Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 M agasin DV Esther Finnbogadóttir í Kaupþingi um siðferði vsðskiptalífsins, varkórni kvenna og stöðuna fram undan: Niðursveiflan var miog sem kalla á annars konar þjónustu." Á þessum velmektartímum var einnig oft á tíðum talað um verð- bréfadrengina svonefndu, sem sagðir voru fara fram með ungæðislegum hætti. „Almennt hefur markaðurinn þróast mikið síðustu ár. Þeir sem við þetta starfa eru orðnir eldri og þroskaðri. Vissulega hefur niður- sveiflan síðustu ár kennt fólki sitt- hvað.“ Oft hefur gætt þeirrar tilhneiging- ar að fjalla um störf á verðbréfa- markaði sem mesta draumastarf sem hægt sé að hugsa sér. „Vissulega er þetta skemmtilegt og fjölbreytt starf. Hins vegar hefur þetta sína kosti og galla eins og öll önnur störf. Hvað annað?“ segir Esther. „Þegar ég var að hefja störf í verð- bréfageiranum voru hér miklir upp- gangstímar og margir virtust líta svo á að hækkun á gengi hlutabréfa yrði því sem næst endalaus. Vorið 2000 fór gengi bréfa hins vegar að dala og sú þróun hefur haldist erlendis en hér á landi tók að birta til á síðasta ári. Fyrir okkur sem störfum á þess- um vettvangi hefur þetta fyrir vikið verið, fyrir mjög lærdómsríkur tími og þroskandi," segir Esther Finn- bogadóttir sem starfar hjá greining- ardeild Kaupþings. Fiskur, fegurib og fjármál Konur sem eru í framlínu íslensks verðbréfamarkaðar eru ekki margar. Esther er ein þeirra en hún hefur starfað hjá Kaupþingi síðan 1999, þeg- ar hún lauk námi í viðskiptafræðum við Háskóla íslands. „Áður hafði ég meðal annars starfað í sjávarútvegi og fegurðarbransanum, svo sem við skipulagningu fegurðarsamkeppna og ýmiss konar sýningahald," segir Esther. „Fiskur, fegurð og fjármál eru störf sem eiga kannski ekki margt sameiginlegt við fyrstu sýn, annað en effið. Grunnurinn er hins vegar sá sami og til að ná tilsettum árangri er jafn nauðsynlegt að leggja sig allan fram, hvert svo sem starfið er. Hvað varðar viðskipti og hvers konar sölu- mennsku þarf maður alltaf að hafa sannfæringu fyrir hlutunum ætli maður að geta selt þá,“ bætir hún við. Áhuginn var óskaplega mikill Þegar gengi hlutabréfa reið á öldu- faldinum og var i hæstum hæðum einkenndist umfjöllun fjölmiðla af fjármálamörkuðum af spennu og fjör- legum efnistökum. Fulltrúar verð- bréfafyrirtækja mættu reglulega í sjónvarpsþætti og mæltu með ein- stökum fyrirtækjum sem ábatasamri fjárfestingu þá stundina. „Ég held að þessi umfjöllun hafi í raun ekki verið annað en svar við eftirspurn," segir Esther. „Áhugi al- mennings fyrir fjárfestingum í hluta- bréfum var óskaplega mikill á þess- um tíma og þetta þótti áhugavert efni. Umfjöllun í dag er aftur frekar á almennum nótum og yfirvegaðri en áður. Einstaklingar eru ekki jafn áberandi á markað- inum heldur frekar stofnanafjárfestar Regluverkió hefur batnaó í verðbréfaviðskiptum er nánast þumalputtaregla að eftir því sem menn taki meiri áhættu þeim mun meiri geti hagnaðarvonin líka verið. Þannig spenntu margir bogann hátt í viðskiptum á síðustu árum og högn- uðust vel með því að selja bréf sín á réttum tíma. Aðra skorti tímaskynið í viðskiptunum og töpuðu miklu. „Auðvitað er sístæð spurning hvort staðið hafi verið að ráðgjöf til viðskiptavina með eðlilegum hætti. Hlutabréfaviðskipti eru þó í eðli sínu áhættusöm og sveiflur geta verið miklar, sér í lagi til skamms tíma. Miklu skiptir að gera sér grein fyrir þekkingarstigi viðskiptavinarins og gæta jafnræðis í allri ráðgjöf. Reglu- verkið hefur líka farið batnandi og neytendaverndin aukist,“ segir Esther. „Með nýrri löggjöf hefur til dæmis að mestu leyti verið lokað fyrir að al- menningur geti fjárfest í óskráðum fyrirtækjum. Margir brenndu sig einmitt illa á slíkum viðskiptum vegna þekkingarleysis. Þó held ég að þeir sem minnst þekkja til markaðar- ins hafi ekki endilega farið verst út úr niðursveiflu síðustu ára. Þeir sem betur voru málum kunnugir voru gjarnan tilbúnir að taka meiri áhættu og þess voru dæmi að menn töpuðu á því en aðrir að sama skapi högnuðust mjög vel.