Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2003, Side 9
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 25 pv______________________________________________________________________________Sport Þægi legt hjá Eyjastúlkum ÍBV-Valur 27-Í3 1-0, 5-1, 3-3, 11-5 (13-6), 13-7, 19-9, 23-13, 27-13. ÍBV: Mörk/víti (skot/viti): Ingibjörg Jónsdóttir 5/1 (6/1), Alla Gorkorian 4/1 (5/2), Ana Perez 4 (8), Sylvia Strass 3/2 (3/2), Birgit Engl 3 (5), Elísa Sigurðardóttir 2 (3), Edda Eggertsdóttir 2 (3), Þórsteina Sigurbjömsdóttir 2 (5), Anna Yakova 2 (6). Mörk úr hraðaupphlaupum: Sex (Ingibjörg 2, Þórsteina, Perez, Edda, Engl). Vitanýting: Skoraö úr 4 af 5. Fiskuð víti: Yakova 2, Ingibjörg, Elísa, Strass. Varin skot/víti (skot á sig): Vigdís Sigurðardóttir 24/4(37/7, hélt 14, 65%). Brottvisanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Hörður Sigmars- son og Þórir Gísla- son (5). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 209. Ma&ur leiksins: Vigdís Siguröardóttir, ÍBV Valur: Mörk/víti (skot/viti): Drífa Skúladóttir 5 (12/1), Kolbrún Franklín 4/3 (8/5), Haírún Kristjánsdóttir 2 (3), Díana Guðjónsdóttir 1 (3/1), Sigurlaug Rúnarsdótttir 1 (10), Berglind Hansdóttir (1), Ama Grímsdóttir (2), Hafdís Guðjónsdóttir (2), Eygló Jónsdóttir (3). Mörk úr hraðaupphlaupunu 1 (Drífa). Vitanýting: Skorað úr 3 af 7. Fiskuð vítU Sigurlaug 3, Hafrún 2, Kolbrún, Lilja Hauksdóttir. Varin skot/viti (skot á sig): Berglind Hansdóttir 14/1 (40/5, hélt 8, 35%), Stefanía Bjamardóttir 1 (2, hélt 1, 50%). Brottvisanir: 12 mínútur. ÍBV tók á móti Val í fyrsta leik Essodeildar kvenna á nýju ári en leik- urinn fór fram í Eyjum. Sex vikur eru síðan ÍBV lék síðast opinberan leik en það var ekki að sjá á leik liðs- ins í gærkvöld. Heimastúlkurnar hreinlega völtuðu yfir máttlausar Valsstúlkur og sigruðu örugglega með fjórtán mörkum, 27-13. Leikmenn ÍBV biðu greinilega spenntir eftir því að fara spila aftur saman enda hafa stúlkumar verið dreifðar um heiminn yfir hátíðamar. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiks- ins áður en Drífu Skúladóttur tókst að svara fyrir gestina á níundu mínútu. Sóknarleikur Valsara var annars mjög svo tilviljanakenndur og má segja að Drífa hafi ein haldið sókriar- leik liðsins uppi. Valsstúlkum tókst aðeins að skora sex mörk í fyrri hálf- leik en Eyjastúlkumar skoruðu hins vegar þrettán og ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir gestina. Síðari hálfleikur fór vel af stað fyr- ir Val. Liðið minnkaði muninn um eitt mark en þá hrökk Eyjamaskínan í gang. Stúlkumr skoruðu fimm mörk gegn engu og breyttu stöðunni úr 14-3 í 19-8. Mestu munaði um markvörslu Vigdísar Sigurðardóttur enda varði hún á þriðja tug skota og þar af ein fjögur víti og stóð hún fremst meðal jafriingja í góðu liði ÍBV. Hjá Valsstúlkum voru það aðeins Drífa og Berglind Hansdóttir sem sýndu eitthvað en barátta þeirra var hálfvonlaus. Vigdís sagði eftir leikinn að hún hefði ekki átt von á jafn góðum leik hjá ÍBV og raun bar vitni. „Við höfum greinilega bara verið svona spenntar yfir því að spila sam- an og ég átti í raun ekki von á því að við gætum spilað svona vel saman sem lið eftir svona langt hlé. Við höf- um verið að æfa vel yfir hátíðina, spiluðum kannski ekki jafn marga æf- ingaleiki og liðin á Reykjavikursvæð- inu en æfðum bara betur fyrir vikið. Ég er með mjög hávaxna vörn fyrir framan mig og Valsstelpurnar eru frekar lágvaxnar svo að ég fékk kannski auðveldari skot á mig fyrir vikið.