Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 17
+
16 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 17
ÍÍ/Iagasín I>V I>V i:\flagasin
Ómar Valdimarsson blaöamaður
starfar á vettvangi mannúðarstarfs
Rauða krossins í Asíu:
Mannúðin í
grasrótinni
• » »
• ••
„Af mörga eftirminnilegu í starfi mínu fyrir Al-
þjóöasambandiö á síöustu árum hefur verið einna
skemmtilegast aö koma að stofnun nýs Rauða kross fé-
lags á Austur-Tímor. Bæöi hefur starhð verið skemmti-
legt en ekki síöur verið gefandi aö sjá á síðari stigum
hvemig þetta nýja félag er aö leggja sitt af mörkum í upp-
byggingu landsins. Þetta er kannski gleggsta myndin sem
ég hef séö af því hverju mannúðarsamtök í grasrótinni fá
áorkað," segir Ómar Valdimarsson, blaðamaöur og
starfsmaður Rauða krossins.
Draumur fró unglingsárum
í rúma tvo áratugi var Ómar Valdimarsson í eldlínu ís-
lenskrar fjölmiðlunar sem blaða- og fréttamaður á ýms-
um miðlum. Var ævinlega þar sem eldarnir brunnu heit-
ast á hverjum tíma. Hann segir að hins vegar hafl alveg
ffá unglingsárum blundað með sér sá draumur að reyna
fyrir sér í hjálparstörfum í fjarlægum og frumstæðum
löndum. Hann hafi fyrst farið utan til slíkra starfa 1996
og síðan í nokkrar styttri ferðir næstu árum. Eftir það
hafi ekki verið aftur snúið. Tæpum fjórum árum síðar,
eða á miðju ári 1999, fór Ómar enn utan og þá til lengri
búsetu ásamt íjölskyldu sinni.
Leiöin lá til Kuala Lumpur í Malasíu þar sem Ómar
tók við starfi deildarstjóra upplýsingadeildar svæðis-
skrifstofu Alþjóðasambands Rauöa krossins og Rauða
hálfmánans. Hefur skrifstofan þar - sem ári síðar var svo
flutt til Bangkok í Taílandi - umsjón með öllu starfi sam-
takanna í Austur- og Suðaustur-Asíu. Alþjóðasambandið
er samband allra landsfélaga Rauða krossins og Rauða
hálfmánans, eins og hreyfingin heitir í löndum múslima.
Aðild að sambandinu eiga um 180 lönd.
Víðfeðmt svæði
Meginþunginn í starfmu sem Ómar Valdimarsson tek-
ur þátt í er hjálpar- og uppbyggingarstarf í Indónesíu, Vi-
etnam, Taílandi, Kína, Kóreuríkjunum tveimur, Mongól-
íu, Japan, Malasíu, Singapúr, Laos, Kambódiu, Burma,
Austur-Tímor, Brúnei og Filippseyjum.
„Þetta er viðfeðmt svæði og þá hentar ákaflega vel að
gera út frá Bangkok, hafa okkar höfuðstöðvar þar. Borg-
in er miðsvæðis i heimshlutanum og ekki nema tveggja
til þriggja tíma flug til flestra þeirra landa og borga sem
við höfum undir,“ segir Ómar.
Hann bætir einnig við að í Bangkok séu margar alþjóð-
legar stofnanir með bækistöðvar sínar - sem og alþjóðleg-
ir fjölmiðlar, eins og BBC og CNN. Fyrir allt starf Rauða
krossins og Rauða hálfmánahs skipti miklu máli að hafa
góð tengsl við fjölmiðla; það er að miðla upplýsingum af
hinu víðfeðma og fjölbreytta mannúðarstaifi hreyfmgar-
innar.
Þekking flutt milli landa
Starfsemi skrifstofu Alþjóðasambandsins í Bangkok er
fjórskipt. Þar er deild sem sinnir náttúruhamfórum og
stórslysavömum, önnur sinnir uppbyggingu í heilbrigð-
iskerfinu, sú þriðja styður við félagslega uppbyggingu
Rauða kross félaganna í heimshlutanum. Sú fjórða er
Rauði krossinn á vettvangi í Asíu. „Víba eru a&stæður býsna frum-
stæ&ar og erfi&ar og lífib ver&ur fólki enn erfiðara fyrir þá sök áb
þarna ver&a meiri og tí&ari náttúruhamfarir en annars staöar í ver-
öldinni. Þaö er því oft mikil þörf á neyðara&stoá," segir Ómar.
upplýsingadeildin sem Ómar veitir for-
stöðu.
