Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 M agasin Bíómolar Day-Lewis enn hættur Enski leik- arinn, Daniel Day-Lewis, segist ekki ætla að taka að sér fleiri kvikmynda- hlutverk en hann lék nú síðast í mynd Martins Scorseses, Gangs of New York. Þar á undan lék hann síð- ast i The Boxer árið 1997 og hafði hann ákveðið þá að hætta öllum kvikmyndaleik. „Það eru engin áform uppi um að vinna að kvikmynd í nánustu framtíð," segir óskarsverðlauna- hafinn. „Mér tókst að forðast þær i fimm ár nú síðast." Að eig- in sögn segist hann ávailt finna fyrir miklum vonbrigðum með sinn þátt kvikmyndum sínum og sífellt taki það lengri tíma að sætta sig við þær. Hann hafi því ekki mikinn áhuga á að leggja það á sig mikið oftar. Dumbledore ráðinn Leikarinn Michael Gambon hef- ur verið ráð- inn til að leika pró- fessorinn Dumbledore í næstu Harry Potter mynd, að sögn netmiðilsins eon- line.com. Það var Richard Harr- is sem lék Dumbledore í fyrstu myndinni en hann féll frá í októ- ber síðastliðnum. Framleiðend- ur myndarinnar munu hafa sett sig í samband við Gambon eftir að Sir Ian McKellen, sem leikur töframanninn Gandálf í Hringa- dróttinssögu, afþakkaði boð þeirra um hlutverkið. Gollum sótti um hlut- verk í Harry Potter Andy Serkis, sá er leikur Goll- um í mynd- unum um Hringadrótt- inssögu, hef- ur sagt frá því að gerðir voru stuttir grínbútar þar sem Gollum meðal annars þykist vera í viðtali við bandarískan skemmtiþátt þar sem hann segir frá því að hann hafi sótt um hlutverk Dobby í nýju Harry Potter myndinni. Að eigin sögn var hann ekki með nógu stór eyru. Þá var annar bútur gerður þar sem Goilum fær upphringingu frá umboðs- manni sinum sem segist hafa reddað honum hans eigin raun- veruleikaþætti í sjónvarpi. Óvíst er hvort almenningur fær einhvem tímann að berja þessi myndskeið augum. Bacall og Kidman aftur saman Leikkon- umar Nicole Kidman og Lauren Bacall munu aftur leiða hesta sína saman í nýrri mynd en þær unnu saman í Dogville, mynd danska leikstjórans Lars von Trier. t nýju myndinni, Birth, mun Bacall leika móður Kidman en um er að ræða sálfræðitrylli undir leikstjóm Jonathan Glazer sem síðast geröi Sexy Beast með Ben Kingsley í aðalhlutverki. í myndinni mun einnig Danny Huston fara með hlutverk, en hann er líklega hvað þekktastur fyrir að vera hálfbróðir leikkon- unnar Anjelicu Huston. Biiiy Crystal ieikur eitt aðahlutverkanna í Anaiyze That: Ur hafnabolta í gamanmálin Billy Crystal hefur verið einn far- sælasti grínleikari Bandaríkjanna undanfama tvo áratugi. Árið 1999 kom út enn ein kvikmyndin sem kitl- aði hláturtaugar áhorfenda svo um munaði. Þar lék hann sálfræðing sem tók að sér að hátt settan mafiósa, leik- inn af Robert de Niro, sem átti í mikl- um sálrænum erfiðleikum. Sú hét Analyze This, og er framhaldsmynd hennar, Analyze That, að koma í ís- lensk kvikmyndahús um helgina. Fyrrum mafiuforinginn Paul Vitti á enn í miklum sálrænum erfiðleik- um en hann hefur síðustu ár þurft aö dúsa í fangelsi vegna mafiuglæpa sinna. Yfirvöld kalla á sálfræðinginn Ben Sobel til hjálpar og er hann skikkaður, í mikilli óþökk hans og ekki síður konu hans, leikinni af Lisu Kudrow, til að taka hann að sér á ný og upp hefst nýtt ævintýri. Billy Crystal fæddist fyrir 55 árum inn í mikla listamannafjölskyldu. Faðir hans, Jack, var mikill tónlista- frömuður og rak hina frægu tónlistar- verslun Commodore Music Shop, á 42. stræti á Manhattan í New York. Hann kom á fót plötuútgáfufyrirtæki með sama nafni sem gaf út djasstónlist sem var gífurlega vinsæl og barðist fyrir brautargengi svartra tónlistar- manna sem máttu enn sæta miklum kynþáttafordómum á þeim tima. Það var þar sem frægir svartir tónlistar- menn eins og Bill Haley, Billie Holi- day og Jelly Roll Morton fengu loks þá athygli sem þau verðskulduðu og tókst þeim í sameiningu að bijóta nið- ur ákveðinn múr sem hafði myndast. Allt þetta hafði mikil áhrif á Billy sem umgekkst þetta mikla listafóik á sinum mótunarárum. Plötuverslun föðiu' hans var helsti samastaður tón- listarmanna og áhrifamanna og var heimili fjölskyldunnar griðastaður fyrir marga þeirra. Billie Holiday eyddi til aö mynda ófáum stundum við að passa Billy litla. Dansaði steppdans Hann vandist fljótt sviðsljósinu með því að umgangast fræga tónlist- armenn og sótti hann grimmt tón- leika þeirra með fóður sínum þar sem hann fór af og til á sviðið til að dansa steppdans fyrir