Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Blaðsíða 20
36 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 Sport unglinga h t * .* * Úrslit í Jólamóti Kópavogs 2. flokkur karla, A-lið 1 ..........................Fylkir 2 .............................FH 3 .....................Breiðablik 4 .............................ÍA 2. flokkur karla, B-lið 1 ......................Breiöablik 2 ........................Stjaman 3 .............................ÍA 4 .............................FH 2. flokkur kvenna, A-lið 1 .....................Breiðablik 2 ....................Breiöablik 2 3 ....................HK/Víkingur 4 ........................Stjarnan 2. flokkur kvenna, B-lið 1 .....................Breiðablik 2 ........................Stjaman 3 .....................Alturelding 4 ....................HK/Víkingur 3. flokkur karla, A-Iið 1 .............................HK 2 .........................Stjaman 3 .........................Haukar 4 ......................Breiðablik 3. flokkur karla, B-lið 1 .............................HK 2 .........................Haukar 3 .....................Breiðablik 4 .......................Grindavík 3. flokkur kvenna, A-lið 1 .........................Fjölnir 2 ......................Breiðablik 3 .............................HK 4 .........................Haukar 3. flokkur kvenna, B-lið 1 .....................Breiðablik 2 ........................Rjölnir 3 .........................Haukar 4 .......................Keflavík 4. flokkur karla, A-lið 1 .....................Breiðablik 2 ........................Rjölnir 3 .............................HK 4 .............................FH 4. flokkur karla, B-lið 1 .......................Rjölnir 2 2 .....................Breiðablik 3 ........................Rjölnir 4 ........................Stjaman 4. flokkur karla, C-lið 1 .............................FH 2 ......................Breiðablik 3 .......................Stjarnan 4 ........................Fjölnir 4. flokkur karla, D-liö 1 .............................FH 2 .........................Bjölnir 3 ........................Rjölnir 3 4 ....................Breiðablik 2 4. flokkur kvenna, A-lið 1 .......................Keílavík 2 .............................HK 3 .........................Haukar 4 .........................Selfoss 4. flokkur kvenna, B-lið 1 ..........................Haukar 2 ......................Breiðablik 3 ....................Breiðablik 2 4 ........................Keflavík 5. flokkur karla, A-lið 1 .............................HK 2 .........................Selfoss 3 ......................Breiðablik 4 .............................FH 5. flokkur karla, B-liö 1 .............................HK 2 .....................Breiðablik 3 .........................Haukar 4 ...................Þróttur Vog. 5. flokkur karla, C-lið 1 .............................HK 2 2 ..........................Grótta 3 ......................Breiðablik 4 .............................FH 5. flokkur karla, D-lið 1 .........................Grótta 2 ..............................FH 2 3 ..............................FH 4 ......................Breiðablik DV tt í mótinu að þessu sinni Hið sívinsæla Jólamót Kópavogs í knattspyrnu var haldið dagana 27. til 30. desember. Mótið var haldið í 19. skipti en það hefur verið á dagskrá samfleytt síðan 1984 og því um rótgróið mót að ræða sem stækkað hefur ár frá ári og virð- ast vinsældir þess engan endi ætla að taka. Sameiginleg vinna Kópavogsliöanna Kópavogsfélögin HK og Breiðablik hafa haldið mótið til skiptis frá upphafi. Sú nýbreytni var að þessu sinni að félögin héldu mótið saman í fyrsta skipti og veitti ekki af því fjöldi þátttakenda var slíkur að mótið fór fram á þremur stöðum samtímis. Var leikið frá morgni til kvöld í Fífunni, Smáranum og íþróttahúsinu Digra- nesi. Samstarf félaganna var mjög náið og gekk öll skipulagning mjög vel. Má fastlega búast við því að þessir fjend- ur í Kópavoginum taki höndum sam- an næstu árin með að halda þetta mót. Mikili fjöldi þátttakenda Félögin sem tóku þátt í mótinu voru öll af suðvesturhorninu og komu þau allt frá Vestmannaeyjum tO Borgarness. 21 félag sendi lið til þátttöku en alls voru liðin, sem tóku þátt, 240. Keppt var í öllum yngri flokkum, eða frá 7. flokki og upp í 2. flokk. Þátttakendur voru því fjölmargir, eða um 2400. Það segir sig sjálft að eigi slíkt risamót að geta gengið upp þarf skipulagningin að vera í lagi. Leiknir voru 636 leikir og 1183 mörk skoruð. Verður seint sagt að liðin hafi lagt ofuráherslu á varnar- leik. Öflugir Kópavogsbúar Það er greinilega mikill uppgangur í unglingaknattspymunni í Kópavogi þessa dagana því það voru gestgjaf- amir í Breiðabliki og HK sem unnu til flestra verðlauna á mótinu og nældu í 15 af þeim 30 gullverðlaunum sem í boði vora. Blikamir fengu 8 gull en HK fékk 7. Stjaman i Garða- bæ kom næst á eftir með 4 gullpen- inga. Hafnaríjarðarliöin Haukar og FH fengu 2 gull, sem og Fjölnismenn. Ungmennafélag Bessastaðahrepps, Grótta á Seltjarnamesi, Keflavík, Sel- foss og Fylkir fengu síðan ein gull- verðlaun hvert félag. Skipulagning til fyrirmyndar Eins og gengur á slíkum mótum er fjöldi áhorfenda einnig mikill og þeir þurftu ekki að kvarta því veit- ingaaðstaða á mótinu var mjög góð og einnig var boðið upp á frábæra þjón- ustu fyrir þá sem ekki komust á mót- ið því haldið var úti heimasíðu alla keppnisdagana þar sem úrslit og fréttir voru færð inn jafnóðum af miklum myndarskap. Var það áreið- anlega vel þegið hjá þeim fjölmörgu foreldrum og ættingjum sem áttu þess ekki kost á að fara á mótið en gátu þess í stað fylgst með frammi- stöðu síns fólks í gegnum Netið. Forráðamenn mótsins höfðu meðal annars spumir af því að fólk úti á Kanaríeyjum hefði fylgst grannt með gengi sinna manna á mótinu í gegn- um heimasíðuna og setið spennt fyr- ir framan tölvuskjáinn í stað þess að sóla sig. Allir sáttir Skipuleggjendur mótsins vora af skifjanlegum ástæðum þreyttir í mótslok enda enginn hægðarleikur að halda slíkt mót á þessum tíma. Þeir hafa fengið mjög góð viðbrögð frá foreldram og forráðamönnum fé- laganna sem hrósuðu þeim í hástert fyrir frammistöðuna. Mótsstjórnin sagði í samtali við DV-Sport að hún væri sjálf sátt í mótslok þótt þreytt væri. Fjöldi sjálf- boðaliða frá báðum félögum kom einnig að mótinu og án þeirra gengur slikt mót einfaldlega ekíú upp. Það verður gaman að fylgjast með þessu skemmtilega móti um næstu jól. Félög lengra frá hljóta að fara að taka þátt í því þar sem það er svo sannarlega mikil upplifun fyrir krakkana. -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.