„{ grófum dráttum eru verkefni mín tví-
skipt. Annars vegar að styðja og efla upplýs-
inga- og fræðsludeildir Rauða krossins og
Rauða hálfmánans í þessum löndum. Það
geri ég með námskeiðahaldi og ráðgjöf af
ýmsu tagi, eftir að við höfum í sameiningu
skilgreint þann vanda og þær aöstæður sem
eru á hverjum stað. Þá reynum viö að flytja
þekkingu frá einu landi til annars til að
mæta viðfangsefnunum," segir Ómar.
Mikil þörf fyrir neyðara&stog
Hitt meginverk sitt segir hann vera
margháttaða kynningu um starf Rauða
krossins og Rauða hálfmánans í heims-
hlutanum, svo sem með því að halda góð-
um tengslum við fjölmiðla, bæði í Asíu og öðrum heims-
hlutum. Dæmi um þetta sé að á alþjóðlegu vefsetri Al-
þjóðasambandsins, www.ifrc.org, sé um 40% af öllu
fréttaefhi ættað frá Asíu og Kyrrahafssvæðinu. Sú stað-
reynd sé meðal annars skýr vitnisburður um hve um-
fangsmikið starfið á þessum slóðum heimsins sé.
„í þessum heimshluta búa nærri tveir þriðju hlutar
alls mannkyns. Víða eru aðstæður býsna frumstæðar og
erfiðar og lífið verður fólki enn erfiðara fyrir þá sök að í
þessum heimshluta verða meiri og tíðari náttúruhamfar-
ir en annars staðar í veröldinni. Það er því oft mikfl þörf
á neyðaraðstoð," segir Ómar.
Hann bætir þvi við að i fjölmiðlum hafi fyrir fáeinum
dögum veriö greint frá flóðum á Salómonseyjum í Kyrra-
hafi þar sem miklar búsifjar hafi orðið. Komi því efalítið
að þvi fyrr eöa síðar að Rauði krossinn láti til sín taka
þar.
Náttúruhamfarir tí&ar
„Ég get líka nefnt Indónesíu," heldur Ómar áfram.
„Það er mikið landsvæði og gríðarlega flókið samfélag
sem hefur veriö í mikilli deiglu eftir að einræðistímabil-
inu þar lauk. Þar verða að jafnaði tvisvar náttúruhamfar-
ir á hverjum degi sem guð gefur. Indónesíski Rauði
krossinn er mjög öflugur og vinnur mikið starf á þessum
vettvangi en stundum þarf utanaðkomandi aðstoð og þá
kemur til okkar kasta að samhæfa og styðja."
Ómar segir aö í Víetnam, Laos, Kambódíu og Taílandi
verði einnig árlega mikil flóð og sú hafi orðið raunin í
mörg þúsund ár. Raunar séu flóð tíð í allri Asíu sem
stundum verði mannskæð. En eru jafnframt grundvöllur
þess að mannlíf þrífist þar á stórum svæðum. Svo verði
af og til óvæntar hamfarir eins og til dæmis í Norður-
Kóreu þar sem árleg áfoll hafa orðið til að auka á efna-
hagsþrengingar í landinu síðustu ár.
Vi&sjár í Víetnam
Nærfellt allan sjöunda áratuginn og nokkuð fram á
þann áttunda börðust Bandaríkjamenn í Víetnam við
þjóðina þar. Enn er veriö að bíta úr nálinni með afleið-
ingar stríðsins. Eiturefnahernaður var markvisst stund-
aður í striöinu, þannig aö í jörð fóru ýmis banvæn efni,
svo sem blásýra. Hún liggur í jöröinni, það er á þeim
svæðum þar sem milljónir Víetnama stunda akuryrkju.
Afleiðingarnar eru þær að hundruð þúsunda bama fæð-
Magasin-mynd Siguröur Jökull
Hlutverk okkar er ævinlega áb greina frá staáreyndum en ekki að vera meá neina óskhyggju um hvernig stjórnarfar eáa menningarlíf i ein-
stökum löndum eigi aá vera. Við erum gestir og okkur ber í samræmi viá gildi hreyfingarinnar aá huga ab hinum mannúðlegu þörfum og
engu öáru," segir Ómar Valdimarsson meáal annars hér i viátalinu.
ast vansköpuð og fötluð. Ómar segir þennan dapurlega
efitirleik stríðsins hafa mjög komið til kasta víetnamska
Rauða krossins sem hafi sett á laggimar öflugan sjóð til
að styðja fjölskyldur barna sem svona er ástatt um.