“ Berglind Hansdóttir, markvörður Vals, var hins vegar ekki eins jákvæð eftir leikinn. „Þetta var bara hræðilegt hjá okk- ur. Við lentum strax fimm mörkum undir og vorum fyrir vikið komnar strax í þá stöðu að vera að elta þær og rembast við að minnka muninn. Okkur tókst það ekki og við töpuðum leiknum með fjórtán marka mun sem er auðvitað óafsakanlegt. Við höfum ekkert verið að slá neitt af yfir hátíð- amar, höfum æft vel en í dag var eins og við hefðum verið að hittcist í fyrsta skipti í leiknum. Við spiluðum ein- faldlega illa, sendum boltann út af og skutum úr vonlausum færum og fengum fyrir vikið ofboðslega mikið af hraðaupphlaupum á okkur sem má alls ekki gegn jafri góðu liði,“ sagði Berglind. -jgi Stiörnustúlkan - Svanhildur Pengilsdóttir sést sieppa inn af línunni i leik iiösins gegn FH í gær. DV-mynd Teitur Höldum okkar striki - segir Matthías Matthíasson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur á FH Stjaman vann nokkuð öruggan sigur á grönnum sínum úr FH, 30-25, þegar liðin mættust í Garða- bænum í gærdag í Essodeild kvenna í handknattleik. Stjaman var með undirtökin allt frá byrjun og mest náði liðið f]ög- urra marka forskoti í fyrri hálfleik. Liðið lék hefðbundna 6-0 vöm allan leikinn en gestimir fóru út í Jónu Margréti Ragnarsdóttur en það bar nú frekar lítinn árangur þegar á heildina er litið. Björk Ægisdóttir hélt gestunum á floti í fyrri hálfleiknum og skoraði þá sex mörk af þeim ellefu sem liö- ið setti þá og staða liðsins hefði ver- ið miklu verri hefði hennar ekki notið við. Reyndar spiluðu Stjörnustelp- umar ekkert sérstaklega vel í hálf- leiknum og gerðu of mikið af ein- földum tæknivillum og misnotuðu nokkur mjög góð færi. í síðari hálfleik mætti Stjaman afar ákveðin til leiks og eftir rúm- lega sex mínútna leik var munurinn kominn í sex mörk og nokkuð Ijóst hvert stefndi. Mestur varð munurinn reyndar sjö mörk og á þeim tímapunkti, þeg- ar seinni hálfleikurinn var rétt rúmlega hálfnaður, var eins og Stjömustúlkumar færu að slaka á, héldu að sigurinn væri kominn í hús. Gestimir úr Kaplakrikanum fóru þá loksins að sýna eitthvert al- ■.II- iiilll il LfíiOii .. IltlJ mennilegt lífsmark og minnkuðu muninn úr 24-17 í 25-23 og fóru þá Stjörnuhjörtun að slá ótt og títt. Þrátt fyrir góðan vilja komust gest- imir ekki nær og á lokakaflanum gáfu heimastelpurnar i og juku muninn og unnu ágætan sigur. Hjá Stjömunni var Jóna Margrét Ragnarsdóttir virkilega sterk og þrátt fyrir að hún væri í gæslu mestallan tímann skoraði hún ellefu mörk og skotnýtingin var virkilega góð. Jelena Jovanovic var góð í markinu og