Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003
M
agasín
DV
Ástralska leikkonan
Nicole Kidman dvaldi á
dögunum í heimabæ sínum
í Ástraliu en þar var hún í
fríi í vikutíma.
Kidman notaði tækifærið
og brá sér á einn frægasta
veitingástaðinn í Sydney en
hann heitir Bathers
Pavillion. Kidman var liins
vegar ekki boðið út heldur
bauð hún óléttri systur
sinni, Antoniu, ut að borða
og áttu þær systur notalega
kvöldstund.
Jólahátíðinni eyddi Kid-
man ásamt fjölskyldu sinni
á Fiji-eyjunni Wakaya.
Þangaö bauð hún systur
sinni og fjölskyldu hennar
og föreldrum sínum.
Fjölmiðlar hafa lengi
fylgst grannt með Kidman
en hafa ekki enn getað
gómað hana meö hugsan-
legum elskhuga eftir að
hún skildi við Tom Cruise.
„Fæöingin gekk alveg eins og í
sögu og það að eignast barn er raun-
ar stærsta ævintýri sem foreldrar
ganga i gegnum,“ segir Ása Ingi-
bergsdóttir í Vestmannaeyjum.
Nýársbarnið þetta árið var dóttir
hennar og Sigmundar Rúnars Rafns-
sonar manns hennar, en þetta er
þeirra annað barn. Stúlkan fæddist á
sjúkrahúsinu í Eyjum á tíunda tím-
anum á nýársdagsmorgun. Var hún
19 merkur að þyngd og 56 cm löng.
Ákaflega þakklát
„Ég átti að eiga dótturina á að-
fangadag en hún vildi ekki koma í
veröldina alveg strax. Á fyrsta degi
ársins var hún síðan þess albúin,"
sagði Ása. Hún segir að sér og dótt-
urinni ungu heilsist vel, aðeins fá-
einum dögum eftir fæðingu voru
þær komnar heim af sjúkrahúsi.
Hafa foreldrunum borist margar
góðar gjafir að undanfórnu. Fyrir
tilstilli Rásar 2 var þeim m.a. gefin
utanlandsferð með Úrvali-Útsýn
næsta sumar. Leikbær gaf leikföng
andvirði 15 þús. kr. og dætumar
fengu einnig Walt Disney-mynd-
bönd. Ekki má heldur vanta í upp-
talningu þessa bleiur og bamamat.
„Við erum ákaflega þakkát fyrir
þetta,“ segir Sigmundur.
Ása er fædd og uppalin í Eyjum
og á þar foreldra og frændgarð all-
an. Hún er um þessar mundir að
ljúka námi af endurskoðunarsviði
viðskiptafræðideildar Háskóla Is-
lands. Starfar hún nú hjá Deloitte &
Touche í Eyjum og stefnir að því að
verða löggiltur endurskoðandi. Sig-
mundur er hins vegar frá Hvols-
velli, er bakari að mennt og starfar
sem slikur. „Ég kom hingað út til
Eyja fyrir um tíu ámm síðan. Kom
hingað upphaflega til að kenna
karate en fljótlega eftir að ég kom
hingað kynntist ég Ásu. Eftir það
var ekki aftur snúið,“ segir Sig-
mundur.
Róið móti straumnum
Þau Sigmundur og Ása hafa búið
í Reykjavík siðustu árin og stundað
þar nám sitt. Nú hafa þau róið á
móti straumnum og eru aftur flutt
til Eyja. „Það er hvergi betra aö búa
en hérna, að ég tali nú ekki um
hvað það gott er að ala upp börn í
samfélagi eins og hér.“ -sbs
Nicole Kidman 6 fyrsta stefnumótið
Nicole Kidman. Fjoimiölar tala um fyrsta stefnumótiö eftir skilnaöinn
viö Tom Cruise þegar hún bauö systur sinni út aö boröa.
Óhætt er að fullyrða að skiln-
aður poppgoðanna Britney Spe-
ars og Justins Timberlakes í
fyrra hafl verið skilnaður ársins
i skemmtanabransnaum. í júní
sprakk hjónaband þeirra í loft
upp og kom það mörgum mjög á
óvart. Hlutirnir gerðust mjög
hratt og fjölmiðlar ytra hafa ver-
ið uppteknir af því að finna
ástæðu skilnaðarins. Nú þykjast
þeir hafa höndlað sannleikann í
málinu en ekki eru allir á einu
máli um niðurstöðuna.
Justin Timberlake gaf út nýtt
lag á myndbandi ekki alls fyrir
löngu og vakti myndbandið
mikla athygli. Og ekki síst í ljósi
Justin Timberlake og Britney Spears á
meðan allt lék í lyndi.
þess að ýmsir fjölmiðlar hafa
viljað meina að Britney Spears
haFi haldið fram hjá manni sín-
um með sameiginlegum vini
þeirra sem nánar verður vikið
að síðar.
Á myndbandinu sést stúlka,
sem líkist mjög Britney Spears,
aka á brott í silfurlitum Porsche
með mann sér við hlið. í óskýrri
mynd sést Timberlake fylgjast
með úr fjarlægð.
Timberlake hefur raunar ný-
verið geflð í skyn að Spears hafi
ekki verið honum trú í sambandi
þeirra. Lengi hefur því verið
haldið fram að Spears hafi hald-
ið fram hjá Timberlake með
Wade Robson sem samið hefur
mörg lög fyrir Spears og Tim-
berlake og hefur lengi þekkt þau
bæði. Robson játar að vinskapur
þeirra hafi verið og sé náinn en
um framhjáhald hafi aldrei verið
að ræða.
„Ég get fullyrt að um
rómantískt samband af
okkar hálfu var aldrei að
ræða. Aldrei. Mér kom
það mjög á óvart þegar
Spears og Timberlake
hættu saman. Og það var
svo sannarlega við fleiri
að sakast í þeim efnum
og mun flóknari hluti en
mig,“ segir Robson og
bætir því við að hann sé
í dag vinur þeirra beggja.
Timberlake er að því
kominn að greina frá
ástæðu skilnaðarins í
viðtali við erlent tímarit
á dögunum. „Britney
Spears er hjartahlý
manneskja. Þegar ég get
hins vegar ekki treyst
viðkomandi persónu tel
ég engan veginn rétt að
vera með henni lengur.
Ég held að ég segi alls
ekki of mikið þegar ég
fullyrði að Britney Spe-
ars viti nákvæmlega af
hverju við slitum sam-
vistum,“ sagði Timber-
lake.
Leyndarmálið um
orsök skilnaðarins virðist því
enn til staðar. Ef marka má orð
Timberlakes viröist sökin liggja
hjá Spears en hún hefur einnig
þvertekið fyrir ástarsamband við
Wade Robson.
Nýársforeldrarnir, þau Ása Ingibergsdóttlr og Sigmundur Rúnar Rafnsson, í Eyjum meö dætur sínar tvær.
Magasín-mynd Omar Garöarsson
Enn velta menn vöngum yfir
skilnaöi Britney Spears
og Justin Timberlake:
Allt Robson
að kenna?