tónleikagesti. Þrátt fyrir þetta var áhugi hans á þessum árum fyrst og fremst á allt öðru sviði, nefnilega hafnabolta, og er hann enn eldheitur stuðningsmaður New York Yankees. Draumur hans var að gerast atvinnumaður í íþrótt- inni og þótti hann efnilegur leikmað- ur. Hann ákvað því að fara í háskóla- nám á hafnaboltastyrk og varð Mars- hall University fyrir valinu. En þar fór allt á versta veg og var iðkun hafnabolta hætt í skólanum og draumnum þar með lokið fyrir fullt og allt. Framtíðin mótuð Hann skipti yfir í Nassau College þar sem framtíð hans yrði endanlega mótuð. Hann kynntist konunni sinni þar, Janice Goldfinger, og það var þar sem hann ákvaö að skella sér í skemmtibransann. Hann fór á fullt í leiklistarstarfinu í skóianum og fyllt- ist svo miklum áhuga að hann ákvað enn á ný að skipta um skóla, nú í kvikmyndadeild New York-háskóla, þar sem hann lærði kvikmynda- og sjónvarpsleikstjóm. Billy hafði alla tíð verið mikill að- dáandi gamanleiks og dáði hann í æsku meðal annarra grínarana Steve Allen, Bilko liðþjálfa og grínarana sem komu fram í þætti Ed Sullivan. Grínleikur lá því beint við og byrjaði hann að vinna að því að koma sér á framfæri að námi loknu. Hann fór víða, bæði í New York og um landið, en allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en hann flutti til Los Robert de Niro og Bllly Crystal í hlutverkum sínum í Analyze That. Angeles að stóra tækifærið kom. Hann var ráðinn til að leika í sjón- varpsþáttunum All In The Family og eignaðist marga af sínum bestu vin- um úr skemmtanabransanum þar, meðal annarra leikstjórann Rob Rein- er. Lukkudísimar vora enn á hans bandi því eitt sinn þegar Robert Klein átti að skemmta í veislu sem boxar- inn Mohammed Ali bauð til, forfallað- ist hann og Billy tók hans stað. Hann sló algerlega í gegn með eftirhermum sínum af Ali sjálfúm og fréttamannin- um Howard Cosell og var allt fræga fólkið í veislunni algjörlega hugfang- ið. Allt þetta varð til þess að hann var ráðinn til að leika hinn samkyn- hneigða Jodie Dallas í grínþáttunum Löðri sem vom til að mynda sýndir á íslandi við gífurlegar vinsældir, eins og annars staðar. Eftir að framleiðslu þáttanna lauk árið 1981 hélt Billy áfram að ferðast um landið þar sem hann kom fram á grínklúbbum víða um land við miklar vinsældir. Tilboðin á færibandi Árið 1984 reyndist einnig vera hornsteinn í hans ferli þegar honum bauðst að taka þátt í hinum feikivin- sælu .Saturday Night Live þáttum í New York. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um velgengni hans þar en í kjölfarið komu tilboðin frá Hollywood á færibandi. Meðal þeirra kvikmynda sem Billy Crystal er hvað þekktastur fyrir er When Harry Met Sally, City Slickers, Father’s Day og Deconstmcting Harry, svo eitthvað sé nefnt. Hann er einnig allra vinsælasti gestgjafi ósk- arsverðlaunanna fyrr og siðar enda hefur hann verið í því hlutverki í sjö skipti. Það er nefnilega ekki fyrir hvern sem er að fara með gamanmál fyrir fjölmennari áhorfendahóp en einn milljarð en engum hefur tekist það betur en Billy Crystal. Kom þar sjálfsagt að góðum notum reynslan af sviðsframkomunni í æsku þar sem hann fór mikinn í steppdansinum. -esá Dómar LOTR: The Two Towers ***i „fhe Two Towers stendur ekki að baki fyrsta hlutanum hvað varðar mikilfengleik." -HK Stella í framboöi *** „Edda Björgvinsdóttir er bara betri og glœsilegri en sióast. “ -SG Die Another Day *** „Þrátt fyrir að vera of löng er hún miklu betri en síðasta Bond-mynd og sýnir að á nýju árþúsundi er enn pláss fyrir ofurnjósnara hennar hátignar. “ -HK Harry Potter og leyniklefmn *** „Önnur myndin um galdrastrákinn knáa, Harry Potter, er betri en sú fyrsta." -SG Hlemmur *** „Hefur honum (Ólafi Sveinssyni) farið fram meö hverri mynd og Hlemmur er tvímœlalaust best." -HK Treasure Planet **i „Handritshöfundar og teiknarar Disney hafa búið til eigió œvintýri sem er nokkuó vel heppnað. “ -HK Ghost Ship ** „Skyndibiti framreiddur sem eðalmat- ur.“ -HK Knockaround Guys *i „Kraftlaus mynd um óáhugaverða stráka sem manni er nokk sama hvort geta drepið mann eður ei.“ -SG Væntanlegt 10. ianúar Analyze That ......Billy Crystal / Robert De Niro / Lisa Kudrow The Transporter .... Jason Statham 17. ianúar 8 Mile .... Eminem / Kim Basinger Femme Fatale .. . Antonio Banderas Juwanna Man.........Vivica A. Fox The Four Feathers .. . Heath Ledger

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.