Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 5
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003
21
Sport
Islenskir íþróttamenn munu koma víða við á árinu 2003:
Þess sem vænta
' á nýju ári
Arið 2002 var á margan hátt gott
ár fyrir íslenskt íþróttafólk. Góður
árangur náðist í fjömörgum íþrótta-
greinum og afreksfólk náði oft á tíð-
um stórgóðum árangri á alþjóðleg-
um vettvangi. Ef haidið er rétt á
spilunum þarf árið 2003 ekki að
verða neinn eftirbátur þess.
í undankeppninni fyrir EM verða
bæði karla- og kvennalandsliðin í
handboltanum og körfuboltanum i
eldlínunni á árinu.
í þessum boltagreinum hafa ís-
lendingar sjaldan eða aldrei haft
jafn sterk landslið svo að það er fátt
annað hægt að gera en að vera
bjartsýnn á að okkur íslendingum
takist jafnvel að stríða stórþjóðun-
um. Svo eru að sjálfsögðu „strák-
amir okkar“ í íslenska karlalands-
liðinu í handknattleik að hefja leik
á heimsmeistaramótinu í Portúgal
eftir tvær vikur.
íslenska þjóðin gerir miklar
væntingar til liðsins eftir velgengn-
ina á Evrópumeistaramótinu í Sví-
þjóð í upphafi síðasta árs þar sem
liðið lenti í fjórða sæti.
Hvaða áhrif þessar miklu vænt-
ingar íslendinga til landsliða sinna
geta haft komu bersýnilega í ljós hjá
landsliðinu í knattspymu á síðasta
ári. Hvort rekja megi heldur slakari
frammistöðu liðsins en oft áður til
þessarar pressu
sem myndaðist er
ekki gott að segja
en ljóst er að und-
ankeppninni fyrir
Evrópukeppnina
Broddi Kristjánsson, landsliösþjálfari í badminton:
Erum með
meiri reynslu
„Við erum stöðugt að reyna að
koma Rögnu Ingólfsdóttur og Söra
Jónsdóttir upp heimslistann og það
er allt saman á áætlun. Þær hafa al-
veg ágætis möguleika á að komast á
ólympiuleikana en það þarf allt að
ganga upp til að það takist. En ég er
bara bjartsýnn á það.
Við höfum vissulega lagt meiri áherslu á stelpumar en
strákamir era ekkert gleymdir. Tómas Viborg er að kom-
ast í gott form og Sveinn Sölvason einnig. Það var ákveð-
in lægð á síðasta ári og við vissum alveg af því en þetta er
á uppleið núna. Núna er ísland í 30. sæti á heimslistanum
en nú erum með reynslumeira lið en í fyrra.“ -vig
Kristín Guðmundsdóttir, lands-
liösþjálfari í sundi fatlaðra:
Geta gert
enn betur
„Árið leggst vel í mig. Kristín
Rós Hákonardóttir gerði frá-
bæra hluti á heimsmeistaramót-
inu á síðasta ári. Hún er með
meira sjálfstraust núna og á að
geta gert enn betur. Bjarki Birg-
isson fékk mikla reynslu á sama
móti og hann á eftir að koma
sterkur til leiks í ár.
Af mótum má nefna sterkt al-
þjóðlegt mót í Kanada sem við
setjum stefnuna á. Við eigum
mikið af ungu og efnilegu fólki
en stöndum svolítið frammi fyr-
ir brottfalli á unglingsaldrinum.
Auðvitað er það vandamál en
þegar vel gengur, eins og á
heimsmeistaramótinu, er það
ákveðin lyftistöng fyrir hina.“
-vig
á næsta ári er hvergi nærri lokið.
Fyrsta verkefnið á nýju ári er að
hefna fyrir tapið gegn Skotum í
fyrra en nú í mars mætast liðin að
nýju í Skotlandi.
Smáþjóðaleikar á Möltu
Smáþjóðaleikamir fara fram í
Möltu í byrjun júní þar sem íslend-
ingar hafa undanfarin ár sópað að
sér verðlaunagripum. Þar mun
mæta til leiks allt fremsta íþrótta-
fólk okkar í fjölmörgum mismun-
andi íþróttagreinum og má ekki bú-
ast við öðru en að
íslendingar verði
áberandi á verð-
launapöllunum
þar.
Jón Arnar
Magnússon sneri
aftur með miklum
látum á síðasta ári og er til alls lik-
legur næsta sumar. Þórey Edda El-
ísdóttir og Vala Flosadóttir eiga
mikið inni en hvort þau blómstra á
árinu er algjörlega undir þeim sjálf-
um komið.
Örn Amarson hefur fyrir löngu
skipað sér í sess með bestu
sundmönnum heims og Jakob
Jóhann Sveinsson á ekki langt í
land með að komast þangað einnig.