„Sjálfur hef ég komið inn á heimili í Víetnam,“ segir
Ómar „þar sem em kannski þijú til fjögur böm og eru öll
svo mikið fótluð að þau komast aldrei úr rúmi, hvað þá
lengra eða eitthvað meira. Þau geta enga björg sér veitt
og báðir foreldrarnir eru oft bundnir yfir börnum sínum
og geta iila stundað vinnu á meðan. Afleiðingar þessa eit-
urefnahemaðar eru skelfilegar og menn telja að eiturefh-
in muni liggja í jörðinni í áratugi eða jafnvel aldir uns
þau eyðast," segir Ómar
Útrýmum ekki veirunni
Eyðni er útbreiddur sjúkdómur í Asíu - sem kaflar á
margvíslega starfsemi og viðbrögð. Alþjóðasambönd
Rauða krossins hafa nýverið hleypt af stokkunum um-
fangsmikiUi herferð um aUan heim gegn fordómum, mis-
rétti og einelti sem eyðnismitaðir verða fyrir.
„Við segjum sem svo: við munum ekki útrýma eyðni-
veirunni sjálfri á allra næstu árum og við gemm það
ekki ein. Þess í stað beinum við þá kröfum okkar að hin-
um félagslegu þáttum og að þeir sem smitast geti lifað
með reisn þrátt fyrir veikindi sín,“ segir Ómar.
í Asíu eru rúmlega sjö milljónir manna smitaðar af
eyðniveirunni. Tíðnin fer, að sögn Ómars, ört vaxandi í
löndum eins og Burma, Kina og Indlandi en í síðast-
nefnda landinu séu fjórar miUjónir smitaðar.
Forvarnarstarf viö þröngar aðstæður
„í sumum þessara landa hefur gengiö ágætlega að
draga úr útbreiðslu sjúkdómsins með því að dreiía
smokkum. Hins vegar verðum við aö hafa í huga að í
löndum þar sem fátækt er mikil er kynlífsiðnaðurinn oft
mjög umfangsmikill. Og hann er ekki bundinn við út-
lendinga sem þangað koma heldur hefur vændi verið
stundað víða um heim um þúsundir ára. Fyrsta árið okk-
ar í Taílandi bjuggum við í taílensku hverfi og þar voru
að minnsta kosti fjögur vændishús handan við hornið
sem útlendingar sóttu ekki. Þar sem við búum núna, í
miðborg Bangkok, eru þau hús miklu fleiri - og þar eru
bæði innlendir og útlendir viðskiptavinir," segir Ómar.
Hann viðurkennir að vissulega sé erfitt að berjast gegn
þessum vágesti og komi margt til, svo sem menningarleg-
ir þættir, trúarlegir, pólitískir og svo framvegis. Til að
mynda séu Indónesía og Malasía íslömsk ríki, þar sem
ekki sé alltaf talið við hæfi að fjalla opinskátt um kynlíf,
og sama gildi að talsverðu leyti um hinar kaþólsku Fil-
ippseyjar þar sem notkun getnaðarvama hefur til
skamms tíma átt undir högg að sækja. Forvarnarstarfið
sé að sumu leyti auðveldara í búddistalöndunum, svo
sem Taílandi, Kambódíu, Víetnam og Laos, því búddism-
inn boði víðsýni og umburðarlyndi.
„Rauða kross félögin á þessu svæði hafa mikið beitt
þeirri aðferð að mynda tengsl við ungt fólk og vinna með
því í gegnum jafningjafræðsiu. I mörgum löndum hefur
lýsinga sjálfsagt mál og aö allir geti sagt hvað sem þeim
dettur í hug. Margar þjóðir í Asíu búa hins vegar viö
takmarkað lýðræði, til að orða þetta kurteislega, eða eru
nýlega orðin lýðræðisríki. Þar er oft nokkuð annar hátt-
ur á og ekki alltaf talið jafn sjálfsagt að allt sé uppi á
borðum. Hins vegar hef ég svo sem ekki lent í vandræð-
um vegna þessa, eða að frásagnir okkar fari afbakaðar i
loftið. Hlutverk okkar er ævinlega að greina frá stað-
reyndum en ekki að vera með neina óskhyggju um
hvernig stjórnarfar eða menningarlíf í einstökum lönd-
um eigi að vera. Við erum gestir og okkur ber í sam-
ræmi viö gildi hreyfingarinnar að huga að hinum mann-
Þessi nýju ævintýr
Fjölskyldan hefur og haft í nægu að sýsla í Taílandi.
