Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 10
26
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003
DAGAR TIL HM í HANDBOLTA
( ANDEBOL, PORTÚGAL 2003
Sport
Stöðugleiki
Svíanna
Það er gaman að skoða frábært
gengi Svía á stórmótum í handbolt-
anum síðustu 12 árin.
Sænska landsliðiö hefur tekið
þátt í öllum fjórtán keppnunum á
þessum tíma, unnið sex þeirra,
aldrei endað neðar en 4. sæti og
komist á pall í 13 af 14 skiptum.
Bengt Johanson hefur þjálfað
sænska landsliðið allan þennan
tíma og allt frá því að liðið vann
heimsmeistaratitilinn á eftirminni-
legan hátt 1990 hafa Svísar keppt
um verðlaunasæti á stórmótum.
Svíar á mótum 1990-2002
HM í Tékkóslóvakiu 1990 ... 1. sæti
ÓL á Barcelona 1992 ...... 2. sæti
HM í Sviþjóö 1993 ........ 3. sæti
EM í Portúgal 1994 ....... 1. sæti
HM á íslandi 1995 ........ 3. sæti
EM á Spáni 1996 .......... 4. sæti
ÓL á Atlanta 1996 ........ 2. sæti
HM í Japan 1997 .......... 2. sæti
EM á Ítalíu 1998 ......... 1. sæti
HM í Egyptalandi 1999 .... 1. sæti
EM í Króatíu 2000.........1. sæti
ÓL i Sydney 2000 ......... 2. sæti
HM í Frakklandi 2001 ..... 2. sæti
EM í Svíþjóð 2002 ........ 1. sæti
Sæti Svía 1990-2002
1. sæti.........................6 sinnum
2. sæti.........................5 sinnum
3. sæti.........................2 sinnum
4. sæti...................1 sinni
Neðar en 4. sæti .........Aldrei
Guömundur
Guömundsson,
landsliösþjálfari
mun hafa mikið aö
gera næsta
mánuðinn.
DV-mynd Pjetur
%
14
festir íslenska handboltalandsliðið sig í sessi í hópi þeirra bestu í heiminum
Guðmundar Guðmundssonar
landsliðsþjálfara íslands í handbolta
bíður spennandi en jafnframt afar
kreíjandi verkefni á næstu fjórum
vikum. Nú eru aðeins tvær vikur i
fyrsta leikinn á heimsmeistaramót-
inu í Portúgal þar sem íslenska lið-
ið glímir við Ástrali í fyrsta leik og
við taka vonandi sjö aðrir leikir á
næstu tólf dögum.
íslenska landsliðið jafnaði besta
árangur sinn á stórmóti frá upphafi
með því að næla sér i íjórða sætið á
Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir ári.
Nú bíður það liðsins að halda velli
og sanna sig sem eitt af bestu liðum
heims.
Tryggja sig á ÓL
Kröfumar hljóta að verða að
tryggja sig inn á næstu stórmót. Það
verða tólf ár liöin frá þátttöku liðs-
ins á Ólympíuleikunum þegar leik-
amir bresta á í Aþenu 2004 og þang-
að leitar örugglega hugur strákanna
enda eru þeir allir að fara á Ólymp-
íuleika í fyrsta sinn. Þessi keppni
ræður lika úrslitum um það hvort
Island verður þar með. Sjö efstu lið-
in eiga tryggt sæti í Aþenu en ís-
lenska liðið er þegar búið aö tryggja
sig inn á næsta Evrópumót með frá-
bærri frammistöðu á EM í Svíþjóð.
Of miklar væntingar og of mikil
pressa hafa oft verið íslenska liðinu
erfiður andstæðingur þegar kemur
að því að fylgja eftir góðum árangri.
Þegar leikmenn islenska landsliðs-
ins hafa vaknað eftir sigurhátíð
dagsins áður hafa þessar vonir og
væntingar þjóðarinnar oft brostið.
Oft er samt um óraunhæfar kröfur
að ræða. ísland er lítil þjóö en hún
er handboltaþjóð sem nærist á góð-
um árangri íslenska liðsins.
Ganga illa til aö ganga vel
Það er samt ekki gott ef íslenska
landsliðinu þarf alltaf að ganga illa
til að ganga vel. Gengi liðsins hefur
jafnan verið upp og niöur, oftast í
öfugu hlutfalli við vonir og vænting-
ar þjóðarinnar.
íslenska liðið hefur slegið í gegn á
sex mótum af þeim 18 sem liðið hef-
ur verið þátttakandi og aðeins á
einu þeirra hefur liðið haldið sér á
þeim stað á næsta móti á eftir. Hér
til hægri má sjá gert grein fyrir
þessum sex „draumakeppnum" ís-
lenska handboltalandsliðsins.
