Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 24
40 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 * -> Logi með 18 Logi Gunnars- son skoraði 18 stig í 77-82 útisigri Ulm í þýsku 2. deildinni í körfu- bolta um helgina. Logi hitti úr 6 af 13 skotum sínum og öllum fimm vítun- um en þetta var tíundi sigur liðsins í röö. Ulm er nú í þriðja sæti, hefur unnið 11 af 13 leikjum sínum í stig vetur og er Logi með rúm 15 stig að meðaltali í leik. -ÓÓJ Margret Olafsdóttir, sem veriö hefur lykiimaöur islenska kvennalandsliösins i knattspyrnu undanfarin ár, spilar hugsanlega ekki fleiriJanqsfeiki tyriri íslömfs h'ötídf tiV-myhd E. ól' Leikmenn desembermánaöar valdir í NBA-deildinni: Kidd og Webber - þóttu skara fram úr í jólamánuðinum vestanhafs enn hugsanlega að hætta Islenska kvennaiandsliðið í knatt- spymu, sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar svo eftirminnilega á síðasta ári, er hugsanlega að verða fyrir enn einni blóðtökunni en Mar- grét Ólafsdóttir, miðjuleikmaður Breiðabliks og lykilmaður í lands- liðinu undanfarin misseri, er hugs- anlega að leggja skóna á hilluna. „Það er rétt að Margrét ákvað að taka sér frí í einhvem tima og hún hefur lítið verið í fótbolta í haust. Katrín (Jónsdóttir) er sömuleiðis að ihuga að hætta og Ásgerður (Ingi- bergsdóttir) hefur þegar ákveðið að leggja skóna á hilluna svo að þetta er að sjálfsögðu slæmt fyrir lands- liðið,“ sagði Jörundur Áki Sveins- son, þjáifari liðsins, í samtali við DV-Sport í gær. „Ef við sjáum fram á að fleiri en einn og jafnvel fleiri en tveir mátt- arstólpar í liðinu séu að leggja skóna á hilluna emm við kannski ekkert nógu vel í stakk búin til að fylgja eftir þessum árangri sem við náðum í fyrra þar sem breiddin í liðinu er ekkert gríðarlega mikil. En ég er búinn að vera að ræöa við nokkra leikmenn og hef reynt að fá þá til að hugsa málin aðeins betur svo að við skulum ekkert vera að útiloka neitt enn þá,“ segir Jörund- ur. Ekki búið að ráöa Jörund Það er ljóst að skörðin sem Katrín og Margrét munu hugsan- lega skilja eftir verða vandfyllt, svo ekki sé meira sagt, en það hafa einnig verið sett spumingarmerki við framtíð Jörundar Áka sem þjálf- ara þar sem hann hefur ekki skrifað undir nýjan samning við KSÍ. Margir vilja meina að árangur landsliðsins á síðasta ári megi að miklu leyti þakka Jörundi Áka og það þarf ekki að fara mörgum orð- um um hve slæmt það yrði ef hann hyrfi á brott. „Samningurinn minn rann út um áramótin og hann hefur ekki verið endumýjaður. Ég mun engu að síð- ur fara með liðinu til Bandaríkj- anna en það gætu orðið vandamál í sumar þegar undankeppni EM hefst þar sem ég er líka þjálfari karlaliðs Breiðabliks og það er ljóst að það starf hefur forgang hjá mér,“ segir Jörundur Áki Sveinsson. -vig West Ham vill fá Bowyer - sem er meö lausan samning í vor Enska úrvalsdeildarliðið West Ham, sem situr á botni deildarinn- ar, hefur lýst yfir áhuga sínum á því að fá vandræðagemlinginn Lee Bowyer til sín þegar timabilinu lýkur en samningur hans við Leeds rennur þá út. Forráðamenn Leeds hafa ítrekað reynt að fá Bowyer til