hún er þessi grunnur sem liðið byggir á. Kristín Jóhanna Clausen var drjúg og mjög öflug í hraðaupp- hlaupunum. Margrét Vilhjálmsdótt- ir, Amela Hegic og Hind Hannes- I ILlIií fcé r'XIfÍtlSÍ IiJ 1ÍJ.1Í llOiu. dóttir áttu allar ágætan leik. Hjá FH var Björk Ægisdóttir langbest, Harpa Vífilsdóttir var ágæt í seinni hálfleik eins og Eva Albrechtsen og Kristín María Guð- jónsdóttir átti ágætan kafla í mark- inu. Dröfn Sæmundsdóttir var sæmileg en miklu munaði að miðju- spil og markvarsla hjá liðinu var ekki eins og best er á kosið. Matthías Matthíasson, þjálfari Stjömunnar, var ánægður með sig- urinn: „í heildina var þetta bara nokkuð gott hjá okkur en það greip okkur fullmikið kæruleysi í síðari hálf- leik. Okkur tókst þó að vinna okkur út úr því og við höldum bara okkar striki." -SMS ta»í iaiíícfcH tii "íiri-i riifrhh jti Anna Blöndal ekki meira með Stjarnan lék í gær án fyrirliða síns, Önnu Blöndal, sem mun ekki vera meira með Stjörnuliðinu í vetur. Anna á von á bami og það er því óhætt að segja að það boði að- eins eitt þegar örvhent Stjörnu- stúlka er gerð að fyrirliða liðsins. Ragnheiður Stephensen, marka- hæsti leikmaður Essodeildar kvenna í fyrra og fyrirliði liðsins á undan önnu, spilar einmitt ekki með í vetur sökum barnsburðar. Anna er lykilmaður liösins, sem og landsliðsins, og verður sárt saknað það sem eftir er tímabils. Anna skoraði 48 mörk í fyrstu 14 leikjunum, eða 3,4 að meðaltali. Anna nýtti 69% skota sinna og gerði 19 marka sinna úr hraðaupp- hlaupum. -SMS/ÓÓJ Stjarnan-FH 30-25 0-1, 4-3, 8-4, 10-8, 13-9 (14-11), 14-12, 18-12, 21-14, 23-17, 25-19, 25-23, 28-24, 30-25. Stiarmn: Mörk/vlti (skot/viti): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 11/2 (14/5), Kristin Jóhanna Clausen 5 (7), Margrét Vilhjálmsdóttir 4 (6), Hind Hannesdóttir 4 (9), Amela Hegic 3 (6), Sólveig Lára Kjærnested 2 (3), Elisabet Gunnarsd. 1 (1), Svanhildur Þengilsdóttir (2). Múrk úr hraóaupphiaupum: 7 (Kristín Jóhanna 4, Sólveig, Margrét, Hind). Fiskuó oiti: Margrét, Hegic, Kristin, Hind, Svanhildur. Vitanýting: Skorað úr 2 af 5. Varin skot/viti (skot á sig): Jelena Jovanaovic 24/1 (48/6, hélt 8, 50%), Helga Dóra Magnúsdóttir 2 (3, hélt 1, 67%). Brottcisanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Amar Kristinsson og Þorlákur Kjartansson (7). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 174. Mabur leiksins: Jóna Margrét Ragnarsd., Stjörnunni Mörk/vlti (skot/viti): Björk Ægisdóttir 9/5 (15/5), Dröfh Sæmundsdóttir 5 (13/1), Harpa Dögg VíTdsdóttir 4 (8), Eva Albrechtsen 3 (6), Berglind Björgvinsdóttir 2 (2), Sigurlaug Jónsdóttir 1 (2), Sigrún Gilsdóttir 1 (6). Mörk úr hraóaupphlaupunu 3 (Dröfn, Harpa Dögg, Sigurlaug) Vitanýting: Skorað úr 5 af 6. Fiskuó vitú Björk 2, Bjamý Þorvarðardóttir, Harpa Dögg, Sigrún, Dröfn. Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta Slapikiene 4 (21/2, hélt 0,19%, vlti yfir), Kristln Maria Guöjónsdóttir 10 (23/1, hélt 3, 43%, viti i stöng). Brottvisanir: 6 minútur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.