Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 3
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 19 Sport DV Tvær ungar fimleikastúlkur dvöldu í Belgíu milli jóla og nýárs: Gaman aö læra eitthvað nýtt - segja stöllurnar Sif Pálsdóttir og Harpa Snædís Hauksdóttir úr Gróttu Tvær ungar fimleikastúlkur úr Gróttu, þær Sif Pálsdóttir, sem kos- in var fimleikakona ársins árið 2002 á funmtudaginn, og Harpa Snædís Hauksdóttir dvöldu í Belgíu á miíli Harpa Snædís Hauksdóttir, fimleikastulka úr Gróttu, á æfingu. DV-mynd Hari jóla og nýárs þar sem þær æfðu með belgíska landsliðinu í funleikum. Með í for var einnig þjáffari þeirra hjá Gróttu, Berglind Pétursdóttir. Þær fengu boð um að koma út og æfa með belgíska liðinu eftir að hollenski þjálfar- inn Gerrit Belt- man, sem er landsliðsþjálfari Belga, sá til stúlknanna þeg- ar hann stjóm- aði námskeiði sem Fimleika- deild Gróttu stóð fyrir síðastliðið haust. Blaðamaður DV-Sport hitti stúlkumar á æf- ingu í íþrótta- húsinu á Sel- tjamamesi á fimmtudaginn og ræddi við þær um ferðina. Frábær ferö Sif og Harpa Snædís voru báðar sammála um að ferðin hefði verið frá- bær í alla staði. „Þetta var al- veg meiri háttar gaman og allt aðrar aðstæður heldur en við eigum að venjast hér heima. Við æfðum sex tíma á dag alla dag- ana sem við vor- um þama en það er helmingi meira heldur en við ger- um héma heima,“ sagði Harpa Snæ- dís. Sif sagði að það sem hefði komið henni mest á óvart var munurinn á æfingunum og áhöldunum. „Æfmgamar voru allt öðm vísi en maður á að venjast. Áhöldin vora líka framandi en það var mjög gam- an að breyta til og læra nýja hluti. Ég lærði fullt á þessum stutta tíma og það á öragglega eftir að hjálpa mér í framtíðinni," sagði Sif. Betri stelpur Sif og Harpa segja báðar að það hafi verið mjög skemmtilegt að æfa með nýjum stelpum og sjá hvar þær standa miðað við þær. „Þær voru rosalega góðar og við sáum að við eigum nokkuð í land með að ná þeim. Þær æfa líka mikið meira en við en það að sjá þær hvet- ur okkur áfram og fær okkur til að leggja enn harðar að okkur," sagði Sif. Harpa Snædís og Sif voru ekki al- veg sammála þegar blaðamaður spurði þær hvort þær langaði ekki til að flytja út og æfa eitt ár með belgiska landsliðinu. Væri gaman að dvelja erlendis Harpa Snædís, sem verður fjórtán ára 18. janúar nfestkomandi, sagðist alveg vera til aö flytja út í eitt ár en Sif, sem verður sextán ára í júní, sagði að það yrði erfitt að vera lengi burtu frá mömmu og pabba. „Þær æfa svo mikið þama úti og það er erfitt fyrir okkur að verða jafngóðar og þær þegar við æfum helmingi minna. Ég held að við gæt- um orðið alveg jafngóðar og þær ef við hefðum sömu möguleika til að æfa,“ sagði Harpa Snædís. Sif sagði að sjálfsagt myndi hún græða mikið á því að fara út og æfa en það væri skemmtilegra að vera heima hjá fjölskyldunni. „Það er fint að fara í stuttar ferð- ir eins og þessar,“ sagði Sif. Hjálpar mikið Stelpumar vora báðar sam- mála um að þessi ferð ætti eftir að hjálpa þeim í þeim verkefhum sem fram undan eru. Harpa Snædís tekur þátt í Norðurlanda- móti 16 ára og yngri í Noregi 2.-3. maí en Sif er orðin of göm- ul til að taka þátt í því móti og stefnir í staðinn á heimsmeist- aramótið i sum- ar. Aftur út? Gerrit Belt- man hefur boðist til að aðstoða stelpumar á næstunni á hvem þann hátt sem hann getur og er hugsanlegt að þær fari út til hans á nýjan leik á vordögum ef þær fá frí í skólanum til að fara. -ósk Berglind Pét- ursdóttir: Frábært tækifæri Berglind Pétursdóttir, þjálfari Sifjar og Hörpu, sem var með þeim úti, sagði við blaðamann DV- Sports að þetta væri frábært tæki- færi fyrir þær. „Þessi þjálfari, Gerrit Beltman, þjálfaði hollenska landsliðið við frábæran orðstír og kom þeim í röð þeirra allra bestu í Evrópu. Hann fer ekki hefðbundnar leiðir í þjálfun því að hann var ekki sjálf- ur fimleikamaður og óviðjafnan- legt fyrir stelpumar að kynnast honum,“ sagði Berglind. Skólakerfiö frábrugöiö „Mesti munurinn úti í Belgíu miðað við ísland er að þar æfa stelpumar gífurlega mikið i allt að sex tíma á dag sem er helmingi meira heldur en við geram hér á landi. Þar eru þær í íþróttaskólum og geta stundað íþróttina af fullri alvöru. Hér heima gengi þetta aldrei enda er skólakerfiö þannig að það er erfitt að vera afreks- íþróttamaður í fimleikum. Mér finnst persónulega þeir sem fara með menntamál mættu sýna örlít- ið meiri skilning og reyna að auð- velda krökkum að stunda nám og æfa sem afreksfólk á sama tíma.“ Nýtist vel „Það er engin spurning að þess- ir dagar úti í Belgíu eiga eftir aö nýtast stúlkunum vel. Þarna sáu þær stelpur sem eru mun betri en þær vegna mikilla æfinga og það kveikti neista í þeim. Þær sáu hvað þær þurfa að gera til að ná langt og vita að það kostar mikla vinnu. Með nýjum þjálfara kemur líka öðruvísi sýni á hlutina sem gerir allt ferskara. Ekki skemmir heldur fyrir að Gerrit Beltman hef- ur lofað að hjálpa Sif og Hörpu eins mikið og hann getur. Það er gott að hafa slíkan mann til að leita til og alveg ljóst að þær eiga eftir að nýta sér það á næstunni." „Það er aö vísu dýrt fyrir þær að fara út og þær þurfa standa sjálfar straum af þessum ferðum sjálfar en það er svo sannarlega þess virði," sagði Berglind Péturs- dóttir, þjálfari Gróttu. -ósk Sif Pálsdóttir, fimleikastúlka úr Gróttu. DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.