að skrifa undir nýjan samning við félagið en an arangurs. Peter Aldridge, yfirmaður knatt- spymumála hjá West Ham, sagði í samtali við enska fjölmiðla að það væri forgangsverkefni að fá nýjan framherja til liðsins en það væri hins vegar alveg ljóst að West Ham myndi ekki hafna leikmanni á borð við Lee Bowyer ef hann byð- ist án mikils kostnaðar. -ósk Leikstjórnandi New Jersey Nets, Jason Kidd, og framherji Sacra- mento Kings, Chris Webber, vora á dögunum valdir leikmenn desem- bermánaðar í NBA-deildinni í körfuknattleik. Jason Kidd, sem var val- inn leikmaður mánaðarins í austurdeildinni, skoraði 20.1 stig, gaf 9,1 stoðsend- ingu, tók 5,5 fráköst og stal 2.1 bolta að meðaltali í 15 leikjum New Jersey í mán- uðinum. New Jersey vann tólf af þessum fimmtán leikjum og var með besta árangur allra liða i NBA- deildinni í desember. Chris Webber, sem var valinn leikmaður mánaðarins í vestur- deildinni, skoraði 24,1 stig, tók 11,4 fráköst, gaf 5,5 stoðsendingar og varði 1,8 skot að meðaltali í 14 leikjum Sacramento í mánuðinum. Sacramento vann tíu af fjórtán leikjum sínum i mánuðinum. Kínverski miðherjinn Yao Ming, sem leikur með Houston Rockets, og leik- stjómandi Chicago Bulls, Jay Williams, voru valdir nýliðar desembermánaðar í NBA-deildinni. Williams, sem var valinn annar í nýliðavalinu síðastliðið sumar og nýliði mánaðarins í austurdeild- inni, skoraði 11,6 stig, gaf 6,3 stoðsendingar og stal 1,67 boltum að meðaltali í leikjum Chicago Bulls í desember. Yao Ming, sem fór fyrstur í ný- liðavalinu og var valinn nýliði mán- aðarins í vesturdeildinni, skoraði 17,1 stig, tók 10,3 fráköst og varði 2,73 skot að meðaltali í fimmtán leikjum Houston í mánuð- inum. Hann náði átta sinn- um að skora tíu stig eða meira og taka tíu fráköst eða fleiri i leik í mánuðin- um en Houston vann átta af leikjunum flmmtán. Byron Scott, þjálfari New Jersey Nets, og Frankie Johnson, þjálfari Phoenix Suns, voru valdir þjálfarar mánaðarins í desember. Scott, sem var valinn þjálfari mánaðarins í austurdeild- inni, leiddi New Jersey til tólf sigra í fimmtán leikj- um. New Jersey hélt and- stæðingum sínum í fæstum stigum í mánuðinum og vann leiki sína með mesta mun að meðaltali. Johnson, sem var valinn þjálfari mánaðarins í vest- urdeildinni, stýrði Phoenix til ellefu sigra í sextán leikjum, þar af níu sigra í síðustu eUefu leikjum liðsins. Liðið vann fimm leiki í röð í mánðinum. -ósk Jason Kidd. Yao Ming. Bandaríkin unnu Hopman-bikarínn Bandaríkin báru sigur úr býtum í keppninni um Hopman-bikarinn í tennis í Perth í Ástralíu um helgina. Landslið, skipuð einum karli og einni konu, eigast við og spiluðu James Blake og Serena Williams frá Bandaríkjunum til úrsltia við Lleyton Hewitt og Aliciu Moiik frá Ástralíu. Leikurinn var aldrei spennandi því að Bandarfkin fóru með sigur af hólmi, 3-0. Blake vann Hewitt óvænt f einliöaleik karla f tveimur settum, 6-3 og 6-4, og Serena Williams vann Molik, 6-2 og 6-3, auk þess sem Blake og Williams unnu tvenndarleikinn örugglega. Reuters í-4.*.fí Li ft&i í*H!Ílí1í:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.