“ Siöferöið er nokkuó gott Að undanförnu hefur orðið nokkur umræða um hvert sé í raun og sann siðferði á íslenskum fjármálamark- aði. Gagnrýni í því sambandi hefur meðal annars verið viðruð af prest- „Fáar konur eru starfandi við beina miolun verðbrefa; flestar erum við i eignastyringu og liklega skiptist sá hópur sem fæst við greiningu til helminga milli kynja. Sjálf trúi ég að slíkt komi vel út; okkur konum er eðlislægt að meta hluti frekar af varkárni og taka síður áhættu," segir Ester Rnnbogadóttir. Magasín-mynd Hari um í stólræðum. í nýársprédikun sinni sagði herra Karl Sigurbjörns- son biskup að spurningar hefðu vaknað um traust og heilindi við- skiptalífsins. Ætti trúin umfram allt að verka hversdags og ávextir henn- ar „að birtast sem trúfesti, heilindi, tryggð og umhyggja sem eru grund- vallarstoðir heilbrigðs samfélags", eins og hann komst að orði. „Almennt held ég að siðferði í ís- lensku viðskiptalífi sé nokkuð gott. Hins vegar koma auðvitað alltaf upp einstök tilvik sem orka tvímælis - eða að þar hefur ekki verið staðið rétt að málum. En við megum ekki kveða upp algilda dóma vegna þeirra. Slíkt er hvorki eðlilegt né sann- gjarnt. Á síðustu árum hefur allt regluverk og löggjöf í viðskiptalífinu verið skerpt, sem ég tel tvímælalaust til bóta. Hins vegar er alltaf til hópur manna sem ekki vill lúta neinum Símí 550-5000 Útgefandi: Útgáfufélagiö DV ehf., Skaftahlíö 24. Ábyrgðarmenn: Óli Björn Kárason og Jónas Haraldsson. Umsjónarmaöur: Stefán Kristjánsson. sk@mngasin.is Blaöamaður: Siguröur Bogi Sævarsson. slgbogi@magasln.ls Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir - kata@dv.is og Inga Gísla - inga@dv.is Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80.000 eintök. Dreiflng: Póstdreifing ehf. Dreift ókeypis á höfuöborgarsvæöinu, á Akureyri og til áskrifenda DV úti á landi. reglum og slíkt vandamál er auðvitað þekkt úr öllu mannlegu samfélagi. í allri löggjöf um viðskipti eins og ann- að má finna smugur sem menn not- færa sér, sé vilji fyrir hendi.“ Útlitið er bjart Sem starfsmaður greiningardeild- ar Kaupþings fylgist Esther grannt með stefnum og straumum í íslensku efnahagslifi. Hún segir mat sitt vera að bjartir tímar séu fram undan. „Búist er við auknum hagvexti í ár, vextir hafa verið að lækka, dregið hefur verið hratt úr verðbólgu og krónan að styrkst, meira að segja svo að menn óttast helst nú að gengi hennar fari að skerða hag útflutn- ingsatvinnuveganna. Almennt má því segja að útlítið sé bjart hvað rekstrarumhverfi fyrirtækja varðar," segir Esther. Konum er varkórnin eðlisiæg Fyrir skömmu hittust á góðri stundu þær konur sem starfa í fram- línu á verðbréfamarkaði, en þær eru um sextíu talsins. „Fáar konur eru starfandi við beina miðlun verðbréfa; flestar erum við í eignastýringu og líklega skiptist sá hópur sem fæst við greiningu til helminga milli kynja. Sjálf trúi ég að slíkt komi vel út; okkur konum er eðlislægt að meta hluti frekar af var- kárni og taka síður áhættu. Þegar þessu er svo blandað saman við þá sýn sem karlar hafa á hlutina trúi ég því að nokkuð raunsætt mat fáist á stöðu einstakra fyrirtækja og efna- hagslífsins almennt. Hins vegar mætti gjarnan fjölga konum í stjórn- unarstöðum hjá fyrirtækjum á fjár- málamarkaði eins og reyndar á hjá öðrum fyrirtækjum sem eru skráð á hlutabréfamarkaðinum. í dag er eng- in kona forstjóri þeirra og konur fjár- málastjórar i aðeins tveimur þeirra," segir Esther. Vanda þarf valib Á síðustu misserum hefur fyrir- tækjum á íslenskum hlutabréfamark- aði verið að fækka talsvert, bæði með afskráningum á markaði og eins sameiningu. Esther segir að þetta sé í raun eðlileg þróun. Mörg fyrirtækj- anna hafi ekki haft þann styrkleika að geta verið á markaði og viðskipti með bréf í þeim verið það lítil að verðmyndun hafi ekki verið virk. „Fjöldi tækifæra er þó enn á mark- aðnum, bæði hérlendis og erlendis. Það er því engin ástæða til að reikna með ööru en bjartri tíð fram undan en mikilvægast er þó alltaf að fólk vandi val sitt í fjárfestingum og vinni heimavinnuna.“ -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.