Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 M agasm Blótað í kirkjuturninum Páfagaukur einn hefur tekið sér bólfestu í kirkjuturni í smábæ í Englandi og veldur mörgum ama. Páfagaukurinn hefur búið sér stað milli kirkjuklukkn- anna og lætur gesti og gangandi hafa þaö óþvegið. Gaukur- inn kann nefnilega að tala og er ekki vel viö mannaferðir. Hefur hann blótað fólki í tima og ótíma og hafa kirkjuyfir- völd af þessu nokkrar áhyggjur. Líklegt er talið að flar- lægja verði fuglinn en áhyggjur kirkjuyfirvalda í bænum beinast einkum að jarðarfórum enda margt skemmtilegra á sorgarstundu en hafa yfir sér blótandi páfagauk. Hláturinn varð aó gráti Stór hópur kvenna í Ástralíu sem lengi hefur lagt stund á hlátur varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á dögun- um. Hópurinn hugðist þá halda hátíð hlátursins í almennings- garði einum en var vísað út úr honum þegar eftirlitsmenn garðsins mættu á staðinn. Töldu þeir að hópurinn heföi truflandi áhrif á gesti og ekki væri heppilegt aö hafa hóp af hlæjandi konum í námunda við villt dýralífiö í garðinum. Sjónarvottar sögðust reyndar hafa tekið eftir því að mörg dýranna hefðu tekið til fótanna um leið og konumar byrj- uðu að hlæja. Hómark óheppninnar? Peter Hunter, Englendingur sem fyrir nokkrum vikum lagði upp í ferð í kringum jörðina, getur varla talist hepp- inn maður. Eftir 10 vikna ferðalag hafði hann þegar lent í fjórum meiri háttar óhöppum. Fyrst kviknaði í ferju sem hann var farþegi í, þá almenningsvagni og loks járnbrautarlest. Hunt- er slapp alltaf naumlega með skrekkinn en heppnastur var hann þegar sprakk á farartæki sem hann ók í Suður-Afríku. Valt það og skoppaði eina 40 metra og var Hunter fluttur á sjúkrahús þar sem saumuð voru 16 spor í andlitið. Hann áformar að ljúka heimsreisunni í maí. í Helgarblaði DV á laugardag- inn er ítarlegt viðtal viö Jó- hannes Georgsson, stofnanda ísland Express, sem hyggst hefja áætlunarflug frá íslandi í febrúar og bylta þannig úr sessi áralangri einokun Flugleiða. Einnig verður rætt við Guð- mund Jónsson gítarleikara sem hefur starfað meö Sálinni hans Jóns míns um árabil og er einn höfunda söngleiks sem frum- sýndur verður i Borgar-leikhús- inu á laugardag og byggir á tveimur plötum Sálarinnar. Guðmundur ólst upp á Skaga- strönd og spilaði með á þorra- blótum Hallbirni Hjartarsyni áður en hann hélt suður á vit frægöar og frama í poppheim- um. Helgarblaðið ræðir við Fríðu Rún Þórðardóttur, næringar- fræðing um megrun og heil- brigt líferni sem ætla má að sé stórt viðfangsefni þjóðarinnar á þessum árstíma. í blaðinu er einnig fjallað um listina við að halda skemmtileg- ar veislur þar sem gestir njóta sin og gleðin er við völd. Einnig er sagt frá 13. ágúst 1908 sem er merkur dagur í íslenskri fjall- göngusögu en þann dag var gengið á Herðubreið í fyrsta skipti. Blaðið ræðir við Ágúst Ágústsson sem hugsanlega veröur einn yngsti þingmaður íslands eftir kosningar að vori og fjallar um Rex Harrison, leikara og gleöimann, sem naut mikillar frægðar á sínum blómatíma. Svipmynd af sviðinu. I söngleik Sálarinnar, sem nú verður sýndur í Borgarleikhúsinu, er flallað um ástina og hlutl í hinni mannlegu tilveru og Ijós og skugga sem væntanlega allir þekkja. Magasírwnyndir E.ÓI. HJ0LAB0RÐ FHCOm ME0 SKUFFUM Ástarsaga frá óljósum tíma „Þetta er ævintýri sem gerist í óljósri framtíð eða fortíð og er dular- full ástarsaga. Tími verksins í raun óljós. Hér segir frá átökum ljóss og skugga í mannlegri tilveru og hér segir frá tilfinningum sem við þekkj- um öll,“ segir Karl Ágúst Úlfsson. Á laugardagskvöld verður í Borgarleik- húsi frumsýndur söngleikurinn Sól og máni eftir Karl Ágúst og hljóm- sveitina Sálina hans Jóns míns. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. í söngleiknum segir frá Sól sem er í djúpri sorg og brosir ekki. Ófeigur faðir hennar þykist vita að hann eigi sök á þessari óhamingju og dreymir um bros dóttur sinnar. Móðir Sólar hefur ruglað saman reytum við trú- arleiðtogann Lýð, sem vill frelsa Sól með lækningamætti Lögmálsins. Við sögu kemur síðan m.a. engill sem missir vængina í átökum erkiengla. Er þá margt ósagt um verkið. Níu leikarar og sex dansarar taka þátt í söngleiknum - auk Sálarinnar sem flytur tónlistina með fulltingi Jóns Ólafssonar. Leikarar eru Arn- björg Hlíf Valsdóttir, Bergur Þór Ing- ólfsson, Björn Ingi Hilmarsson, Ell- ert A. Ingimundarson, Guðmundur Ölafsson, Jóhanna Vigdís Arnardótt- ir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sveinn Þór Geirsson og Valur Freyr Einarsson. Allflest lögin í söngleiknum eru af Sálarplötunum Annar máni og Log- andi ljós. „Maður finnur auðvitað að lögin eru samin með söngleik i huga,“ segir Karl Ágúst. Hann kom að málinu þegar Sálarsveinar höfðu samið grunninn að söngleiknum. Sitt hafi svo verið að þróa verkið áfram tO fullmótaðs verks. Hafi sú vinna öll verið einkar ánægjuleg, sem væntanlega skili sér svo til leik- húsgesta ef að líkum lætur. -sbs Stefán syngur. Lögin í söngieiknum er flest að finna á Sálarplötum síðustu ára. »icoM-Plastbakkar fyrir öll verkfæri LícSCjUlli Ármúli 17, lOB Reykfavik Síml: 533 1334 fax: 55B 0499 Öruggur staður fyrir FACOM verkfærin, og allt á sínum stað! ..þafl sem fagmaflurinn notar! Sálarsöngleikur í Borgarleikhúsinu:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.