Aldrei fyrr hefur verið jafn mikil
gróska í fimleikum hér á landi. Bad-
mintonspilarar okkar reyna af
fremsta megni að ná lágmarki fyrir
ólympíuleikana, fatlaðir íþrótta-
menn eru ávallt landi og þjóð til
sóma og svona mætti halda
endalaust áfram. Þessi upptalning
er brotabrot af því sem vænta má af
íslensku afreksfólki í íþróttum á
nýju ári. -vig
Steindór Gunnarsson, landsliðsþjálfari í sundi:
Til alls líklegir
„Það er fullmótað langt fram á árið,
bæði hjá fullorðinslandsliðunum og
þeim yngri. í byijun júní eru Smáþjóða-
ieikamir þar sem við höfum verið í
fremstu röð undanfarin ár. Svo er
heimsmeistaramótið í júlí og hafa sex
sundmenn þegar náð lágmarki fyrir
það mót. Öm Amarson stefhir þar á
verðlaunasæti og Jakob Jóhann Sveins-
son er i stöðugri framfór og er einnig til alls liklegur þar. Öm
á mjög mikið inni, sundhraðinn er orðinn meiri, og ég er
sannfærður um að hann á eftir að bæta sig mikið á árinu. Hjá
konunum er útlitið gott hjá Kolbrúnu Ýri Kristjánsdóthu’ og
trisi Eddu Heimisdóttur og það er fullt af ungum krökkum að
koma fram svo að framtíðin er björt.“ -vig
DV
Björn M. Tómasson og Ás-
dís Pétursdóttir, landsliðs-
þjálfarar í fimleikum:
Meiri breidd
en oft áður
„Heims-
meistaramót-
ið í fimleik-
um fer fram í
ágúst og það
er í raun
bara úrtöku-
mót fyrir
ólympíuleik-
ana. Þar er draumurinn að fara
með fullskipað lið, eða sex manns.
Rúnar Alexandersson þarf að
keppa á öllum sex áhöldunum til
að komast á ólympíuleikana og
ekkert má klikka. Þarna er það
dagsformið sem skiptir öllu máli.
Annars stóðu ungu strákarnir hér
heima sig frábærlega á síðasta ári
og við höfum aldrei fyrr haft jafn
mikla breidd og núna,“ segir
Björn M. Tómasson, landsliðs-
þjálfari karla.
„Af helstu mótum fyrir stelpur
yngri en 15 ára má nefna Norður-
landamót sem er núna í mars og í
sumar förum við með lið á ólymp-
íuleika æskunnar. Svo mun Sif
Pálsdóttir og kannski fleiri fara á
heimsmeistaramótið í ágúst. Sif
er komin í ólympíuhópinn en það
er gríðarlega eríltt að komast tU
Aþenu, sérstaklega þegar viðkom-
andi er ekki í Uði. En stelpurnar í
dag era lengra komnar en oft áð-
ur,“ segir Ásdís Pálsdóttir, lands-
liðsþjálfari kvenna.
Atli Eðvaldsson, lands-
liðsþjálfari í knattspymu:
Viljum gera
betur en 2002
„Eins og
staðan er í
dag lítur út
fyrir að við
fáum engan
æfingaleik
fyrir þennan
gríðarlega
mikUvæga
leik gegn
Skotum í lok mars. Það verður
væntanlega næsti leikur okkai'.
Síðan koma Færeyingar tU okkar
á eftir þeim leik en það er ekki
fyrr en alveg í lok sumars, í
september, sem Þjóðverjarnir
koma í heimsókn. í október mun-
um viö svo heimsækja þá.
Auðvitað má segja að síðasta ár
hafl verið vonbrigði. Við töpuð-
um leik gegn Skotum en tókst að
ná góðum sigri á Litháum. Mark-
miðin hafa ekkert breyst. Mark-
mið númer eitt er að halda okkur
í þessum þriðja styrkleikaflokki
sem við eram í núna og höfum
aldrei áður verið í. Svo era auð-
vitað fleiri markmið og eitt af
þeim er að sjálfsögðu að reyna að
gera betur í ár heldur en í fýrra.
En við tökum fyrir einn leik í
einu. Þetta er löng keppni og við
sjáum tU hvar við stöndum í lok
október þegar undankeppninni er
lokið.
Vandamál landsliðsins er og
hefur verið að atvinnumennirnir
okkar era margir hverjir ekki
með fast sæti í liðum sínum. Þó
eru sumir að koma til. Heiðar
Helguson skorar mikiö, Brynjar
Gunnarsson og félagar hjá Stoke
eru sterkir núna og svo spila
þremenningarnir hjá Lokeren vel
Þetta lítnr því allt saman ágæt-
lega út.
Það hvort ég ken til með að
breyta einhverju varðandi undir-
búning, uppstillingu eða val á lið-
inu verður bara að koma í ljós.
Rúnar Kristinsson meiddist 10
minútum fyrir leik gegn Litháum
og það breytti miklu. Það segir
manni að allt getur þetta breyst á
svipstundu." -vig