Góður árangur er einnig afstætt
hugtak og markmiðssetning verður
að vera raunhæf. íslenska hand-
boltalandsliðið keppir meðal þeirra
bestu á HM. Það er góður árangur
og nokkuð sem knattspymu- og
körfuboltalandsliðunum hefur
aldrei tekist að gera.
Minar persónulegu væntingar til
landsliðsins eru að strákamir verði
með í Aþenu 2004 og komist þar
með í hóp sjö bestu þjóða heims í
komandi HM-keppni. Ég geri mér
samt grein fyrir því að þetta er
langt frá því að vera auðvelt verk-
efni.
Margt þarf aö ganga upp
Eins og í Sviþjóð þarf margt að
ganga upp (samanber listann um
lykilatriðin hér fyrir neðan) en það
mín skoðun eins og fleiri að is-
lenska liðið sé sterkt. í því eru
margir handboltamenn sem eru
komnir í fremstu röð í erfiðustu
deildum í heimi. Þessir strákar eru
einnig búnir að vera lengi í liðinu,
þeir eru komnir með mikla reynslu
og þekkja hver annan orðið vel.
Utan um allt heldur síðan Guð-
mundur þjálfari sem leggur mikla
vinnu í að skipuleggja lið sitt, sem
og að lesa leik andstæðinganna.
Nú er að sjá hvort íslensku strák-
amir yfirvinna meiðsl og þreytu frá
erfiðu keppnistímabOi og sanna sig
sem eitt af bestu liðum heims. Þeir
eru nefnOega strákamir okkar og
góðir í handbolta. -ÓÓJ
Lykilatriðin sex
1. Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson er lykOmaöur
íslenska liðsins. Hann skorar flest
mörk, sendir Qestar stoðsendingar
og er stór hlekkur í vöminni. Það
var kannski búið að bíða lengi eft-
ir að Ólafur færi að reyna meira
sjálfur en þaö gerði hann svo aö
um munaði fyrir ári. Þrátt fyrir að
verða markahæstur (7,3 mörk í
leik) spOaði hann félagana áfram
í góð færi (6,8 stoðsendingar í leik)
og skapaði 14,4 mörk að meðaltali
í leik í Svíþjóð. Menn óttast að
Ólafur lendi mikið í því að verða
tekinn úr umferð og framlag hans
verður því örugglega í nokkurri
óvissu á mótinu.
2. Patrekur Jóhannesson
Patrekur Jóhannesson er
kannski vanmetinn burðarás ís-
lenska liðsins. Fjarvera hans í síð-
asta eina og hálfa leOmum á EM í
Svíþjóð hafði stór áhrif á leik ís-
lenska liðsins (tapaðist 32-48) og
bestu stórmót hans (HM 1997 og
EM 2002) hafa jafnframt verið
bestu mót íslenska liðsins undan-
farin ár. Patrekur skapar nauðsyn-
legt mótvægi við Ólaf og með
reynslu og yflrvegun er hann orð-
inn frábær leikmaður.
3. Markvarslan
Guðmundur Hrafnkelsson stóö
sig frábærlega á Evrópumótinu
fyrir ári en tvennt hefur breyst
síðan þá. Guðmundur er ekki í
nærri eins góðri leikæfmgu og þá
og Roland Eradze hefur bæst í hóp-
inn. Eradze hefur sannað sig sem
allra besti markvörðurinn hér
heima og takist þeim félögum að
mynda sterkt par er liðið í góðum
málum.
4. Hraöaupphlaupin
íslenska liðið skoraði 60 mörk
úr hraðaupphlaupum á Evrópu-
mótinu í Svíþjóð, fjórum Qeiri en
tO samans á EM í Króatíu og HM í
Frakklandi. Ólafur (9 mörk úr
hraðaupphl. .+. 22 stoðs. í hraða-
upphl.) og Patrekur (11+15) komu
að nánast öllum mörkunum. Nú er
hins vegar hætt við því að and-
stæðingar okkar séu búnir að kort-
leggja uppspO þeirra félaga.
5. Nýir menn, nýjar víddir
íslenska landsliðið fékk heldur
betur liðstyrk í Sigfúsi Sigurðs-
syni á Evrópumótinu og hann
sannaði sig sem einn aOra besti
línumaður mótsins. íslenska liðiö
þarfnast áfram innkomu nýrra
manna í liðið tO að auka breidd
þess og styrk. Komi sem dæmi
leikmaður sem leysir 5 á 5 vel
borgar það sig ekki fyrir mótherj-
ana að taka Ólaf úr umferð.
6. Leikgleöin
íslenska landsliðið blómstraði á
EM og liðsandinn og stemningin i
liðinu var einstök. Takist íslenska
liðinu að ná upp sömu leikgleði
eru þeir tO aOs líklegir enda var
hún þá prímus mótor liðsins.
-ÓÓJ
Óglevmanleg mét
1961 HM í V-Þýskalandi
Þjálfari: . . Hallsteinn Hinriksson
Markahæstur: Gunnlaugur Hjálm-
arsson 22 mörk (3,7 í leik)
Gengi: .....................6. sæti
Árangur: . . 6 leikir, 2 sigrar, 3 töp
Morguninn eftir: . HM í Tékkóslóvak.
