Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003
27
M
agasm
„Þaö er mjög gaman aö koma í Herdísarvík á þessum tíma árs,“ segir Páll
Slgurösson prófessor. Magasín-mynd E.ÓI.
Heill-
andi er
Herdís-
arvík
„Það er mjög gaman að koma í
Herdísarvík á þessum tíma árs. AI-
mennt er þessi staður líka ákaflega
heillandi, því landið þama breytir
alveg um svip eftir veðráttu,“ segir
Páll Sigurðsson lagaprófessor. Á
sunnudag verður hann leiðsögu-
maður í ferð á vegum Ferðafélags
íslands í Herdísarvík í Selvogi. Mun
Páll, sem hefur stjómaö þessum
ferðum undanfarin ár, leiða fólk um
staðinn og segja sögu hans en þó að-
allega frá lífi Einars skálds Bene-
dikssonar og Hlínar Johnson sam-
býliskonu hans en þau bjuggu í vík-
inni síðustu æviár skáldsins. Lagt
verður af stað kl. 11 frá BSÍ og kom-
ið í bæinn aftur síðdegis.
„Við fbrum Krísuvíkurleiðina í
Selvoginn, það er suður með Kleif-
arvatni. í Herdísarvík fórum við
meðal annars inn í húsið þar sem
þau Einar og Hlín bjuggu en það og
jörðin em í eigu Háskóla íslands.
Við drekkum kaffi í stofunni en
raunar hefur stundum verið svo
margt í þessari ferð að allur hópur-
ixm hefur illa komist fyrir í þessu
litla húsi,“ segir Páll. Bæði jörðin
Herdísarvík og byggingar þar eru í
eigu Háskóla íslands.
Hann bætir þvi við að gaman sé
að fara niður í fjöruna við Herdísar-
vík þegar svarrandi brimið leikur
við fjörusteina - og sjá átök reg-
inaflanna með þeim hætti. „Eftir að
sauðfjárbeit á þessum slóðum lagð-
ist af er einnig gaman að sjá hvað
allur skógargróður þama í hraun-
inu hefur mjög tekið við sér. Mörg-
um þykir einnig áhugavert aö skoða
margar fornar minjar sem em á
þessum slóðum, svo sem tóftir ver-
búða frá þeim tíma þegar útræði
var þama.“ -sbs
Tónlistin í hlustunum:
Messa
lesin af
nótum
Bækurnar á náttborðinu:
Björg og
Nafnlausir
vegir
Er aö hlusta á Hátíöarsinfóníuna eftir
Carles Ives, segir Jón Stefánsson.
„Undanfarið hef ég mikið verið að hlusta á tónlist svona með
óeiginlegum hætti, það er að lesa nótur. Nú er ég að undirbúa
fimmtíu ára afmæli Kórs Langholtskirkju en þess verður minnst
með ýmsu móti, meðal annars með messu sem Hildigunnur Rún-
arsdóttir semur fyrir okkur og verður flutt á fóstudaginn langa í
vor. Nú þegar hef ég fengið tvo kafla messunnar í hendur og þetta
lofar mjög góðu,“ segir Jón Stefánsson, kórstjóri í Langholtskirkju.
„Einnig hef ég verið að hlusta á Hátíðarsinfóníuna eftir banda-
ríska tónskáldiö Carles Ives. Á sinfóníutónleikum i næstu viku
munum við syngja þann kafla hennar sem er um þakkargjörðardag-
inn. Sú tónlist sem ég hlusta á tengist annars að mestu leyti vinnu
minni. Er þá í mörg horn að líta, en ég hef með höndum yfirumsjón
með öllum tónlistarflutningi hér í kirkjunni þar sem eru starfandi
sjö kórar.“
„Vegna atburða í stjómmálum gafst mér lítill tími til lestrar um
hátíðamar. Af bókum sem komu út fyrir þessi jól er ég þó búin að
lesa Nafnlausa vegi eftir Einar Má Guðmundsson. Til þess að
byggja mig upp andlega fyrir þá bók var ég búin aö lesa fyrri bæk-
ur í þessari röð, það er Fótspor á himnum og Draumar á jörðu. Ég
er því orðin nátengd fjölskyldunni sem þama segir frá,“ segir
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi.
„Ég var fram eftir eina nóttina nú í vikunni að lesa sögu Bjarg-
ar Þorláksson eftir Sigi'íöi Dúnu Kristmundsdóttur og sú saga
greip mig. Vegna þess hve fáar bækur ég fékk um jólin hef ég síð-
an verið að grípa úr bókaskápnum ýmislegt sem ég á þar ólesið.
Þar get ég nefnt bækur eftir þá Þórarin Eldjám, Bjöm Th. Björns-
son og Böðvar Guðmundsson - það er sögulegar skáldsögur - en
siíkum bókum er ég alltaf hrifin af.“
Hrlfin af sögulegum skáldsögum, segir
Björk Vilhelmsdóttir.
Kennsla hefst í FIA skólanum
18. janúar kl. 9.00
Verö meö námsgögnum: 99.000 kr.
Kennsla fer fram dagana:
18. og 19 . janúar
8. og 9. febrúar
22. og 23. febrúar
1. og 2. mars
Vinsamlegast greiöiö staöfestingargjaldið
50.000 kr. um leið og innritun á sér stað.
Leggiö inn á reikning 515-14-605933
undir PPI-FIA, nafni og heimilsfangi,
annars telst skráning ekki gild.
"FÍA skólinn hefurgert mérþað kleift ad vinna við þaö sem mér
finnst skemmtilegt og um leið þéna vel. Skólinn hefur opnað fyrir
mér nýja vidd iþjálfun og var bœdi skemmtilegur og árangursrikur.
Ég hvet alla sem hafa áhuga á þjálfun ad fara iþennan skóla, lika
þá sem vilja bara œfa sjálfir. Svo skaðar ekki að Jónina Ben
iþróttafrœðingur er frábœr bóklegur kennari."
Ásta Sigrún Gylfadóttir
FIA þjálfari Planet Reykjavík
Skráning í síma 577 5555
SMÁAUG-
LVSIN5AR
Á NETINU!
éœlks' ^
►
www.d v. i
•c