Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2003, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 DV Álfabrenna á Ásvöllum á þrettándanum: Breyttur er bæjarbragur Meö glæsilegri þrettándahátíð, sem haldin var á Ásvöllum, kvöddu Hafnfirðingar jólin með dansi og söng að kvöldi þrettándans. Efnt var til álfabrennu, fólk tók lagið og Grýla og leppalúði létu sjá sig manna á með- al áður en þau héldu svo að nýju upp til fjalla. Var efnt til þessarar skemmtunar á vegum Hauka í samstarfi hestamannafélags- ins Sörla og Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar. „Við erum mjög ánægðir meö hvernig þessi fjölskylduskemmtun tókst. Jákvætt hugarfar var einkennandi meðal allra gesta sem hafa aldrei verið fleiri,“ sagði Bjarni Hafsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri Hauka, í samtali við DV-Magasín. Var þetta í tíunda sinn sem Haukar halda hátíð sem þessa. Bjami kveðst muna þá tíma þegar óknytt- ir og skammarstrik voru einkennandi fyrir mannlífið í Firöinum á þrettánda degi jóla. Nú sé þetta hins vegar liðin tíð, góðu heilli og bæjarbragurinn breyttur. -sbs Uti á lífinu Horft a motl heiminum - og stjomuljos! velfaö. Jolin eru hátíö barnanna, en nú eru þau að baki, enn einu sinni. „Hlo aö mer og hleypti hestinum á skeiö.“ Svo segir í Alfareiöinni, Ijóði listaskáldsins góöa. Sú hending smellpassaðl á Ásvöllum, eins og myndin sýnlr best. Magasín-myndir E.ÓI. Á háhestl hjá pabba og horft á helmsins glaum. Báliö brennur og brátt voru jólln aö baki. Nú eru þau ekki lengur anr en öll nærumst viö á góöum minnlngum frá hatíðlnni ir annaö en askan eln Sungið viö varðeldinn Skátar í Garðabæ stóðu fyrir þrett- ándagleði í Heiðmörk og voru jólin þar kvödd með fjöldasöng, þá auðvitað við varðeld eins og skáta er hefð. „Þetta er fimmta árið sem við skátar kveðjum jólin með þessum hætti í Heiðmörkinni. Auðvitað var súrt í brotið að það skyldi rigna þessar mín- útur meðan fjöldasöngurinn stóð yfir en fólk lét það hins vegar ekkert á sig fá. En það stytti fljótt upp og þá var gaman að flugeldasýningu á heiðskír- um himni,“ sagði Björn Hilmarsson hjá Skátafélaginu Vífli við DV- Magasín. -sbs IVIeo mommu i Heiömork aö kveöja jólin. Magasin-mynd E.OI. Galvaskir Garðbæingar og í baksýn brenna jólin út - og til ösku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.