Niðurstaða: ..........9. til 12. sæti
íslenska landslióió kom gríðarlega á
óvart á HM og Gunnlaugur Hjálmars-
son var meðal annars valinn í heimslið-
ið. Þremur árum seinna stóð liðið sig
reyndar ekki illa og vann meðal annars
verðandi heimsmeistara Svia en tapaði
gegn Ungverjum í úrslitaleik um að
komast upp úr riðlinum.
1984 ÓL í Los Angeles
Þjálfari:..... Bogdan Kowalczyk
Markahæstur: Sigurður Gunnars-
son 34 mörk (4,9 i leik)
Gengi: ...................6. sæti
Árangur: . . 7 leikir, 3 sigrar, 3 töp
Morguninn eftir: .....HM í Sviss
Niðurstaða:...............6. sæti
íslenska landslióió fékk óvænt sæti á
Ólympíuleikunum þar sem Sovétríkin,
Tékkóslóvakía, Austur-Þýskaland, Pól-
land og Ungverjarland sendu ekki lið í
mótmælaskyni. íslensku strákarnir
náðu frábærum árangri, voru næstum
því búnir að leggja verðandi Ólympíu-
meistara, Júgóslava, í fyrsta leik (22-22)
og tryggöu sér síðan sæti á HM í Sviss
með 23-16 sigri á Sviss.
1986 HM í Sviss
Þjálfari:..... Bogdan Kowalczyk
Markahæstur: Kristján Arason 41
mark (5,9 í leik)
Gengi: ...................6. sæti
Árangur: . . 7 leikír, 3 sigrar, 4 töp
Morguninn eftir: .. . ÓL í S-Kóreu
Niðurstaða:...............8. sæti
Heimsmeistarakeppnin í Sviss er
söguleg fyrir nokkra hluta sakir en
ekki síst tvennt. ísienska liðinu tókst
aö fylgja eftir frábærum árangri tveim-
ur árum síðar (i eina skiptið) og það
þrátt fyrir að tapa 4 af 7 leikjum sinum.
Málið var að strákamir stóðust álagið
og unnu réttu leikina sem tryggðu þeim
aðgang að Ólympíuieikunum í Seúl.
Þar voru væntingar miklar og von-
brigðin jafnframt mikil þegar ísland
varð B-þjóð á nýjan leik.
(1989 HM-b í Frakklandi)
Þjálfari:..... Bogdan Kowalczyk
Markahæstur: Kristján Arason 26
mörk (3,7 í leik)
Gengi: ..................1. sæti
Árangur: . . 7 leikir, 7 sigrar, 0 töp
Morguninn eftir: . . . HM í Tékkósl.
Niðurstaöa: .............10. sæti
B-keppnin i Frakklandi 1989 telst
seint stórmót en hún er risavaxin í
huga íslensku þjóðarinnar enda vannst
þar eftirminnilegt gull. Ári seinna gekk
hins vegar illa í Tékkóslóvakiu og liðið
vann aðeins tvo af sjö leikjum.
1992 ÓL í Barceiona
Þjálfari: . Þorbergur Aðalsteinsson
Markahæstur: Valdimar Grímsson
35 mörk (5,0 í leik)
Gengi: ...................4. sæti
Árangur: . . 7 leikir, 3 sigrar, 3 töp
Morguninn eftir: . . . HM í Svíþjóð
Niðurstaða:...............8. sæti
í annaó skipti fengu íslensku strákam-
ir óvæntan farseðil á Ólympíuleika og
þeir svömðu því á sama hátt, eða með
því að ná frábærum árangri. íslenska
landsliðið átti í fyrsta sinn möguleika á
verðlaunasæti á stórmóti en rétt missti
af því. Ári seinna varð íslenska liðið að
sætta sig við 8. sæti á HM og faliið var
enn meira á heimavelli 1995 þegar liðið
varð í 13. til 16. sæti.
1997 HM í Japan
Þjálfari:...... Þorbjöm Jensson
Markahæstur: Valdimar 52 (5,8)
Gengi: ..................5. sæti
Árangur: . . 9 leikir, 7 sigrar, 1 tap
Morguninn eftir: . . . EM í Króatíu
Niðurstaða: .............11. sæti
íslensku strákarnir endurvöktu ís-
lenska landsliðið eftir hörmungarnar
á heimavelli tveimur árum áður og
ný kynslóð kom fram á sjónarsviðið á
HM í Japan 1997. Liðið náði besta ár-
angri sínum á HM frá upphafl, bæði í
sætum (5.) og sigurhlutfalli (83%) og
vann 7 leiki af 9. Við tók hins vegar
þriggja ára bið eftir stórmóti og síðan
beið liðið afhroð í Króatíu.