hestafólks til að kveðja gamla árið. Fyrstu mótin Drög að mótaskrá hestamannafélaga LH fyrir nýhafið ár, 2003, liggja nú fyrir. Strax í febrúar ríöa þrjú félög á vaöið. Hestamannafélagið Fákur hefur skráö vetrarleika í Viðidal 15. febrúar. Þá hefúr Hörður skráð Árshátíðarmót á Varmárbökkum 22. febrúar. Loks hefur Léttir á Akureyri skráð töltkeppni í sínum heimabæ. Hún verður einnig haldin 22. febrúar. í mars byrjar svo ballið fyrir alvöru. Þar má nefha hið mikla framtak, Æskan og hesturinn, sem haldið veröur í reiðhöllinni í Víðidal 9. þessa mánaðar. -JSS Netfang DV: jss@dv.is Á Sólvangi við Eyrarbakka er rekinn mikill myndarbúskapur. Þar eru 30 hross á húsi, 30 kindur við jötu og myndarlegur hópur ramm- íslenskra hænsna. Þama er ekki að- eins unnið að ræktun hrossa heldur einnig að kynbótum á fé og hænum. Miklar breytingar Það eru hjónin Elsa Magnúsdóttir og Pjetur N. Pjetursson sem búa á Sólvangi, ásamt dótturinni Sigríði. Þar hafa þau búið sl. eitt og hálft ár. Áður voru þau ekta malarböm, bjuggu í Kópavogi og stunduðu sína hestamennsku, tamningar og keppnismennsku í Hafiiarfirði. En það fór með þau eins og svo marga fleiri, sem eru með hross, að sveitin kallaði og þau létu slag standa, seldu allt sitt og fluttu austur. Þau hófust þegar handa við að byggja upp og lagfæra útihúsin. Stórt fjós, sem var á staðnum, var gert nánast fokhelt og síöan breytt í 32 hesta hús. Gamla hlaðan er orðin að rúm- góðri reiðskemmu með vikumndir- lagi í gólfi. Verið er að byggja stím- fyrir 12-15 folöld í fjárhúsinu og hænsin eru í „svítu“ í kjallara gamla íbúðarhússins á staðnum. Hugmyndin er að taka folöld í fóðr- un fyrir aðra, auk þess sem fjöl- skyldan er með nokkur eigin tryppi í uppeldi. Tamningar og ræktun Elsa og Pjetur eiga hóp af hrossum á stalli, auk þess sem þau taka í tamningu og þjálfun. Elsa segir að hrossasala hafi gengið rólega á síð- asta ári en vonast, eins og aðrir selj- endur, til þess að hún glæðist á nýju ári. Þau hjón segjast kappkosta að hafa sem mesta breidd í hrossum sem þau ætla sér að selja, þ.e. allt irá rólegum og þýðgengum hestum upp í keppnishross. Vissulega kennir ýmissa grasa þegar gengið er um hesthúsið með þeim. Þar em til að mynda fjórir stóðhestar, tveir ættaðir frá Haf- steinsstöðum í Skagafirði, Andri og Spölur. Þeir em báðir undan Huga frá Hafsteinsstöðum. Spölur er sér- lega prúður og mikið fextur, blesótt- ur, jarpvindóttur, 1. verðlauna hest- ur. Andri er ljósmoldóttur sem hefur meðal annars unnið sér til frægðar að sitja fyrir á ljósmyndum með Marínu Möndu. Hinn þriðji er Gald- ur undan Baldri frá Bakka. Afmælisgjöfin Af tamningahrossum, sem standa nú við stall á Sólvangi, má t.d. nefna jarpa hryssu undan Orra, gullfal- lega, sem svíkur ekki þegar hún er komin undir hnakk. Þá var þar hryssa undan Þorra og hestur undan Emma frá Sperðli, svo dæmi séu nefnd. Hrossin komu víða að, m.a. frá Höfn í Homafirði, Reykjavík og svo af Suðurlandinu. Tryppi í uppvexti eiga hjónin undan Mjölni frá Sandhólaferju, Sveini - Hervari, Pilti frá Sperðli, Kveik frá Miðsitju og Reyk frá Hof- túnum. Hryssum sínum héldu þau undir Pilt, Suðra frá Holtsmúla og svo eigin stóðhesta, þá Spöl og Andra. Elsa setti svo upp svolítinn hátíð- arsvip þegar hún opnaði eina stíuna og teymdi út rauðan, myndarlegan Þau voru makindaleg í eldhúsinu á Sólvangi, Elsa og Pjetur, meö heimilisköttinn á milli sfn. DV-mynd GVA uiíhJgH lúpia nupyijió <msv eolliJJ máa ibíJ epubiifiiiua Hönsinlóe tjnnsdil Myndarlegur foli undan Væng frá Auösholtshjáleigu og hryssu frá Dýrfinnustööum var afmælisgjöf Pjeturs til Elsu. DV-mynd GVA fola. „Pjetur gaf mér þennan í af- mælisgjöf,“ sagði hún stolt, Folinn fallegi er undan Væng Orrasyni frá Auðsholtshjáleigu og hryssu frá Dýrfinnustöðum í Skaga- firði. Ekki amaleg afmælisgjöf þaö. Þaö er allt hægt Þegar Elsa og Pjetur keyptu Sól- vang var þar talsvert fyrir af hross- um sem fylgdu með í kaupunum. Þau grisjuðu hópinn duglega en héldu nokkrum hrossum eftir. Þar á meðal var hryssa ein sem var ótam- in en hafði verið eitthvað í folalds- eignum, Fríða frá Sólvangi. Þar sem til var ungviði undan Fríöu ákváðu þær mæðgur, Elsa og Sigríður að ráðast í að temja hana til að athuga hvaða hæfileika hún hefði að geyma. Þær tóku hryssuna inn og -mmö aited mv óitii tj Gfiihlieti i; u; byrjuðu að eiga við hana. Þarf ekki aö orðlengja að Fríða tók tamning- unni vel, var hin ljúfasta, þjál og þýðgeng. Þær mæðgur fýsti nú að vita hvað hún væri gömul því þeim fannst fýsilegt að rækta meira und- an henni. Þeim brá í brún þegar hryssan var aldursgreind því hún reyndist vera fjórtán vetra! „Þama sést að það er allt hægt, ef upplagið ^ í hrossunum er gott,“ sagði Elsa Magnúsdótttir. Þau hjónin sögðust leggja áherslu á að láta þau hross fara sem ekki væru efnileg. „Það er jafndýrt að fóðra truntumar og góðu hrossin," sagði Pjetur. „Við höfum það að leiðarljósi í búskapnum,“ sagði Pjetur N. Pjetursson i samtali við DV. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.