Dagmar Agnarsdóttir, eiginkona Ómars, sem áður rak
hárgreiðslustofu á höfuðborgarsvæðinu, venti sínu
kvæði í kross í austrinu og fór þar út í myndlistamám
með góðum árangri. Dóttir þeirra, Agnes Ósk, sem nú er
17 ára, hefur verið við menntaskólanám sem hún mun
væntanlega ljúka í vor. Mun leið hennar þá liggja til há-
skólanáms, væntanlega í Kanada.
Þrjú eldri börn þeirra eru uppkomin heima í Reykja-
vík; Erlingur er húsamálari, Inga María er leikari og
✓
„/ sumum þessara landa hefur gengib ágætlega að draga úr útbreiðslu
sjúkdómsins með því að dreifa smokkum. Hins vegar verðum við að hafa í
huga að í löndum þar sem fátækt er mikil er kynlífsiðnaðurinn oft mjög um-
fangsmikill. Og hann er ekki bundinn við útlendinga sem þangað koma
heldur hefur vændi verið stundað víða um heim um þúsundir ára."
gengið ágætlega að byggja upp ungmennadeildir og fela
þeim að vinna hluta þessa starfs á eigin forsendum.
Helstu skilaboðin eru að hvetja fólk til að stunda ábyrgt
kynlíf. Það er tilgangslaust að berja hausnum við stein-
inn og segja ungu fólki að hætta að gera „hitt“: það verð-
ur væntanlega áfram í Asíu eins og á íslandi og víðar, aö
fólk hefur kynlífsiökun sína snemma og ábyggilega
stöðugt yngra.“
Frjálsar upplýsingar ekki sjálfsagðar
Eins og glögglega má sjá hér að framan er Asía
heimshluti sem hefur verið vettvangur mikilla átaka og
hörmunga í gegnum tíðina - gjarnan stríðsátaka. Stund-
um er sagt að í stríði sé sannleikurinn þaö fyrsta sem
fellur. Hvernig blasir þessi kennisetning við Ómari sem
er við störf í heimshluta þar sem fjölmiðlar eru vanþró-
aðir og stjómsýsla sömuleiðis, að minnsta kosti sé tekiö
mið af því sem gerist í vestrænum löndum.
„Hér á Vesturlöndum finnst okkur frjálst flæði upp-
úðlegu þörfum og engu öðru,“ segir Ómar.
Hasar, ágreiningur, hörmungar
Spurður um samskipti sín við fjölmiðla í þessum
löndum segist hann kosta kapps um að halda tengslum
við alþjóðlega fréttamiðla á borð viö Reuters, AP, DPA,
BBC og CNN, sem hafi sínar svæðisskrifstofur í Bang-
kok eða öðrum stórborgum á svæðinu. „Þaö er alveg
sama hvar maður er í heiminum, alltaf vilja fjölmiðlar
það sama: hasar, ágreining, hörmungar og dramatík,
Það er sama hvar það er i heiminum."
Ómar hefur nú verið búsettur í Asíu í á fjórða ár - og
í sumar rennur út samningur sem hann hefur um störf
fyrir Alþjóðasamband Rauöa krossins og Rauða hálf-
mánans á þessum slóðum. Hann segist hins vegar síður
eiga von á því aö fjölskyldan flytjist heim að þeim tíma
loknum, eflalítið muni leiðin liggja til áframhaldandi
starfa fyrir hreyfinguna annars staðar í heiminum. Enn
sé óvíst hvar það verði.
Ómar Rafn vinnur við almannatengsl.
„Krakkarnir sjá um sig og lifa sínu lifi, þannig að viö
þurfum engar áhyggjur að hafa af þeim. Við njótum þess
því vel að takast á við þessi nýju ævintýr. Mér hefur
fundist þetta starf ákaflega gefandi og skemmtilegt."
Mannúöarhugsun sem ég vil leggja lið
En hvernig horfir þá heimalandið við Ómari - nú eft-
ir alllanga útivist? „Það er orðiö hálft annað ár síöan viö
komum heim síðast, svo það hefur vitaskuld verið af-
skaplega gott að koma aftur í jólafrí og hitta ættingja og
vini. ísland er land allsnægta. Það er mikill lúxus að
vera íslendingur og afar lítið brot mannkyns sem býr
við þau kjör sem okkur eru búin hér. Ég fæ að minnsta
kosti ekki séð að það sé nokkur ástæða til að hér þurfi
fólk að búa við fátækt, rétt eins og forsetinn benti svo vel
á í nýársávarpi sínu. Það er sú mannúöarhugsun sem ég
vil halda áfram að leggja lið.“
-sbs
+